Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 41 í Borgarfirði, hafði verið valinn fulltrúi sinnar sveitar til að gera fjárkaup þar vestra. Mæðiveikin hafði leikið borgfirskar sveitir grimmilega. Nú skyldi efnt í nýjan stofn. Fjárkaupmaðurinn varð mér eftirminnilegur: dökkur á brún, kraftalegur á velli, hress í bragði og tindrandi augu hans geisluðu af glettni. Klæddur var hann að hætti sem mér var framandi – reimuðum reiðbuxum sem urðu undravíðar of- an hnés. Heimilisfólkið kunni vel að meta þennan viðræðugóða gest og varð heimsókn hans minnisstæð. Framundan átti Jón þá umfangs- mikinn og fjölbreyttan búrekstur á Innri-Skeljabrekku. Önnur myndin: Góður þurrkdag- ur um miðbik sjöunda áratugarins. Brekkufólk er að heyskap og á mik- ið undir: menn og vélar að störfum; vörubíllinn hlaðinn ilmandi töðu svo varla sést í hann þar sem hann þok- ast heim að hlöðu. Jón bóndi, létt- klæddur og útitekinn, tilbúinn með forkinn. Skaftið verður undrarýrt í höndum bónda. Fúlgurnar frá hon- um ekki smáar svo blásarinn má hafa sig allan við að koka ekki. Mátti enda svo, því fáir heyjuðu meira í Borgarfirði þessi árin en einmitt Jón á Brekku með fólki sínu. Þriðja myndin: Vorkvöld eitt í Hvanneyrarkirkju: söngæfing kórs- ins fyrir fermingarmessu á hvíta- sunnu. Það lætur venju fremur hátt í bassanum þetta sinnið. Við hin lít- um við í lok sálmsins: Stendur þar Jón bóndi meðal félaga sinna bros- andi út að eyrum, strýkur um brjóst sér og segir: „Ja, drengir, mikið er þetta nú hressandi!“ Ófá búverkin voru þó að baki á Brekku þennan daginn líka. Og fjórða myndin: Faxaborg við Ferjukot á regnvotum kappreiða- degi Faxa fyrir hartnær fjörutíu ár- um. Jón á Innri-Skeljabrekku að- stoðar son sinn, Pétur, með Reyk; Pétur situr hestinn. Á hann. Þéttum tökum og fumlausum heldur Jón hestinum við rásmark. Þulurinn, Guðráður í Nesi, hvíslar sinni sér- stæðu röddu, svo brekkan heldur niðrí sér andanum. Spretturinn tek- ur við – Reykur fyrstur, sem oftar. Jón gleðst innilega með syni sínum en án yfirlætis. Reykur var einn af mörgum góðhestum á Brekku sem glöddu hestamanninn Jón Gíslason. – „Þó líði dagar og líði nætur má lengi rekja gömul spor…,“ segir í kvæði Davíðs. En nú verða þau geymd í bjartri minningu með öllum hinum myndunum. Okkur Hvann- eyringum var Jón á Brekku góður granni; já, þau hjón bæði, því vart nefnum við nafn annars án hins. Samhent, svo með afbrigðum var, létu þau sér annt um velferð staðar og skóla. Samfylgdin varð okkur því bæði ljúf og verðmæt. Jón missti mikið er kona hans, Kristín Péturs- dóttir, féll frá fyrir rúmu ári. Ald- urinn færðist yfir og það þyngdi fyr- ir fæti. Hugurinn dró þó enn. En hvíldin var kærkomin – þrátt fyrir allt. Við hjónin þökkum hin góðu kynni. Þakka ber líka ævistarfið allt sem unnið var með jákvæðum huga af elju og einstökum dugnaði. Fjöl- skyldunum færum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Jóns Gíslasonar frá Innri- Skeljabrekku. Ásdís og Bjarni, Hvanneyri. Ég hafði aldrei séð aðrar eins hendur. Hönd mín hvarf í hans. Ég var á þrettánda ári og kominn í sveit á Ytri-Skeljabrekku til Oddu og Gísla, sonar Jóns Gíslasonar. Innri- Skeljabrekka fylgdi eiginlega með, því að bræðurnir Gísli og Þorvaldur ráku saman stórbú á Brekkubæjun- um á þessum árum ásamt foreldrum sínum og fjölskyldum. Fyrst stóð mér hálfgerður stuggur af þessum ógurlegu höndum en hlýlegt augna- ráð eyddi því að bragði og þegar Jón hló skömmu síðar sínum bjarta hlátri svo tárin runnu niður kinnar var ekki um neitt að villast: Hér var á ferð góður kall. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera fimm sumur í sveit á Ytri- Skeljabrekku og síðar Mið-Fossum hjá Oddu og Gísla og þar með í nán- um samvistum við Jón og Stínu á Brekku. Að þeirri reynslu bý ég ævilangt. Það var stór hópur ungmenna við störf á Brekkubæjunum í kringum 1980, enda margt að gera. Auðvitað gekk á ýmsu, sem von er, en ein- hvern veginn tókst Jóni alltaf að halda ró sinni. Það var engu líkara en hann færi í gegnum lífið á sama hátt og hann ók traktor: með hand- olíugjöfina stillta og ekkert fékk raskað þeirri ferð. Einhverju sinni tókum við okkur til, unglingarnir á bænum, og ætl- uðum að hraðtemja fola sem einn okkar hafði fengið í laun sumarið áð- ur. Lagt var á inni í hesthúsi og var ekki annað að sjá en hestinum líkaði það bærilega. Þegar hann kom fram í dyr ákvað hann hins vegar að segja skilið við þennan söfnuð og rauk af stað. Taumurinn rann úr höndum þess sem átti að halda í hann og horfðum við á eftir klárnum út á tún. Þar stökk hann yfir girðingu með þeim afleiðingum að gjörðin hrökk í sundur og hnakkurinn dinglaði á eftir. Ekki róaðist jarpur við það. Stefndi hann nú niður á engjar og nam ekki staðar fyrr en hann hafði hlaupið drjúgan spöl. Hnakkurinn losnaði aftan úr honum einhvers staðar á leiðinni, nokkuð illa farinn. Það voru hljóðir og hógværir tamningamenn sem gengu upp heimtröðina á Innri-Skeljabrekku þann daginn. Viðbrögð Jóns við þessum til- burðum ungdómsins voru þau ein að segja: „Mikið afskaplega var þetta nú leiðinlegt.“ Fleiri orð þurfti ekki að hafa um þetta framtak og var málið þar með úr sögunni. Raunar var sama hvaða vitleysu maður tók upp á, s.s. að festa traktor illilega inni í hlöðu við að þjappa vothey eða öðru álíka: Jóni fannst það heldur leiðinlegt en síðan var ekki talað um það frekar. Og fyrr en varði hljóm- aði bjartur hlátur hans og gleðitár runnu niður kinnar. Þannig minnist ég Jóns bónda: hann var rólegur og yfirvegaður en komst það sem hann ætlaði sér eins og myndarbú þeirra Stínu bar með sér. Og alltaf var stutt í brosið og glampa í augum. Ég sá hann síðast hinn 11. ágúst í fyrra þegar Stína var jarðsungin. Handtakið var eins og fyrir tæpum aldarfjórðungi, þétt og innilegt. Hönd mín hvarf í hans. Ég votta fjölskyldu hans mína innilegustu samúð. Pétur Már Ólafsson. Um miðjan áttunda áratug síð- ustu aldar hrósuðu krakkar happi yfir því að komast í sveit. Ekki síst ef þau áttu – líkt og ég – enga vandamenn meðal bænda. Örlögin höguðu því þannig til að mér bauðst á unglingsaldri að fara í kaupavinnu að Ytri-Skeljabrekku í Andakíl til Gísla Jónssonar og Oddbjargar Leifsdóttur sumurin 1977 og 1978. Var reyndar lengi viðloðandi bæinn eftir það. Á Innri-Skeljabrekku bjuggu foreldrar Gísla, Jón Gíslason og Kristín Pétursdóttir. Þessi öldnu heiðurshjón eru nú bæði fallin frá með stuttu millibili eftir langa og starfsama ævi. Á Skeljabrekkubæjunum voru flest störf unnin í sameiningu, hvort heldur þurfti að girða, dreifa áburði, vinna að heyskap eða smala. Brekka var stórbýli með um 700 fjár, 130 hausa í fjósi, tugi hrossa, svín og hænur. Aldrei heyrði ég samt bændur á Brekku hafa orð á því að þeir hefðu mikið umleikis. Fé gekk á Brekku- fjalli en einnig í Árdal, undir Skessuhorni, í Vatnshorni og ærnar á Mið-Fossum voru reknar ásamt lömbum sínum að Oddsstöðum og þaðan upp á Arnarvatnsheiði. Kýr og hross sleiktu hnéhátt gras á flæðiengjum á bökkum Andakílsár þar sem áður voru slægjur miklar. Skeljabrekka var í þjóðbraut en mikil breyting varð þar á um þetta leyti: fimm þil skutu upp kollinum í miðjum Borgarfirði, undirstöður nýrrar brúar yfir fjörðinn. Eins og búast má við bar margt nýtt fyrir augu og eyru drengs sem aldrei hafði áður komið í sveit. Þar bæði hugsuðu menn og töluðu öðru- vísi en borgarbarn átti að venjast. Skringileg orð skutu upp kollinum líkt og kró og golsótt fé, hettujakki þýddi úlpa, drossía fólksbíll. Að rýja fé hét að taka af og ekki var til siðs að strjúka mikið hundum, þótti spilla þeim í smalamennskum. Jón og Stína voru einstaklega samrýnd hjón. Hún var ákveðin í fasi og stjórnaði heimilinu á Innri- Brekku af röggsemi. Fyrst þegar ég kom á Ytri-Brekku heyrði ég á gömlum kaupamönnum sem leið áttu hjá að þeir báru óttablandna virðingu fyrir húsfreyjunni austar í túninu. Skömmu síðar veiktist ég af magakveisu og Stína var fengin til þess að sitja yfir mér pestargeml- ingnum meðan Odda og Gísli brugðu sér af bæ. Er ekki að orð- lengja það að við amman á bænum náðum svo vel saman þetta kvöld að uppfrá því vorum við hinir mestu mátar og gátum ávallt slegið á létta strengi. Ég óskaði þess að forverar mínir í starfi hefðu líka nælt sér í svo ágæta gubbupest. Við Jón kynntumst hins vegar smátt og smátt við störfin úti við. Oftast var ég á ferðinni með Gísla syni hans en stundum létti ég undir með Jóni við girðingarstörf eða við fórum saman annarra erinda. Það var mér ávallt sérstök ánægja að vera með Jóni bónda. Hann talaði við okkur unga fólkið eins og jafn- ingja sína og kenndi okkur til verka af einstakri ljúfmennsku. Í huga mér kviknaði ósjálfrátt brennandi áhugi á sveitastörfunum, ekki síst vegna þess hversu miklir búmenn þeir bændur á Skelja- brekku voru: afburða fjárglöggir, höfðu yndi af hestum, undu sér hvergi betur en við heyskap eða gegningar; voru kappsmenn til allra hluta. Þorvaldur, yngsti sonur þeirra Jóns og Stínu, var nýlega snúinn heim að loknu námi við Bændaskólann á Hvanneyri og hafði auk þess lagt stund á bifvélavirkjun í Reykjavík. Hann átti það til að gera góðlátlegt grín að okkur vinnu- mönnunum ef óhönduglega tókst til en við svöruðum jafnan í sömu mynt og nutum þess ekki síður að henda gaman að búfræðingnum. Þá ískraði í Jóni bónda hláturinn, leiftrandi blikið tvíefldist í augum hans; gott ef það glitti ekki í tár þegar kerskn- in var sem mest. Óhemju fjöldi barna og unglinga dvaldi á þessum árum á Skelja- brekku. Gestkvæmt var með afbrigðum og þótt mikið væri að gera var jafn- an tekið á móti fólki af rausnarskap. Við sumarkrakkarnir vorum sem hluti af fjölskyldunni og þess ávallt gætt að okkur liði sem best. Margir unglinganna höfðu verið á Skelja- brekku frá blautu barnsbeini og þekktu ekki annað en sumur í sveit. Vissulega var mikil vinna lögð á ungar herðar en það var einfaldlega vegna þess að þeim var treyst fyrir miklu. Ábyrgðin var jafnan eins og aldur og þroski leyfði og okkur fannst við alltaf hafa jafn þýðing- armiklu hlutverki að gegna á bæn- um, svo miklu að búskapur á Brekku væri vart hugsanlegur án okkar. Þess vegna voru öll frí og jafnvel verkföll nýtt að vetri í sveit- inni svo ekkert færi þar úrskeiðis. Á Innri-Brekku mátti glögglega sjá að Jón og Stína mundu tímana tvenna hvað vélakost áhrærði. Und- ir vegg glitti í fornar rakstrar- og sláttuvélar sem dregnar höfðu verið af hestum. Einn elsti traktor lands- ins, Farmall, stóð enn inni í gamla verkfærahúsi líkt og uppstoppaður kóngur í baggabandaríki sínu. Þó fannst okkur strákunum eins og vélaöldin hefði hálfpartinn farið fram úr Jóni bónda og það heldur ómaklega. Hver dráttarvélin bætt- ist við af annarri í safn Brekku- bænda en samt var eins og Jón kynni best við sig á gamla Massey Ferguson 35. Og þannig held ég að við geymum Jón bónda í minning- unni: sitjandi á þeim rauða að slá úti á Stöðli eldsnemma að morgni í geysisúlpu, höndin á handolíugjöf- inni, strá í munnviki, með þetta sér- kennilega glit í auga. Gunnsteinn Ólafsson.  Fleiri minningargreinar um Jón Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær dóttir mín, móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA G. JÓNSDÓTTIR, (STELLA) frá Blönduósi, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju mánu- daginn 30. september kl. 14.00. Elínborg Guðmundsdóttir, Jón S. Hilmarsson, Elínborg I. Traustadóttir, Elvar B. Hjálmtýsson, Ragnhildur B. Traustadóttir, Stefán A. Þórisson, Guðmundur E. Traustason, Þeba B. Karlsdóttir, Elísabet A. Traustadóttir, Sigfús S. Sigurðsson, Hanna E. Halldórsdóttir, Jón E. Sveinbjörnsson, ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS HRAFNS ÓLAFSSONAR, Skarðshlíð 2c, Akureyri. Ólafur Örn Ólafsson, Ása Ólafsdóttir, Steinþór Ólafsson, Elín Gautadóttir, Haraldur Ólafsson, Erna Arnardóttir, Ingunn Ólafsdóttir, Gissur Agnarsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HJÖRTUR JÓNSSON kaupmaður, Haukanesi 18, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu- daginn 30. september kl. 15.00. Þórleif Sigurðardóttir, Jón Hjartarson, María Júlía Sigurðardóttir, Sigurður Hjartarson, Edda Sigríður Sigfúsdóttir, Gunnar Hjartarson, Sigríður Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, HELGA ÞÓRODDSDÓTTIR frá Alviðru, í Dýrafirði, lést fimmtudaginn 26. september á hjúkrunar- heimilinu Ási, Hveragerði. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR GUÐMUNDSDÓTTUR áður húsfreyju á Ytri-Löngumýri, Austur-Húnavatnssýslu, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi. Áslaug Elsa Björnsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Páll Björnsson, Guðmundur Björnsson, Halldór Björnsson, Hafliði Sigurður Björnsson, Björn Björnsson, Þorfinnur Jóhannes Björnsson, Brynhildur Björnsdóttir, Böðvar Björnsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.