Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM 30 skógarbændur á Norður- landi hófu í gær þátttöku í nám- skeiðinu „Grænni skógar á Norður- landi,“ en formleg setning var í Íslandsbænum í Eyjafjarðarsveit síðdegis. Valgerður Jónsdóttir fram- kvæmdastjóri Norðurlandsskóga sagði einkar ánægjulegt hversu margir hefðu skráð sig á námskeið- ið, en markmiðið hefði verið að fá um 15 manns til að taka þátt. Garðyrkjuskóli ríkisins, Skóg- rækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og Norðurlandsskógar gerðu með sér samning um heildstæða skóg- ræktar- og landgræðslufræðslu í allt að þrjú ár, eða sex annir fyrir skógarbændur á Norðurlandi með þessari yfirskrift. Markmið fræðslunnar er að gera þátttakendur betur í stakk búna til að taka virkan þátt í mótun og framkvæmd skógræktar og land- græðslu á bújörðum sínum með það að markmið að auka land- og búsetugæði, verðgildi og fjölþætt notagildi jarðanna. Er náminu ætl- að að nýtast þeim sem stunda eða hyggjast stunda skógrækt og land- græðslu, einkum skógarbændum og þá sem þjónusta landshluta- bundin skógræktarverkefni. Námið er metið til eininga á framhalds- skólastigi og lýkur með viðurkenn- ingu frá Garðyrkjuskólanum. Sambærilegt nám er í boði á Suðurlandi og stunda þar 25 skóg- arbændur nám. Námskeiðin á Norðurlandi verða haldin á svæð- inu frá Blönduósi að Húsavík og þá verður eitt þeirra haldið í Svíþjóð og Noregi þar sem mönnum gefst kostur á að kynna sér skógrækt þar. „Við erum stolt af því að hafa fengið ykkur til liðs við okkur,“ sagði Sveinn Aðalsteinsson skóla- stjóri Garðyrkjuskóla ríkisins við nemendur á námskeiðinu og sagði markmiðið að gera menn að betri fagmönnum á þessu sviði. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði mikilvægt að styðja áhugasamt fólk með myndarlegum hætti, fólk sem tilbúið væri til að taka að sér störf í þágu lands og þjóðar. Því væri mikilvægt að huga að öruggri fjármögnun verkefna af þessu tagi. Námskeiðið Grænni skógar á Norðurlandi 30 bændur á skólabekk Morgunblaðið/Kristján Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ræðir við fólk á námskeiðinu. NÚ þegar skammdegið færist yfir bæði hægt og hljótt er nauðsyn- legt að nota alla þá lýsingu sem tiltæk er, hvort sem er í þéttbýli eða strjálbýli. Jónas Ragnarsson, rafvirki hjá Rafeyri á Akureyri, var einmitt að vinna við að koma lýsingu á staurastæðu við veit- ingastað í miðbænum, þegar ljós- myndari rakst á hann. Einhver útleiðsla var að gera Jónasi lífið leitt, þannig að ekki logaði á staurnum en hann var þó ekki lengi að kippa því í lag. „Það verður nú ágætt ef þessi mynd birtist í blaðinu, því strákarnir í vinnunni segja að ég geri aldrei neitt,“ sagði Jónas og var hinn hressasti. Morgunblaðið/Kristján Útleiðsla í ljósa- staurunum BÓNUS og handknattleiksdeild Þórs og hafa gert með sér sam- starfssamning til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér víð- tækt samstarf milli handknattleiks- deildar og Bónuss en með samn- ingnum er Bónus orðinn einn af stærstu styrktaraðilum deildar- innar. Gestur Einarsson undirritaði samninginn fyrir hönd handknatt- leiksdeildar Þórs og Jóhannes Jóns- son fyrir hönd Bónuss. Fyrir aftan þá á myndinni standa fulltrúar Þórs og Bónuss, f.v. Aigars Lazdins, Ax- el Stefánsson, Óðinn Svan Geirsson og Páll Viðar Gíslason. Morgunblaðið/Kristján Þór og Bónus í samstarf BEIN úr sjó nefnist bók eftir Björn Ingólfsson skólastjóra Greni- víkurskóla sem nýkomin er út hjá Bókaútgáfunni Hólum á Akureyri. Í bókinni er greint frá útgerð- arsögu Grýtubakkahrepps frá upp- hafi til vorra daga. Björn kynnir bók sína í Grenivíkurskóla í dag, laugardaginn 28. september kl. 16. Björn hefur unnið að útgáfunni í meira en áratug og er afraksturinn einstök sjávarútvegssaga samfélags við Eyjafjörð; 300 síðna bók í stóru broti og ríkulega myndskreytt, seg- ir í frétt frá Hólum. Boðið verður upp á kaffi og kleinur meðan Björn kynnir bók sína. Björn kynnir Bein úr sjó STJÓRN Fasteigna Akureyrar- bæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að fela Jakobi Björns- syni, formanni stjórnar, og Guð- ríði Friðriksdóttur fram- kvæmdastjóra að ræða við Landsafl um leigu á Linduhúsinu svokallaða við Hvannavelli undir Tónlistarskóla Akureyrar. Jakob sagði stefnt að því að fá niður- stöðu í málið sem allra fyrst. Hann sagði að í skýrslu sem unn- in var undir lok síðasta kjörtíma- bil um húsnæðismál skólans hefðu verið skoðaðir þrír mögu- leikar og að einn af þeim hefði verið að fara inn á 2. hæð í Linduhúsinu. „Þann möguleika viljum við skoða sem bráðabirgðalausn vegna þess að í umræðunni um menningarhús hefur verið rætt um að tónlistarskólinn færi þangað. Skólinn býr við mjög erfiðar aðstæður í húsnæðismál- um og við munum því láta á það reyna til fullnustu hvort ekki sé hægt að bæta aðstöðu hans til bráðabirgða í þessu húsi og þá þar til varanlegt húsnæði rís.“ Jakob sagði að 2. hæð Lindu- hússins væri ekki miklu stærri en núverandi húsnæði skólans en hins vegar yrði nýtingin mun betri. Þar væri hægt að sameina alla starfsemina á einni hæð, auk þess sem allt aðgengi væri mun betra. Tónlistarskólinn fari í Linduhúsið VETRARSTARF Akureyrarkirkju hefst með fjölskyldumessu á morg- un, sunnudag, kl. 11. Þá verður fyrsti sunnudagaskóli vetrarins. Starfið verður kynnt í Safnaðar- heimili á eftir, en boðið verður upp á fjölbreytt barna- og unglinga- starf, samverustundir eldri borg- ara, sjálfshjálparhópa, fundi sorg- arsamtaka, hjóna- og kvenna- námskeið og margt fleira. Þá verða æðruleysismessur haldnar reglu- lega. Boðið verður upp á léttar veit- ingar og tónlist á opna húsinu. Kirkjustarf STJÓRN Norðurorku ræddi möguleika á lagningu hitaveitu í Svalbarðsstrandarhreppi á fundi sínum í gær. Fram kom að stjórn- arformaður Norðurorku og for- stjóri hafa átt óformlegan fund með forsvarsmönnum Svalbarðs- strandarhrepps um málið. Ákveðið var að vinna ákveðna undirbún- ingsvinnu af hálfu Norðurorku og kalla svo málsaðila til formlegs fundar. Þá gerði forstjóri grein fyrir lánsumsókn til NIB upp á 300 milljónir króna, vegna fram- kvæmda sem tengjast borunum og lagningu aðveituæðar frá Hjalt- eyri, borun á Þeistareykjum og lagningu hitaveitu í Arnarnes- hreppi og Eyjafjarðarsveit. Tilboð undir áætlun Þá samþykkti stjórn Norður- orku þá ákvörðun að ganga til samninga við GV-gröfur um lagn- ingu hitaveitu á Hjalteyri. Fyr- irtækið átti lægsta tilboðið í verkið og hljóðaði það upp á 4,5 milljónir króna. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 8,3 milljónir króna. Hitaveita á Sval- barðsströnd? ♦ ♦ ♦ Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár Hagkaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.