Morgunblaðið - 28.09.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 28.09.2002, Síða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 15 Í LÍTILLI íbúð á Njálsgötunni býr kona sem óhætt er að segja að sé kattelsk með eindæmum. Fyrir ut- an hana og manninn hennar hafast við í íbúðinni níu kettir sem að sögn húsfrúarinnar eru klókari en menn gera sér grein fyrir. Þessi kona er Gunnlaug Þor- valdsdóttir sem þrátt fyrir ungan aldur hefur lengi haft áhuga á köttum og reyndar dýrum al- mennt. „Ég hafði alltaf átt kött og þegar ég kynntist manninum mín- um kom í ljós að hann er mikið fyrir ketti líka. Svo sá ég kettlinga hjá konunni á hæðinni fyrir neðan okkur og þar var einn sem var loðnari en hinir og mér fannst hann svo sætur að ég ákvað að taka hann og svo rúllaði þetta áfram.“ Þessi nýi fjölskyldumeðlimur kveikti forvitni hjá Gunnlaugu sem í framhaldinu dreif sig á kattasýningu þar sem gaf að líta fjölda kattategunda. „Þá fannst mér mínir kettir þeir fallegustu í heimi þótt þeir væru bara svona venjulegir húskettir og ég ákvað að á næstu sýningu myndi ég sýna þá. Ég var ekkert upptekin af því að þeir myndu vinna en vildi bara að fólk fengi að sjá hvað þeir væru æðislegir.“ Gunnlaug lét ekki standa við orðin tóm og í gegnum sýningar á sínum eigin dýrum komst hún í kynni við abyssiníukettina svoköll- uðu sem eru fremur stutthærðir og kolféll fyrir þeim. „Mér fannst karakterinn í þeim svo æðislegur og það endaði með því að ég keypti þannig kisu. Svo kynntist ég sómalíköttunum sem er syst- urtegund abbyssiníukattanna nema hvað þeir eru síðhærðari og svo datt ég einhvern veginn inn í kattaræktunina áður en ég vissi af.“ Opna rennihurðir og unna tónlist Í dag er Gunnlaug formaður Kynjakatta sem er félag katta- ræktenda auk þess sem það lætur velferðarmál þessara fjórfættu vina mannanna sig varða. Og það er auðvelt að skynja að ekki verð- ur aftur snúið í Gunnlaugar til- felli. „Ég heillast af öllum köttum, sérstaklega út af karakternum þeirra. Á hverjum degi er ég að furða mig á því hvað þeir eru of- boðslega klárir enda eru þeir mun klókari en við gerum okkur grein fyrir.“ Hún útskýrir þetta nánar: „Ég rakst á það í einhverri bók að það getur verið erfitt að gera tilraun á köttum þegar þeir eru saman í hóp vegna þess að þeir skipta með sér verkum. Í staðinn fyrir að allir séu til dæmis að reyna að opna hurð sérþjálfar einn sig í því en hinir gera eitthvað annað. Þegar ég fór að skoða kettina mína hér heima með þessu tilliti fór ég að taka eft- ir þessu: það er einn sem opnar allar hurðir og sækir bolta, annar opnar alla skápa sem eru með rennihurðum og svo framvegis. Það er mjög skemmtilegt að fylgj- ast með þeim.“ Hún segir kettina sína líka mús- íkalska en maður hennar, Guð- mundur Pétursson, er tónlist- armaður og því er mikil tónlist á heimilinu. „Maður tekur eftir því hvernig þeir fylgjast með tónlist- inni og þegar við opnum píanóið stekkur einn upp á hljómborðið og labbar fram og til baka.“ Ryksugar svolítið mikið Útlit er fyrir nokkra fækkun í kisuhópnum því þrjár af kisunum hennar Gunnlaugar eru kettlingar sem hún ætlar að láta frá sér. „Maður þarf aðeins að reyna að passa að vera ekki alltaf að halda einum og einum kettling því þá endar það með ósköpum. Ég er nú í frekar lítilli íbúð en þetta gengur því þeir hafa gaman af því að stökkva upp á hillur og það stækk- ar plássið fyrir þá.“ Aðspurð hvort ekki sé þrengt að mannfólkinu með þessari kisufjöld segir Gunn- laug: „Nei, nei. En það fylgir þessu svolítið af hárum þannig að maður þarf að ryksuga svolítið mikið.“ Áður en samtalinu lýkur vill Gunnlaug endilega minna á katta- sýningu sem Kynjakettir ætla að standa fyrir í reiðhöll Gusts í októ- ber næstkomandi. „Það stendur yfir skráning núna ef fólk hefur áhuga á að sýna húskettina sína, þótt þeir séu bara venjulegir, því þeir eru fyrir mér alveg jafn mik- ilvægir og hinir kettirnir.“ Býr með tónlistarmanni og níu kisum í lítilli íbúð á Njálsgötunni „Heillast af öllum köttum“ Miðborg Morgunblaðið/Sverrir Gunnlaug með nokkrar af kisunum sínum sem finnst gaman að stökkva upp á hillur. hjúkrunarforstjóra Sunnuhlíðar greip mikil hræðsla um sig meðal starfsfólks þegar það gerðist en at- burðurinn átti sér stað um miðja nótt. „Næturvaktin vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og þessar ungu fóru hreinlega undir borð því þær héldu að það hefði orðið jarðskjálfti.“ Forðast að vera í setustofu og sniðganga bílastæði Bílastæði starfsfólks og íbúa fjöl- býlishússins eru upp við hljóðmönina auk þess sem fjölfarinn göngustígur er milli vegarins og hússins. Segir í bréfi framkvæmdastjórans að íbúar séu uggandi vegna þeirrar ógnar sem stafar frá umferð frá Hafnar- fjarðarveginum. „Þeir sem notað hafa fyrrgreind bílastæði eru nú hættir því og forðast margir íbúar og starfsfólk að vera í setustofu þeirri í hjúkrunarheimilinu sem fyrri bif- reiðin lenti á.“ Áslaug tekur undir að þetta valdi nokkrum ótta. „Sérstaklega af því að þetta er orðið endurtekið. Þegar þetta gerðist í fyrra skiptið hélt mað- ur að þetta væri alveg einstakt og myndi ekki gerast næstu öld eða svo. Nú þegar þetta er búið að endurtaka sig má segja að það sé ekkert óeðli- legt að það sé kominn uggur í fólk. Ég er viss um að það sniðgengur stæðin, sérstaklega næturvaktin af því að þetta gerðist um nótt í bæði skiptin.“ Hún segir því alveg ljóst að starfsfólk og íbúar vilji alls ekki að slíkir atburðir endurtaki sig. „Við getum ekki hugsað okkur að það ger- ist.“ Í bréfinu segir að tafarlausra úr- bóta sé þörf til að tryggja öryggi vegfarenda sem eigi erindi á svæðið og er óskað eftir því við Vegagerðina að strax verði hafist handa við þær. Innt eftir því hvaða úrbbótum óskað er eftir segir Áslaug það verkefni verkfræðinga að leysa úr því. Nauð- synlegt sé að bæta ástandið þannig að öryggi íbúa og starfsfólks sé tryggt. ðinu sem ítrekað hefur verið ekið yfir Rósar eðal línan Dag, nætur, raka, maski, nuddolíur og lotion. Þumalína Skólavörðustíg 41

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.