Morgunblaðið - 28.09.2002, Page 17

Morgunblaðið - 28.09.2002, Page 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 17 www.merkur.is Skútuvogi 12a s. 594 6000 Gerið góð kaup! Hjóladagar Skeifan 8, sími: 568 2200 www.babysam.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B BS 1 88 32 0 9/ 20 02 Sangenic bleyjufata. Fylling fyrir u.fl.b. 180 bleyjur fylgir. Ver› á›ur 4.990 kr. Afmælistilboð a›eins í dag - fyrstir koma fyrstir fá Teutonia Delta kerruvagn. Ver› á›ur 67.990 kr. Hi› geysivinsæla Tiny Love leikteppi me› flremur leikföngum. Ver› á›ur 4.590 kr. Silver göngugrind me› leikbor›i. Ver› á›ur 5.990 kr. Eins árs í dag! Afmælisveisla hjá BabySam í Skeifunni 8. - afmælistilbo› 3.990 kr. - afmælistilbo› 2.990 kr. - afmælistilbo› 57.990 kr. - afmælistilbo› 4.590 kr. Starfsfólk BabySam þakkar viðskiptavinum fyrir frábært ár og býður alla velkomna í Skeifuna 8. Alltaf heitt á könnunni. Á afmælisdaginn verður Bangsinn okkar, hann Sammi, á staðnum og gleður börnin með blöðrum og gjöfum. Opið frá kl. 10-16. • †mis önnur gó› tilbo› á afmælisdaginn. • Vörukynningar. FORELDRUM í Reykjanesbæ gefst nú kostur á að styrkja sig enn frek- ar í foreldrahlutverkinu, en um þessar mundir stendur yfir nám- skeið í grunnskólum bæjarins sem nefnist „Öflugt sjálfstraust“. Blaðamaður leit inn á fyrsta nám- skeiðinu sem haldið var fyrir for- eldra 10. bekkinga í Heiðarskóla. Hvert námskeið tekur tvö kvöld og greiða Reykjanesbær og stétt- arfélögin kostnaðinn. Námskeiðið er sett saman af sálfræðingunum Sæmundi Hafsteinssyni og Jóhanni Inga Gunnarssyni en Foreldra- húsið Vímulaus æska heldur það. „Foreldrar í Reykjanesbæ hafa á undanförnum árum sýnt að þeir eru ábyrgir og vilja gera sitt til að tryggja börnum sínum sem besta framtíð. Framtíð barna okkar byggist fyrst og fremst á þeim grunni sem uppeldi þeirra er reist á, bæði í skóla-, íþrótta- og tóm- stundastarfi, en fyrst og síðast á heimilunum,“ sagði Hjördís Árna- dóttir félagsmálastjóri í samtali. Byrjað er á foreldrum barna í 10. bekk og gert er ráð fyrir að það taki fjögur á að spanna allan grunnskólaaldurinn. Í framtíðinni er síðan gert ráð fyrir að sambæri- legt námskeið muni standa öllum foreldrum barna í 1. bekk til boða. Sævar Pétursson á son í 10. bekk Heiðarskóla og sá hag í því að mæta á þetta námskeið, ekki síst vegna þess hversu tíðarandinn hef- ur breyst, en Sævar á tvo aðra syni, einn eldri og annan yngri. „Það er allt önnur menning í gangi núna en þegar sá elsti var á þessum aldri og auðvitað hef ég líka elst síðan þá. Synir mínir eru einnig mjög ólíkir einstaklingar og því þurfum við foreldrarnir að vera í takt við þarf- ir hvers og eins,“ sagði Sævar. Hann sagði að það væri for- eldrum mjög nauðsynlegt að vera sífellt að rifja upp þau atriði sem miklu máli skiptu í uppeldinu. Sjálfur hefði hann sótt ýmis skyld námskeið á undanförnum árum en lærdómurinn vildi gleymast í rút- ínu hversdagsins. Sævar sagði að þetta námskeið hefði komið honum verulega á óvart. „Ég hélt að verið væri að ræða um sjálfstraust barnanna, en þá er verið að ræða um sjálfstraust okkar foreldranna, sem auðvitað verður að vera í lagi svo við getum gert okkar besta í foreldrahlutverkinu. Hafi foreldri gott sjálfstraust smitast það til annarra, ekki bara barnanna held- ur allra í kring. Eftir þetta nám- skeið mun ég hugsa öðruvísi og verð mér betur meðvitandi um það sem ég get gefið af mér.“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Foreldrar eru nú sestir á skólabekk barna sinna til að styrkja sig í foreldrahlutverkinu. Hér eru f.v.: Þórdís Sig- urðardóttir frá Foreldrahúsi, Margrét Eðvaldsdóttir, Ásdís Pálmadóttir, Marta Teitsdóttir, Sigríður Jóna Jóns- dóttir, Sævar Pétursson, Kristín Jónsdóttir, Edda Jónsdóttir frá Foreldrahúsi og Linda Gunnarsdóttir. Betur meðvit- andi um það sem ég get gefið af mér Reykjanesbær alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.