Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 28
NEYTENDUR 28 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ fer hver að verða síð- astur að nýta gómsæt berin sem víða er að finna í okkar fallegu náttúru, segir Hjör- dís Edda Broddadóttir, fram- kvæmdastjóri Leiðbein- ingastöðvar heimilanna. September er að renna sitt skeið á enda og orðið nokkuð seint að fara í berjamó, í það minnsta til þess að tína blá- ber eða krækiber. Í mörgum görðum finnast hins vegar myndarleg reynitré og á þeim er að finna stóra og fal- lega berjaklasa, bendir hún á. „Við erum ekki vön að borða reyniber enda eru þau ekki góð á bragðið beint af trénu, bæði römm og beisk. Þau eru hins vegar þeim mun gómsætari í hlaup, sem mörgum finnst ómissandi með villi- bráðinni,“ segir Hjördís Edda. Einnig eru reyniber tilvalin í skraut, hvort sem um er að ræða heilsársskreytingar eða jólaskreyt- ingar og er þá annaðhvort hægt að frysta berjaklasana strax eða vax- húða þá. Vaxhúðaðir reyniberja- klasar geymast vel í nokkur ár og mikil prýði að þeim, segir hún enn- fremur. Hér fylgir uppskrift að reyni- berjahlaupi sem Hjördís Edda hvetur sem flesta til þess að prófa. „Reyniberin þurfa að vera orðin vel þroskuð þar sem óþroskuð ber eru svo til bragðlaus. Til þess að losna við remmubragðið er nauð- synlegt að frysta berin áður en hlaupið er búið til. Reyniber inni- halda náttúrulegt hleypiefni og er því óþarfi að nota sérstakt hleypi- efni,“ segir hún. Reyniberjahlaup 1 kg þiðin reyniber 750 g súr græn epli 1 lítri vatn 1 kg sykur 1 lítri saft Hreinsið berin og eplin. Afhýðið eplin og brytjið smátt. Sjóðið ber og epli í vatninu í 20–30 mínútur. Síið saftina (gott að nota bómullar- grisju). Blandið sykrinum saman við saftina og sjóðið í nokkrar mín- útur. Takið prufur á undirskál, kælið og prófið hlaupið. Hellið hlaupinu þvínæst á hreinar og sótt- hreinsaðar krukkur, lokið og herð- ið þegar það hefur kólnað. Fjöldi fyrirspurna um ber og sultur Hjördís Edda segir að Leiðbein- ingastöð heimilanna, sem rekin er af Kvenfélagasambandi Íslands, fái fjölda fyrirspurna varðandi ber og sultugerð á haustin. „Margir hafa eflaust farið í berjamó og tínt tugi kílóa þar sem berjauppskeran í ár var sérlega góð. Fólk kemur heim og stendur frammi fyrir því að geta ekki nýtt þetta allt saman. Þá ráðleggjum við fólki að frysta ber- in. „Berjategundir eins og að- albláber, krækiber, jarðarber, sól- ber og rifsber geymast vel í frysti í 10–12 mánuði við ÷18 ºC. Best er að frysta berin í hæfilega stórum skömmtum sem hægt er að nýta hverju sinni. Ber má frysta með eða án sykurs, ég mæli þó með því að hafa örlítið magn af sykri sam- an við, ekki sleppa honum alveg,“ segir Hjördís Edda, en margar berjategundir súrna við frystingu og þá kemur sér vel að hafa sett svolítið af sykri saman við, að hennar sögn. Segir hún að að- albláber súrni til að mynda minna en bláber og henti því betur til frystingar að þessu leyti. „Ég hef verið að hvetja fólk til þess að prófa nýjar leiðir, það er hægt að gera svo margt annað við berin en að nota þau í sultur og saft. Ber eru gómsæt í kökur, bök- ur, ostatertur, eftirrétti, líkjöra, krap og eftirréttasósur, fryst jafnt sem ófryst og berjategundir eins og sólber, reyniber og hrútaber henta vel í sósur með villibráð.“ Segir hún ekki gott að láta berin þiðna of mikið því þá falli þau sam- an og verði ólystug. „Ber eru best hálfþiðin. Þau henta sérstaklega vel út í súrmjólk, skyr eða jógúrt. Um helgar er til- valið að borða þau með ís ásamt ferskum ávöxtum og hvernig væri að útbúa heita berjasósu, sem er sérlega gómsæt með eftirréttum. Ber eru holl og góð og ættu að vera í boði á hverju heimili.“ Sultugerð úr frystum berjum Hjördís Edda bendir einnig á að auðveldlega megi búa til sultu eða hlaup úr frystum berjum. Margir haldi að hleypiefnið sem finnst í rifsberjum eyðileggist við fryst- ingu, en það sé ekki rétt. Hleypi- efnið minnki ekki til muna og hægt sé að geyma ber til sultugerðar í frosti í nokkra mánuði. „Hins vegar getum við alltaf lent í því, sama hversu góð uppskriftin er, að hlaupið vilji ekki stífna. Þarna getur berjaupp- skeran haft sitt að segja því berin eru misjafnlega snemma á ferðinni milli ára og þroskast þar af leiðandi ekki alltaf á sama tíma. Hvað rifsberin varðar skiptir til dæmis miklu að hafa nokkuð af grænum berjum með og stilkana því þar er mesta hleypiefnið,“ segir hún. Vilji hlaupið ekki stífna segir Hjördís Edda um að gera að setja það aftur í pott, hleypa suðunni upp aftur og bæta hleypiefni saman við. Ráðleggur hún fólki að fara í öllu eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja hleypiefninu. „Sultugerð úr frystum berjum hentar einnig vel fyrir þá sem vilja draga úr sykurneyslu, eða þurfa þess vegna sykursýki eða annarra sjúkdóma. Sultur með sætuefni eða sykurminni sultur hafa ekki jafn gott geymsluþol þar sem sykur hefur mikla rotvarnareiginleika. Þá getur verið gott að eiga ber í frysti, búa til sultu oftar og þá í minna magni. Einnig er hægt að nota rotvarn- arefni, algengast er bensósúrt natrón. Margar gerðir gervisykurs eru á markaðnum og sum þola suðu betur en önnur, það skiptir því miklu að þekkja það sætuefni sem verið er að nota hverju sinni.“ Mikilvægt að sótthreinsa krukkurnar vel fyrir notkun Loks minnir hún á mikilvægi þess að þvo og sótthreinsa sultu- krukkur vel rétt fyrir notkun. „Þvoið og þurrkið krukkur og lok. Sjóðið þær síðan annaðhvort í potti eða í bökunarofni. Í potti: Raðið lokunum í botninn á stórum potti. Látið krukkur standa á hvolfi ofan á, hellið köldu vatni yf- ir, svo fljóti yfir lokin. Sjóðið í minnst 10 mínútur. Í bökunarofni: Raðið krukkum og lokum eins og í pottinum. Stillið ofninn á 150ºC og bakið í 10 mín- útur. Hita þarf krukkurnar með ofninum. Látið krukkurnar þvínæst standa á hreinu viskastykki og breiðið annað yfir þar til sultunni er hellt út í. Séu krukkur ósótthreinsaðar geta myglusveppir myndast og tekið sér bólfestu í sultunni, sem skerðir geymsluþolið. Sykurmagn hefur einnig áhrif á geymsluþolið, eftir því sem sykurmagnið er meira því meira eykst geymsluþol- ið. Þar með dregur úr líkum á að myglusveppur myndist og taki að framleiða eiturefni. Eiturefni myglusveppsins er ekki stór- hættulegt en getur valdið óþæg- indum í maga og þörmum,“ segir Hjördís Edda Broddadóttir fram- kvæmdastjóri Leiðbeiningastöðvar heimilanna að endingu. Römm og beisk en gómsæt í hlaup Mörgum sést yfir rauð og falleg reyniber úti í garði Reyniber þykja góð í hlaup með villibráð. UMRÆÐAN FRAMLEIÐSLA, já, síaukin framleiðsla á áli á nú að leysa flest okkar efnahagsvandamál í einu vet- fangi að heita og gott ef ekki gera okkur að einni auðugustu þjóð í víðri veröld, en til þess að svo megi verða er óhjákvæmilegt að færa stórar fórnir og valda slíkum spjöll- um á náttúru landsins að hún muni aldrei nokkru sinni bíða þess bæt- ur. Mér er í sannleika sagt spurn hver treystir sér til að bera ábyrgð á jafn geigvænlegu og varanlegu skemmdarverki? Í öllu falli ekki ég og mínir sálufélagar. En hverjir þá? Það skyldu þó aldrei vera skamm- sýnir stundargróðamenn, sem skeyta hvorki um skömm né heið- ur? Sumir spekingar fullyrða að við eigum engra annarra kosta völ. Þorskstofninn sé á hraðri niðurleið. Úti sé síldarævintýri. Tilraunir með loðdýrarækt hafi misheppnast að verulegu leyti og fiskeldi muni aldr- ei skila umtalsverðum tekjum í þjóðarbúið. Öruggari og skjót- fengnari gróði sé því í rauninni ekki í sjónmáli en sá sem hafa má af framleiðslu á áli og engu öðru en áli, þeim dýrðlega málmi, og það út um allar jarðir. Aðrir spekingar halda því hins vegar fram eða öllu heldur spá því að fyrr en langtum líði verði dagar álsins taldir, þar sem að koltrefjar muni reynast bæði betri og léttari en það. Þær eru að vísu örlitlu dýr- ari í framleiðslu enn sem komið er, en það er víst aðeins tímaspursmál hvenær það vandamál verður leyst. Þar með yrði álævintýrið úti líkt og síldarævintýrið. Endalok álsins eru því fyrirsjáanleg fyrr eða síðar. En þrátt fyrir þetta verður Íslending- um ekki haggað. Þeir eru alltaf við sama álvershornið. Eftir að Norsk Hydro hafði sprungið á limminu, sennilega eftir óþægilegan þrýsting heima fyrir, var Finnur Ingólfsson sendur hið snarasta út af örkinni af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra. Með þessu boði hennar þóttist hann í rauninni hafa himin höndum tekið, enda mun hann hafa litið á þetta sem kærkomna tilbreytingu frá daglegu og dauðleiðinlegu blýanta- nagi í Seðló og ekki verður annað sagt en hann hafi verið vandanum fyllilega vaxinn, þar sem það tók hann mun skemmri tíma að finna Álkóa en það tók Leif heppna að finna Ameríku. Það eru eiginlega áhöld um það hvor þeirra var heppnari eða óheppnari eftir því hvernig á það er litið. Enda þótt amerískir Álkóar séu aufúsugestir hér á „farsælda“-fróni, virðast þeir ekki vera sérlega vel þokkaðir annars staðar í heiminum. Þess er skemmst að minnast að þjóðir með mun lakari efnahag eins og t.a.m. Víetnamar, Mexíkanar og Brasilíumenn gáfu þeim langt nef. Af þessu sést best að þeir hafa langtum sterkari taugar til ætt- lands síns en mörlandinn fégráðugi, sem tók álrisanum úr Vesturheimi opnum örmum. Auðsætt er að virkjunarsinnar með Landsvirkjun í fararbroddi vita ekki hvað þeir gjöra. Í heilagri ritningu stendur: „Fyrirgefið þeim af því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Óhugsandi er að heimfæra ofangreind orð upp á þessa spellvirkja, sem með vænt- anlegum framkvæmdum jafnt við Kárahnjúka sem Þjórsárver víla það ekki fyrir sér að misþyrma sjálfri Fjallkonu Íslands og það svona hrottalega. Þeim verður aldr- ei nokkurn tímann fyrirgefið það óhæfuverk: Og allt þetta tal um að öll ís- lenska þjóðin muni græða svo mikið á þessu er blekking ein. Með leyfi að spyrja: Hver er ástæðan fyrir því að verði á raforku til Álkóa er haldið leyndu? Það skyldi þó aldrei vera vegna þess að fámenn valda- klíka fær drjúgan skilding í sinn vasa fyrir að selja þeim raforkuna fyrir smánarverð? Spyr sá sem ekki veit. Fregnir herma að Álkóar séu þegar búnir að loka álverum í heimalandi sínu eins og t.d. í Or- egon, Norður-Karólínu og Texas. Aðalástæðan fyrir því mun talin vera óhagstætt eða með öðrum orð- um of hátt orkuverð. Að mínu viti ætti öllum sönnum Íslendingum, sem því miður fer sífækkandi, að vera ljóst að gróðinn af þessum spellvirkjunum, ef nokkkur verður, er ekki fórnanna virði. Hugsið ykk- ur bara sívaxandi loftmengun álver- anna, sem fylgja myndi í kjölfarið. Margt spaklegt er haft eftir æðstu ráðamönnum landsins, þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ás- grímssyni. Fyrst langar mig til að vitna í ummæli hins fyrrnefnda um Hálslón, sem samkvæmt mælingum hans er lítið lón, en það mun þó vera tæplega 60 km². Ef þessum reiknimeistara dytti nú í hug að reyna að telja landsmönnum trú um að Þingvallavatn, stærsta stöðuvatn Íslands, 83 km², væri lítið myndu ekki flestir trúa honum? Þótt stór hluti þjóðarinnar, já, alltof stór hluti hennar, trúi hverju orði, sem þessi spekingur lætur út úr sér, fylli ég ekki þann flokk. Ég leyfi mér nefnilega þann munað að hugsa sjálfstætt og án nokkurrar innrætingar frá „gáfumönnum“ í forsætisráðuneytinu. Sá síðarnefndi lét fyrir alllöngu orð falla eitthvað á þá leið að hann myndi sjá til þess að aldrei yrði hróflað við Dettifossi. Já, miklir menn erum við, Hrólfur minn. Hér væri ekki úr vegi að geta þess að undirritaður heitir í höfuðið á afa hans og alnafna. Svo er guði fyrir að þakka að ég á ekki fleira sameig- inlegt með utanríkisráðherra. Virkjum af viti og hófsemd, en í guðanna bænum gerum það ekki eins og óðir álfar út úr álveri. Að lokum þetta. Að undanförnu hefur gróðafíknin gengið svo fram af landsmönnum, að jafnt vígður maður í Dómkirkjunni hér í Reykjavík sem óvígður norður í Hóladómkirkju hafa ekki getað orða bundist og flutt þrumuræður af því tilefni og höfðu báðir lög að mæla. Ber þetta ekki allt að sama brunni, þ.e. að Mammons-brunnin- um gamla, er freistað hefur svo margra, en þeir sem gæta sín ekki á honum og bergja þar ótæpilega á vatninu verða seint samir upp frá því. Nærtækt dæmi um slíkt eru svonefndir fimmmenningar, sem falið var það verkefni af banka- stofnun í eigu ríkisins að gleypa SPRON með húð og hári og áttu svo hver um sig að fá litlar fimm milljónir fyrir viðvikið. Væri ekki þjóðráð að koma upp einskonar meðferðarheimili fyrir þessa illa höldnu Mammons-sjúklinga og reyna að losa þá við þessa skæðu veiru, en það yrði áreiðanlega eng- inn hægðarleikur. Ég á heima í ál-landinu, ál-landinu góða Eftir Halldór Þorsteinsson Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs og leiðsögumaður. „Allt tal um að öll ís- lenska þjóðin muni græða svo mikið á þessu er blekking ein.“ MATVÆLAEFTIRLIT Umhverf- is- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur hefur tekið saman niðurstöður vegna eftirlits með ís úr vél frá í sumar þar sem segir að 53% fyr- irtækja hafi verið með fullnægjandi niðurstöðu úr fyrri sýnatökuumferð. Fram kemur að 16% hafi fengið senda athugasemd og að niðurstöð- ur hafi reynst ófullnægjandi hjá 31%. „Flestir þeirra sem voru með ófullnægjandi niðurstöður fóru yfir viðmiðunarmörk, bæði varðandi heildargerlafjölda og fjölda kólí- gerla. Endurtekningarsýni voru tekin á þeim 16 stöðum þar sem niðurstöður voru ófullnægjandi í fyrri sýnatökuumferð. Af þeim reyndust fjórir staðir enn með ófull- nægjandi niðurstöður og var sala á ís úr vél stöðvuð tímabundið á þeim stöðum,“ segir ennfremur. Rýmri viðmiðunarmörk eru notuð fyrir heildargerlafjölda nú en í fyrra, þegar stuðst var við gildandi reglugerð um mjólk og mjólkurvör- ur. „Ný mjólkurreglugerð er vænt- anleg á næstunni og í drögum að henni hafa verið sett sérstök við- miðunarmörk fyrir ís úr vél. Þar eru viðmiðunarmörk fyrir heildar- gerlafjölda rýmkuð til samræmis við það sem gerist í Noregi og Sví- þjóð. Viðmiðunarmörk fyrir kólí- gerla og saurkólígerla eru áfram þau sömu og áður.“ Einnig segir að séu niðurstöður fyrstu sýnatöku síðasta árs metnar út frá sömu viðmiðunarmörkum og nú eru notuð teljist 37% sýnanna þá fullnægjandi. Hér sé því um „um- talsverða framför að ræða frá nið- urstöðum síðasta árs“. Loks segir að útkoman gefi tilefni til að ætla að eftirlit með sölu á ís úr vél geti skilað árangri. „Niður- stöðurnar gefa einnig til kynna að ís úr vél sé það vandmeðfarin vara að stöðugs aðhalds þurfi með til þess að viðhalda viðunandi ástandi.“ Ófullnægjandi hjá 31% ísbúða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.