Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um tóbaksvarnir Samtalstækni um lífsstíls- breytingar LOFT 2002 er yfir-skrift ráðstefnu umtóbaksvarnir á Ís- landi sem hófst í Skjól- brekku í Mývatnssveit í gær og lýkur í dag. Að henni standa Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga og landsþjónustan Ráðgjöf í reykbindindi, með stuðn- ingi og styrk ótal margra aðila. Dagbjört vinnur við Ráðgjöf í reykbindindi, sem er símaþjónusta við þá sem vilja hætta að reykja, rekin frá Mývatns- sveit og flytur raunar er- indi á ráðstefnunni á samt ýmsum fleiri. „Við viljum stuðla að því að ráðstefnur um klínískar tóbaksvarnir verði haldnar reglulega á Íslandi. 1998 var sú fyrsta haldin á Egilsstöðum og þótti takast mjög vel, við ákváðum að halda þessa hér núna í Mý- vatnssveit og vorum einmitt að fá þær gleðilegu fréttir að ákveðið hefur verið halda ráðstefnu í Hveragerði.“ – Fyrir hverja eru þessar sam- komur? „Ráðstefnan er í raun opin öll- um sem hafa áhuga á eða vinna að tóbaksvörnum en er þó svolítið mikið miðuð við heilbrigðisstétt- ir.“ – Hvað fer þarna fram? „Við sem vinnum við tóbaks- varnir erum þarna að tala um hvað við erum að gera, hvað virk- ar og hvað ekki. Þema ráðstefn- unnar nú er: Samtalstækni um lífsstílsbreytingar. Það er nefnilega heilmikil breyting á lífsvenjum einstaklings að hætta að reykja og á ráðstefnu sem þessari fræðumst við um ým- islegt sem auðveldar fólki að gera þær breytingar.“ Hvers vegna var farið að bjóða símaþjónustuna sem þið rekið frá Mývatnssveit? „Ástæða er rannsóknarniður- stöður sem sýndu að heilsugæslu- læknar eyða mjög litlum tíma í tóbaksvarnir, að hluta til örugg- lega vegna tímaskorts en kannski að hluta til líka vegna þess að það krefst ákveðinnar sérþekkingar. Það er ekki sjálfgefið að allir læknar hafi þá grundvallarþekk- ingu og nú er víða um heim verið að þróa sérstakan hóp heilbrigð- isstarfsmanna í þessari þjónustu; læknar, ljósmæður og fleiri vísa svo þeim sem ætla að hætta að reykja á hið sérhæfða fólk sem svarar í símann.“ – Hver er fyrirmynd ykkar? „Okkar þjónusta er að sænskri fyrirmynd og eitt af erindunum [í dag] er hlutverk og reynsla af „reyksímum“ í tóbaksvörnum. Sænska verkefnið er vísinda og þróunavrkefni.“ – Er fleira sérstaklega spenn- andi sem fjallað verður um? „Já, til dæmis fjallar Sabina De Villiers frá Karolínska sjúkrahús- inu í Stokkhólmi um bólusetningar gegn nikótínfíkn. Hún og fleiri þar eru langt komin í rannsóknum á þessu sviði og það er mjög spennandi að heyra af því. Svo er spennandi að sá frægi maður Stephen Rollnick, heilsu- gæslulæknir frá Bretlandi, fjallar um listina að ræða við fólk um að breyta lifnaðarháttum sínum. Þarna er sem sagt ekki einblínt eingöngu á tóbaksvarnir heldur líka fjallað um þá list að kveikja löngun og framkvæmdavilja hjá fólki til að breyta lifnaðarháttum sínum til betri vegar. Ég er viss um að þetta verður góð ráðstefna, stærsti sigurinn vinnst eflaust með því að starfinu verði haldið áfram og þá ekki ein- skorðað við heilbrigðisstéttir heldur fjallað um tóbaksvarnir í víðu samhengi. Að boðið verði upp á fræðslu fyrir alla sem hafa áhuga á eða vilja vinna að tóbaks- vörnum. Þær byrja strax. Ég vil t.d. nefna að Lisen Sylw- an frá Svíþjóð fjallar um „reyk- laus börn“ sem er mjög áhugavert fyrir t.d. ljósmæður og hjúkrunar- fræðinga í ungbarnaeftirliti. Það er nefnilega svolítið öðruvísi að veita verðandi móður ráðgjöf en einhverjum öðrum.“ – Er þessi símaþjónusta mikið notuð hér á landi? „Já, mikið, en vandi okkar er sá að það vantar kynningu á þjónust- unni og við höfum ekki fjárhags- legt bolmagn til að telja nákvæm- lega hve símtölin eru mörg. En við vonum, þar sem við störfum al- gjörlega eftir sænsku fyrirmynd- inni, að það atriði breytist og verði eins og hjá þeim í Svíþjóð því það er mikilvægt að geta fylgst vel með. En alltaf þegar Tóbaksvarnar- nefnd fer í auglýsinga- herferð er mikið hringt í okkur. Við erum sjö ráðgjafar sem svörum í símann og erum allar sammála um að árang- urinn sé góður. Við eigum stóran hóp þakklátra skjólstæðinga og finnum best að endurhringinga- kerfið okkar er mjög gott. Við bjóðum sem sagt upp á áfram- haldandi stuðning; bjóðum fólki að við hringjum í það aftur eftir ákveðinn tíma eftir að það hefur samband. Ekki bara að það hringi í okkur og það er öruggt mál að þetta eykur árangurinn til muna.“ Dagbjört Bjarnadóttir  Dagbjört Bjarnadóttir er fædd 1958 í Reykjavík. Hún útskrif- aðist úr Hjúkrunarskóla Íslands 1982, starfaði fyrst á Kleppsspít- alanum og svo um nokkurra ára skeið á Landakoti en starfar nú við Heilbrigðisstofnun Þing- eyinga með aðsetur í Mývatns- sveit. Dagbjört, sem er reyndar í námsleyfi við Háskólann á Akur- eyri í vetur hefur unnið við Ráð- gjöf í reykbindindi, þjónustu á landsvísu sem stjórnað er frá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, síðan hún hófst. Eiginmaður hennar er Egill Freysteinsson bóndi og eiga þau fjögur börn. Bólusetn- ingar gegn nikótínfíkn Nei, nei, sérarnir mínir, þið verðið nú af og til að segja: Lof og dýrð og þökk sé þér, Drottinn minn, og líka haleljúa og amen eftir efninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.