Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 13 Reykjavík • Akureyri • Selfossi www.blomaval.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 88 52 09 /2 00 2 Haustlaukar Loforð um litríkt vor Tilboð 10 túlipanar 199 kr. 5 páskaliljur 99 kr. 10 krókusar 199 kr. 10 perluliljur 199 kr. keisarakróna 499 kr. Plantið erikum út fyrir veturinn 999 kr. 3 fyrir 200 starfsmönnum áfram, hefði út- þensla starfseminnar á næsta ári orðið mjög mikil, ég giska á um 30%. Í því fælist ekki bara sú eyðsla sem hefði farið í launagreiðslur þessara starfsmanna, heldur væri verið að auka útgjöld umtalsvert við hvers konar aðföng og efnivið til rannsókna. Þannig að tími hinnar miklu út- þenslu í hátækniiðnaðinum, bæði í upplýsingatækni og líftækni, er lið- inn. Sennilega eru 80% til 90% af þeim verðmætum sem voru til stað- ar í hátækniiðnaðinum fyrir tveimur árum horfin – þau hafa gufað upp, að minnsta kosti tímabundið. Það er því ekkert fé lengur að sækja á markaðinn til þess að halda uppi þessari útþenslu. Hvernig bregðast menn við því? Jú, þeir draga saman seglin, hagræða í rekstri, sníða sér stakk eftir vexti og reka sín fyr- irtæki á grundvelli þeirra tekna sem þeir hafa. Við í Íslenskri erfðagreiningu er- um það heppin að við erum að gera þetta á þeim tíma, sem við höfum töluvert mikið fé ennþá í okkar sjóðum, þannig að við getum brugð- ist við ytri aðstæðum, á þann hátt, að það kemur ekki til með að eyði- leggja fyrirtækið. Við erum að sjá til þess að fyr- irtækið geti haldið áfram að starfa um ókomna framtíð. Við erum í dálítið skringilegri stöðu í Íslenskri erfðagreiningu og ég held að það sé mjög mikilvægt að átta sig á því. Ef við spyrjum hvar fyrirtæki okkar sé statt og hvað hafi gerst, er svarið það, að langstærsta ástæða stöðu okkar í dag er sú að markaðirnir hafa hrun- ið. Hluti af ábyrgðinni hlýtur þó að hvíla á þeim sem reka fyrirtækið. Hún hlýtur að hvíla á mínum herð- um og þeirra sem hér eru við stjórnvölinn. Það þýðir einfaldlega ekki fyrir okkur að ýta frá okkur ábyrgðinni. Hluti af ábyrgðinni hlýtur síðan að hvíla á herðum þessa samfélags, sem hefur að vissu leyti tekið okkur sem sjálfsögðum hlut og litið svo á að við séum hér á einhvern annan hátt, en önnur fyrirtæki hér í þessu landi. Það er meira að segja til hópur fólks í þessu samfélagi sem er stöð- ugt að senda óhróður um þetta fyr- irtæki út um allan heim, til þess að grafa undan samkeppnisaðstöðu okkar við önnur fyrirtæki af sömu gerð úti í heimi.“ Er þetta nú ekki einhver „par- anoja“ í þér, Kári? „Þetta er engin „paranoja“. Þú þarft ekki annað en fara inn á heimasíðu Mannverndar til þess að átta þig á því um hvað ég er að tala. Hér var blaðamaður frá Guardian um síðustu helgi, sem gekk hér um eins og grenjandi ljón, til þess að skafa upp skít um okkar fyrirtæki og leitaði í smiðju til fólks sem nán- ast er í fullu starfi við að ófrægja okkur. Hvað heldur þú að fólk segði ef hér væru menn út um allt í íslensku samfélagi að senda skilaboð út um allan heim, þess efnis að allur fiskur sem dreginn væri úr sjó á Íslands- miðum væri rotinn, eða hópur manna sendi skilaboð út um allan heim í þá veru að flugvélar Flug- leiða væru allar lélegar og úr sér gengnar og menn ættu að passa sig á því að fara ekki um borð í þær. Þetta er í rauninni það umhverfi sem við erum að starfa í og hófst raunar um leið og Íslensk erfða- greining var stofnuð.“ Virði samningsins sem þið gerðuð við Merck gæti orðið meira en 90 milljónir dala ef Merck tekst að þróa og markaðssetja fleiri en eina afurð sem byggist á samstarfinu, segir í fréttatilkynningu ykkar. Hvert getur virði samningsins orðið að lágmarki? „Ég veit ekki nákvæmlega hvert lágmarkið yrði, en það er ansi stór hundraðshluti af þessum samningi sem er bara í föstum greiðslum fyrir vinnu. Síðan eru það áfangatengdar greiðslur, bundnar því að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur. Ef við náum svipuðum árangri í þessu starfi og við höfum gert í samstarfi okkar við Roche, þá eru svona 90% líkur á því að við get- um tryggt okkur 90 milljóna dollara greiðslur. Við erum þegar komnir vel á veg með þessar rannsóknir og þær lofa mjög góðu.“ Hvað ef ekki tekst að þróa og markaðssetja neina afurð sem byggist á samstarfinu? „Þá verður upphæðin töluvert lægri sem kemur í okkar hlut, en ég veit ekki nákvæmlega hver hún yrði. En færu leikar svo, þá hefðum við brugðist á þann hátt, sem við höfum ekki gert hingað til.“ Í kjölfar tíðindanna í dag, heldur þú að umræða um gagnagrunninn, sem enn hefur ekkert gerst með, vakni á ný? „Ég fæ ekki séð að þarna sé nokkurt samhengi á milli.“ Hvað með umræðuna um 20 milljarða ríkisábyrgð? „Ég fæ ekki heldur séð að þar sé nokkurt samhengi á milli. Við erum að tala um að taka starfsemi sem er grundvöllur fyrir þessari lyfjaþróun og setja hana í rekstrarform sem er hagstæðara fyrir fyrirtækið, sem kostar okkur minna. Það segir mér einfaldlega og hlýtur að segja yf- irvöldum, að við erum að taka á ábyrgan hátt á þeim rekstrarverk- efnum sem blasa við okkur. Mitt er ekki að segja hvað ríkisstjórninni ber að gera og ég veiti ekki ríkisábyrgðir! En eftir þessar aðgerðir er fyrirtæki okkar sterkara en áður. Ég vil að þeir starfsmenn sem hættu hjá okkur í dag viti að þetta var síður en svo sársaukalaus aðgerð, en því miður var hún bráðnauðsynleg. Eiginlega finnst mér mega lýsa tilfinningum okkar sem þurftum að ráðast í þessar aðgerðir á þann veg, að okk- ur líði eins og refnum sem nagaði af sér fótlegginn, þegar hann festist í gildrunni.“ Kári, að lokum. Framtíðarhorfur Íslenskrar erfðagreiningar – eru þær bjartar eða svartar? „Við erum betra fyrirtæki, það er engin spurning. Vinnan innan fyr- irtækisins gengur gífurlega vel. Okk- ur hefur gengið mjög vel að sann- færa þann heim sem við hrærumst í um að við vinnum okkar vinnu vel. Það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem stenst okkur snúning þegar kemur að því að greina erfðavísa og búa til úr þeim lyfjamörk. Með þess- um erfiðu aðgerðum erum við búin að koma okkur í þá aðstöðu að það er miklu líklegra að við verðum hér í langan tíma. Okkar framtíð er miklu betur tryggð og framtíð fyrirtæk- isins er björt. Við ætlum okkur að lifa af og vera kraftmikið fyrirtæki, eftir tíu ár, tuttugu ár, hundrað ár.“ ’ Við búum í hörðum heimi, þar semvið verðum að hafa tekjur til þess að standa undir rekstri fyrirtækisins. ‘ agnes@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.