Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 25 VIÐ Íslendingar erum alltaf að segja útlendingum sögur í kvik- myndunum okkar. Aðalpersónan í þessum frásögnum er landið, og virðist fegurð þess vera endalaus uppspretta myndrænnar miðlunar, sem þó reynist í mismiklu jafnvægi við þá atburðarás eða þá fram- vindu sem menn reyna nú oftast að láta fylgja með í pakkanum. Stund- um gerir þessi tilhneiging kvik- myndaverkið að stórkarlalegri landkynningu en stundum tekst vel til og hið íslenska umhverfi verður sterkur hluti af heildinni og verðugt umfjöllunarefni í sjálfu sér. Í nýjustu kvikmynd sinni, Fálk- um, dregur Friðrik Þór Friðriks- son upp hrífandi mynd af per- sónum í kaldri auðn landsins og þar eru dularfull birtubrigðin föng- uð í meðförum kvikmyndatöku- mannsins Harald Paalgard svo un- un er á að horfa. Það er ljóst að Friðrik Þór er sífellt að verða snjallari myndsmiður og má eig- inlega líta á Fálka sem stúdíu í sjónrænum möguleikum kvik- myndalistar hans. En líkt og önnur aðalpersónan, fálkavinurinn Dúa, flýtur frásögnin síðan um í þessum ljóðræna heimi, sem er svo sjálf- stæður í sjónrænni fullkomnun sinni að spennusagan í kringum aðalpersónurnar Símon og Dúu lendir í aukahlutverki. Og það er eiginlega eins gott að spennuflétt- an er í aukahlutverki þar sem handritið að henni stenst illa nær- skoðun, einkum í fyrsta hlutanum, þegar dregin er upp mynd af ís- lensku þorpssamfélagi og síðasta hluta myndarinnar þegar aðalper- sónur myndarinnar ráfa stefnu- laust um undirheima erlendrar stórborgar. Svo er það tilvistarlega sagan sem er kjarni kvikmyndar- innar, hún er einföld og symbólísk og er máluð fáum en sterkum dráttum, sem jaðra við það að vera einfeldningslegir, en virka að mínu mati sem hluti af sögu sem á ekk- ert að vera neitt sérstaklega rök- leg eða viðburðarík. Hún er frem- ur táknræn saga sem fleytir persónunum í átt til þeirra forlaga sem fyrir þeim liggja. Aðalpersónur sögunnar eru áð- urnefnd Simon (Keith Carradine) og Dúa (Margrét Vilhjálmsdóttir), og fylgist áhorfandinn með sam- skiptum þeirra og því hvernig ör- lög þeirra tvinnast saman í atburð- anna rás. Þessar tvær persónur, sem bera atburðarásina algerlega uppi, eru gjörólíkar en eiga það sameiginlegt að glíma við einsemd og útskúfun vegna þess að þau falla ekki inn í staðla samfélagsins. Simon heldur til Íslands eftir að hafa lokið fangelsisvist í heima- landi sínu Bandaríkjunum. Hann á íslenska foreldra þótt hann hafi að- eins átt mjög stutta viðdvöl hér á fullorðinsárum, en það var fyrir þrjátíu árum, ári áður en Dúa fæddist... Á Íslandi kynnist Simon myndlistarkonunni Dúu, og hafa sérstök lífsviðhorf hennar sterk áhrif á hinn lífsþreytta Simon. Hann hafði í hyggju að svipta sig lífi, en dularfullt atvik á ögur- stundu og kynnin af Dúu hrinda honum af stað í allt aðra vegferð en hann lagði af stað í. Tvö grunnminni úr kvikmyndum Friðriks Þórs birtast hér, þ.e. bar- átta hins undirokaða við yfirvaldið og þjóðvegamyndin. Þessi frásagn- arminni, sem og aðrir þættir úr verkum leikstjórans, enduróma hér og mynda þá skrítnu sögu sem fálkaferðalag Simons og Dúu er. Mikið mæðir á þeim Keith Carr- adine og Margréti Vilhjálmsdóttur sem túlkendum aðalpersónanna. Carradine er sögumiðjan og nægir sterk sviðsnærvera hans til þess að bera lágstemmt hlutverk Simons uppi. Sama er að segja um Mar- gréti Vilhjálmsdóttur, hún fangar athygli myndavélarinnar og gæðir persónuna Dúu lífi. Sú persóna er nokkurs konar holdgervingur heimspekilegra viðhorfa, hún sér hversu hverfult lífið er, og reynir að fá fólk til að sjá það sem virki- lega skiptir máli í lífinu. Trú henn- ar á forlög og ýmsa kosmíska áhrifakrafta undirstrikar hina ör- lagakenndu framvindu sögunnar. Samleikur þeirra Carradine og Margrétar er sterkur og ná þau að stökkva um borð í þá fljótandi heild sem sköpuð er í samspili myndatöku, sviðsetningar og tón- listar. Eftir á bakkanum verða hins vegar flestar aðrar persónur myndarinnar. Þorpspersónurnar, á borð við illskeyttu lögguna Jóhann (Ingvar E. Sigurðsson) og skyld- menni Simons (Magnús Ólafsson og Margrét Ólafsdóttir), eru reyndar eins og úr allt annarri kvikmynd, gott ef ekki einhverju dramatísku og heimilislegu sjón- varpsleikriti þar sem tilþrifamikill sviðsleikur gildir. En Fálkar er ekki frásagnar- kvikmynd, þar tekur myndmiðill- inn völdin og heldur áhorfandanum föngnum á þeim forsendum, en ekki á forsendum spennuúrlausn- ar. Mér finnst þetta ljóðræna skref vera athyglisvert í ferli Friðriks Þórs, og væri gaman að sjá hvað gerðist ef hin röklega frásögn dæi endanlega út og við færum að sjá kvikmyndagerð sem minnti á til- rauna- og heimildarmyndir leik- stjórans. Óhætt er að segja að heimildarmyndirnar sem hann gerði í upphafi ferils síns, þ.e. Rokk í Reykjavík, Kúrekar norð- ursins og Eldsmiðurinn, séu ein- hver bestu verk hans, þar kemur listræni sjáandinn Friðrik Þór svo sterklega fram og þar njóta sín til fulls hæfileikar hans til þess að miðla sérkennileika á hlutlægan hátt til áhorfenda. Í framhaldi af þeirri færni sem þrenningin Friðrik Þór, Harald Paalgard og Hilmar Örn Hilmars- son ná hér fram, væri áhugavert að sjá leikstjórann vinna kvikmynd eftir handriti höfundar sem hefði eðlilegri tilfinningu fyrir kvik- myndafrásögn en þeir annars ágætu rithöfundar sem hann hefur unnið með hingað til við gerð sinna leiknu kvikmynda. Fálkar er eig- inlega eins og aðalpersóna hennar Dúa, falleg, kynleg og á það til að gera mjög óröklega hluti. Margrét Vilhjálmsdóttir (Dúa) fangar athygli myndavélarinnar. KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. Hand- rit: Einar Kárason og Friðrik Þór Frið- riksson. Kvikmyndataka: Harald Paal- gard. Frumsamin tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Leikmyndahönnun: Árni Páll Jóhannsson. Búningahönnun: Helga I. Stefánsdóttir. Klippari: Sigvaldi J. Kára- son. Hljóðhönnun: Kjartan Kjartansson. Leikarar í aðalhlutverkum: Keith Carrad- ine, Margrét Vilhjálmsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Lengd: 95 mín. Íslenska kvikmyndasamsteypan, Peter Rommel Prod., Filmhuset AS, Film & Music Ent- ertainment. Ísland, 2002. FÁLKAR  Kynlegur kvistur Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.