Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 21 STJÓRNUNAR- og rekstrarráðgjöf Deloitte & Touche og ráð- gjafareining IMG verða sameinaðar 1. október nk. en skrifað var undir samkomulag þess efnis í gær. Fjármálaráðgjöf Del- oitte & Touche verður hluti af Deloitte & Touche endurskoðun. Heiti sameinaðs fyrirtækis verður IMG Deloitte, framkvæmda- stjóri verður Svafa Grönfeldt og verður fyrirtækið til húsa á Laugavegi 170. „Fyrirtækið er óháð ráðgjafarfyrirtæki sem byggir þjónustu sína á alþjóðlegum viðskiptalausnum Deloitte & Touche og Corporate Lifecycles [hluti af IMG], víðtækum upplýsingum um þróun á markaðs- og rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja, sem og mjög nánu samstarfi við viðskiptavini. Í samræmi við al- þjóðaskipulag Deloitte & Touche verður fjármálaráðgjöf hluti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche hf. í framhaldi af sameiningunni,“ segir í fréttatilkynningu frá IMG Deloitte. Þar kemur einnig fram að sjö af hverjum tíu ráðgjöfum fyr- irtækisins eru með meistaraprófs- eða doktorsgráðu og hjá fé- laginu starfa margir af reyndustu ráðgjöfum landsins. Heild- arfjöldi starfsmanna nýja fyrirtækisins og móðurfélaga þess, Deloitte & Touche endurskoðunar og IMG, er 310 og heild- arvelta félaganna verður rúmlega 2 milljarðar króna. Stjórn fyrirtækisins skipa Bjarni Snæbjörn Jónsson, Jón Gunnar Að- ils, Skúli Gunnsteinsson og Þorvarður Gunnarsson. Stjórn- arformaður er Friðrik Pálsson. Svafa Grönfeldt, fram- kvæmdastjóri IMG Deloitte, segir að bæði móðurfélögin, IMG og Deloitte & Touche, „hafi séð tækifæri til að búa til öflugasta fyrirtæki landsins á sviði stjórnunar- og rekstrarráðgjafar og taka þannig forystu á íslenskum ráðgjafarmarkaði. Uppbygg- ing fyrirtækjanna hefur staðið undanfarin ár og er sameining á ráðgjafarsviði einn hlekkurinn í þeirri þróun. Ráðgjafar fyr- irtækjanna beggja eru þekktir fyrir trausta en jafnframt mjög framsækna nálgun á viðfangsefnin og mun það án efa verða að- alsmerki IMG Deloitte,“ segir Svafa. Jón Gunnar Aðils, rekstrarráðgjafi og stjórnarmaður í IMG Deloitte, segir í samtali við Morgunblaðið að ráðgjafarmark- aðurinn hafi breyst mjög á undanförnum árum og aðdragand- ann að sameiningunni nú megi rekja til þessara breytinga. „Auk þess sjáum við í þessari sameiningu töluverð samlegð- aráhrif, bæði á kostnaðar- og tekjuhlið. En það sem er mik- ilvægast er að þetta er mjög skynsamlegt skref með tilliti til samkeppni og þetta mun auðvelda okkur að bjóða víðtækari þjónustu,“ segir Jón Gunnar. Hann segir að við sameininguna haldi allir starfsmenn störfum sínum og þeim verði m.a.s. fjölg- að lítillega. 35 ráðgjafar munu starfa hjá IMG Deloitte en alls munu um 100 sérfræðingar koma að störfum fyrirtækisins. IMG Deloitte verður til Morgunblaðið/Árni Sæberg Svafa Grönfeldt, framkvæmdastjóri IMG Deloitte, Skúli Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri IMG, Þorvarður Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Deloitte & Touche, og Guðmund- ur Kjartansson, stjórnarformaður Deloitte & Touche. ● LYFJAFYRIRTÆKIN Delta hf. og Pharmaco hf. sameinuðust formlega í gær undir nafni Pharmaco hf. Starf- semi hins sameinaða fyrirtækis verð- ur skipt upp í tvo hluta, rekstur og fjár- festingu. Róbert Wessman, forstjóri Delta hf., verður forstjóri rekstrarhluta fyrirtækisins en Sindri Sindrason, nú- verandi forstjóri Pharmaco hf., verður forstjóri fjárfestinga. Undir rekstur heyrir framleiðsla og þróunarvinna og þar verður fyrst og fremst einblínt á innri vöxt fyrirtækisins. Fjárfestinga- hlutanum er ætlað að vinna að ytri vexti fyrirtækisins með kaupum og yf- irtökum á erlendum fyrirtækjum, segir í tilkynningu frá Pharmaco hf. Á fundi sem haldinn var til kynn- ingar á samruna fyrirtækjanna í gær kom fram að stefnt er að skráningu Pharmaco hf. í erlendum kauphöllum. Að mati Björgúlfs Thors Björgúlfs- sonar, stjórnarformanns Pharmaco hf., er ekki óeðlilegt að stefna að skráningu Pharmaco hf. í einhverri af kauphöllum hinna Norðurlandanna en hann nefndi einnig kauphöll Lundúna sem möguleika. Starfsmenn sameinaðs fyrirtækis eru um 5.300 og samanlögð ársvelta fyrir árið 2002 er áætluð um 24,6 millj- arðar króna. Á Íslandi starfa alls um 450 starfsmenn hjá sameinuðu fyrir- tæki. Fram kom á fundinum að starfs- fólki hérlendis yrði ekki fækkað í kjölfar sameiningarinnar. Heildarframleiðslu- geta sameinaðs fyrirtækis, eftir að ný lyfjaverksmiðja Balkanpharma í Dupn- itza í Búlgaríu kemst í gagnið, verður 13,6 milljarðar taflna á ári, þar af eru ríflega 8% taflna framleidd hér á landi. Delta og Pharma- co formlega sameinuð ● MIKIL viðskipti með bréf Bún- aðarbanka Íslands í fyrradag skýr- ast af því að bankinn keypti bréfin sjálfur fyrir viðskiptavini bankans, á grundvelli framvirkra samninga. Búnaðarbankinn er því tímabund- ið eigandi bréfanna þar til viðskipta- vinirnir leysa þau til sín, í samræmi við samningana. Yngvi Örn Krist- insson, framkvæmdastjóri Bún- aðarbankans verðbréfa, segir að viðskiptavinirnir séu fleiri en einn og framvirku samningarnir komist á gjalddaga innan skamms. Seljendur bréfanna eru jafnframt fleiri en einn. Að því er fram kemur í flöggun til Kauphallar Íslands í gær var Bún- aðarbanki Íslands áður skráður fyrir eigin hlutafé að nafnverði 162.192.285 kr. eða sem svarar til 2,99% af heildarhlutafé. Þar af voru að nafnverði 19.675.965 kr. vegna framvirkra samninga. Eftir viðskiptin í fyrradag er Búnaðarbanki Íslands nú skráður eigandi að hlutafé sam- tals að nafnverði 506.284.414 kr. eða sem svarar til 9,34%. Þar af eru að nafnverði 503.300.000 kr. eða sem svarar til 9,29% vegna fram- virkra samninga. Búnaðarbankinn keypti því hluta- bréf að nafnvirði rúmlega 344 millj- ónir. Nafnverð þeirra bréfa sem skiptu um hendur í fyrradag var um 531,5 milljónir króna en markaðs- virðið um 2,5 milljarðar. Búnaðarbankinn keypti fyrir viðskiptavini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.