Morgunblaðið - 28.09.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 28.09.2002, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 43 Richard Ellis Chester mágur minn stundaði fiskveiðar framan af og hafði mikla ánægju af að veiða. Hann fór á fiskiskip 16 ára með föð- ur sínum. Síðar fór hann á versl- unarflotann og sigldi um öll heims- höf. Hann varð skipstjóri og varð félagi í Master mates og Pilot Union. Hann hætti skipstjórn að lokinni 20 ára þjónustu á sjónum, Sea land ser- vice. Dick var meðlimur í Calvary, lúthersku kirkjunni í Ballard, Puget Sound Maritime Historical Society, American Legion Post 124 og ævi- félagi í Sons of Norway, Terji Viken Lodge. Dick giftist 10. mars 1945 Önnu Maríu Sigurdson. Þau eignuð- ust sex börn, Sharon, Linda, Rich- ard jr., Darlene og Matthew. Deb- orah dó tveggja vikna gömul. Hann dáði börn sín og var ekki síður stolt- ur af sonunum sem stunduðu sjóinn, Richard jr., sem varð vélstjóri í slökkviliði hafnarinnar og Matthew RICHARD ELLIS CHESTER ✝ Richard EllisChester skip- stjóri fæddist í Seattle 21. júlí 1923. Hann andaðist á heimili sínu í Seattle 15. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Elias Chester og kona hans Ruth Chester fædd Weiding, norsk, innflutt frá Sunnmæri. Dick eins og hann var kallaður hóf skólagöngu í Websterskóla, James Monroe og Ballard High og lauk þeim. Bjó hann alla ævi í Ballard. sem stjórnaði skipum. Foreldrar hans, Elean- or systir hans og Deb- orah eru látin. Hann bjó í 57 ár með Önnu Maríu. Börn þeirra eru Sharon, gift Jack Motl, Linda gift Bruce Whit- man, Richard jr. kvæntur Kathryn Chester, Darlene gift Jerry Kenny og Matth- ew kvæntur Joyce Chester. Barnabörn þeirra eru James Whit- man, Jeffrey og Margaret Motl, Sarah Chester Jolin, Emily, Rachel og Jordan Chester, Mike og John Kenny og Matthew jr., Shanna, Anna og Aaron Chester. Systir Dick, Amador, lifir enn og Darla frænka hans og Don frændi hans. Harmur er að láti Dick í fjölskyldunni. Kathryn Chester. Dick heimsótti Ísland tvívegis með Önnu Maríu. Kynntist Íslandi vel og naut þess að skoða það. Alls staðar þurfti hann að skoða báta og tala jafnvel við sjómenn þar sem hann kom. Heimsótti bátasmiði og naut þess að skoða hvernig þeir höfðust að. Dick var fræðasjór úr ferðalögum sínum og sagði vel frá. Mikill söknuður er hjá okkur ætt- ingjum Önnu Maríu, en við Anna María erum þremenningar. Erla Kristjánsdóttir einnig þremenning- ur Önnu Maríu. Við ættingjar og vinir þeirra sendum samúðarkveðj- ur. Kjartan Helgason. Elsku Jóhanna, við vottum þér og þinni fjölskyldu samúð. Megi Guð styrkja fjölskylduna á erfiðri stund. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Auður og Sævar. Það var mikið áfall að heyra að Óli væri fallinn frá. Þó að hann hafi átt við veikindi að stríða þá er alltaf erfitt að átta sig á því þegar kallið kemur. Óli var okkur systkinunum vel kunnur. Öll urðum við systkinin þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja hjá Óla og Hönnu móðursystur okkar í sveit á sumrin, hvort heldur sem það voru fáeinir dagar eða jafn- vel lengur. Það eru mörg stór og smá myndbrot sem koma upp í hugann þegar hugsað er til dvalarinnar í Skeiðháholti. Það var ávallt mikill spenningur á vorin, þegar skóla lauk, að fá að fara austur á Skeið í sveitina, upplifa ný- fædd lömbin, fylgjast með ærslafull- um kúnum þegar þeim var sleppt út í fyrsta sinn og jafnvel fá að taka þátt í sveitastörfum. Krafturinn og skipulagningin hjá Óla í réttunum þegar lömbin voru dregin í dilka. Þar mátti heyra hrópin og köllin hans Óla á búfénaðinn og hundinn Snata, en stundum virtist sem kindurnar skildu Óla á undarleg- an hátt og Óli þær. Fyrir börn var drjúg ganga frá heimilishúsinu upp í Hjálögu þar sem við fengum að gefa fénu og fylgjast með hinum ýmsu störfum Óla. Það er okkur minnis- stætt að lengi vel reyndum við að herma eftir göngulagi Óla, þar sem hann fór fljótt yfir með hendur aftur fyrir bak. Við munum ávallt minnast Óla sem mjög góðhjartaðs og tryggs manns, sem iðulega gaf sér tíma til að ræða við börnin, hvort sem það var við okk- ur á sumrin eða nemendur sína í kennslu á veturna. Hann var óspar á hrósið þegar við átti sem virkaði sem hvatning á okkur borgarbörnin, sem t.d. hlupum á eftir kindunum á enn meiri hraða en áður. Það eru aðeins fáeinir mánuðir síð- an við komum í heimsókn til Óla og Hönnu í Skeiðháholt. Þrátt fyrir þau veikindi sem hrjáðu Óla tókst honum að veita mikla hlýju með brosmildu viðmóti sínu og skemmtilegum frá- sögnum. Með útgeislun sinni gaf hann ávallt frá sér mikla orku og ró. Óli, við systkinin þökkum þér fyrir skemmtileg og góð kynni í sveitinni hjá ykkur Hönnu frænku og krökk- unum. Við eigum góðar minningar, sem aldrei verða frá okkur teknar. Hanna, megi guð veita þér, frænd- systkinum okkar og fjölskyldum þeirra styrk í sorg og söknuði. Guð blessi ykkur. Jónína Margrét, Sigríður, Hrönn og Jón Alva. Hér verður ekki rakin ævisaga Ólafs í Skeiðháholti, því síður birt ár- töl, fæðingardagar og dánardægur eins og títt er í minningargreinum, það eftirlæt ég öðrum. Það sem mig langar að gera er að rifja upp nokkrar gleðistundir sem við lifðum saman en þær voru ófáar. Þegar ég horfi til baka er svo mikil birta yfir minning- unni að það er eins og alltaf hafi verið sólskin. Við kynntumst sem ungir menn og með okkur myndaðist vin- átta sem entist alla tíð. Við störfuðum mikið saman í Ungmennafélagi Skeiðamanna en einmitt á þeim árum stóð starfsemi þess með miklum blóma. Mikið æfðar íþróttir, ekki síst fimleikar. Ungmennafélag Skeiða- manna sendi til dæmis fimleikaflokk á tvö landsmót UMFÍ, í Haukadal 1940 og Hvanneyri 1943. Í þessum flokki vorum við Óli báðir og þar var Óli fremstur meðal jafningja. Þá æfðum við líka frjálsar íþróttir, þar náði hann einnig mjög góðum árangri og komst í framvarðasveit. Við fórum saman í Héraðsskólann að Laugarvatni haustið 1940 og dvöldum þar tvo vet- ur, yndislegur tími. Við höfum eflaust verið heimóttarlegir, höfðum aldrei gist að heiman enda leiddist okkur svo mikið fyrstu vikuna að við fengum leyfi til að fara heim um helgi, okkur fannst við mega til að sjá pabba og mömmu. Úr þessu rættist fljótt og við fórum að blanda geði við þetta unga yndislega fólk og mig minnir að ekki hafi liðið langur tími þar til við vorum komnir í fremstu víglínu.Við áttum jafnvel til að kasta krónu upp á það hvort við ættum að fara í smíðahúsið eða hitta stelpurnar. Oft vorum við heppnir og hlutur stelpnanna kom upp. Það var nú ekki auðvelt fyrir unga fólkið að hittast á þessum tíma, engir bílar voru til á bæjunum og treysta varð á fæturna eða hestinn úti í haga. Seinna komu svo reiðhjólin. En við létum ekkert aftra okkur og fórum það sem okkur datt í hug og það er nú svo að því meira sem er haft fyrir hlutunum því meira er gaman. Við Óli fórum margar ferðir saman. Einhvern tíma datt okkur í hug að hitta vini okkar á Laugarvatni, þá gripum við reiðhjólin okkar og hjól- uðum á Laugarvatn. Ekki má gleyma ferðinni á Hveravelli en þangað þurfti ég að sækja hest norðan úr Skagafirði og auðvitað fékk ég Óla með mér. Við fórum á vörubíl en ekki mátti þá fara á vörubíl yfir brúna á Hvítá við Hvít- árvatn svo við höfðum með okkur tvo hesta til að ríða síðasta spölinn. Við fórum af stað glaðir og kátir og hlökk- uðum mikið til ferðarinnar. Ekki viss- um við nú nákvæmlega hvar fara skyldi, eitthvað var okkur nú samt sagt til og minnst var á ýmis örnefni svo sem Kjalfell, Fúlukvísl og Þjófa- dali. Við höfum líklega ekki hlustað nógu vel á ráðleggingarnar því áður en við var litið þá vorum við komnir inn í mitt Kjalhraun og komin myrk- urs þoka svo við sáum rétt niður á nef- ið á okkur. Við stigum af baki hinir ró- legustu og biðum þar til þokunni létti og blöstu þá við okkur gufustrókarnir á Hveravöllum. Auðvitað endaði þessi ferð vel eins og allar ferðir okkar Óla gerðu. Kannski hef ég fundið best hvað vinátta Óla var traust þegar hann lán- aði mér hann Blesa sinn. Blesi var glóblesóttur og talinn einhver mesti gæðingur hér um sveitir á þeim tíma. Svona var Óli, hann langaði til þess að ég fengi á njóta hans eins og hann sjálfur. Ég hafði Blesa undir höndum einn vetur og því gleymi ég aldrei. Við Óli sungum mikið saman og störfuðum í mörgum kórum, þar á meðal í Skálholtskórnum. Við sung- um við kirkjuvígsluna í Skálholti og sungum síðan í þeim kór í ein 20 ár. Það veitti okkur ómælda gleði að syngja undir stjórn Róberts A. Ott- óssonar sem var stórkostlegur meist- ari og engum manni líkur. Er tímar liðu fram fækkaði sam- fundum okkar Óla sem eðlilegt er, við stofnuðum báðir fjölskyldur og þá vita nú allir að betra er að standa sig, daglegt amstur tekur við og færri stundir gefast til að blanda geði við vini sína. En það er stutt á milli Reykjahlíðar og Skeiðháholts svo oft var hægt að hittast. Öllum er ætluð stund og stundin hans Óla er runnin upp og nú veit hann hvað er hinumeg- in á blaðsíðunni. Seinna fáum við að vita það. Ég votta fjölskyldu hans virðingu og samúð. Ingvar Þórðarson. Allt hefur sinn tíma og tíminn er óstöðvandi eins og stórfljótið Þjórsá, sem rennur lygnt og breitt fram hjá æskuheimili Ólafs Jónssonar sem við kveðjum í dag. Þar á þessu gamla höf- uðbóli kaus hann að lifa og starfa í ná- býli við föður sinn og bræður, en vann jafnframt um langan tíma við að upp- fræða æsku sveitarinnar og að vinna að ýmsum félagsmálum með sveit- ungum sínum. Leiðir okkar Óla í Háholti – en svo var hann alltaf nefndur – hafa legið saman í leik og starfi allt frá barn- æsku. Það er því margs að minnast, en fyrst kemur upp í hugann sá skemmtilegi tími, þegar við strák- arnir á Skeiðum vorum í leikfiminni í Brautarholti á unglingsárunum. Ung- mennafélagið var þá í blóma og réð Jón Bjarnason, leikfimikennara á Hlemmiskeiði, til að kenna okkur. Þá var margt ungra manna í sveitinni og við Barnaskólann í Brautarholti, sem þá var nýlega byggður, eða 1933, var stór og góður leikfimisalur. Jón kenndi okkur að ganga í takt, staðæf- ingar og stökk á hesti og dýnu – en stundum var svo mikið kapp í okkur, að salurinn dugði ekki og við fórum fram á gang til að fá meira tilhlaup. Þarna voru margir góðir strákar en Óli bar af okkur öllum, því þar fór saman mýkt, snerpa og kraftur, er mér minnisstætt þegar hann sveif yfir hestinn eða lék listir á dýnunni. Hópurinn náði svo góðum árangri, að ungmennafélagið okkar, Umf. Skeiðamanna, sendi okkur 10 stráka um og yfir tvítugt, til að sýna fimleika á landsmóti UMFÍ í Haukadal árið 1940 undir stjórn Jóns Bjarnasonar, og vakti sýningin mikla athygli. Þá sendi ungmennafélagið einnig hóp fimleikamanna á landsmótið á Hvanneyri 1943 og var Óli einn þeirra. Óli fór á Héraðsskólann á Laugar- vatni og var þar í tvo vetur, 1940– 1942, en þangað sóttu Skeiðamenn á þeim tíma og fengu þar gott vegar- nesti. Á þessum árum æfði hann líka frjálsar íþróttir og keppti á héraðs- mótum Skarphéðins með góðum ár- angri. Meðal annars vann hann lang- stökk og 100 metra hlaupið árin 1943 og 1944 og þrístökkið 1943. Fleiri góð- ir íþróttamenn voru á Skeiðum á þeim tíma en Óli átti góðan þátt í því að Skarphéðinsskjöldurinn hékk uppi á salveggnum í Brautarholti árum sam- an. En svo hleypti hann heimdragann og fór í byggingarvinnu í Reykjavík. Þar gekk hann í úrvalsflokk Ármanns í fimleikum og þar kynntist hann henni Jóhönnu, konuefninu sínu, en þá kom þungt högg, Óli veiktist af berklum, og varð að fara á Vífilsstaði. Þetta voru erfiðir tímar hjá þeim – en öll él birtir upp um síðir og Óli náði heilsu að nýju. Þau Óli og Hanna giftust árið 1947 og árið eftir fluttu þau heim að Skeiðháholti. Sannaðist þar hið forn- kveðna, að „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. Þar fékk Óli þriðjung jarðarinnar til ábúðar, en hún hafði lengi verið í tvíbýli. Hann byggði upp austurbæinn, stækkaði túnið og sléttaði og hóf fjárbúskap í nýbyggðu fjárhúsi. Óli var fjármaður, hafði brennandi áhuga á fjárbúskap og sótti námskeið um það efni. Búið var ekki stórt en afurðasamt. Þá var hann einn af stofnendum fjárræktar- félags í sveitinni og í stjórn þess. Aðalstarf Óla var þó kennsla við barnaskólann að Brautarholti. Hóf hann þar kennslu haustið 1958 og kenndi þar til hann lét af störfum sök- um aldurs. Síðari árin var hann með full kennsluréttindi, sem hann aflaði sér á námskeiðum. Hann var vel lát- inn sem kennari og nemendur hans bera honum vel söguna. Þá var hann góður söngmaður, söng í kirkjukór Ólafsvallasóknar og var einn af stofn- endum Skálholtskórsins. Þótt Óli í Háholti ætti við veikindi að stríða á ungum aldri og gengi aldr- ei heill til skógar féll honum margt gott í skaut. Heppnastur var hann þó að eignast hana Hönnu sem lífsföru- naut og eignast með henni 6 börn, sem öll eru mannvænleg. Við Óli áttum samstarf í hrepps- nefnd í átta ár og síðar í félagi okkar eldri borgara. Það var ánægjulegt að vinna með Óla, hann var svo mikið prúðmenni og alltaf glaður og reifur, enda vinsæll og vel látinn. Hann vann að málum með hógværð en gat þó ver- ið ákveðinn, þegar því var að skipta. Þegar félag okkar eldri borgara á Skeiðum var stofnað árið 1996 var Óli valinn foringi og stýrði hann félaginu þar til heilsan brást á síðastliðnu ári. Auðvitað erum við ekki að ræða vandamál þjóðarinnar á fundum okk- ar, heldur komum við saman til að skemmta okkur – spjalla, grípa í spil og alltaf er eitthvað á dagskrá. Og svo má ekki gleyma blessuðu veislu- kaffinu, sem konurnar koma með. Þarna naut Óli sín vel með sinn létta húmor og góða skapið og stýrði félag- inu af hógværð og öryggi. En nú er komið að leiðarlokum og ég kveð þennan gamla vin minn með þökk fyrir allar góðu stundirnar. Jóhönnu og börnunum sendi ég samúðarkveðjur. Jón Eiríksson.  Fleiri minningargreinar um Ólaf Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför INGÓLFS ARNARSONAR frá Vestmannaeyjum, Þangbakka 8, Reykjavík. Bera Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Ingólfsson, Kristrún Gísladóttir, Gylfi Ingólfsson, Anna Jenný Rafnsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Júlíanna Theodórsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU INGIBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Löngumýri 1, Akureyri. Jón Hauksson, Árni Haukur Gunnarsson, Elísabeth Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir, Kristján Jónsson, Margrét Rósa Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR FRIÐRIK SIGURÐSSON listmálari, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðju- daginn 1. október kl. 15.00. Sólveig Benedikta, Pétur Friðrik Pétursson, Áslaug Ágústsdóttir, Helga Lóa Pétursdóttir, Pétur Arnar Pétursson, Anna Pétursdóttir, Steinn Logi Björnsson, Bergljót Ylfa Pétursdóttir, Gunnar Gunnarsson, Katrín Ýr Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.