Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 39 ✝ Jón ValdimarBjörnsson fædd- ist í Ólafsvík 6. maí 1920. Hann lést á líknardeild Land- spítalans á Landa- koti 21. september síðastliðinn. Foreldr- ar Jóns voru Björn Jónsson, sjómaður, f. 1. október 1888, d. 29. mars 1937, og Kristín Bjarnadóttir húsmóðir, f. 17. júní 1892, d. 21. mars 1979. Þau bjuggu í Ólafsvík. Systkini Jóns eru: 1) Bjarndís Inga Björns- dóttir, f. 22.5. 1918, látin; Fríða Jenný Björnsdóttir, f. 22.5. 1918, látin, gift Kristjáni Jenssyni, lát- inn; Helgi Björnsson, f. 4.10. 1922, kvæntur Kristínu Petrínu Gunnarsdóttur; Sigríður Guðrún Björnsdóttir, f. 28.10. 1925, gift Jóni S. Bjarklind, látinn; Þorgils Björnsson, f. 14.2. 1928; Krist- björg Bára Björnsdóttir, f. 17.9. 1930, látin; Ingveldur Birna Björnsdóttir, f. 27.1. 1936, látin, gift Marísi M. Gilsfjörð. Kona Jóns er Björg Viktoría Guðmundsdóttir, f. 14.7. 1925, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson og Sigurlaug Sigurðardóttir, bæði látin. Þau bjuggu á Litla-Kambi í Breiðuvík. Börn Jóns og Bjargar eru: Björn Sigurður Jónsson, f. 12.6. 1948, húsasmíðameistari, kvæntur Steinunni Þórisdóttur, þau eiga þrjú börn, Jón Viðar, Hildi og Þóri; Kristín Jónsdóttir Stachura, f. 29.12. 1950, leik- skólaráðgjafi í Skotlandi, gift George Stachura skólastjóra, þau eiga tvo syni, Adam og Michael; Guðmundur Ómar Jónsson, f. 21.1. 1953, húsa- smiður, kvæntur Jónínu Kristjáns- dóttur skrifstofu- manni, þau eiga tvö börn, Björgu og Stefán Má, dóttir Guðmundar er Gerður; Sigurlaug Jónsdóttir, f. 21.3. 1957, kennari, gift Ingólfi B. Aðal- björnssyni, þau eiga þrjú börn, Ölmu Ýri, Atla Frey og Aldísi Rún; Reynir Jóns- son, f. 22.10. 1962, rafvirki, kvæntur Margréti S. Ingimundardóttur kennara, þau eiga þrjú börn, Styrmi, Örnu og Brynju. Barnabarnabörn Jóns og Bjargar eru átta. Jón fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp og í Fróðárhreppi en þar var hann í sveit sem barn. Hann lauk barnaskólaprófi og sótti mörg vinnuvélanámskeið. Jón fór til sjós 15 ára og var meðal ann- ars eina vertíð á Hellissandi en vann líka í landi þar til hann varð ársmaður hjá Vegagerð ríkisins en hjá henni starfaði hann í 56 ár. Framan af var hann sumarmað- ur, en Jón byrjaði þar fyrst í maí 1936 á Fróðárheiði hjá Stefáni Kristjánssyni, vegaverkstjóra í Ólafsvík. Í fiskverkuninni Hróa var Jón vörubílstjóri til nokkurra ára. Tuttugu árum síðar fór hann að starfa hjá Vegagerðinni árið um kring, þá með Hjörleifi Sig- urðssyni, vegaverkstjóra í Hrís- dal, 1956. Jón vann lengst af hjá Vegagerðinni sem vélamaður. Útför Jóns fer fram frá Ólafs- víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín. Líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill þú ert og englum þá of vel kann þig að lítast á! (Steingr. Thorst.) Elsku pabbi. Þá er þínu stríði lok- ið, sem hefur verið óvægið en hetju- legt. Baráttuþrek þitt kom mér ekki á óvart, síður en svo, við berjumst meðan stætt er. Hefur þú verið í War varst þú vanur að segja þegar eitt- hvað bjátaði á hjá okkur krökkunum. Þetta var gamall frasi sem þú notaðir oft þegar eitthvað gekk á í okkar lífi eða jafnvel til þess að slá á létta strengi þegar einhverjar systkina- deilur voru. Þú leystir málin oft á undraverðan hátt. Minningar mínar um góðar stundir með þér eru ófáar. Helst er að minnast tíðra ferða í Betlehem, en undir því nafni gengu fjárhúsin ykkar Lilla frænda. Þar komst ég í kynni við heim sem ekki er á margra færi í dag. Þar lærði ég aðumgangast dýr af alúð og virðingu, fullkomna samvinnu og ótal margt í mannlegum samskiptum, því ég var ekki sú eina sem fór í fjárhúsin, oft var flokkur barna sem fylgdi ykkur bræðrum til gegninga og taka þurfti tillit til þess. Oftar en ekki var svo komið við í hjallinum, rifið úr einum þorskhausi, smakkað á hákarli og ýsa rifin úr roði.Ýmsa leiki bjóst þú til yfir hádegisverðinum eins og t.d að spyrja hver væri fugl dagsins, söngvari dagsins eða þá hversu margar árar væru á bát en þá tókst þú beingarðinn úr sporðstyrtlunni og við áttum að geta til. Alltaf voru veitt verðlaun fyrir getraunina, súkku- laðikex eða annað góðgæti. Ekki taldir þú eftir þér eftir erfiðan vinnu- dag og gegningar að gefa okkur börnunum þínum af þínum tíma. Nánast hvert kvöld lagðist þú með okkur systkinunum og fórst með bænirnar, sem voru ófáar og söngst okkur inn í draumalandið. Lög eins og Geng ég fram á gnípur, Kvöldið er fagurt, Á kránni og Fram í heiðanna ró, eru okkur ómetanleg vegna al- úðar þinnar og kærleika við sönginn. Eins og góð vinkona mín sagði þá varst þú hjartahlýr söngfugl og að það væri auðvelt að tengja þessi lög við þig, Jón á Grund. Hún sagði einn- ig að þú værir ósérhlífinn vinnumað- ur, glettinn og alltaf svolítið prakk- aralegur. Ég held að þeir sem til þín þekki geti af hjarta tekið undir þessi orð hennar. Við systkinin upplifðum allavega þessa ósérhlífni oft um jól og áramót þegar ófært var yfir Fróð- árheiði og kallað var í starfsmenn vegagerðarinnar til þess að hjálpa fólki í neyð. Oftar en ekki varst þú fyrstur manna til þess að bjóðast til þess að fara og aðstoða, fólkið varð jú að komast til vandamanna yfir jól. Við skildum ekki alltaf þá, en skiljum nú hvað þér gekk til, manngæska og ábyrgð réðu ferð. Heim komstu svo sæll og glaður yfir því að koma fólki heilu heim og sagðir okkur skondnar sögur af atburðunum, aldrei neitt óyfirstíganlegt mál. Af því að ég er að minnast á vega- gerð verð ég að segja frá ferðum mínum með þér þegar þú dvaldir vikulangt með þínum vinnufélögum í vegavinnuskúrunum. Ég með minni ýtni fékk það fram að ferðast með þér og dvaldi vikulangt með þér og fjórum vinnufélögum þínum í litlum skúr sem varla bauð upp á meira rými en fyrir tvær manneskjur. Þarna bjuggum við í sátt og samlyndi ég, níu ára stelpa í koju með þér og fjórir svitastorknir vinnumenn í loft- lausum skúr án allra nútíma þæg- inda. Þetta var lífið í þá daga og ég þakka fyrir að hafa kynnst því. Grallaraskapur og glettni ein- kenndi samverustundir ykkar sam- starfsmanna vegagerðarinnar þá þegar ég sá til, mikill vinskapur og mikil vinnugleði. Það segir mikið til um það að geta unnið við sama starf í 56 ár.Vinnufélagar þínir voru þér mikils virði og barst þú ávallt mikla virðingu fyrir þeim. Þú og Lilli frændi voruð samt sem órjúfanleg heild. Þegar lífshlaup þitt er skoðað er auðvelt að sjá hvað þér var efst í huga og umhugað um. Það var mamma sem var þér allt, við börnin þín, mannkærleikur og umhverfis- vernd. Þú barst ómælda virðingu fyr- ir náttúrunni og varst náttúruunn- andi fram í fingurgóma. Þú hafðir svo sannarlega þínar skoðanir á vegamálum landsins og bar það oft á góma. Fróðárheiði var þér sérstak- lega hugleikin og lái þér hver sem vill. Önnur eins náttúruperla sagðir þú, enda hafðir þú gengið hana þvera og endilanga og þekktir hverja þúfu og hvern stein. Þær voru margar gönguferðirnar sem við fórum í og alltaf var fræðsla í gangi um örnefni, blóm og fugla. Þú naust þess að vera úti í náttúrunni, á eftir kindum upp um fjöll, á hestbaki í fjörunni eða á göngu um Ólafsvík sem þú gerðir svo lengi sem þú gast. Barnabörnin þín nutu þess að vera með þér í göngu- ferðunum, í Betlehem og á Sveins- stöðum svo ekki sé minnst á sam- verustundirnar á Grundinni. Þar var oft glatt á hjalla, mikið hlegið, spjall- að og skipst á skoðunum í góðra vina hópi. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, varst sannur alþýðubandalagsmaður og lést í þér heyra væri óréttlæti beitt. Þú varst skapmaður væri því að skipta, þrjóskur og óhagganlegur, en fljótt úr þér og engir eftirmálar. Minnisstætt er mér þegar einu sinni fauk í þig við einn af hrútunum þínum. Hann hafði stangað til þín þegar þú gafst á garðann, þér líkaði það ekki og danglaðir til hans, hittir í hornið og puttabraust þig, en hrútinn sakaði ekki. Þú varst örlátur á allt sem þú áttir og varst ekki safnari á veraldleg gæði, því þér fannst sælla að gefa en þiggja. Ást þín og elska til mömmu var einstök sem og samheldni ykkar og hvergi var betra að vera en hjá ykkur. Fjölskylda mín naut elsku þinnar og þökkum við fyrir það. Þú varst Ingó sem besti faðir og börnum mínum góður afi. Hvað mig varðar held ég að þú hafir ekki getað reynst mér betri faðir, vinur og félagi held- ur en þú gerðir. Þið mamma voruð okkur mikil stoð í veikindum Ölmu Ýrar og býr hún og við öll að því. Elsku pabbi, það er erfitt að kveðja þig, en ég er þess fullviss að við eigum eftir að ganga saman á ný og taka lagið. Hafðu þökk fyrir allt. Elsku mamma, missir þinn er mik- ill. Guð veri með þér. Sigurlaug. Elsku pabbi og afi. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn og óskum þér hvíldar og friðar. Þú hefur alltaf verið okkur ynd- islegur faðir og afi, þó svo að fjar- lægðin væri mikil á milli okkar. Fjölskylda okkar erlendis hafði mjög gott af þér að segja og þar á meðal hvað þú værir alltaf hress og kátur, ég tala nú ekki um hvað þú værir mikill söngvari. Þú áttir það til að taka lagið fyrir fólkið, sem vakti mikla ánægju, stemmningu og gleði. Söngur nær til allra á hvaða tungumáli sem er. Mínar kærustu minningar um þig tengjast líka söng, það var daglegur viðburður að þú syngir okkur systk- inin í svefn. Serimónían var sú að fara með bænirnar fyrst (í hröðu tempói), síðan voru uppáhaldslögin sungin, Geng ég fram á gnípur, Fram í heiðanna ró og fleiri falleg ógleymanleg lög, í lokin hafðir þú þann sið að syngja fyrir okkur sögur sem var mikið uppáhald. Þú komst oft heim þreyttur eftir erfiðan vinnudag en þegar búið var að raða okkur börnunum í stóra rúm- ið, eins og sardínum í dós, kom ör- yggi og ró yfir okkur öll. Pabbi minn, það var alltaf mjög gott að koma heim á Grund sem líkist einna helst því að komast í hreiður, þægindin voru slík. Þið mamma vor- uð alveg sérstök hvað varðar fallegt, hlýtt og vinalegt heimili. Öllum leið vel sem heimsóttu Björgu og Jón á Grund. Ég minnist þess sérstaklega þegar George maðurinn minn kom til ykkar í fyrsta skipti, hvað þið mamma tók- uð vel á móti honum. Þið veittuð hon- um besta sætið við borðið þar sem heiti ofninn var á bak við hann, hon- um volgnaði vel! Þvílík voru hlýindin hjá ykkur. Við óskum þess oft að drengirnir okkar, Adam og Michael, hefðu feng- ið tækifæri til að kynnast þér betur og læra af þér bæði sögur og lög sem veitti okkur systkinunum mikla gleði. Þetta ljóð lýsir vel okkar tilfinn- ingum: Það vex eitt blóm fyrir vestan og vornóttin mild og góð kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð. Ég ann þessu eina blómi sem aldrei ég fékk að sjá. Og þangað horfir minn hugur í hljóðri og einmana þrá. Og því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il. Það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki að ég er til. (Steinn Steinarr.) Hjartans þakkir, elsku pabbi, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Guð blessi þig. Þín Kristín, George, Adam og Michael. Elsku tengdapabbi. Þú kvaddir þennan heim 21. september, um- kringdur þínu fólki. Mig langar í nokkrum línum að fá að þakka þér fyrir alla þína góðmennsku og heið- arleika. Þú varst glettinn maður, glaðlegur og svo varstu líka mjög stríðinn. Það var alltaf gaman og gott að vera á Grundinni. Hugurinn reik- ar til baka, allir sátu í eldhúsinu og spjölluðu og fengu sögur frá þér, frá því í gamla daga, þú hafðir frá svo mörgu að segja. Þú hafðir líka þínar skoðanir á þjóðmálum og varst ekk- ert að fela þær. Börnin þín lærðu fjöldann allan af bænum hjá þér, og var farið með þær á hverju kvöldi og síðan lesnar sögur. Þetta var svo endurtekið þegar barnabörnin gistu á Grundinni. Vinsælust var Búkollu- saga sem þú raulaðir. Einnig hafðir þú góða söngrödd og söngst mikið. Ég man þegar ég kom á Grundina í fyrsta sinn, fyrir rúmlega 32 árum. Ég hafði þá kynnst Bjössa. Mér leið eins og ég hefði verið að koma heim eftir langa fjarveru, þvílíkur var kærleikurinn og hlýjan á þínu heim- ili. Þegar ég fer yfir minningarnar þá heyri ég þig ganga um gólf, raula ein- hverja tóna og hringla í lyklum eða smámynt í vasanum, þetta gerðir þú þegar þú varst að bíða eftir einhverju eða einhverjum. Ég kveð þig með söknuð í hjarta, elsku tendapabbi, og bið guð að blessa tengdamömmu og okkur öll. Um þig eigum við góðar minningar sem lifa og lifa. Nú legg ég augun aftur, ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín tengdadóttir Steinunn. Hann afi minn Jón, er dáinn. Þú varst mér ekki bara besti afi í heimi heldur varstu sannur prakkari og góður vinur. Það er erfitt að hugsa til þess að þú, afi minn, sért dáinn, en allar góðu og skemmtilegu minningarnar um þig lifa enn í hjarta mínu. Sem betur fer fékk ég að þekkja þig í 12 ár. Það var mest spennandi að koma með þér á Sveinsstaði þar sem þú varst með kindur og hesta, hlusta á sögurnar þínar og margt fleira sem við brölluðum saman. Það er vont að þurfa að hugsa um það að nú sé amma bara ein í Ólafsvík en við pössum hana vel fyrir þig. Ég fór sko aldrei í vont skap yfir því að fara í pössun til ykkar ömmu á Grundina ef mamma og pabbi fóru eitthvað út, heldur hlakkaði alltaf til. Ég man aldrei eftir því að þú hafir verið í vondu skapi af því þú varst alltaf svo kátur. Svo varstu alltaf góður við menn og dýr og sannur umhverfissinni. Minningin um afa Jón á Grund gleymist aldrei. Ég geymi minninguna vel í brjósti mér er þú söngst fyrir mig, því þú breyttir alltaf öllum texta mér í hag! Ég vil að fólk viti að þú átt besta hásæti skilið. Ég elska þig af öllu mínu hjarta, afi minn. Hvíldu á góðum stað á himnum. Hveitikorn þekktu þitt, þá upp rís holdið mitt, í bindindi barnanna þinna blessun láttu mig finna. (Hallgr. Pét.) Ég sakna þín, afi minn Þitt barnabarn Aldís Rún. JÓN VALDIMAR BJÖRNSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR STEFÁNSSON, frá Kolbeinsá í Bæjarhreppi, lést miðvikudaginn 18. september. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til starfsfólksins á Hrafnistu í Reykjavík. Gylfi Ólafsson, Hildur Friðriksdóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 20. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Helgi Gunnarsson, Steinunn Guðríður Helgadóttir, Karl Kristjánsson, Sigurlína Rósa Helgadóttir, Guðmundur Jóhannesson, Helga Sveindís Helgadóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Gunnar Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.