Morgunblaðið - 28.09.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.09.2002, Qupperneq 16
AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM 30 skógarbændur á Norður- landi hófu í gær þátttöku í nám- skeiðinu „Grænni skógar á Norður- landi,“ en formleg setning var í Íslandsbænum í Eyjafjarðarsveit síðdegis. Valgerður Jónsdóttir fram- kvæmdastjóri Norðurlandsskóga sagði einkar ánægjulegt hversu margir hefðu skráð sig á námskeið- ið, en markmiðið hefði verið að fá um 15 manns til að taka þátt. Garðyrkjuskóli ríkisins, Skóg- rækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og Norðurlandsskógar gerðu með sér samning um heildstæða skóg- ræktar- og landgræðslufræðslu í allt að þrjú ár, eða sex annir fyrir skógarbændur á Norðurlandi með þessari yfirskrift. Markmið fræðslunnar er að gera þátttakendur betur í stakk búna til að taka virkan þátt í mótun og framkvæmd skógræktar og land- græðslu á bújörðum sínum með það að markmið að auka land- og búsetugæði, verðgildi og fjölþætt notagildi jarðanna. Er náminu ætl- að að nýtast þeim sem stunda eða hyggjast stunda skógrækt og land- græðslu, einkum skógarbændum og þá sem þjónusta landshluta- bundin skógræktarverkefni. Námið er metið til eininga á framhalds- skólastigi og lýkur með viðurkenn- ingu frá Garðyrkjuskólanum. Sambærilegt nám er í boði á Suðurlandi og stunda þar 25 skóg- arbændur nám. Námskeiðin á Norðurlandi verða haldin á svæð- inu frá Blönduósi að Húsavík og þá verður eitt þeirra haldið í Svíþjóð og Noregi þar sem mönnum gefst kostur á að kynna sér skógrækt þar. „Við erum stolt af því að hafa fengið ykkur til liðs við okkur,“ sagði Sveinn Aðalsteinsson skóla- stjóri Garðyrkjuskóla ríkisins við nemendur á námskeiðinu og sagði markmiðið að gera menn að betri fagmönnum á þessu sviði. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði mikilvægt að styðja áhugasamt fólk með myndarlegum hætti, fólk sem tilbúið væri til að taka að sér störf í þágu lands og þjóðar. Því væri mikilvægt að huga að öruggri fjármögnun verkefna af þessu tagi. Námskeiðið Grænni skógar á Norðurlandi 30 bændur á skólabekk Morgunblaðið/Kristján Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ræðir við fólk á námskeiðinu. NÚ þegar skammdegið færist yfir bæði hægt og hljótt er nauðsyn- legt að nota alla þá lýsingu sem tiltæk er, hvort sem er í þéttbýli eða strjálbýli. Jónas Ragnarsson, rafvirki hjá Rafeyri á Akureyri, var einmitt að vinna við að koma lýsingu á staurastæðu við veit- ingastað í miðbænum, þegar ljós- myndari rakst á hann. Einhver útleiðsla var að gera Jónasi lífið leitt, þannig að ekki logaði á staurnum en hann var þó ekki lengi að kippa því í lag. „Það verður nú ágætt ef þessi mynd birtist í blaðinu, því strákarnir í vinnunni segja að ég geri aldrei neitt,“ sagði Jónas og var hinn hressasti. Morgunblaðið/Kristján Útleiðsla í ljósa- staurunum BÓNUS og handknattleiksdeild Þórs og hafa gert með sér sam- starfssamning til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér víð- tækt samstarf milli handknattleiks- deildar og Bónuss en með samn- ingnum er Bónus orðinn einn af stærstu styrktaraðilum deildar- innar. Gestur Einarsson undirritaði samninginn fyrir hönd handknatt- leiksdeildar Þórs og Jóhannes Jóns- son fyrir hönd Bónuss. Fyrir aftan þá á myndinni standa fulltrúar Þórs og Bónuss, f.v. Aigars Lazdins, Ax- el Stefánsson, Óðinn Svan Geirsson og Páll Viðar Gíslason. Morgunblaðið/Kristján Þór og Bónus í samstarf BEIN úr sjó nefnist bók eftir Björn Ingólfsson skólastjóra Greni- víkurskóla sem nýkomin er út hjá Bókaútgáfunni Hólum á Akureyri. Í bókinni er greint frá útgerð- arsögu Grýtubakkahrepps frá upp- hafi til vorra daga. Björn kynnir bók sína í Grenivíkurskóla í dag, laugardaginn 28. september kl. 16. Björn hefur unnið að útgáfunni í meira en áratug og er afraksturinn einstök sjávarútvegssaga samfélags við Eyjafjörð; 300 síðna bók í stóru broti og ríkulega myndskreytt, seg- ir í frétt frá Hólum. Boðið verður upp á kaffi og kleinur meðan Björn kynnir bók sína. Björn kynnir Bein úr sjó STJÓRN Fasteigna Akureyrar- bæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að fela Jakobi Björns- syni, formanni stjórnar, og Guð- ríði Friðriksdóttur fram- kvæmdastjóra að ræða við Landsafl um leigu á Linduhúsinu svokallaða við Hvannavelli undir Tónlistarskóla Akureyrar. Jakob sagði stefnt að því að fá niður- stöðu í málið sem allra fyrst. Hann sagði að í skýrslu sem unn- in var undir lok síðasta kjörtíma- bil um húsnæðismál skólans hefðu verið skoðaðir þrír mögu- leikar og að einn af þeim hefði verið að fara inn á 2. hæð í Linduhúsinu. „Þann möguleika viljum við skoða sem bráðabirgðalausn vegna þess að í umræðunni um menningarhús hefur verið rætt um að tónlistarskólinn færi þangað. Skólinn býr við mjög erfiðar aðstæður í húsnæðismál- um og við munum því láta á það reyna til fullnustu hvort ekki sé hægt að bæta aðstöðu hans til bráðabirgða í þessu húsi og þá þar til varanlegt húsnæði rís.“ Jakob sagði að 2. hæð Lindu- hússins væri ekki miklu stærri en núverandi húsnæði skólans en hins vegar yrði nýtingin mun betri. Þar væri hægt að sameina alla starfsemina á einni hæð, auk þess sem allt aðgengi væri mun betra. Tónlistarskólinn fari í Linduhúsið VETRARSTARF Akureyrarkirkju hefst með fjölskyldumessu á morg- un, sunnudag, kl. 11. Þá verður fyrsti sunnudagaskóli vetrarins. Starfið verður kynnt í Safnaðar- heimili á eftir, en boðið verður upp á fjölbreytt barna- og unglinga- starf, samverustundir eldri borg- ara, sjálfshjálparhópa, fundi sorg- arsamtaka, hjóna- og kvenna- námskeið og margt fleira. Þá verða æðruleysismessur haldnar reglu- lega. Boðið verður upp á léttar veit- ingar og tónlist á opna húsinu. Kirkjustarf STJÓRN Norðurorku ræddi möguleika á lagningu hitaveitu í Svalbarðsstrandarhreppi á fundi sínum í gær. Fram kom að stjórn- arformaður Norðurorku og for- stjóri hafa átt óformlegan fund með forsvarsmönnum Svalbarðs- strandarhrepps um málið. Ákveðið var að vinna ákveðna undirbún- ingsvinnu af hálfu Norðurorku og kalla svo málsaðila til formlegs fundar. Þá gerði forstjóri grein fyrir lánsumsókn til NIB upp á 300 milljónir króna, vegna fram- kvæmda sem tengjast borunum og lagningu aðveituæðar frá Hjalt- eyri, borun á Þeistareykjum og lagningu hitaveitu í Arnarnes- hreppi og Eyjafjarðarsveit. Tilboð undir áætlun Þá samþykkti stjórn Norður- orku þá ákvörðun að ganga til samninga við GV-gröfur um lagn- ingu hitaveitu á Hjalteyri. Fyr- irtækið átti lægsta tilboðið í verkið og hljóðaði það upp á 4,5 milljónir króna. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 8,3 milljónir króna. Hitaveita á Sval- barðsströnd? ♦ ♦ ♦ Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár Hagkaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.