Morgunblaðið - 28.09.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.09.2002, Qupperneq 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 35 A LÞJÓÐLEGUR hjartadagur verður haldinn á morgun, sunnudaginn 29. september. Tilgangurinn er að auka vitund almenn- ings á leiðum til að draga úr líkunum á að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Heilbrigt hjarta er eitt af grundvall- aratriðum til að hafa mögu- leika á að njóta lífsins sem best. Hjartavernd hefur séð um skráningu á tíðni krans- æðastíflu hérlendis og hef- ur hún lækkað hérlendis undanfarna tvo áratugi. Þrátt fyrir mikla lækkun á tíðni þessara sjúkdóma undanfarna tvo áratugi var kransæðastífla önnur al- gengasta dánarorsök Íslendinga árið 1996. Ótalinn er sá fjöldi sem fær þessa sjúkdóma og lifir af. Þriðja hvert dauðsfall í heiminum má rekja til hjarta- sjúkdóma og heilablóðfalla. Baráttan við hjarta- og æðasjúkdóma heldur áfram. Hjartavernd og Landsamtök hjartasjúklinga vekja athygli á deginum hér- lendis með því að hvetja alla til að hugsa vel um hjartað. Hvernig hugsar þú vel um hjartað? Áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma er oft skipt í tvennt. Annars vegar þáttum sem við getum ekki breytt eins og aldri, kyni og erfðum. Hins vegar þáttum sem við getum breytt. Mikilvægt er að einbeita sér að þáttum sem við getum breytt. Konur verða að gera sér grein fyrir að hjartasjúkdómar til- heyra ekki einungis heimi karla. Konur jafnt sem karlar ættu að láta mæla kólesteról, blóðþrýsting og blóðsykur þar sem þetta eru þættir sem hafa for- spárgildi um hættuna á að fá þessa sjúkdóma. Leiðin að heilbrigðu hjarta  Sleppa reykingum.  Fylgjast með líkamsþyngd og forðast aukakílóin.  Huga að hollu mataræði.  Hreyfa sig daglega, helst í samtals 30 mínútur.  Láta mæla kólesteról, blóðþrýsting og blóðsykur eftir fertugt (fyrr ef um ættarsögu er að ræða). Hjartavernd, heilsugæslustöðvar, apótek og fleiri aðilar bjóða upp á mæl- ingar af þessu tagi. Góðir hlutir gerast hægt Hver lítil breyting á lífsstíl í rétta átt er sigur og hvatning um að halda áfram. Ekkert jafnast á við reglulega hreyfingu og hollt mataræði. Ef þú reykir er reykleysi fyrsta skrefið. Offita er að verða einn stærsti áhættuþátturinn. Algengustu fylgikvillar offitu eins og háþrýstingur, fullorðinssykursýki og hækkað kólesteról eiga stóran þátt í hárri tíðni hjartasjúkdóma og heilablóðfalla. Vísbendingar eru um að offita hjá börnum fari vaxandi og ef ekkert verður að gert er hætt við aukinni tíðni þessara sjúkdóma í framtíðinni. Ert þú í áhættuhópi? Mittismál og líkamsþyngdarstuðull (BodyMassIndex/BMI) eru tvær ein- faldar leiðir til að meta offitu/ofþyngd. BMI er reiknaður út frá hæð og þyngd samkvæmt formúlunni: Þyngd/ hæð2 (kg/m2 ). BMI undir 25 telst eðlilegt. Mittismál hjá konum <80 cm og körlum <94 cm telst eðlilegt. Að lokum Flestir þekkja leiðina að heilbrigðu hjarta. En það er ekki nóg að vita, það verður líka að framkvæma. Gerum alla daga að hjartadögum. Áhugaverðar heimasíður www.worldheartday.com www.hjarta.is/utgafa.htm (þar eru fræðslubæklingar Hjartaverndar um reykingar, kólesteról, offitu, heilablóðfall/háþrýsting), www.hjarta.is/tenglar.html www.lhs.is www.doktor.is (Smásjá vikunnar er tileinkuð hjartadeginum). Leið að heil- brigðu hjarta Þrátt fyrir mikla lækkun á tíðni þessara sjúkdóma undanfarna tvo áratugi var kransæðastífla önnur algengasta dán- arorsök Íslendinga árið 1996. ÞAÐ er órói og upplausn innan heilsugæslukerfisins. Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Ástæður eru margvíslegar, en fyrst og fremst þær, að heilsugæslunni sem grunnþjónusta í heilbrigðis- kerfinu, hefur ekki verið sinnt sem skyldi á síðustu árum af stjórnvöld- um. Fjármunir hafa runnið annað og heilsugæslan hefur ekki megnað að sinni þeirri lögbundnu þjónustu, sem henni er ætlað. Löng bið er eft- ir viðtali við lækna sem aftur hefur leitt til þess að sjúklingar sækja annað; til sérfræðinga sem hafa samning við Tryggingastofnun rík- isins. Læknar og annað starfsfólk heilsugæslunnar er óánægt með kjör sín og starfsumhverfi. Geta ekki þrátt fyrir góðan vilja mætt þörfum sjúklinga fljótt og vel, auk þess sem kjörum heilsugæslulækna hefur hrakað í samanburði við koll- ega þeirra – aðra sérfræðinga í röð- um lækna. Ég hygg að flestir séu þeirrar skoðunar, að heilsugæsluna beri að efla, þannig hún geti sinnt því hlut- verki sem henni er ætlað – að vera almennt fyrsti viðkomustaður fólks sem heilbrigðisþjónustu leitar. Það sé síðan hlutverk heilsugæslunnar að vísa þeim áfram, sem frekari að- hlynningar eða lækninga þarfnast. Þetta hefur ekki gengið upp, nema að hluta til. Þegar svo er komið að það tekur daga eða jafnvel vikur að fá tíma hjá heilsugæslulækni, þá sækir fólk beint til sérfræðinga utan heilsugæslunnar. Svo einfalt er það. Stinga höfðinu í sandinn En hvað er til ráða? Ekki það að stinga höfðinu í sandinn og gera síð- an ekki neitt. Það hafa verið við- brögð heilbrigðisráðherra Fram- sóknarflokksins með stuðningi samstarfsmanna sinna í ríkisstjórn- inni, sjálfstæðismanna. Afstöðu- og aðgerðarleysið stuðlar ekki að lausn þessara vandamála – heldur hefur stóraukið þau hin síðustu ár. Verkin sýna merkin: Heilsugæslan er í kreppu. Nú er svo komið í mínum heimabæ, Hafnarfirði, að heilsu- gæslustöðinni þar verður að óbreyttu lokað eftir tvo mánuði. All- ir heilsugæslulæknar þar hafa sagt upp störfum. Svör ráðuneytis heil- brigðismála við þeirra málaleitan hafa einkennst af fálæti – og erf- iðlega hefur gengið að fá svör við er- indum. Við svo búið má ekki standa. Vandamálin leysast ekki af sjálfu sér. Heilsugæslulæknar hafa krafist þess að njóta jafnræðis á við aðra sérfræðinga í læknastétt og fá að vinna innan heilsugæslustofnana og/eða starfa samkvæmt samning- um við Tryggingastofnun ríkisins – vera þannig sjálfstætt starfandi. Og vissulega er það rétt, að það fyr- irkomulag hefur verið við lýði í ís- lensku heilbrigðiskerfi um árabil. Hins vegar hafa margir bent á, að þetta margþætta hlutverk sérfræð- inga meðal lækna hafi leitt til þess að alla yfirsýn hafi vantað í íslenskt heilbrigðiskerfi. Skipulag hafi verið flókið, leiðirnar langar, sjúklingar hafi fyllst óöryggi, auk þess sem kostnaður hafi verið mikill og oft ill- viðráðanlegur. Nýleg skýrsla Rík- isendurskoðunar leiddi í ljós að sumir læknar eru starfandi á fjöl- þættum vettvangi og sækja sínar launatekjur, stundum óhóflegar, eftir mörgum leiðum – þótt greið- andinn sé sá sami, skattgreiðendur í landinu. Ýmislegt hefur verið reynt til að koma böndum á þessi mál, en erfiðlega gengið. Þarna þarf að taka til höndum. Aukning eða tilflutningur? Heilsugæslulæknar hafa bent á að verði valfrelsi þeirra og um leið sjúklinga ekki stóraukið í grunn- heilbrigðisþjónustunni, þá muni hún enn frekar dragast saman. Ung- læknar séu hættir að sækja fram- haldsnám í heilsugæslulækningum og um síðir verði þannig draumsýn- in um öfluga, fjölþætta og trausta heilsugæslu martröð ein. En hverjar yrðu afleiðingar þess, ef heilsugæslulæknar nytu þess sama og sérfræðingar aðrir í lækna- geiranum, þannig að þeir fengju samninga við TR og væru hluta úr deginum fastir starfsmenn heilsu- gæslustöðva, en hinn hlutann sjálf- stætt starfandi, sem gætu síðan sent reikninga á TR fyrir unnin læknisverk? Vafalaust er að þjón- ustan myndi batna með því að að- gengi sjúklinga myndi aukast. Um það þarf ekki að deila. En yrði um leið sprenging í útgjöldum hins op- inbera? Yrði þar um að ræða hreina viðbót í útgjöldum skattgreiðenda til heilbrigðismála og kerfið stjórn- lausara en fyrr, þar sem yfirsýn væri lítil? Heilsugæslulæknar ýmsir halda því fram, að þessar breytingar myndu ekki endilega þýða aukin heildarútgjöld í þessum málaflokki. Vissulega myndi heimsóknum heilsugæslulækna fjölga og þar með kalla fram aukinn kostnað á vett- vangi heilsugæslunnar. Hins vegar myndi að öllum líkindum draga úr enn dýrari heimsóknum til sérfræð- inga í ýmsum sérgreinum læknis- fræðinnar. Þessi rök eru veigaþung. Hvort unnt sé að spá um slíka þróun með einhverri vissu, t.d. með tilvís- an til reynslu annarra, nákvæmri þarfagreiningu eða öðrum leiðum, er svo annað mál. Það þarf að skoða nánar. Góða þjónustu fyrir alla Heilbrigðismál eru mikilvægur málaflokkur og varða okkur öll. Við viljum verja miklum peningum til þeirrar þjónustu, þannig hún stand- ist háar gæðakröfur. Þróun í mála- flokknum er hröð, þjóðin eldist, ný lyf koma á markað, nýjar uppgötv- anir verða til innan læknisfræðinn- ar, svo fátt eitt sé nefnt. En um leið er vitaskuld tekist á um grundvall- argildi í stjórnmálum, s.s. eins og hver eigi að borga. Á það að vera hlutverk samfélagsins að standa undir langstærstum hluta kostnað- ar, eða er réttlætanlegt að hver ein- staklingur greiði stóran fyrir veitta þjónustu beint úr eigin vasa? Við jafnaðarmenn teljum mikil- vægt að umræðan um þessi mál verði á málefnalegum grunni og taki mið af þeim grundvallargildum, að í íslensku heilbrigðiskerfi sé hæft og ánægt starfsfólk, sem veiti almenn- ingi góða og hagkvæma þjónustu, sem standi öllum Íslendingum opin burtséð frá aldri og efnahag. Það er mergurinn málsins. Á þeim grunni mun afstaða okkar byggjast til hinna flóknu og fjölþættu álitamála heilbrigðisþjónustunnar. Heilsugæsla í kreppu Eftir Guðmund Árna Stefánsson „Nú er svo komið að heilsugæslu- stöðinni í Hafnarfirði verður að óbreyttu lok- að eftir tvo mánuði.“ Höfundur er alþingismaður Sam- fylkingarinnar. hægt að fá fullnaðarúrlausn á sjö vikum. Sveitarstjórnarkosningar eru laugardaginn í síðustu vikunni í maí. Úrslit ættu sem sagt að vera ljós áður en liðnar eru þrjár vikur af júlí, og uppkosning, ef þarf, gæti far- ið fram fyrir miðjan ágúst. Ný sveit- arstjórn tæki svo við 15 dögum síðar skv. lögum. Kosningarnar í Borgarnesi voru kærðar 26. maí sl. Kjörnefnd úr- skurðaði 12. júní, að kosningarnar ættu að standa. Úrskurður ráðu- neytisins kom hins vegar ekki fyrr en 31. júlí, og héraðsdómur 25. sept- ember. Verði málinu áfrýjað til Hæstaréttar kemur dómur tæplega fyrr en í lok október. Og fallist Hæstiréttur á sjónarmið Páls Pét- urssonar, verður tæplega kosið fyrr en um miðjan síðari hluta nóvember og ný sveitarstjórn ekki tekin við fyrr en um miðja jólaföstu. Hver maður sér, að málarekstur af þessu tagi tekur allt of langan tíma. Rétt er að hafa í huga, að í kosn- ingamálum á hver sök, sem vill. Það er nær einsdæmi í íslenzkri löggjöf, en nauðsynlegt til að tryggja lýðræði í landinu. Hins vegar má þetta ákvæði um actionem popularis ekki verða til þess að koma í veg fyrir, að rétt kjörinn sveitarstjórn geti stjórnað eða að það dragist á langinn að fá slíka stjórn kjörna. Þess vegna verða frestirnir að vera skammir. Höfundur er í yfirkjörstjórn Reykja- víkurkjördæmis syðra. Öryggisdagur sjómanna Miðbakkinn í Reykjavíkurhöfn laugardaginn 28. september 2002 Dagskrá við Miðbakkann hefst kl. 13:00 Eftirtalin skip verða opin almenningi til sýnis:  Sæbjörgin, skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna.  Bjarni Sæmundsson, rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar.  Varðskipið Ægir. Landhelgisgæslan sýnir björgun úr sjó. Í Sæbjörgu verða kynningar á námi tengdu sjómennsku og starfsemi fagfélaga, kaffi og veitingar um borð. Samgönguráðuneytið, Siglingastofnun Íslands, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæslan, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Vélstjórafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands, Landssamband smábátaeigenda, Reykjavíkurborg og Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Sjómenn! Munum björgunaræfinguna þriðjudaginn næstkomandi kl. 13:00! Ástrós Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi Hjartaverndar. Alþjóðlegur hjartadagur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.