Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki að ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur að setja á svið frægasta verk gervallra leikbók- menntanna. Sveinn Einarsson hefur að baki langan og farsælan feril sem stjórnandi leiksýninga jafnt sem tveggja öflugustu leikhússtofnana landsins, Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins. Á allra síðustu árum hefur hann einbeitt sér að leikritun, fræðimennsku á sviði leiklistar auk vinnu með eigin leikhópi, Banda- mönnum. Ein sýning hópsins var unnin upp úr Amlóðasögu, en nor- rænar sagnir um Amlóða urðu Shake- speare að yrkisefni er hann skrifaði Hamlet. Leikfélag Akureyrar, þriðja öflugasta atvinnuleikhús landsins, hefur einnig fengið að njóta krafta Sveins og er áhorfendum í fersku minni meitluð sýning hans á Pétri Gauti í þýðingu Helga Hálfdanarson- ar. Það er athyglisvert að fylgjast með hvernig leikstjóri sem býr að áratuga reynslu í leiklistinni tekst á við efni- viðinn. Sveinn leikur sér að því að vera trúr hvorum tveggju höfundi og þýðanda og um leið sjálfum sér. Sýn- ingin ber því sterk höfundareinkenni Sveins en líður hvergi fyrir hans skoð- anir á leikritinu heldur dregur hann af mikilli leikni fram kjarnann í verk- inu og leggur umfram allt áherslu á hið leikræna. Skipting á milli atriða er hröð og iðulega eru leikarar komnir í stöður þegar aðrir hverfa á braut. Það er þrautin þyngri að setja svo marg- brotið verk á svið svo allir sætti sig við það en hér er einskis að sakna, öll eft- irminnilegustu atriðin eru hér til stað- ar þó að víða hafi verið stytt og snur- fusað tímans vegna. Söguþráðurinn og samhengi orsaka og afleiðingar nýtur sín því betur og hver persóna er dregin einföldum og skýrum dráttum. Það sem er efst í huga að lokinni frumsýningunni er hin tilfinningalega nálægð sem einkennir hana. Leik- myndin – hrá og fornleg með keim af bikuðum viðarflekum – ber áhorfand- ann aftur í heim fornaldarsagna Norðurlanda, sem eru þær bók- menntir sem hin elsta, glataða Am- lóðasaga hlýtur að hafa tilheyrt. Bún- ingarnir tilheyra ótilgreindri fortíð – Elín Edda Árnadóttir leikur sér að öllum tímaskalanum frá rómantísk- um hugmyndum nítjándualdarmanna um miðaldir, rókókóflúri, samtíma Shakespeares og aftur í myrkari tíma. Hinn dökku leiktjöld, litadýrð búninganna og blæbrigði ljósanna, sem hönnuð eru af Agli Ingibergs- syni, skapa samspil birtu og skugga sem eru sannfærandi bakgrunnur verks þar sem svo stutt er á milli hyl- djúprar örvæntingar og áhyggju- lausrar léttúðar æskunnar. Tónlistin sem flutt er í sýningunni er e.t.v. það nýstárlegasta í sýningunni. Með ein- földum hljóðfærum skapar Sverrir Guðjónsson heim forneskju og feg- urðar – það sem fer fram á sviðinu á sér bergmál í hljóðheimum sem um- lykja sýninguna. Tónlistin er alls staðar nálæg, áleitin og undirstrikar og endurspeglar tilfinningar þær sem leikararnir túlka. Eftirtektarvert er hve vel leikar- arnir fara með texta Helga Hálfdan- arsonar. Þrátt fyrir að Shakespeare- þýðingar hans hafi lengi verið metnar að verðleikum, enda ótrúlegt stór- virki, er fegurð textans eins og hann birtist í meðförum leikaranna í þess- ari sýningu undirrituðum opinberun. Þetta er enn eitt dæmið um hve vel Sveini Einarssyni tekst að gæða text- ann lífi – hann hefur þroska og þor til að taka réttar ákvarðanir og hið leik- ræna hefur ávallt vinninginn ef valið stendur á milli þess og hinnar bók- menntalegu hliðar þessa sígilda verks. Það er eins og Sveinn hafi gert orð Shakespeares að sínum þar sem skáldið leggur í munn Hamlet vanga- veltur sínar um hlutverk leikaranna og hvernig þeim tekst að skapa með látbragði sínu veröld sem í raun á sér enga stoð í veruleikanum. „Undarleg firn, að leikaranum tókst með skáld- skap, aðeins draumi um kvöl, að knýja sitt geð svo mjög til móts við hug- arburðinn ...“ Þessi „draumur um kvöl“ er útgangspunktur sýningar- innar, Sveinn leggur áherslu á að hvert eitt tilsvar sé trúverðugur hluti af sjónarspili heildarinnar. Hér eru lögmál leiklistarinnar í heiðri höfð, allt sem sagt er hefur sinn stað í sam- hengi hlutanna – leggur sitt til heild- armerkingar verksins. Ívar Örn Sverrisson vinnur eftir- minnilegan leiksigur. Það er ekki heiglum hent að takast á við þetta ný- útskrifaður úr leiklistarskóla. Texta- meðferð Ívars, blæbrigðaríkur leikur þar sem leikið er á gervallt litróf til- finninganna, látbragðið, fimin og þó fyrst og fremst hvernig honum virðist lagið að hitta með þessu öllu beint í hjartastað áhorfenda – allt er þetta ótrúleg reynsla að upplifa. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir sæmir sér vel sem Ófelía honum við hlið. Hún skilar vel hreinleika persónunnar, umkomu- leysi og tærri þjáningu þegar lífið verður henni of þung byrði. Hér er lögð áhersla á ungæðislega háttu æskunnar í andstöðu við spillingu og valdafíkn hinna eldri. Jón Ingi Há- konarson sem Hóras og Sigurður Líndal sem Pólóníus skiluðu vel slík- um andblæ þó að persónusköpun þeirra sé miklum mun einfaldari en aðalleikaranna. Hinrik Hoe Haralds- son leikur af miklu öryggi ýmis smá- hlutverk og Þorsteinn Bachmann og Skúli Gautason eru aldeilis kostulegir sem félagarnir Rósinkrans og Gullin- stjarna. Leikur þeirra þriggja síðast- töldu er gott dæmi um kímnina í sýn- ingunni, sem kemur iðulega á óvart, þar sem leikstjórinn hefur fundið nýj- ar og spaugilegar túlkunarleiðir. Sig- urður Karlsson og Hildigunnur Þrá- insdóttir eiga einnig góða spretti sem leikararnir, og Sigurður skilar graf- aranum með glans en Hildigunnur kemur skemmtilega á óvart sem ung- lingurinn herskái, Fortinbras, í lokin. Af eldri leikurum sýnir Þráinn Karlsson eftirminnilega vel unninn gamanleik. Ástæðan fyrir hve mein- fyndinn Pólóníus er í meðförum hans er hve persónusköpunin er gersam- lega sjálfri sér samkvæm og persónan sjálf gersneydd kímnigáfu. Það sópar að Sunnu Borg sem Geirþrúði, hún er t.d. stórkostleg þegar hún segir frá láti Ófelíu. Útlit persónunnar segir líka allt – hin fölnaða fegurðardrottn- ing – ekkjan sem glepst um stund af fagurgala bróðurmorðingjans. Hann er leikinn af Jakobi Þór Einarssyni sem sýnir vel hvernig örvæntingin grípur Kládíus þegar böndin berast að honum. Elmar Bergþórsson, Guð- jón Ólafsson og Jón Birkir Lúðvíks- son standa sig ágætlega í smærri hlutverkum. Sýningin er óvenju mannmörg og með fimmtán leikurum tekst vel að skapa tilfinningu fyrir fjölda í nálægðinni í sal Samkomu- hússins sem á stóran þátt í hve sýn- ingin er áhrifamikil. Þau atriði sem Sveinn Einarsson leggur áherslu á eru sígild: uppreisn hinnar óspilltu æsku gegn úr sér gengnum gildum hinna eldri og fyr- irlitning þeirra á spillingu og klækj- um þeirra sem með völdin fara. Eftir þau hjaðningavíg sem einkenna leiks- lokin eru allir fallnir, uppreisnar- gjarnir og gruflandi æskumenn jafnt sem þeir sem gegn var risið. Við tekur hinn sterki maður, Fortinbras, sem lætur verkin – umfram allt valdið – tala. Þessi varnaðarorð Shakespeares eiga hvergi betur við en á þessari öld – sem sýnir hve sígild hugsun hans er. Þökkum Sveini Einarssyni að hafa fært þetta verk hans í svo sannfær- andi búning og Helga Hálfdanarsyni fyrir að hafa fært hugsun hans svo frábærlega yfir á vora tungu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ívar Örn Sverrisson vinnur eftirminnilegan leiksigur. LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Höfundur: William Shakespeare. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Höfundur tónlistar: Sverrir Guðjónsson. Leikmynda- og búninga- hönnuður: Elín Edda Árnadóttir. Ljósa- hönnun: Egill Ingibergsson. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Elmar Bergþórs- son, Guðjón Ólafsson, Hildigunnur Þrá- insdóttir, Hinrik Hoe Haraldsson, Ívar Örn Sverrisson, Jakob Þór Einarsson, Jón Ingi Hákonarson, Jón Birkir Lúðvíksson, Sig- urður Karlsson, Sigurður Líndal, Skúli Gautason, Sunna Borg, Þorsteinn Bach- mann og Þráinn Karlsson. Föstudagur 27. september. HAMLET Draumur um kvöl Sveinn Haraldsson ÍSLENSKIR leikhúsgestir muna sjálfsagt margir eftir sýningu Þjóð- leikhússins á Listaverkinu eftir Yasminu Reza. Þetta franska verð- launaleikrit frá 1994, sem fjallaði um vináttu þriggja karlmanna og gildi samtímalistar, sló í gegn í bráð- skemmtilegri uppfærslu Guðjóns Pedersens sem lagði áherslu á kóm- íska þætti þess og tókst að draga fram áður óþekktar hliðar á þremur vinsælum karlleikurum. Lífið þrisvar sinnum er verk af allt öðrum toga. Það lýsir samskiptum fjögurra einstaklinga, tvennra hjóna, eina kvöldstund þegar önnur hjónin sækja hin heim – kvöldið áður en von er á þeim. Þau sækja heldur illa að, gestgjafarnir eru ótilhafðir, hafa stað- ið í stríði við að koma einkasyninum í svefn og eiga fátt ætilegt í eldhúsinu. Þessar aðstæður gefa heilmikið tilefni til skondinna uppákoma en þær eru þó ekki aðalatriðið hér heldur er höf- undur líka að leika sér með formið og möguleika þess. Yasmina Reza skipt- ir verkinu í þrjá þætti þar sem hver þáttur lýsir mögulegri útkomu á heimsókninni. Annar og þriðji þáttur er því í meginatriðum endurtekning á þeim fyrsta, þó með ýmsum breyting- um sem varða bæði samskipti fólksins svo og form leikritsins sem slíks; ann- ar þáttur er styttri en sá fyrsti, og sá þriðji er stystur. Höfundur hefur sjálfur líkt verkinu við tónverk þar sem fjórar raddir hljóma í kringum eitt þema, með snöggum taktbreyt- ingum. Þó er það svo að þessar aðstæður og svona formtilraunir eru hvorugt nýjar fréttir, hvoru tveggja er þekkt úr eldri verkum leikbókmennta (og kvikmynda). Það sem er mest spenn- andi við þetta verk eru þau persónu- legu samskipti sem þau lýsa, hvernig persónurnar fjórar takast á sem ein- staklingar og sem hjón, hvernig þau „leika hlutverk“ sín og detta út úr þeim og missa grímurnar þegar að- stæðurnar bera þær ofurliði. Henri (Stefán Karl Stefánsson) er vísindamaður (stjarneðlisfræðingur) sem hefur átt í kreppu – hann hefur ekki birt grein um rannsóknir sínar í þrjú ár en eygir nú von um birtingu svo og stöðuveitingu. Hann er giftur Soniu (Steinunn Ólína Þorsteinsdótt- ir) sem er lögfræðingur og hörð í horn að taka (a.m.k. að því er virðist í fyrstu) og virðist undir hælnum á henni, reyndar er ekki laust við að hún fyrirlíti hann fyrir dáðleysi og það hvernig hann flaðrar upp um koll- ega sinn Hubert (Sigurður Sigurjóns- son), harðsvíraðan kvennamann sem hefur „meikað það“ í vísindaheimin- um og gæti, ef hann kærði sig um, greitt götu hans. Hubert er kvæntur Inés (Ólafía Hrönn Jónsdóttur), heimavinnandi húsmóður sem hann nýtur að niðurlægja og gera lítið úr. Hann getur, að hennar sögn, ekki skemmt sér nema á hennar kostnað þegar þau eru innan um annað fólk. Yasmina Reza stefnir þessum fjór- um einstaklingum saman í aðstæðum sem draga fram veikleika þeirra og misbresti – og óvænta kosti. Vísinda- mennirnir sem rannsaka ómælisvídd- ir alheimsins reynast uppteknir af fá- ránlegum smáatriðum og hégóma og sú persóna sem minnsta menntunina hefur (Inés) reynist búa yfir mesta innsæinu og hafa skemmtilegustu sýnina á hlutverk mannsins í heim- inum. Verkið er vissulega vel skrifað á köflum og samskipti einstaklinganna taka á sig óvæntar víddir. Í ljósi þessa og ekki síður í ljósi vel heppnaðrar uppfærslu á Listaverkinu verður það þó því miður að segjast eins og er að Lífið þrisvar sinnum nær ekki flugi í uppfærslu Viðars Eggertssonar og er það nokkurt undrunarefni, ekki síst í ljósi þess að hann er með frábæra leikara í öllum hlutverkum. En það var líkt og leik- ararnir fyndu sig illa í hlutverkum sínum. Sigurður Sigurjónsson var sá eini sem náði að skapa fullkomlega trúverðugan karakter á sviðinu, hann var harðsvíraður út í gegn, virkilega óþolandi andstyggilegur í garð eigin- konu sinnar, óvæginn í garð kollegans og öruggur í daðri sínu við húsfreyj- una. Hinir leikararnir þrír áttu vissu- lega góða spretti en sýndu einnig veikleika í túlkun sem maður á ekki venjast frá þeirra hendi. Steinunn Ólína var fín í fyrsta þætti og samspil þeirra Sigurðar með miklum ágætum. En hún varð veikari með hverj- um þætti og var orðin svo til litlaus í lokaþættinum. Ólafía Hrönn fór hægt af stað en náði sér á strik í öðrum þætti þar sem hún var sérlega sterk í tragí- kómískri túlkun sinni á hinni lítilsvirtu eiginkonu sem sér í gegnum eigin- mann sinn, þekkir alla klæki hans en á bágt með að verjast. Stefán Karl virtist ekki geta gert upp við sig hvort hlutverk hans væri gamanhlut- verk eða á alvarlegum nótum og voru sveiflur hans þar á milli ekki trúverðugar, jafnvel ekki þótt fram kæmi í lokaþættinum að hann ætti við stöðugar geðsveiflur að stríða. Þá var ölvun hans í öðrum þætti of skyndileg og ýkt. Þá velti ég fyrir mér hvort Snorri Freyr Hilmarsson hefði ekki mátt fara einfaldari leið í búningahönnun sinni. Stífar hárkollur þeirra Stein- unnar Ólínu og Ólafíu Hrannar gerðu þær óeðlilegar, og glansandi þröng dragtin virtist hamla Ólafíu Hrönn nokkuð. Þá voru lituð gleraugu per- sónanna einföld og ódýr tákn og frem- ur hallærisleg. Leikmynd Snorra Freys var á hinn bóginn ágæt í sínum nútímalega einfaldleika og skapaði verkinu umgjörð við hæfi. Í heild verður að segjast að þessi sýning var fremur slök uppfærsla á ágætu leikverki og stenst engan veg- inn þær væntingar sem til hennar voru gerðar, sérstaklega þegar litið er til þess úrvals leikhúslistamanna sem þarna starfa saman. En eitthvað gekk ekki upp og verður það varla ein- göngu skrifað á frumsýningarstress – miklu fremur var eins og leikstjórinn og leikararnir hefðu ekki skýra sýn á persónurnar og samskipti þeirra. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Yasmina Reza. Íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir. Rödd barnsins: Sigurður Þórhallsson. Búningar og leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Stóra svið Þjóðleikhússins 27. september LÍFIÐ ÞRISVAR SINNUM Svo bregðast krosstré… Soffía Auður Birgisdóttir „Í heild verður að segjast að þessi sýning var fremur slök uppfærsla á ágætu leikverki.“ Morgunblaðið/Sverrir Sýna í Skaftfelli ÞRÍR listamenn frá Finnlandi og Þýskalandi þau Tallervo Kalleinen, Niina Braun og Ulu Braun munu opna sýningu í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi, í dag kl. 20. Sýn- ingin stendur til 20. október og er opin laugardag og sunnudag kl. 14–18. Félags- og þjónustumiðstöð Ár- skógum 4 Bjarni Þór Þorvaldsson opnar sína fimmtu einkasýningu kl. 14. Bjarni gengur undir lista- mannsnafninu Thor og sýnir að þessu sinni 50 verk, málverk og teikningar. Sýningin er opin alla virka daga kl. 8.30–16.30 til 1. nóv- ember. Seltjarnarneskirkja Landsvirkj- unarkórinn og Skærgårdskoret frá Noregi halda sameiginlega tónleika kl. 17. Gallerí Fold, Kringlunni Listakon- urnar Ingibjörg Klemenzdóttir og Sigríður G. Sverrisdóttir verða við störf milli 13 og 15 fyrir framan galleríið. Kaffi Sólon Harpa Karlsdóttir opnar sýningu kl. 17. Þar verða sýnd 13 olíuverk unnin á tímabilinu 1989–2002. Sýningin er til 18. októ- ber. Hótel Búðir, Snæfellsnesi Upp- lestrarhópurinn Slagtog flytur orð og tóna kl. 16. Birgir Svan les stuttar smásögur, trúbadúrinn Gísli Magnússon flytur tónlist, Hafliði Vilhelmsson les úr óútkom- inni skáldsögu, „Varði goes to Eur- ope“, rafgítar og lestur ljóða, Þór Stefánsson les ljóð og sonnettur og Unnur Sólrún Bragadóttir les ljóð. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.