Morgunblaðið - 28.09.2002, Síða 27
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 27
www.sagamedica.com
eykur orku, þrek og
vellíðan
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
N
M
0
7
3
4
6
/s
ia
.i
s
Angelica
Angelica fæst í apótekum,
heilsuvörubúðum
og heilsuhornum matvöruverslana.
Jakobína Björnsdóttir, Hafnarfirði:
„Ég fór að taka Angelicu vegna þess
að ég hafði lengi verið slæm í maga.
Magaóþægindin minnkuðu og því til
viðbótar varð ég bæði kraftmeiri og
mér líður mun betur.“
N E Y T E N D A S A M T Ö K I N
Sími 545 1200 I Netfang: ns@ns.is I www.ns.is
Opinn fundur Neytendasamtakanna
Hver er stefna
stjórnmálaflokkanna
í neytendamálum?
Í tengslum við þing Neytendasamtakanna sem fram fer um helgina
bjóða samtökin til opins fundar um stefnu stjórnmálaflokkanna í
neytendamálum.
Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6, 4. hæð, í dag kl. 14-17.
Frummælendur:
Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður VG
Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Guðjón A. Kristinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar
Að framsögum loknum verða umræður og fyrirspurnir.
Ólína Þorvarðardóttir stýrir umræðum.
Allir velkomnir!
LISTIR
Ég er eins og hinn venjulegi Íslend-
ingur sem finnst gaman að ferðast.
Ferðalögin mín hafa breyst í gegnum
um árin og nú finnst mér mun
skemmtilegra að fara á fjarlægar slóðir
líkt og Asíu og Afríku. Íhaust ætla ég að
fara í 2 vikna ferð um Tyrkland. Ég er
venjulega 1–3 vikur í ferðunum mín-
um. Er þörf á ferðamannabólusetn-
ingum fyrir svona stuttar ferðir?
SVAR Fréttir af fátækt, nátt-úruhamförum, vatns-
skorti og sjúkdómum ættu að færa
manni heim sanninn um, að sé skipt
um umhverfi getur því fylgt áhætta
fyrir heilsuna. Hættan er minni eftir
því sem dvölin er styttri, minni í
borgum en sveitum, minni á góðum
hótelum og veitingahúsum en léleg-
um o.s.frv. Auðvelt er nú að komast á
dagparti beina leið til fjarlægra staða
í þróunarlöndum. Það að geta staðið
nánast fyrirvaralaust hinum megin á
jarðkringlunni virðist villa fólki sýn
varðandi smithættu og aðrar hættur í
umhverfinu. Sömu leiðis virðist ið-
andi mannlíf og brosandi andlit fólks-
ins vekja þá ímynd að sjúkdómar séu
fjarlægur möguleiki.
Vissulega er hraustu fólki með góð
lífsskilyrði, sem gistir og borðar á
góðum stöðum og stoppar tiltölulega
stutt, ekki eins hætt við sýkingum
eins og innfæddum. Frá hagrænu
sjónarmiði er misjafnt hvað borgar
sig að gera af ónæmisaðgerðum. Við
heilsuvernd vegna ferðalaga verður
hver og einn að ákveða, í samráði við
lækni, hve mikið á að gera vegna
hverrar ferðar, enda er verið að
stofna til kostnaðar, sem sjúkra-
tryggingar greiða ekki. Á seinni ár-
um hafa komið ný og betri bóluefni og
gefa þau oft margra ára eða áratuga
vörn gegn helstu smitsjúkdómum.
Þeir sem hafa gaman af að ferðast og
láta bólusetja sig vel þurfa því ekki að
fá nema einn og einn skammt af bólu-
efni, á nokkurra ára fresti.
Helstu atriði sem hugað er að fyrir
ferðalög eða á ferðalögum:
1) Ástæða getur verið til að láta
bólusetja sig eða a.m.k. endurnýja
gamlar bólusetningar. Þetta á jafnvel
við fyrir ferðir til nálægra landa,
einkum ef ferðast er um sveitir eða
dvalið úti í náttúrunni. Algengast er
að endurnýja bólusetningu við barna-
veiki, stífkrampa og mænusótt og
bólusetja við smitgulu (lifrarbólgu A).
Mæli ég til dæmis með þessum bólu-
setningum fyrir þá sem fara til Tyrk-
lands. Smitgula berst með mat og
drykk og er útbreiddur sjúkdómur í
heiminum. Oft er bólusett við tauga-
veiki, sem er sérstök salmon-
ellubakteríusýking, þegar um er að
ræða sumarleyfisdvöl í einhverju þró-
unarlandi og ýmsar aðrar bólusetn-
ingar eru mögulegar og stöku sinnum
nauðsynlegar (lifrarbólga B, mýgulu-
sótt, japönsk heilabólga, heilahimnu-
bólga A, C, W135 og Y, hundaæði,
kólera, blóðmauraheilabólga, hettu-
sótt, mislingar, rauðir hundar,
hlaupabóla, lungnabólga og inflú-
ensa).
2) Sjálfsagt er að vera varkár í mat
og drykk. Byggja þarf á skilningi og
reynslu (rannsóknum) en ekki órök-
studdum hugmyndum. Mestu máli
skiptir að forðast hrámeti og krana-
vatn, þegar ekki er vissa fyrir heil-
næmi þessara hluta. Skyndifæði, sér-
staklega „götumatur“, er algeng
ástæða iðrasýkinga og einnig hrátt
grænmeti vegna krossmengunar. Ég
vil leyfa mér að segja að einna örugg-
ast sé að borða innlendan mat, sem er
soðinn eða steiktur og drekka drykki
sem keyptir eru í lokuðum ílátum og
drukknir án ísmola. Oftast er óhætt
að borða ávexti, sem maður tekur
sjálfur hýðið af eða skolar á viðeig-
andi hátt.
3) Verjast þarf stungum skordýra
og annarra liðdýra, sem bæði geta
borið marga sjúkdóma og valdið of-
næmisviðbrögðum. Þótt hættan sé
lítil er rétt að gera sér grein fyrir að
bitmý (moskítóflugur) og blóðmaurar
(ticks) eiga það til að bera alvarlega
sjúkdóma í nálægum háþróuðum
löndum eins og Bandaríkjunum,
Þýskalandi, Ítalíu og Svíþjóð. Í fjar-
lægum þróunarlöndum eru ýmsir
hættulegir sjúkdómar, sem smádýr
bera, mun algengari og þar er enn
þýðingarmeira að huga að vörnum
gegn stungum. Helstu ráðin eru:
(a) Að vera ekki mikið úti við á mesta
áhættutímanum, en hann getur verið
mismunandi eftir stað og tegundum
flugna. (b) Að vera í meiri og þykkari
fötum til að fækka þeim stungum sem
maður fær. (c) Að bera á sig efni, sem
fælir skordýrin frá, einkum á ristar
og fótleggi auk nakinna staða. (d) Að
sofa undir neti ef húsnæðið er ekki
flugnahelt og malaría er á svæðinu.
(e) Að eyða þeim skorkvikindum sem
komist hafa inn með tiltækum ráðum.
Vert er að geta þess í þessu sambandi
að mörg ráð, tæki og efni sem eru í
boði til að hindra stungur eru gagns-
laus, en alltaf eru til viðhlítandi úr-
ræði ef að er gáð.
4) Fólk þarf að hafa með nóg af
þeim lyfjum, sem notuð eru að stað-
aldri eða grípa þarf til auk annarra
lyfja og hluta sem ferðin útheimtir.
Þar á meðal gæti verið sólvörn,
verkjatöflur, 4–6 cm breiður plástur
sem hægt er að klippa niður, flísa-
töng, flugnafæluáburður, hýdrókort-
isónáburður, ofnæmistöflur, mal-
aríulyf og e.t.v. fleira eftir þörfum
hvers og eins. Vaxandi athygli hefur
það fengið að hindra hættu á blóð-
tappa í flugi eða eftir flug með viðeig-
andi sokkum, notkun á aspríni
(barnamagnýli) til blóðþynningar,
fótaæfingum eða hreyfingu í flugi. Ef
barnamagnýl er notað er rétt að taka
það í a.m.k. 3 daga fyrir og eftir flug.
5) Loks þarf að huga að sérþörfum
barna, aldraðra, sjúklinga, vanfærra
kvenna, fólks sem er að fara í skóla
eða vinnu í útlöndum, fólks sem ætlar
á há fjöll, fólks sem er að fara á sér-
stök hættusvæði o.s.frv.
Fjarlægar slóðir
eftir Helga Guðbergsson
Endurnýja skal
gamlar bólusetningar
Höfundur er læknir.
Lesendur Morgunblaðs-
ins geta komið spurn-
ingum varðandi sál-
fræði-, félagsleg og
vinnutengd málefni til
sérfræðinga á vegum
persona.is. Senda skal
tölvupóst á persona-
@persona.is og verður
svarið jafnframt birt á
persona.is.
Íris andlitslínan
frá WELEDA. Engin aukaefni.
Hentar öllum húðgerðum
Þumalína Skólavörðustíg 41
ÓLI G. Jóhannsson opnar sýningu á
nýjum verkum í Galleríi Sævars
Karls í Bankastræti í dag kl. 15.30.
Verk Óla G. eru abstrakt-expressj-
ónísk, unnin í akríl á striga á síðustu
mánuðum. Óli segir að verkin höfði til
næsta umhverfis í Eyjafirðinum, til
sjávarins, landsins og veðurfarsins.
„Sýningin heitir Að heiman og
heim en ég hef undangengin misseri
einbeitt mér að sýningarhaldi víða í
Danmörku og er nú kominn til
Reykjavíkur með sýningu til að rækta
baklandið,“ segir Óli G.
Í sýningarskrá segir Aðalsteinn
Ingólfsson m.a.: „Í myndlist Óla er
ekki að finna snefil af bölmóð. Hún er
samfelldur óður til lífsorkunnar og
hins síbreytilega sköpunarverks.
Þrátt fyrir síkvikt yfirborð mynd-
anna, hrynjandina sem gengur eins
og rafstraumur jaðra á milli, tekst
listamanninum einnig að opna þær
inná við, gefa til kynna hina stóru ver-
öld innra með manninum.“
Óli G. hefur haldið fjölda einkasýn-
inga síðan 1973. Síðast í listasafninu á
Akureyri árið 2001.
Sýningin er opin á verslunartíma
og stendur til 17. október.
Morgunblaðið/Golli
Óli G. Jóhannsson á leið með verk sín í hús hjá Sævari Karli.
Umhverfi Eyjafjarðar
HINIR árlegu minningartónleikar
um hjónin Sigríði Jónsdóttur og
Ragnar H. Ragnar verða í Ísafjarð-
arkirkju annað kvöld, sunnudags-
kvöld, kl. 20. Jóhann Friðgeir
Valdimarsson tenór syngur við
undirleik Önnu Áslaugar Ragn-
arsdóttur píanóleikara. Fyrir hlé
verða íslensk sönglög með Sigvalda
Kaldalóns í aðalhlutverki, en eftir
hlé verða ítölsk sönglög og óperu-
aríur.
Minningartónleikar um þau hjón,
Sigríði og Ragnar, hafa verið árleg-
ur viðburður frá árinu 1988 og eru
ávallt haldnir nálægt afmælisdegi
Ragnars 28. september.
Ragnar stjórnaði Tónlistarskóla
Ísafjarðar frá stofnun hans árið
1948 til ársins 1984 og naut til þess
ómældrar aðstoðar Sigríðar. Undir
þeirra stjórn varð skólinn öflug
menningarstofnun, landsþekktur
fyrir góða kennslu og kraftmikla
stjórn við erfiðar aðstæður. Ragnar
var einnig organisti Ísafjarð-
arkirkju og stjórnaði Sunnukórn-
um og Karlakór Ísafjarðar um ára-
tuga skeið. Sigríður kenndi við
Tónlistarskólann, en var jafnframt
einn ástsælasti kennari Grunnskól-
ans, auk þess sem hún var virk í fé-
lagslífi á ýmsum sviðum. Ragnar
lést um jólin 1987, en Sigríður féll
frá í mars 1993.
Jóhann Friðgeir er nú fastráðinn
við Íslensku óperuna. Anna Áslaug
hefur haldið fjölda einleikstónleika,
tekið þátt í kammertónleikum og
nokkrum sinnum leikið einleik með
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Tónleikarnir njóta stuðnings ým-
issa fyrirtækja og einstaklinga á
Ísafirði.
Minningar-
tónleikar á
Ísafirði
Hjónin Ragnar H. Ragnar og
Sigríður Jónsdóttir.
TVEIR færeyskir listmálarar opna
sýningu í Húsi málaranna á Eið-
istorgi í dag kl. 14. Það eru lista-
mennirnir Eyðun af Reyni og Kári
Svenson. Þeir sýna 37 olíumálverk,
stór og smá og eru verkin til sölu.
Eyðun av Reyni (1951) hefur
sýnt víða, m.a. í Færeyjum, á Ís-
landi, í Noregi, Danmörku og
Bandaríkjunum. Málverk hans eru
óhlutbundin, litrík og vísa til nátt-
úru Færeyja.
Líkt og Eyðun málar Kári (1954)
óhlutbundin litrík verk. Hann sækir
myndefnið í næsta umhverfi, þ.e.
bæjarlífið í Þórshöfn, hafið og
hamraveggi Færeyja. Kári er sjálf-
menntaður myndlistarmaður. Hans
fyrsta sýning var árið 1975 en síðan
hefur leiðin til sýningarhalds legið
vítt um Skandinavíu og Bandaríkin.
Kári er formaður Samtaka fær-
eyskra myndlistarmanna.
Listamennirnir verða við opnun
sýningarinnar.
Hús málaranna er opið frá
fimmtudegi til sunnudags kl. 14–16
og lýkur sýningunni 20. október.
Frá sýningu Eyðuns af Reyni og Kára Svenson í Húsi málaranna.
Færeyskir listamenn
í Húsi málaranna