Morgunblaðið - 28.09.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 28.09.2002, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 45 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vélstjóra vantar á Guðna Ólafsson VE 606 Þarf að hafa full réttindi. Upplýsingar hjá Hallgrími í síma 861 8559. Líknarfélag Starfskraft vantar á skrifstofu líknarfé- lags í Reykjavík. Vinnutími frá kl. 13—18 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Mikil vinna í desember. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 4. okt. merktar: „Mannleg samskipti — 12796“. Sjúkraþjálfari óskast Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa nú þegar. Um er að ræða rekstur sjúkrastofu og þjónustu við sjúkrasvið Heilbrigðisstofnunar Bolungar- víkur. Boðið er upp á góða starfsaðstöðu og mjög góðan tækjabúnað í fallegu húsi. Í Bolungarvík búa um 1000 íbúar, mannlíf er gott og státar bæjarfélagið af góðum skólum og lifandi félags- og menningarlífi. Auðvelt er að fá ódýrt húsnæði af ýmsum stærðum og gerðum. Frekari upplýsingar um starfið gefa Steingrímur Þorgeirsson, sjúkraþjálfari, í síma 690 1515 og Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri, í síma 450 7000. Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur. Forstöðumaður listasafns Starf forstöðumanns Listasavns Føroya er laust til umsóknar frá og með 1. janúar 2003. Listasafnið Listasavn Føroya er sjálfstæð stofnun, sem er rekin með ríkisstyrk, öðrum styrkjum og eigin tekjum. Markmið stofnunarinnar er:  opinber listasafnsstjórnun og útvegun lista- verka, er sýna þverskurð og þróun færeyskr- ar mynd- og nytjalistar,  skrásetning, sýning og varðveisla eigin lista- verka ásamt skrásetningu færeyskra lista- verka í eigu annarra,  föst sýning færeyskra listaverka í Listaskálan- um ásamt nýjum sýningum færeyskra og útlenskra listaverka og sýningum færeyskra listaverka erlendis. Forstöðumaðurinn  sér um daglegan rekstur safnsins og stjórnar því samkvæmt núverandi samþykktum og reglugerðum í samráði við stjórn safnsins,  útbýr sýningaáætlanir, leggur drög að ann- arri starfsemi safnsins, og gerir m.a. fjár- hags- og rekstraráætlanir,  útvegar gögn um safnið og listaverkin,  eflir og varðveitir gott samstarf við mynd- listarfólk, skóla og almenning. Umsækjendur  eiga að hafa listsögulega háskólamenntun eða aðra sambærilega undirbúningsþekk- ingu, einnig um færeyska list,  þurfa að vera gæddir stjórnunarhæfileikum og samvinnuþýðni,  þurfa að hafa löngun og hæfileika til að ganga ótroðnar slóðir,  eiga að geta séð til þess, að safnið haldi áfram að vera verulegur menningarviti bæði innanlands og erlendis. Ráðningarskilyrði Starfsráðningin fer fram samkvæmt sáttmála- ákvæðum við fjármálaráðuneyti og viðkom- andi stéttarfélag og er til fimm ára. Frekari upplýsingar fást hjá stjórnarformannin- um, Gunnari Hoydal, í síma +298 312849, eða hjá fráfarandi forstöðumanni, Bárði Jákups- syni, í síma +298 313579 eða +298 314009. Stjórn safnsins sér um ráðninguna samkvæmt tillögum Listafelags Føroya og félagsins Føroysk Myndlistafólk. Umsóknir Senda ber skriflega umsókn ásamt prófskírtein- um, starfsreynsluvottorðum og öðrum upplýs- ingum til safnsstjórnarinnar í síðasta lagi 20. október 2002. Utanáskriftin er: Listasavn Føroya Postsmoga 1141 FO110 Tórshavn, Færeyjar. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Aðalfundur félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi verður haldinn fimmtudaginn 3. október kl. 20.00 í félags- heimili okkar í Hverafold 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Gestur fundarins: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. HÚSNÆÐI ÓSKAST Raufarhöfn — húsnæði óskast Ríkissjóður óskar eftir kaupum á húsnæði, u.þ.b. 170—200 fm að stærð ásamt 35—40 fm bílskúr sem gæti hentað sem heilsugæslustöð. Tilboð er greini staðsetningu, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eigna- deild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 4. október nk. Fjármálaráðuneytið, 25. september 2002. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hafnarbyggð 17, Vopnafirði, þingl.eig. Þb. Svövu Víglundsdóttur, bt. Jónasar A.Þ. Jónssonar, gerðarbeiðandi Ferðamálasjóður, þriðju- daginn 1. október 2002 kl. 16.00. Miðvangur 18, íb. 02.04, Egilsstöðum, þingl. eig. Byggingarráðgjafinn ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 2. október 2002 kl. 10.00. Miðvangur 18, íb. 02.05, Egilsstöðum, þingl. eig. Byggingarráðgjafinn ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 2. október 2002 kl. 11.00. Sleðbrjótur II, Hlíðarhreppi, þingl. eig. Elsa Ágústa Eysteinsdóttir, gerðarbeiðandi Glitnir hf., þriðjudaginn 1. október 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 27. september 2002. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Álaugarvegur 8, 0101, ásamt tækjum, þingl. eig. Trésmiðja B.B. ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn 4. október 2002 kl. 15.00. Hafnarbraut 24, 0101, þingl. eig. Helgi Stefán Egilsson og Elín Helga- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 4. október 2002 kl. 11.00. Hafnarnes 1, 0102, þingl. eig. Benedikt Helgi Sigfússon og Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Greiðslumiðlun hf. - Visa Ísland, föstudaginn 4. október 2002 kl. 13.00. Sandbakki 12, þingl. eig. Aðalheiður Dagmar Einarsdóttir, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Hornafjarðar/nágr., föstu- daginn 4. október 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Höfn, 26. september 2002. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Austurvegur 18—20, n.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Bergmann Ársælsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðvikudag- inn 2. október 2002 kl. 14.00. Austurvegur 18—20, e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðvikudaginn 2. október 2002 kl. 14.00. Blöndubakki, Norður-Héraði, þingl. eig. Gestur Jens Hallgrímsson og Bryndís Ágústa Svavarsdóttir, gerðarbeiðendur Lánasjóður land- búnaðarins og Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík, miðvikudaginn 2. október 2002 kl. 14.00. Kolbeinsgata 62, Vopnafirði, þingl. eig. Einar Ólafur Einarsson, gerð- arbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 2. október 2002 kl. 14.00. Lagarbraut 4, hl. 00.01, Fellabæ, þingl. eig. Oddur Óskarsson, gerðar- beiðandi Landsbanki Íslands hf., höfuðst., miðvikudaginn 2. október 2002 kl. 14.00. Lagarbraut 4, hl. 0103, Fellahreppur, þingl. eig. Oddur Óskarsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki-FBA hf., miðvikudaginn 2. október 2002 kl. 14.00. Miðás 23, 50% Austur-Héraði, þingl. eig. Bón- og pústþjónustan sf., gerðarbeiðandi Austur-Hérað, miðvikudaginn 2. október 2002 kl. 14.00. Miðvangur 1—3, hl. 02.02, Austur-Héraði, þingl. eig. Karl Gústaf Davíðsson og Davíð Jóhannesson, gerðarbeiðandi Austur-Hérað, miðvikudaginn 2. október 2002 kl. 14.00. Snjóholt, Austur-Héraði, þingl. eig. Guðrún Einarsdóttir, Pétur Guð- varðsson og Þorsteinn V. Baldvinsson, gerðarbeiðandi Austur-Hérað, miðvikudaginn 2. október 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 27. september 2002. TILKYNNINGAR „Ljóðstafur Jóns úr Vör” Ljóðasamkeppni Lista og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu „Ljóðstafur Jóns úr Vör”. • Veitt verða ein verðlaun, kr. 300.000.- og mun verðlaunaskáldið fá til varðveislu í eitt ár göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni þess. • 3ja manna dómnefnd mun velja úr ljóðum sem berast. • Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina. Þau mega ekki hafa birst áður. • Ljóðum skal skilað með dulnefni og skal nafn, heimili og sími skáldsins fylgja með í lokuðu umslagi auðkennt með sama dulnefni. Aðeins má senda eitt ljóð í hverju umslagi. • Skilafrestur er til 22. nóvember 2002 og utanáskriftin er: „Ljóðstafur Jóns úr Vör” Fræðslu- og menningarsvið Kópavogs b.t. Sigurbjargar Hauksdóttur, Fannborg 2, 200 Kópavogur Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi Jóns úr Vör, þriðjudagskvöldið 21. janúar 2003. Þátttökuljóð má sækja á ofangreint heimilisfang fyrir 1. febrúar, eftir það verður þeim eytt. KÓPAVOGSBÆR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.