Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEIÐI Laxá á Ásum Til sölu er land að Laxá á Ásum með veiðiréttindum. Uppl. í síma 863 6041. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Kraftaverk í Krossinum. Samkoma kl. 20.30 með Klaus Möller. 29. sept. Arnarfell og haust- litir á Þingvöllum. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.900/2.200. Fararstjóri: Ste- inar Frímannsson. 5.—6. okt. Tindfjöll – Hung- urfitjaleið (Jeppadeild) Ekið og gengið um Tindfjöll og Hungurfitjaleið ekin heim. Verð kr. 3.900/4.500 á bíl + 1.000 krón- ur á mann í gistigjald. Sunnud. 29. september Þorlákshöfn — Selvogur Gengið frá Þorlákshöfn út í Sel- vog. Ekki mikil gönguhækkun. Um 4—5 klst ganga. Fararstjóri verður Eiríkur Þormóðsson. Verð kr 1.800/2.000. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Dagskrá FÍ bls. 619 í textavarp- inu. Góða ferð. www.fi.is ATVINNA mbl.is ✝ Guðríður Guð-jónsdóttir fæddist í Reykjavík 7. októ- ber 1931. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 20. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Þorkels- dóttir, f. 2.6. 1889, d. 12.4. 1972, og Guðjón Jónsson, f. 18.10. 1884, d. 23.9. 1949. Systkini Guðríðar eru: Rósa, f.16.7. 1913, d. 7.7. 1916, Jón f. 1.5. 1914, d. 17.7. 1914, Óskar Jón, f. 16.5. 1915, d. 17.5. 1987, Þorkell, f. 13.7. 1916, d. 12.9. 1916, Guðfreður, f. 13.8. 1917, d. 5.5. 2002, Sigurbjörg, f. 12.3. 1920, d. 17.10. 2000, Sigur- sveinn, f. 13.5. 1922, d. 11.5. 1939, Hermann, f. 24.1. 1924, d. 28.2. 1995, og Gunnar, f. 8.10. 1928. Guðríður giftist 2. desember 1951 Helga Guðmundi Gunnars- syni garðyrkjumanni, f. 2. desem- ber 1921. Dætur þeirra eru: 1) Steinunn Guðríður, f. 4.3. 1952, myndlistarmaður, gift Karli Krist- jánssyni. Börn þeirra: Díana Cec- ilia, f. 1980, Þor- björg, f. 1984, Úlfur, f. 1988, og Kristín, f. 1990. Dóttir Stein- unnar er Guðríður Dorrit, f. 1970. Barnabörn þeirra eru þrjú. 2) Sigurlína Rósa, f. 21.9. 1957, sjúkraliði, maki Guð- mundur Jóhannes- son. Börn þeirra eru Andrea Ósk, f. 1996, og Arnar Már, f. 1999. Börn Sigurlínu eru Helgi, f. 1975, Haraldur Gunnar, f. 1979, og Jenný Ósk, f. 1984. Sig- urlína á eitt barnabarn. 3) Helga Sveindís, f. 13.5. 1968, launa- fulltrúi, maki Þröstur Leó Gunn- arsson. Börn Helgu eru Guðríður, f. 1987, og Sólveig, f. 1995. Guðríður ólst upp með foreldr- um sínum og systkinum í Reykja- vík. Hún var heimavinnandi og hélt heimili fyrir fjölskyldu sína, m.a. í Njarðvíkum, Svíþjóð, Eyr- arbakka og Kópavogi. Útför Guðríðar fór fram í kyrr- þey frá Kapellunni í Fossvogi föstudaginn 27. september. Elsku amma. Þegar ég frétti að þú værir farin vissi ég ekki hvað ég átti að gera. Ég missti fótanna, datt í gólfið og hágrét. Svo fórum við mamma til þín og ég sá að þér líður miklu betur núna, engin lyf og engin sjúkrahús. Þú fékkst líka bara að sofna eins og þú vildir, en þurftir ekkert að kveljast. Það verður samt skrítið að hafa þig ekki hjá okkur. Ég man eftir því og mun aldrei gleyma öllum góðu stundunum okk- ar, t.d. þegar við, þú, ég og afi, keyrð- um hringinn í kringum landið og þegar við fórum í heimsókn til Línu í Danmörku. Þú varst góð manneskja, ein sú besta sem ég þekkti, og ég mun aldr- ei gleyma þér. Ég veit að þú ert kom- in á betri stað núna, þú ert líka búin að hitta Hemma, Guffa, Siggu og alla hina. En við söknum þín samt hérna niðri. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og takk fyrir að leyfa mér að vera partur af þínu ynd- islega lífi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég elska þig mjög mikið og sakna þín. Þín dótturdóttir og nafna Guðríður (Gauja). Elsku amma. Það er svo skrýtið að vera að kveðja þig núna. Þetta kom svo óvænt að maður er varla búinn að átta sig á þessu. Það virtist allt vera á uppleið hjá ykkur afa. Þið vor- uð að verða hress eftir veikindin, nýbúin að kaupa ykkur bíl og farin að rúnta og kíkja í heimsóknir og svoleiðis. Fyrir stuttu þegar þú varst lasin var ég (Þorbjörg) hjá þér og þótt þetta hafi verið skrýtinn og stuttur tími er ég engu að síður mjög fegin að hafa fengið að deila honum með þér. Við eigum svo fjölmargar minn- ingar um þig, eins og til dæmis þegar ég (Díana) var lítil og eiginlega of stór til að sitja í kerru, þá keyrðirðu mig í kerrunni upp í búð en hins- vegar varð ég að víkja úr sæti fyrir mjólkurfernunum á leiðinni heim. Og öll þessi fjölmörgu samtöl sem ég (Dóra) átti við þig í síma þar sem ég var svo langt í burtu. Við ræddum allt milli himins og jarðar, allt frá slökunarböðum til þriðju heimsstyrj- aldarinnar. Svo ekki sé minnst á alla bíltúrana frá Eyrarbakka í Eden að kaupa ís þar sem við Helga sátum aftur í brúna volvónum ykkar afa og sungum sama lagið aftur og aftur. Þú varst hlý og ör manneskja og hafðir sterka tilfinningu fyrir litum og tónlist. Ótrúlegustu liti gast þú sett saman og alltaf varð það fallegt. En nú kveðjum við þig með trega og söknuði. Takk fyrir að hafa verið í lífi okkar allra og við erum vonandi betri manneskjur fyrir að hafa þekkt svona sérstaka konu eins og þig. Dóra, Díana og Þorbjörg. Elsku amma. Afi sagði einhvern tíma að þú værir engin „hvem-som- helst“ (hver sem er). Það varst þú heldur ekki. Mér finnst þú hafa verið góð kona. Þú komst alltaf til dyranna eins og þú varst klædd og hræsnaðir aldrei fyr- ir neinum. Ef þér leið vel, þá leið þér raunverulega vel, og ef þér leið illa þá leið þér raunverulega illa. Mér finnst það mikill kostur þegar fólk er svoleiðis. Og þér þótti raunverulega vænt um fólk. Mér finnst verst að þú fórst svona skyndilega þegar þú varst að hress- ast. Elsku afi, ég veit að þetta er sárt, en þú átt 50 ára minningar um líf með manneskju sem var engin „hvem-som-helst“ og það er ekki svo lítið. Úlfur. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma mín. Ég get ekki talið skiptin sem ég kom í heimsókn til þín og afa og þetta voru einhverjar skemmtileg- ustu og hlýlegustu heimsóknir sem ég hef farið í. Alltaf var tekið vel á móti manni þegar maður kom, alltaf fannst þér allt stórskemmtilegt sem við vorum að gera og alltaf var eitt- hvað gott með kaffinu. Elsku amma mín. Ég kveð þig nú með söknuði og vona að þú munir líta stundum milli skýjanna uppi í himnaríki og niður á mig. Og ég mun hugsa til þín. Ég vona að Guð verði með þér og öllum sem þurftu að missa þig. Bless amma. Þitt barnabarn Kristín. Hjartkæra amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu, þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn í landið unaðsbjarta, englar drottins fylgi þér. Þegar við hugsum aftur í tímann, eigum við ekki erfitt með að finna ánægjulega stund með ömmu okkar. Hún var hlýleg kona og lét sína nánustu alltaf ganga fyrir sinni eigin þörf. Megi Jehóva varðveita þína sál. Helgi, Haraldur Gunnar, Jenný Ósk, Andrea Ósk og Arnar Már. Elsku Gauja amma. Manstu þegar þú sást mig í fötunum sem þú gafst mér og þú gafst mér þúsundkall af því ég var svo flott í fötunum. Bless amma mín. Þín Sólveig. GUÐRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Ólafur Stefáns-son fæddist á Kolbeinsá í Hrúta- firði 22. júní 1915. Hann andaðist á Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra í Reykjavík, 18. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Ólafs- son, f. 9. júní 1883, d. 9. september 1917, bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði, og Jó- hanna Gottfreðlína Lýðsdóttir, f. 19. maí 1885, d. 19. apríl 1965. Systir Ólafs var Stef- anía Elísabet, f. 8. september 1917, d. 5. nóvember 1972. Árið 1939 kvæntist Ólafur Guð- björgu Ágústu Ólafsdóttur, f. 4. janúar 1914, d. 15. október 1996, frá Fallandastöðum. Foreldrar hennar voru Ólafur Guðmundsson Bjargmann og Sigurlaug Jó- hannsdóttir. Sonur þeirra er Gylfi Borgþór, f. 8. maí 1942, kvæntur Hildi Friðriksdóttur, f. 20. apríl 1944. Börn þeirra eru: 1) Ólafur, f. 23. júní 1966, sambýliskona Unn- ur Hallgrímsdóttir og eiga þau tvö börn. 2) Guðbjörg Ágústa, f. 25. desember 1970, sambýlismaður Fod- il Akmouche og eiga þau þrjú börn. 3) Friðrik Sölvi, f. 16. maí 1973, sambýlis- kona Sigrún Áslaug Guðmundsdóttir. Ólafur var bóndi á Kolbeinsá frá 1937– 1945. Hann flutti í september 1945 til Reykjavíkur en þar bjó hann ásamt konu sinni, fyrst á Grjótagötu 14 en síðar á Laufás- vegi 10. Árið 1975 keyptu Guð- björg og Ólafur íbúð í Möðrufelli 1 og þar bjuggu þau allt þar til Guð- björg veiktist árið 1995. Ólafur lærði til vélstjóra og vann sem slíkur á reknetabátum þar til hann hóf strand- og milli- landasiglingar sem vélstjóri á olíuskipinu Kyndli. Hann vann síðan við viðhaldsstörf hjá leik- skólum Reykjavíkurborgar í 15 ár. Útför Ólafs fór fram í kyrrþey. Ástkær afi okkar er látinn. Afi var hress og ern þrátt fyrir há- an aldur. Það var helst að heyrnin væri að plaga hann síðustu æviárin. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Það voru skemmti- legar ferðirnar sem við fórum norður í heimahagana hans afa. Það var allt- af gaman að heimsækja Kolbeinsá og hitta þar Munda, Hönnu, Rósu og Hilmar. Þetta var bærinn og fólkið hans afa. Þarna var hans stolt og prýði. Þarna leiddist okkur krökkunum aldrei enda er alltaf eitthvað við að vera í sveitinni. Það má heldur ekki gleyma heimsóknum okkar á Bálka- staði, heimaslóðir hennar ömmu. Þangað var iðulega farið á haustin til að taka slátur. Þar vorum við ætíð au- fúsugestir hjá Eiríki, Jóhönnu, Gunn- ari og Siggu. Það voru líka fjörugar heimferðirnar því auðvitað hlökkuð- um við alltaf til að hitta mömmu og pabba aftur. Í einni slíkri um haust vorum við á heimleið með ömmu og afa. Ferðin lá um Hvalfjörðinn í miklu fárviðri. Í einum bylnum tekst næsti bíll á undan okkur á loft og kastast í loftköstum út í næsta skurð. Afi stöðvaði að sjálfsögðu bílinn okkar, hjálpsemin uppmáluð að vanda. Hann komst með naumindum út úr bílnum en tókst hins vegar ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að nálgast hinn bílinn enda veðurhamurinn ógurleg- ur. Það var svo önnur þolraun fyrir hann að komast aftur inn til okkar og um tíma leit þetta hreint ekki vel út. Það sáum við greinilega á ömmu. Þetta bjargaðist þó allt á endanum og enginn slasaðist sem betur fer. Afi var iðinn við að taka okkur með í veiðiferðir í Víkurána sem er á milli Guðlaugs- og Skálholtsvíkur skammt frá Kolbeinsá. Þar komumst við bræðurnir fyrst í kynni við laxveiði. Afi hafði mikið yndi af laxveiði og hann gaf okkur bræðrunum góða inn- sýn inn í þetta aðaláhugamál sitt. Afi setti einu sinni í lax fyrir annan okk- ar. Sá var þá bara 12 ára gutti sem leist hreint alls ekkert á blikuna. Hann gleymir seint fyrsta laxinum sem hann missti þarna. Það líður okk- ur líka seint úr minni þegar við bræð- urnir risum eitt sinn árla úr rekkju til að hitta afa upp við Elliðaárnar. Við komumst þó ekki langt því ferðin endaði á umferðarskilti skammt frá heimili okkar. Þar var nú samt ekki látið við sitja enda ætluðum við að veiða með afa. Við héldum aftur heim og fengum þar aðra bifreið til afnota og nú náðum við klakklaust til afa. Það var ótrúlegt hvað afi var ætíð þolinmóður og góður við okkur. Afi hafði alltaf nægan tíma til að spila eða tefla við okkur. Afi var líka iðinn við að kenna okkur að lesa og svo var hann alltaf til í að spjalla við okkur um heima og geima. Afi hafði mikið yndi af bókum og var víðlesinn. Bóka- áhuginn var svo mikill að hann lærði jafnvel bókband á efri árum. Nú svona rétt til að hafa eitthvað til að dunda sér við í ellinni. Það var líka siður hjá afa að draga okkur afsíðis þegar við komum í heimsókn og gauka að okkur smá vasapeningum. Þeir voru að sjálfsögðu alltaf vel þegnir hjá okkur smáfólkinu. Elsku afi, það verður skrítið að geta ekki farið í heimsókn til þín leng- ur og spjallað. Við munum hins vegar geyma minningarnar um þig í hjarta okkar. Hvíl þú í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guðbjörg, Friðrik Sölvi og Ólafur. Elsku langafi. Þú varst skemmti- legur, góður og sætur. Það var gaman að koma til þín í heimsókn. Þegar mamma sagði mér að þú værir dáinn þá fór ég að gráta. Ég sakna þín mik- ið en ég veit að þér líður betur núna. Ég bið að heilsa guði og öllum uppi á himni. Líka Guðbjörgu ömmu. Ég kem svo einhvern tímann seinna upp og þá hittumst við aftur og skemmt- um okkur aftur vel saman og höldum veislu. Hildur Anissa Fodilsdóttir. Til Óla langafa. Ég sakna þín, afi minn, en ég veit að þér líður betur og nú ertu líka bú- inn að hitta Guðbjörgu ömmu aftur. Eflaust er glatt á hjalla hjá ykkur núna. Við söknum þín öll. Hvíl þú í friði, afi minn. Tanja Lind Fodilsdóttir. ÓLAFUR STEFÁNSSON Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar og móður, SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs í Hafnarfirði. Þorkell Sveinsson, Barði Þorkelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.