Morgunblaðið - 28.09.2002, Side 40

Morgunblaðið - 28.09.2002, Side 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Gíslasonbóndi á Innri- Skeljabrekku í Borg- arfirði fæddist 18. september 1922 á Jörva á Akranesi. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness hinn 23. september síðast- liðinn. Jón ólst upp á Akranesi og Súlunesi í Melasveit en fluttist með foreldrum sín- um að Innri-Skelja- brekku árið 1936. Foreldrar Jóns voru Gísli Jónsson, síðast bóndi á Innri-Skeljabrekku, og kona hans, Þóra Þorvaldsdóttir. Systkini hans voru Guðjón bóndi á Syðstu-Fossum í Andakíl, Magnús rektor í Kungälv í Svíðþjóð, báðir látnir, en systurnar Elín og Eygló eru báðar á lífi og búsettar í Reykjavík. Hálfsystkini Jóns voru Þorvaldur Ellert Ásmundsson, Gróa Ásmundsdóttir, og Ásdís Ás- mundsdóttir, þau eru öll látin. Jón varð búfræðingur frá Bændaskól- anum á Hvanneyri vorið 1943. Hinn 15. júní 1944 kvæntist Jón Kristínu Pétursdóttur, f. 28. des. 1925, d. 2. ágúst 2001, og tóku þau þá við búi á Innri-Skeljabrekku af foreldrum Jóns og bjuggu þar allan sinn búskap. For- eldrar Kristínar voru Guðfinna Guð- mundsdóttir og Pét- ur Þorsteinsson, bændur á Mið-Foss- um í Andakíl. Börn Jóns og Kristínar eru: 1) Gísli, bóndi, f. 17. júní 1946, maki Oddbjörg Leifsdótt- ir, f. 31. janúar 1945, búsett að Lyngholti í Leirársveit, þau eiga fimm börn. 2) Pétur, byggingameistari á Hvanneyri, f. 25. des 1949, maki Svava Sjöfn Kristjánsdóttir, f. 9. júní 1949, þau eiga þrjú börn. 3) Þorvaldur, frjó- tæknir, f. 28. maí 1954, maki Dagný Sigurðardóttir, f. 31. okt. 1959. Þau búa á Innri-Skelja- brekku og eiga þrjá syni. Barna- börnin eru 11. Jón var heiðursfélagi í hesta- mannafélaginu Faxa í Borgarfirði og tók virkan þátt í starfi þess á árum áður. Hann var félagi í Rót- arýklúbbi Borgarness. Útför Jóns fer fram frá Hvann- eyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Elsku pabbi og tengdapabbi. Margs er að minnast á kveðju- stund. Alltaf varst þú eldhugi til verka og gjarnan bara á nærboln- um, skyrtunni eða þunnri peysu með uppbrettar ermar. Þannig ert þú í minningu minni þegar ég er að alast upp og vildir líka að aðrir tækju til hendinni. Þú hafðir unun af því að rækta og bæta land og skepnur, þó mesta gleði hefðir þú af hestunum fram á síðasta dag. Þegar ég er að vaxa upp í faðmi ykkar mömmu, áttu 11 jarðir ítök að Skeljabrekkuengjum og í þá daga var allt heyjað með orfi, hrífu og hestum. Það gefur auga leið að oft var mannmargt á engjunum. Þar af leiðandi kom margt uppá sem þurfti að hjálpa til með að leysa, ætíð var komið til þín og alltaf sagð- ir þú: „Það er alveg sjálfsagt.“ Þegar ég er rétt orðinn sex ára gamall ferð þú með sæti af hesta- rakstrarvél upp í Andakílsárvirkjun til að brenna í sundur stólinn og leggja á misvíxl svo sætið lækkaði. Þetta gladdi mig mjög mikið, því ég þráði alltaf að vera duglegur eins og þú. Ýmis forrétindi hafði ég sérstak- lega þetta sumar, eins og við heim- keyrslu á heyi. Þá þurftu allir að teyma hesta heim sem drógu vagn- ana, en þú sagðir að ég væri svo létt- ur sex ára að ég mætti sitja uppi á heyinu og stjórna hestunum með aktaumunum. Á engjunum eru stokkar sem voru með mjóum brúm, en aldrei kom neitt fyrir því þú treystir hestinum þínum Sporði fyr- ir sex ára gömlu barninu og fékk ég að vinna með honum allt sumarið. Svona treystir þú öllum þínum hest- um nema Blett slæga. Þreytan gleymdist fljótt, því alltaf vildir þú að farið væri í reiðtúr á sunnudögum. Fórum við þá oftast inn í Skorradal og eru mér þá minn- isstæðastar stundirnar á Mófells- stöðum í súkkulaði og pönnukökum. Jæja, elsku pabbi, svona liðu árin, við unnum og glöddumst saman. Mjög gestkvæmt var hjá ykkur mömmu á Skeljabrekku, enda í al- faraleið áður en Borgarfjarðarbrúin kom, t.d. allir sem fóru í Skorradal komu á Skeljabrekku, því þar var jeppi og alltaf sagt já við að keyra þá sem þess þurftu. Jæja, elsku pabbi minn, nú liðu árin fljótt, ég kom heim með mitt konuefni, sem þið mamma tókuð yndislega vel, sem ykkar fyrstu dóttur. Ég gleymi aldrei þegar þú komst á eldhúsgluggann á Ytri- Skeljabrekku, fyrstu máltíð okkar Oddu og sagðir: „Góð er nú lyktin, elskan mín, hvað er í matinn.“ „Tengdapabbi, takk fyrir hólið, það eru fjórar lærissneiðar.“ Elsku tengdapabbi, aldrei gleymi ég hvað þú varst glaður þegar þú vissir að fyrsta barnabarnið var á leiðinni. Var það strákur eða stelpa? Svo kom barnið og það var lítill Jón Gíslason. Þá komu tár í augu þín, þessa stóra manns sem ég og Gísli elskuðum. Eftir þetta gáfum við ykkur mömmu Áslaugu Ellu, Kristínu, Leif og Guðfinnu sem þið elskuðuð og þau ykkur. Þar að auki sjö barna- barnabörn sem nú kveðja afa og langafa og þakka allt. Nú veit ég að þér líður vel, hjá þínum, elsku vinur minn. Þökk fyrir öll þessi 35 ár. Guð blessi þig. Elsku pabbi, við erum svo glöð að hafa getað haft þig við enda há- borðs sem höfðingja á Valhöll á Þingvöllum 18. september sl. þegar þú varðst 80 ára með vinum og systrum, tengdadætrum og sonum, á þeim stað sem þér fannst heil- agur. Elsku pabbi, við unnum saman í hálfa öld, ég lærði svo margt af þér. Báðir með áhuga á að rækta land, hross og sérlega fjölskyldu. Þökkum þér og mömmu allt, elsku vinur. Oddbjörg og Gísli. Afi minn á Brekku. Það er skrítið að horfa á eftir þér, afi minn, það er sumt í þessu lífi sem manni finnst að eigi alltaf að vera til staðar og á sama stað, afi, þú ert eitt af því. Eftir að ég heimsótti þig í síðasta skipti síðasta föstudaginn sem þú lifðir settist ég niður og fór að hugsa um gamla tíma. Þá rann upp fyrir mér að á þeim tíma sem ég hef lifað hef ég kynnst mörgu fólki en það eru fáir sem hafa eins stórt og fal- legt hjarta og þú, afi minn. Ég man aldrei eftir því að þú hafir svo mikið sem brýnt raustina, sama hversu mikið gekk á, þolinmæðin og kærleikurinn sem þú bjóst yfir finnst mér vera ótrúleg og mættu fleiri í þessum heimi taka það sér til fyrirmyndar. Svo varstu ansi mikill og lúmskur húmoristi, t.d. þegar við vorum niðri á engjum að laga girðingar og þú hélst utan um rafmagnsgirðinguna og sagðir við mig: „Það er bara ekk- ert rafmagn á þessu.“ Ég man ekki hvað ég hentist marga metra aftur á bak þegar ég sannreyndi það (ég var ekki alveg kominn með sama sveitasiggið á hendurnar og þú, afi minn). Það get ég sagt þér, afi minn, að ég vildi óska þess að sonur minn hefði fengið tækifæri til þess að eld- ast og þroskast lengur í kringum þann mikla og góða mann sem þú hafðir að geyma. Eins og þú sagðir svo oft þegar þú talaðir um merka menn: „Þetta eru eins og skipstjórar á stóru skipi.“ Það kemur heim og saman fyrir rest því að núna ertu að kveðja okkur, skipstjórinn okkar, sem sigldi í gegnum lífið með virðingu og vin- áttu í fararbroddi. Því miður er ekkert eilíft í þessu lífi, nema kannski það að hafa hæfi- leika til þess að læra af manneskjum eins og þér og miðla því áfram. Þú munt alltaf eiga stóran hlut í hjarta mínu, elsku afi minn. Þitt barnabarn Leifur. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Mig langar að minnast í fáum orð- um svila míns og góðs vinar Jóns Gíslasonar frá Innri-Skeljabrekku. Örlögin höguðu því þannig að fyr- ir 43 árum kynntist ég mági hans Rúnari Péturssyni frá Mið-Fossum, síðan þá hef ég tilheyrt fjölskyld- unni. Jón var ákaflega fróður og skemmtilegur maður, hann hafði sérstaka frásagnarhæfileika, þannig að unun var á að hlýða. Jón var bóndi í orðsins fyllstu merkingu, hann elskaði dýrin og landið sitt fagra, eins og hann sagði stundum. Jón varð áttræður 18. sept. sl. Hann langaði til Þingvalla í tilefni dagsins. Þá ósk hans var hægt að uppfylla, en hann var orðinn mjög lasburða. Synir hans og tengdadæt- ur ásamt nánustu ættingjum fóru saman til Þingvalla á einum feg- ursta degi haustsins. Sú ferð verður okkur öllum ógleymanleg vegna gleði Jóns á þessum degi og ekki síst okkar að fá að vera með honum. Nú er hann kominn til Stínu sinnar og þar líður honum vel. Það verður skrítið að fara upp í bústað, og geta ekki hitt Jón í leiðinni, eins og venja var. Við Rúnar þökkum góðum mági og vini ógleymanlegar stundir í gegnum árin. Við vottum Gísla, Pétri, Þorvaldi og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Guð blessi minningu Jóns Gísla- sonar. Guðný Jónsdóttir. „Sjáið þið hvað hún er falleg,“ sagði Jón föðurbróðir með mikilli hlýju í röddinni og leit brosandi með ástúð í augum á Kristínu eiginkonu sína. Við hjónin sátum einn eftirmið- dag yfir kökum og kaffibolla snemma vors á síðasta ári. Það fór ekki milli mála hve mikið ástríki var á milli þeirra hjóna. Við höfðum ver- ið að lýsa því yfir hve vel þau litu út en Jón taldi það eingöngu eiga við um Kristínu. Þegar horft er til baka koma upp í hugann fallegar minningar um gott fólk sem auðgaði mannlífið þeirra sem áttu þess kost að kynnast þeim. Þannig manneskjur voru Kristín og Jón. Stór hópur systkinabarna fékk að dvelja í sveitinni hjá þeim og stundum mörg saman. Við fengum að kynnast sveitalífinu með góðu at- læti. Við minnumst mikils stórhugar og krafts í búskapnum. Þær voru margar ferðirnar með foreldrum mínum í Andakílinn þar sem komið var við á bæjum hjá föðursystkinun- um Guðjóni og Lóu á Syðstu-Foss- um, Eygló og Haraldi á Hvanneyri og Jóni og Stínu á Innri Skelja- brekku. Kaffiborðin voru hlaðin veitingum og fróðlegt var að hlusta á samræður um málefni líðandi dags. Við hjónin komum oftar við á Skeljabrekku eftir að ferðum að Hvanneyri fjölgaði nú síðustu ár. Móttökur voru alltaf afar alúðlegar sem fyrr. Þau hjónin fylgdust vel með, spurðu og höfðu frá ýmsu að segja. Gaman var að heyra Jón segja frá nýjungum í landbúnaði sem hann hafði kynnst t.d. þegar hann hafði farið í ferð með Þorvaldi syni sínum og komið á marga bæi. Það var ánægjulegt að fylgjast með honum síðustu árin, hve duglegur hann var að fara um sveitir og heim- sækja fólk. Það er eftirminnilegt og öðrum til eftirbreytni hve Jón var alltaf jákvæður gagnvart lífinu þrátt fyrir veikindi, erfiðleika nú síðustu ár og missi eiginkonu fyrir ári. Jón hafði unun af ferðalögum. Þegar við hjónin komum til hans í sumar sagði hann okkur frá því að hann hefði farið í ferðalag til út- landa. Okkur kom það á óvart. Þá sagði hann frá því að hann hefði komið þar sem mikið var af hross- um. Hann hafi sest niður í brekku og virt hrossin fyrir sér. Þýsk kona hafði þá komið til hans og sagst hafa kannast við hann af lestri þýskrar bókar um íslenska hesta. Konan tók hann í huganum með sér til Þýska- lands. Jón ljómaði þegar hann sagði okkur frá þessu og lýsti því sem konan hafði greint honum frá. Hug- ur Jóns frænda stóð meira til ferða- laga en hann hafði tækifæri til. Nú er hann farinn í ferðina miklu um ýmsa ókannaða akra þar sem vel er tekið á móti honum. Guð blessi minningu góðs drengs, Jóns Gíslasonar. Þráinn Þorvaldsson, Elín Óskarsdóttir. Genginn er góður vinur. Jón Gíslason bóndi á Innri-Skelja- brekku er í dag lagður til hinstu hvílu frá Hvanneyrarkirkju í Borg- arfirði, aðeins rúmu ári síðar en eig- inkona hans, Kristín Pétursdóttir. Smám saman kveður kynslóðin sem óx úr grasi í árdaga búnaðarbylt- ingar síðustu aldar og lifði að sjá sveitirnar lifna við og blómstra og búskapinn og samfélagið allt taka á sig nútímalegri mynd. Á undraverð- um tíma breyttust allir búskapar- hættir og margt af því sem áður sýndust ókleifar hindranir urðu að einföldustu viðfangsefnum. Inn í þessa veröld fæddist Jón Gíslason og var alla tíð þátttakandi í hringiðu samstímans, óragur og tilbúinn að leggja út á nýjar og ótroðnar slóðir. Með elju og dugnaði og óbilandi trú á mátt og megin íslenskrar moldar lagði hann landinu og búskapnum það lið sem hann mátti og til hinstu stundar var hanntrúr þeirri lífssýn sinni. Jón Gíslason var maður vors- ins og gróandans þar sem allt stend- ur í blóma og hvergi er fölvi á fold né sút í sál. Þannig var hann ávallt uppteknari af hinu jákvæða en hinu neikvæða, sá tækifæri fremur en trafala í hverju verkefni. Jón Gíslason var fæddur á Akra- nesi næstyngstur fimm alsystkina en átti auk þess þrjú eldri hálfsystk- ini. Barn að aldri fluttist hann með foreldrum sínum að Súlunesi í Leir- ársveit og síðar að Innri-Skelja- brekku í Andakíl. Þegar hann var 19 ára settist hann í Bændaskólann á Hvanneyri og hann lauk búfræði- prófi vorið 1943 ásamt 23 öðrum nemendum víðsvegar að af landinu. Hvanneyrardvölin var eins og hann sagði sjálfur eitt af happasporum hans. Þar mótaðist mjög viðhorf hans og virðing fyrir starfi bóndans og meðal kennara hans og samnem- enda eignaðist hann vini til æviloka. Árið 1944 kvæntist hann Kristínu Pétursdóttur frá Miðfossum í Anda- kíl og þau hefja búskap að Innri- Skeljabrekku það sama ár sem varð þeirra heimili alla tíð síðan og Jón og Stína á Brekku eins og þau voru gjarnan nefnd af nágrönnum og Borgfirðingum voru alla tíð mjög áberandi og mótandi bæði í búskap sínum og félags- og menningarlífi héraðsins. Þar uxu úr grasi synirnir Gísli, Pétur og Þorvaldur sem allir eru starfandi í heimahéraði og þang- að sækja barnabörnin til starfa. Órækur vitnisburður um mótunar- áhrif þeirra Skeljabrekkuhjóna. Kynni okkar Steinunnar af Jóni og Stínu á Brekku hófust þegar við fyrir um þrjátíu árum setjumst að á Hvanneyri sem húsbændur á Bændaskólanum. Fyrst munum við hafa hist við skólasetningu á Hvann- eyri haustið 1972 og þau hjón voru með þeim fyrstu utan staðar sem buðu okkur velkomin til starfa og þótt okkur hafi ef til vill ekki verið ljóst þá þegar hversu hlýjan hug þau báru til Hvanneyrar kom það brátt í ljós að Hvanneyrarstaður átti í þeim sterkan málsvara og ein- lægan samherja. Það er oft sagt að skóli eigi sér ekki aðra fjársjóði en nemendur sína og velunnara. Þau hjón á Brekku voru alla tíð meðal þeirra tryggu vina og áhugafólks um velferð og hagsmuni skólans. Við höfum á undanförnum áratug- um rætt um hvað efst væri á baugi á Hvanneyrarstað. Þangað var sjón- um beint og fylgst með og fagnað því sem ávannst í uppbyggingu staðarins. Það var þó ekki áhugi þeirra á velferð staðarins sem gerði það að verkum að smám saman urðu þau Jón og Stína meðal þess sam- ferðafólks okkar sem við áttum að nánustu vinum í þá nálega þrjá ára- tugi sem við áttum samleið. Það var miklu frekar þeirra góða nærvera og hlýja viðmót. Margsinnis nutum við gestrisni þeirra Jóns og Stínu og áttum saman gleðistundir og rædd- um málefni líðandi stundar og at- vinnuvegarins sem við vorum svo samofin. Þá áttum við samleið í ým- iskonar félagsmálum bæði innan sveitar og utan. Þannig þróaðist vin- átta sem eigi bar skugga á frá fyrstu stund til hinnar síðustu. Síðasta samverustundin var fyrir röskum mánuði þegar við hjónin buðum til okkar vinum og vandamönnum í til- efni af tímamótum í lífi okkar. Þegar við kvöddum Jón var okkur ekki ljóst að það yrði hinsta kveðja þó að ef til vill hafi okkur öll grunað að hverju dró. Fjarri var þó að það skyggði á með nokkrum hætti, þvert á móti ríkti gleði í sál og sinni. Nú þegar minningin ein lifir ylja þessar stundir og gleðja og á kveðjustund þökkum við og minnumst þeirra mörgu stunda sem við áttum saman um dagana. Við Steinunn sendum fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styðja og styrkja á sorgarstund. Guð blessi minningu góðs vinar og samferðamanns. Magnús B. Jónsson og Steinunn S. Ingólfsdóttir, Hvanneyri. Það var komið fram í vikuna á milli gangna. Litir haustsins skerpt- ust með hverjum þessara kyrrlátu daga. Fé komið af fjalli og heyin á sinn stað. Við þessi skil í önnum ís- lenska bóndans kvaddi Jón Gíslason á Innri-Skeljabrekku í Andakíl. Í hugann koma nokkrar myndir frá liðnum kynnum. Sú fyrsta vestan úr Dýrafirði um miðja fyrri öld: Jón, þá ungur bóndi JÓN GÍSLASON Ástkær eiginkona mín, HULDA SIGURJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést að morgni föstudagsins 27. september. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.