Morgunblaðið - 28.09.2002, Side 22
ERLENT
22 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LEITINNI að mönnunum þremur er
frömdu eitthvert blóðugasta banka-
rán í sögu Bandaríkjanna í fyrradag
lauk á bensínstöð nokkrum klukku-
stundum síðar. Ræningjarnir myrtu
fimm manns í bankanum. Fjórði vit-
orðsmaðurinn var síðan handtekinn í
gærmorgun. Sá heitir Gabriel
Rodriguez, er 26 ára, og ók bílnum
sem ræningjarnir ætluðu að nota til
að komast undan, en svo virðist sem
Rodriguez hafi stungið félaga sína
þrjá af, að því er Gordon D. Adams,
bæjarstjóri í Norfolk í Nebraska, þar
sem ránið var framið, sagði í viðtali í
gær.
Lögreglan hafði hendur í hári Rod-
riguez eftir að Cadillac-bifreið, sem
talin var í eigu hans, kom í leitirnar í
suðausturhluta Norfolk. Hinir ræn-
ingjarnir þrír stálu bíl til þess að
komast undan eftir ránið. Allir fjórir
hafa verið ákærðir fyrir fimm morð.
Þrjár skammbyssur fundust í vegar-
kantinum á leiðinni sem lögregla tel-
ur að ræningjarnir hafi farið frá
bankanum eftir ránið. „Við höfum
ekki fundið neina peninga,“ sagði Bill
Mizner, lögreglustjóri í Norfolk, sem
er 25.000 manna bær um 145 km
norðvestur af borginni Omaha.
„Rannsókn málsins beinist m.a. að
því að finna út hvort þeir höfðu ein-
hverja peninga á brott með sér,“
sagði Mizner.
Lögregla umkringdi ræningjana
er þeir stoppuðu til að kaupa bensín
og mat í bænum O’Neill, um 120 km
norðvestur af Norfolk, um þrem tím-
um eftir að þeir frömdu ránið. Ben
Matchett, lögreglustjóri í O’Neill,
kvaðst ekki geta greint frá því hvaða
upplýsingar hefðu leitt hann og tvo
aðra lögreglumenn á spor ræningj-
anna og stolna pallbílsins sem þeir
voru á. Tom Herzog, saksóknari í
Holt-sýslu, sagði mennina þrjá hafa
samsvarað lýsingu á ræningjunum.
Hinir handteknu eru Jose Sand-
oval, 23 ára, Jorge Galindo, 21 árs, og
Erick Fernando Vela, 21 árs. Þeir
hafa verið ákærðir fyrir fimm morð
og kunna að eiga yfir höfði sér dauða-
dóm. Þeir komu inn í útibú U.S. Bank
í Norfolk rétt eftir klukkan níu í
fyrradag, en ekki liggur ljóst fyrir
hver atburðarásin í bankanum var.
Ræningjarnir skutu fjóra starfsmenn
bankans til bana og einn viðskiptavin.
Annar viðskiptavinur særðist.
Morðingjarnir skutu sér síðan leið
út um glerhurð, brutust inn í nær-
liggjandi hús, hótuðu þar heimilis-
fólkinu með byssum sínum og stálu
bifreið þess, hvítum Subaru. Lög-
reglu tókst að hafa upp á bílnum með
gervihnattarstaðsetningartæki sem í
honum var, en ræningjarnir skildu
hann eftir er þeir höfðu farið um 16
km, og stálu öðrum bíl.
Fimm myrtir í mannskæðasta bankaráni í Bandaríkjunum í rúman áratug
Ræningjarnir
eiga yfir höfði
sér dauðadóm
Norfolk í Nebraska. AP.
AP
Einn bankaræningjanna, Jose Sandoval, leiddur út í lögreglubíl í bæn-
um O’Neill, þar sem þrír þeirra voru handteknir á fimmtudaginn.
EMBÆTTISMENN Evrópusam-
bandsins sögðu í gær að hugmyndir
um sérstök ferðaskilríki til handa
íbúum Kalíníngrad, svo þeir geti
ferðast án vandkvæða um Litháen
og Pólland á leiðinni til Rússlands,
væru enn uppi á borðinu. Áður
hafði Mikhaíl Kasjanov, forsætis-
ráðherra Rússlands, sagt að tillög-
ur í þessa veru „myndu næstum
engan vanda leysa“, enginn munur
væri á ferðaskilríkjunum og vega-
bréfsáritunum.
Rússar vilja að íbúar Kalínín-
grad, sem tilheyrir Rússlandi, geti
farið um Litháen og Pólland, eftir
að ríkin eru gengin í ESB, án þess
að þurfa að sækja um vegabréfs-
áritun eða notast við önnur sérstök
skilríki.
„Við teljum ekki að tillögu okkar
hafi verið hafnað,“ sagði Jonathan
Faull, talsmaður framkvæmda-
stjórnar ESB, hins vegar í gær um
ummæli Kasjanovs.
Frá því segir í The Financial
Times í gær að Frakkland, Spánn,
Ítalía og Grikkland hafi gerst af-
huga stefnu ESB í málinu og að
þau vilji að framkvæmdastjórn
sambandsins samþykki í staðinn nú
þegar hugmyndina um lokaða hrað-
lest, sem færi með íbúa Kalíníngrad
um Litháen og Pólland.
Ógæfuspor og í andstöðu
við Schengen
Lára Margrét Ragnarsdóttir,
þingmaður og formaður Íslands-
deildar Evrópuráðsins, telur hins
vegar að þetta yrði ógæfuspor. Hún
segir að tillögur um sérstök ferða-
skilríki, sem fengu góðar viðtökur á
þingi Evrópuráðsins í vikunni, taki
á vandanum þannig að allir geti
verið sáttir. „Tillaga ESB-landanna
fjögurra myndi hins vegar vekja
aftur ýmsar viðkvæmar pólitískar
spurningar, einkum af hálfu
Litháa.“
Segir Lára Margrét, sem sá um
að móta tillögurnar sem lagðar
voru fyrir Evrópuráðsþingið, að
lokuð lest um landsvæði Litháa
myndi kalla á fyrirfram viðræður
við stjórnvöld þar, og samþykki
þeirra. Engar viðræður um þau mál
hafi farið fram.
Segir Lára Margrét að hvert það
samkomulag í þessa veru, sem gert
yrði við Litháen, myndi vera í and-
stöðu við Schengen-samkomulagið,
og þ.a.l. hugsanlega skaða tækifæri
Litháens til að verða fullur aðili að
því eftir að ríkið væri gengið í ESB.
Þá myndu íbúar Kalíníngrad eiga
mun erfiðar með að fara frjálsir
ferða sinna ef hugmyndin um lok-
aða hraðlest yrði ofan á.
Rússar ósáttir við hug-
myndir um ferðaskilríki
ÍSRAELAR viðurkenndu í
gær að eftirlýstur leiðtogi í
vopnaða armi Hamas-samtaka
múslima, Mohammed Deif,
hefði sloppið lifandi í fyrradag
er ísraelski herinn skaut eld-
flaugum að bíl hans í Gazaborg.
Tveir samstarfsmenn Deifs lét-
ust. „Þær upplýsingar sem ég
hef fengið frá leyniþjónustu-
mönnum okkar sýna að hann er
særður en líf hans er ekki í
hættu,“ sagði Matan Vilnai,
íþróttamálaráðherra Ísraels, í
gær.
Mikil ringulreið fylgdi í kjöl-
far eldflaugaárásarinnar, sem
var gerð á fjölfarinni götu í
Gaza, og eftir árásina sögðust
Ísraelar „99% vissir“ um að
Deif hefði fallið. Hamas sagði
þegar í stað að ekkert væri
hæft í þeirri fullyrðingu. Tutt-
ugu og fimm Palestínumenn,
þ.á m. tíu börn, særðust í árás-
inni.
Deif er 36 ára og þekktastur
þeirra herskáu Hamas-liða sem
eftirlýstir eru af Ísraelum.
Vilnai gaf í skyn að Ísraelar
hefðu getað verið vissir um að
ná að fella Deif í fyrradag ef
þeir hefðu notað sömu aðferð
og þeir notuðu er þeir felldu
annan Hamas-leiðtoga, Salah
Shehade, í júlí, með því að
varpa eins tonns sprengju á
húsið sem hann var í. Fimmtán
aðrir féllu í þeirri árás.
Staðfesta
að Deif
slapp lif-
andi
Jerúsalem. AFP.
SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi
forseti Júgóslavíu, hélt því í gær
fram að málaliðar, sem tóku við
skipunum frá leiðtogum Bosníu-
múslima og frönsku leyniþjónust-
unni, hefðu staðið fyrir fjöldamorð-
inu í Srebrenica sumarið 1995. Sagði
Milosevic að fjöldamorðið hefði ver-
ið fyrirskipað til að framkalla andúð
á Serbum.
„Látið þá spyrja Jacques Chirac
[Frakklandsforseta] um Srebren-
ica,“ sagði Milosevic fyrir stríðs-
glæpadómstólnum í Haag í gær en
þá héldu áfram réttarhöld yfir Mil-
osevic vegna ákæruatriða er snúa að
þjóðarmorði í Bosníu og stríðs-
glæpum í Króatíu. Þeim hluta rétt-
arhaldanna, sem lúta að Kosovo-
stríðinu lauk fyrr í þessum mánuði.
Milosevic er sakaður um að bera
ábyrgð á ódæðum hers Bosníu-
Serba í Srebrenica í júlí 1995 – en
þar voru myrtir rúmlega 7.000 músl-
imir, flestir þeirra óbreyttir borgar-
ar. Milosevic segir málaliða úr her
Bosníu-Serba hins vegar hafa verið
hér að verki og að þeir hafi unnið
skv. fyrirskipunum frönsku leyni-
þjónustunnar.
„Ég vil að sannleikurinn um þenn-
an geðveikislega glæp komi í ljós,“
sagði Milosevic. Kvaðst hann ekkert
hafa vitað um atburðina í Srebrenica
fyrr en eftir að þeir voru afstaðnir.
Sagði Milosevic að samsæri
Frakka og Bosníu-múslima hefði
komið til af því að menn vantaði
átyllu til að réttlæta hernaðaríhlut-
un vesturveldanna á Balkanskaga.
Þá átyllu hefðu þeir fengið með því
að ljúga því að Serbar hefðu staðið
fyrir ódæðisverkum í Srebrenica.
Milosevic talaði í um þrjár
klukkustundir í gær en hann flutti
þá opnunarræðu sína vegna ákæru-
atriða, sem snúa að stríðunum í
Bosníu og Króatíu 1991–1995. Hann
fordæmdi vesturveldin fyrir að hafa
stutt „króatíska fasista“ sem á þess-
um tíma hefðu staðið fyrir þjóðern-
ishreinsunum á Serbum.
Milosevic segir Frakka hafa lagt á ráðin um fjöldamorðið í Srebrenica
Samsæri um
að sverta
ímynd Serba
Haag. AFP.
STUÐNINGSMENN Gulbuddins
Hekmatyars, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Afganistans, og talibanar,
sem enn leika lausum hala í landinu,
hafa myndað með sér bandalag og
hyggjast efna til sjálfsmorðsárása
gegn bandarískum hermönnum í Afg-
anistan. Þeir eru sagðir hafa aðgang
að bæði vopnum og fjármunum al-
Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, og
þá njóta þeir einnig stuðnings frá að-
ilum í Íran.
Þetta var haft eftir Salauddin Safi,
foringja í liði Hekmatyars, í gær. Safi
segir þetta nýja bandalag kallast
Lashkar Fedayan-e-Islami, þ.e. sveit-
ir íslamskra píslarvotta, og hafast
liðsmenn þess nú við í Austur-Afgan-
istan. „Við ætlum að standa fyrir
sjálfsmorðsárásum og sprengjuher-
ferð gegn hermönnum meðan á liðs-
flutningum þeirra stendur, eða þegar
þeir eru á ferli í minni hópum,“ sagði
Safi í samtali við Associated Press.
Átti áður í illdeilum
við talibana
Samtök Hekmatyars, Hezb-e-Isl-
ami, nutu stuðnings Bandaríkja-
stjórnar á níunda áratugnum er þau
börðust gegn rússneska hernum í
Afganistan. Hekmatyar flýði hins
vegar til Írans árið 1996 eftir að talib-
anar höfðu haft betur í valdabarátt-
unni í Afganistan. Undanfarna mán-
uði hefur hann reynt að ná sáttum við
talibana í því skyni að efna til heilags
stríðs múslima gegn bandarískum
hermönnum í Afganistan. Segjast
vestrænir leyniþjónustumenn nú geta
Skipuleggja
árásir á banda-
ríska hermenn
Hekmatyar sagður hafa myndað
bandalag með talibönum
Peshawar. AP.
staðfest að talibanar og Hekmatyar
hafi myndað með sér bandalag.
Safi sagði samtökin nýju aðeins
hafa hugsað sér að ráðast gegn
bandarískum hernaðarskotmörkum.
Sagði hann að þau hefðu ekki borið
ábyrgð á sprengjutilræði í Kabúl 5.
september sl. sem kostaði 30 manns
lífið. Hann sagði ennfremur að liðs-
menn Lahkar Fedayan-e-Islami
kæmu allir úr röðum talibana eða
Hezb-e-Islami. „Al-Qaeda hefur ekki
lagt til mannafla, aðeins peninga,“
sagði hann. Þá hafi Íran lagt til bæði
fjármuni og vopn.