Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 10
ÁSTA Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sem sæti á í heil- brigðisnefnd, segir ljóst að Íslensk erfða- greining sé eðli- lega að bregð- ast við erfiðri stöðu með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og sjá megi af viðbrögðunum í gær að hlutabréf í fyrirtækinu hafa hækkað á hlutabréfamörk- uðum. „Það verður að sjálfsögðu að gæta hagsmuna starfsmannanna og ég geri ráð fyrir að það verði gert. Ég hef ákveðnar áhyggjur af því að margir sem þarna eiga í hlut eru ekki í stéttarfélögum. Það hlýtur því að verða að skoða sér- staklega hver réttarstaða þeirra er,“ segir hún. Ásta segir að búast hafi mátt við aðgerðum í þessa veru af hálfu fyrirtækisins í ljósi þeirra miklu lækkana sem hafi orðið á verði hlutabréfa á mörkuðum að und- anförnu. „Þess vegna kemur þetta mér ekki mjög á óvart,“ segir hún. Ásta Möller Gæta þarf hagsmuna starfsmanna FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ás- grímsson, for- maður Fram- sóknarflokksins, segir uppsagnir starfsmanna hjá Íslenskri erfða- greiningu vera mikið áfall, en hann kvaðst líta svo á fyrirtækið væri með þessum aðgerðum að bregðast við breytt- um aðstæðum. „Þetta er mikið áfall, en það er svo með öll fyrirtæki að þau verða að laga sig að breyttum að- stæðum. Stundum þarf að rifa seglin til að bjarga stöðunni og leggja grunn að framtíðarupp- byggingu. Ég lít svo á að fyr- irtækið sé að gera það sem nauð- synlegt er til að bregðast við aðstæðum sem ég þekki ekki mikil deili á, en ég vona svo sannarlega að Íslensk erfðagreining komist út úr þessum erfiðleikum og geti haldið áfram að sækja fram. Þetta er mjög mikilvæg starfsemi fyrir íslenskt efnahags- og atvinnulíf og ekki síst fyrir rannsóknar- og vís- indastarfsemina í landinu,“ sagði Halldór. Hann sagði að þessi tíðindi breyttu engu varðandi gerð grunns á heilbrigðissviði. Íslensk stjórnvöld myndu standa við þá samninga sem þau hefðu gert. Halldór sagði aðspurður að meta yrði sjálfstætt hvort íslenska ríkið veitti Íslenskri erfðagrein- ingu ríkisábyrgð á láni til að byggja upp lyfjafyrirtæki hér á landi, en fjármálaráðherra fékk heimild Alþingis til að veita slíka ábyrgð í vor. „Til þess að hægt sé að veita ríkisábyrgð þarf að vera traustur framtíðargrundvöllur. Ef fyrirtæki bregðast ekki við að- stæðum á hverjum tíma er það ekki fyrir hendi.“ Halldór Ásgrímsson Mikilvæg starfsemi „KÁRI heldur áfram að ljúga og segir, að þótt þeir segi upp 200 mönnum ætli hann að af- kasta jafn miklu,“ segir Sverrir Her- mannsson, for- maður Frjálslynda flokksins, að- spurður um uppsagnir starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar. „Og nú er hann búinn að gera nýjan samning sem gefur níu millj- arða og sama sagan endurtekur sig. Í hvert skipti sem bréf de- CODE féllu mætti hann og hafði uppgötvað ný gen. Allt er þetta magnaðasta svikamylla sem sem sett hefur verið upp í íslensku fjár- málalífi og ríkisstjórn Íslands hef- ur gengið undir henni,“ segir Sverrir. Sverrir Hermannsson Mögnuð svikamylla ÖSSUR Skarp- héðinsson, for- maður Samfylk- ingarinnar, segist vera sleg- inn mikilli dep- urð fyrir hönd þeirra 200 fjöl- skyldna, sem allt í einu hafa misst framfærslu sína í kjölfar uppsagn- anna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þessir starfsmenn muni vafalítið eiga í einhverjum erfiðleikum með að finna störf við sitt hæfi. „Það er jafnframt ósköp dap- urlegt að horfa upp á þetta stór- virki bjartsýninnar í íslensku at- vinnulífi eiga í þessum erfið- leikum. Hvað sem líður tilfinn- ingum manna og skoðunum á fyrirtækinu er alveg ljóst að menn bundu við það miklar vonir. Ég taldi til dæmis að það væri brim- brjótur nýrrar hátæknibylgju í ís- lensku atvinnulífi. Ég sá fyrir mér að í skjóli virkisveggja Íslenskrar erfðagreiningar myndu rísa ný fyrirtæki við úrvinnslu hugmynda og þekkingar, sem hefðu orðið til hjá fyrirtækinu. Það bundu allir miklar vonir við að þetta myndi ganga mjög vel og þess vegna verð ég að segja að maður er dap- ur,“ segir Össur. „Ég hugsa sömuleiðis til þeirra fjölmörgu sem festu fé sitt, í sum- um tilvikum allt spariféð og jafn- vel með lán að auki, til þess að kaupa hlut í fyrirtækinu. En þess er náttúrlega að vænta að staða fyrirtækisins muni ekki fyrsta kastið hjálpa til við að rétta hlut þeirra,“ segir Össur. Hann segir einnig að Kári Stef- ánsson, forstjóri ÍE, hafi sýnt ótrúlega hugvitssemi við að koma fyrirtækinu á laggirnar og marka því bás í hinum grjótharða heimi alþjóðlegra viðskipta. „Hann gerir þetta tilneyddur og væntanlega með það í huga að hag fyrirtækisins sé þannig best borg- ið. Ég vona það heitt og innilega – eins og áreiðanlega allir aðrir for- vígismenn í íslenskum stjórn- málum, hvaða skoðun sem þeir kunna að hafa haft á fyrirtækinu – að fyrirtækinu takist að sigla í gegnum holskeflurnar og að þær væntingar, sem voru við það bundnar, gangi upp í fyllingu tím- ans. Þarna er gríðarlegt hugvit að finna og ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitthvert fremsta rann- sóknarsetur í mannerfðafræði í heiminum og ég vil sjá þessa til- raun takast,“ segir Össur. Össur Skarphéðinsson Sleginn mikilli depurð „ÞAÐ er alltaf mjög dapurlegt að fá fréttir af þessu tagi, fjöldaupp- sagnir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. „Ekki eru fréttirnar síður dapurlegar í ljósi þess að þarna voru menn að binda vonir við að upp væri að vaxa há- tækni- og þekkingarstarfsemi. Það er alveg sama hvernig á málið er litið, þetta slæmt. Þarna eru sér- hæfðir hópar fólks að missa vinn- una, það er þröngur vinnumark- aður fyrir í landinu og það þarf enginn að efast um að þetta verð- ur mjög sársaukafullt og erfitt fyrir þá sem í hlut eiga. Hitt er svo annað mál að ég held að öllum hafi mátt ljóst vera og menn hefðu kannski mátt muna betur eftir því á köflum, að þessi starfsemi var eðli málsins sam- kvæmt mjög áhættusöm. Það mátti því búast við því að að- stæður gætu breyst snöggt. Þetta sýnir kannski að jafn og stöðugur vöxtur er alltaf heppilegri kostur heldur en fyrirtæki sem þenjast hratt út og skreppa síðan saman aftur. Þarna hefur verið æv- intýralega hröð uppbygging og síðan allt í einu mjög snöggur samdráttur. Mér er til efs að fyr- irtæki starfandi á Íslandi hafi sagt upp stærri hópi fólks á einu bretti. Mér finnst að halda eigi málum utan við þetta sem tengst hafa þessu fyrirtæki, á borð við mið- lægan gagnagrunn og ríkisábyrgð sem hafa verið mjög undeild í samfélaginu. Einfaldlega vegna þess að hugur manns er hjá því fólki sem er að verða fyrir þessum uppsögnum.“ Steingrímur J. Sigfússon Dapurlegar fréttir ÞORLEIFUR Ágústsson, formaður Starfsmannafélags Íslenskrar erfðagreiningar, sagði að þó að það væri erfitt að standa frammi fyrir uppsögnum starfsmanna ÍE væru þetta engu að síður rökrétt við- brögð við breyttum aðstæðum. Hann segir að framtíð fyrirtækisins sé engu að síður björt. Samning- urinn við lyfjafyrirtækið Merck sé til vitnis um það. „Það er komin upp ákveðin staða og það er rökrétt að gripið sé til ákveðinna aðgerða. Þetta er ástand sem enginn vill þurfa að horfast í augu við en við gerum það engu að síður. Það er gert með því hug- arfari að þetta fyrirtæki eigi eftir að blómstra og eiga meiri mögu- leika í framtíðinni. Það er klárt mál að við erum að gera hér mjög góða samninga. Í gærkvöldi [í fyrra- kvöld] var skrifað undir mjög stór- an samning og það er ljóst að hann kemur til með að opna leiðir fyrir fyrirtækið,“ sagði Þorleifur. Þorleifur sagðist alls ekki eiga von á að það kæmi til frekari upp- sagna. Það hefði verið tekin ákvörð- un um að grípa til viðamikilla að- gerða nú með það í huga að ekki þyrfti að segja fleirum upp síðar. Eftir stæði fyrirtæki með rúmlega 400 starfsmenn í vinnu, sem væri auðvitað mjög stór vinnustaður. Þorleifur sagði að svona miklar uppsagnir vektu eðlilega mikla at- hygli, en hafa yrði í huga að Íslensk erfðagreining væri mjög stórt fyr- irtæki og það væru nánast engin sambærileg fyrirtæki til á Íslandi. Það yrði líka að hafa í huga að fyr- irtækið hefði verið í stöðugri upp- byggingu. Sum verkefni sem unnið væru að væru tímabundin og því væri ekki óeðlilegt að sveiflur yrðu í starfsmannahaldi. Ungt fólk sem á alla mögu- leika að fá aðra vinnu Þorleifur sagði að þetta væri að sjálfsögðu áfall fyrir þá sem hefðu misst vinnuna, en stærstur hlutinn væri hins vegar ungt fólk sem ætti alla möguleika á að fá aðra vinnu. „Ég held að mér sé óhætt að segja að flestir hafi tekið þessu já- kvætt. Þetta er vissulega erfitt, en fólk tekur þessu af skynsemi. Fólk skilur alveg hvernig staðan er. Ég tel að framtíð Íslenskrar erfðagreiningar sé björt. Við erum að gera risasamning við eitt virt- asta lyfjafyrirtæki í heiminum, Merck. Þetta er fyrsti samningur sem það fyrirtæki gerir við fyrirtæki af þessum toga. Það segir manni að Íslensk erfðagreining er að vinna að mjög öflugum og góðum verk- efnum,“ sagði Þorleifur. Þorleifur Ágústsson, formaður Starfsmannafélags ÍE Rökrétt við- brögð við aðstæðunum Morgunblaðið/Júlíus VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur og Alþýðusamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýs- ingu vegna uppsagna um 200 starfsmanna hjá Íslenskri erfða- greiningu. „Í morgun var tilkynnt um hóp- uppsögn 200 starfsmanna Ís- lenskrar erfðagreiningar. Af heild- arfjölda starfsmanna fyrirtækisins eiga um 70 aðild að Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur en marg- ir eiga ekki aðild að stéttarfélagi. Þrátt fyrir það njóta allir starfs- menn ÍE lágmarksréttinda skv. kjarasamningum og lögum þ.m.t. lögum um hópuppsagnir nr. 63/ 2000 og lögum um starfskjör launafólks nr. 55/1980. Í ljósi þess að hér er um að ræða stærstu hópuppsögn á ís- lenskum vinnumarkaði sem átt hefur sér stað telja Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur og Al- þýðusamband Íslands mikilvægt að leiðbeina og aðstoða alla þá starfsmenn sem hópuppsögnina þurfa að þola. Það verður gert án tillits til félagsaðildar. Um leið árétta samtökin mikilvægi þess að allt launafólk eigi aðild að stétt- arfélögum sem komi fram fyrir hönd þess í aðdraganda jafn ör- lagaríkra ákvarðana og hér hafa verið teknar. Kjaramáladeild VR og lögfræði- deild ASÍ munu veita öllu þessu fólki ráðgjöf og aðstoð um rétt- arstöðu sína. Hægt er að nálgast upplýsingar og aðstoð á kjaramála- deild VR í síma 510 1700 og á lög- fræðideild ASÍ í síma 535 5600.“ Yfirlýsing frá ASÍ og VR Veita ráð- gjöf og aðstoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.