Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK erfðagreining hefur tek- ið upp samstarf við lyfjaþróunarfyr- irtækið Merck um þróun nýrra meðferðarúrræða gegn offitu. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu í gær. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, segir að samningur fyrirtækisins og Merck sé stærsti samningur milli líftækni- fyrirtækis og lyfjafyrirtækis sem gerður hafi verið að minnsta kosti í tvö ár. Hann sé mikil staðfesting á ágæti þeirrar vinnu sem unnið hafi verið að hjá fyrirtækinu í tengslum við offitu. Segir í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar að fyrirtækin muni vinna saman að rannsóknum á erfðafræði offitu og leita lyfjamarka sem hægt sé að hafa áhrif á með nýjum lyfjum. Markmið samstarfs- ins er að flýta uppgötvun nýrra lyfja gegn offitu sem sagt er í tilkynning- unni að sé orðið eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál Vesturlanda. Samningur Íslenskrar erfða- greiningar og Merck er til þriggja ára. Tekjur Íslenskrar erfðagrein- ingar af samningnum eru fastar rannsóknagreiðslur, greiðslur fyrir aðgang að tækni og þjónustu, áfangagreiðslur þegar ákveðnum áföngum í þróun lyfja er náð, svo og hlutdeild í tekjum af sölu nýrra lyfja. Segir í tilkynningunni að virði samningsins fyrir Íslenska erfða- greiningu gæti orðið meira en 90 milljónir Bandaríkjadala ef Merck tekst að þróa og markaðssetja fleiri en eina afurð sem byggist á sam- starfinu. Í þessari upphæð er ekki tekið tillit til hlutdeildar í hugsan- legri sölu nýrra lyfja. Offita vaxandi vandamál Fram kemur í tilkynningu Ís- lenskrar erfðagreiningar að fjórð- ungur fullorðinna og vaxandi fjöldi barna í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu sé of þungur samkvæmt læknisfræðilegri skilgreiningu. Segir þar að offita sé mikilvægur áhættuþáttur í mörgum alvarlegum sjúkdómum, eins og hjartaáfalli, heilablóðfalli og sykursýki. Mikil þörf sé á nýjum meðferðarúrræðum til að berjast gegn offitu sem lækn- isfræðilegu vandamáli. Breyting á mataræði og aukin hreyfing séu helstu úrræðin sem notuð séu gegn offitu í dag, auk þess sem notuð séu lyf sem minnka matarlyst. Hins vegar sé einnig þekkt að erfðaþætt- ir gegni hlutverki í þeim líffræði- legu ferlum sem liggja að baki sjúk- dómnum. Fyrirtækin hyggjast nýta þau tækifæri sem háþróaðar erfða- fræðirannsóknir þeirra veita til að uppgötva nýjar leiðir til að berjast gegn orsökum offitu, en ekki bara einkennum hennar. „Íslensk erfðagreining hefur þegar kortlagt nokkra mikilvæga erfðavísa sem tengjast offitu og safnað nákvæmum heilsufarslegum og erfðafræðilegum gögnum um yf- ir 10.000 þátttakendur í rannsókn- um á sjúkdómum sem henni tengj- ast,“ segir í tilkynningunni. „Aukin áhersla verður nú lögð á þessar rannsóknir auk þess sem Íslensk erfðagreining leggur til sam- starfsins Lífupplýsingakerfi sitt (e. Clinical Genome MinerTM). Það er safn hugbúnaðar og gagna úr erfða- fræðirannsóknum Íslenskrar erfða- greiningar og verður notað til að kanna hvort þau lyfjamörk sem Merck hefur uppgötvað með rann- sóknum á virkni erfðavísa og til- raunadýrum, tengist offitu í mönn- um. Þannig gefst tækifæri á að forgangsraða frekari rannsóknum á lyfjamörkum Merck. Fyrirtækin hyggjast einnig hefja umfangsmikl- ar erfðafræðirannsóknir á offitu sem byggjast á mælingum á virkni erfðavísa í vefsýnum.“ Ekki langt að bíða árangurs Kári Stefánsson segir að samn- ingur Íslenskrar erfðagreiningar og Merck sé öðruvísi en samningur fyrirtækisins við Roche og fleiri að því leyti að bæði Íslensk erfðagrein- ing og Merck komi með kraftmikla rannsóknarstarfsemi inn í eitt skil- greint sjúkdómsverkefni, sem er of- fita. Hjá Íslenskri erfðagreiningu hafi átta erfðavísar tengdir offitu þegar verið kortlagðir. Mikið af nið- urstöðum liggi því nú þegar fyrir sem muni nýtast í þessu verkefni. Að sögn Kára fær Íslensk erfða- greining greiðslu frá Merck í upp- hafi samningsins. Þá komi inn greiðslur fyrir þá vinnu sem unnin verður hverju sinni sem og áfanga- greiðslur við það að einangra erfða- vísa. Hann segist reikna með því að þess verði ekki langt að bíða að ein- hverjum áföngum verði náð, jafnvel fyrir mitt næsta ár. Spurður um nánari útfærslu á greiðslum Íslenskrar erfðagrein- ingar samkvæmt samningnum við Merck segist Kári ekki hafa heimild til að gefa frekari upplýsingar en fram koma í fréttatilkynningu fé- lagsins, þ.e. að virði samningsins gæti orðið meira en 90 milljónir Bandaríkjadala ef Merck tekst að þróa og markaðssetja fleiri en eina afurð sem byggist á samstarfinu. Þetta stafi af því að lyfjafyrirtækin vilji almennt vernda upplýsingar um lyfjaþróun. „Ég held hins vegar að óhætt sé að segja að ekkert stórkostlegt þurfi að gerast til þess að þær fjár- hæðir sem nefndar eru náist,“ segir Kári. Í tilkynningu Íslenskrar erfða- greiningar segir að Merck & Co., Inc. sé leiðandi fyrirtæki innan lyfjaiðnaðarins og leggi mikla áherslu á rannsóknir og þróun. Merck þrói, framleiði og markaðs- setji margvíslegar vörur sem bein- ist að því að bæta heilsu manna og dýra bæði á eigin vegum og í sam- vinnu við aðra. Haft er eftir Dr. Stephen Friend, framkvæmdastjóra sameindagrein- ingarsviðs Merck, í fréttatilkynn- ingunni, að samningurinn gefi tæki- færi á að sameina krafta fyr- irtækjanna og tengja saman einstakar erfðafræðirannsóknir Ís- lenskrar erfðagreiningar og rann- sóknir Merck á virkni erfðavísa og þá upplýsingatækni sem Merck hafi eignast með kaupum á fyrirtækinu Rosetta Inpharmatics í fyrra. Eflir trú fjárfesta á rekstrar- grundvelli deCODE Ásmundur Tryggvason sérfræð- ingur hjá Greiningu Íslandsbanka segir að fréttir gærdagsins séu til þess fallnar að efla trú fjárfesta á rekstrargrundvelli deCODE. „Samningurinn styrkir tekjugrunn félagsins og gæti skilað meira en 90 milljónum dollara á næstu þremur árum ef vel tekst til en til saman- burðar eru áætlaðar tekjur á þessu ári 50–70 milljónir dollara. Mark- aðsaðilar hafa haft áhyggjur af tap- rekstri félagsins til skemmri tíma og haft efasemdir um að félagið hefði burði til að fjármagna þróun á lyfjum sem áætlað er að myndi grunninn að tekjum félagsins til framtíðar. Samningurinn við Merck og þær aðhaldsaðgerðir sem ákveð- ið hefur verið að grípa til auka þannig trú á að viðskiptamódel fé- lagsins geti gengið upp án þess að til frekari fjármögnunar þurfi að koma. Líklegt er að verðþróun fé- lagsins á markaði taki mið af því hve hratt viðsnúningurinn á sér stað auk þess sem frekari samningar gætu haft jákvæð áhrif.“ Ólíklegt að hinn eiginlegi gagna- grunnur muni skila tekjum Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir sérfræðingur í greiningardeild Búnaðarbankans segir óhætt að fullyrða að samstarfssamningurinn við Merck sé skref í rétta átt. „Sam- starfssamningurinn hefur í för með sér að tekjudreifing deCODE eykst en fram til þessa hafa meira en 90% af tekjum félagsins skapast af sam- starfssamningi við lyfjafyrirtækið Roche. Félagið hefur hingað til ver- ið talið sérstaklega áhættusamt vegna þess hve tekjurnar voru háð- ar Roche. Samstarfssamningur deCODE og Merck er jafnframt sérstakur að því leyti að nú standa tvö fyrirtæki sameiginlega að erfðafræðirann- sókninni og þar með eru kraftar beggja fyrirtækjanna nýttir. Með endurskipulagningu á rekstri fé- lagsins er deCODE að svara aukn- um kröfum markaðarins um hagnað fyrr á lífsleið fyrirtækja sem stunda samskonar rekstur og deCODE. Félagið gerir nú ráð fyrir að skila jákvæðu fjárstreymi frá rekstri strax á næsta ári í stað ársins 2005 og gerir endurskipulagningin de- CODE því kleift að stunda rann- sóknir og þróun án þess að ganga á eigið fé félagsins, sem þeir hafa hingað til þurft að gera. Athygli vekur að uppsagnir starfsmann- anna munu flestar eiga sér stað inn- an þeirra deilda sem sjá um erfða- rannsóknir. Uppsagnirnar og nýi samstarfssamningurinn benda því til þess að áherslubreytingar hafi átt sér stað innan fyrirtækisins, þar sem upplýsingakerfi verði nýtt í auknum mæli sem og sú tækniþekk- ing sem innbyggð er innan fyrir- tækisins. Upphaflega átti hinn eig- inlegi gagnagrunnur að skila tekjum, en við teljum ólíklegt að svo verði. deCODE muni nú byggja tekjur sínar á sölu á aðgangi og upplýsingum úr Lífupplýsingakerf- inu (Clinical Genome MinerTM).“ Mikil blóðtaka í líftækniiðnaði „Ef hægt er að segja eitthvað í stuttu máli um þær fréttir sem bor- ist hafa frá deCODE í dag er að þær auka lífslíkur félagsins, sem hefði að óbreyttu ekki getað starfað nema í 1-2 ár,“ segir Ársæll Valfells forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. „Það er hryllilegt að þurfa að horfa upp á félagið segja upp þriðjungi starfsfólks. En tap- rekstur félagsins, sem endurspegl- ast í brennsluhraða á lausafé, hefur verið of hár. Félagið verður í ljósi núverandi fjárhagslegs umhverfis að mynda hagnað til þess að lifa af. Mikil blóðtaka hefur átt sér stað í líftækniiðnaði og hefur fjöldi fyrir- tækja þurft að segja upp starfsfólki eða hætta rekstri. Jafnvel þrátt fyr- ir það að hafa sýnt fram á að geta framleitt afurðir sem nýtast í lækn- isfræðilegum tilgangi. Líftæknifyr- irtæki sem ekki sýna hagnað eru nú mörg hver verðlögð undir peninga- legum eignum þeirra sem segir okkur að fjárfestar hafa ekki trú á félögum í þessum iðnaði sem ekki skila hagnaði. Ársreikningur félagsins hefur breyst mikið á undanförnum mán- uðum, m.a. vegna kaupa á Medi- Chem Life Sciences, og þær að- gerðir sem forsvarsmenn hafa boðað bera með sér væntingar um áframhaldandi umbreytingar. 200 starfsmönnum hefur verið sagt upp en forsvarsmenn hafa ekki farið út í smáatriði varðandi endurskipu- lagningu félagsins önnur en þau að þessi niðurskurður kemur helst nið- ur á þróunarkostnaði félagsins. Einnig verður viðskiptavild gjald- færð á þriðja ársfjórðungi, en að öðru leyti vantar nánari upplýsing- ar um aðgerðir félagsins. Það verður aftur á móti að líta já- kvæðum augum á samning félags- ins við lyfjafyrirtækið Merck. Fé- lagið hefur gefið upp að sá samningur gæti hljóðað upp á tekjur um 90 milljónir dollara. Þessi samningur skiptist í fjóra hluta, annarsvegar þóknanir vegna leyfis- notkunar og aðgang að tækni fé- lagsins, árlegt rannsóknarfé, ár- angurstengdar greiðslur og svo hugsanleg hlutdeild í sölutekjum á vörum sem þróaðar hafa verið út frá rannsóknum félagsins. Ekki hefur verið gefið upp hvernig þessar hugsanlegu tekjur skiptast milli einstakra liða. Með þessu fær félag- ið í senn ákveðna viðurkenningu á rannsóknargetu sinni en það liggur fyrir að án þessara harkalegu að- gerða hefði félagið ekki starfað lengi að óbreyttu og óvissa mun ríkja um rekstrarhorfur uns tapi verður snúið í hagnað.“ Gengi bréfa deCODE hækkaði Lokagengi deCODE á Nasdaq- markaðnum var 1,82 dalir á hlut við lok fimmtudags. Fréttir af upp- sögnunum og samningnum við Merck bárust fyrir opnun markað- arins í gær og hækkaði verð bréf- anna strax í yfir tvo dali og fór í um 2,40 dali í gærmorgun, sem er um þriðjungshækkun frá lokagengi fimmtudagsins. Hæst fór gengið í 2,45 dali á hlut rétt fyrir hádegi í gær en lækkaði eftir það. Gengið fór lægst í 1,99 dali á hlut en lokagengi gærdagsins var 2,12 dalir, sem er um 16,5% hækkun frá fyrra degi. Viðskipti dagsins voru yfir með- allagi, eða um 535 þúsund hlutir, en á meðaldegi eru viðskipti með tæp- lega 150 þúsund hluti. Markaðsverð deCODE er nú tæplega 114 millj- ónir dala eða nálægt 10 milljörðum króna. ÍE í samstarf við lyfjaþróunarfyrirtækið Merck um rannsóknir á offitu " "  " "                             $"%&' %" "            ! "###   $         %# "& "# '& '# & #    Stærsti samningur í líftækni í tvö ár ● ÞJÓÐARÚTGJÖLDIN eru talin hafa dregist saman um 2½% að raun- gildi á 2. ársfjórðungi 2002 miðað við sama fjórðung fyrra árs, sam- kvæmt frétt frá Hagstofu Íslands. Segir þar að þetta sé mun minni samdráttur en á 1. ársfjórðungi en þá drógust þjóðarútgjöldin saman um 6½% frá fyrra ári. Einkaneysla er stærsti liður þjóð- arútgjaldanna og er hún talin hafa dregist saman um innan við 1% á 2. fjórðungi þessa árs, samanborið við 5½% samdrátt á 1. fjórðungi ársins, hvort tveggja miðað við sama tíma árið áður. Áfram gætti samdráttar í fjárfestingu á 2. árs- fjórðungi, nú um 7% frá fyrra ári en samdrátturinn var rúm 19% á 1. ársfjórðungi. Samneysla er talin hafa vaxið um 1½% á 2. fjórðungi þessa árs eða svipað og áður. Segir Hagstofan rétt að benda á í því sambandi, að skipting samneyslunnar á ársfjórð- unga byggist enn sem komið er á upplýsingum úr greiðsluuppgjörum, en rekstraruppgjör hvers ársfjórð- ungs séu ekki fyrir hendi. Minni samdráttur þjóðarútgjalda á 2. fjórðungi en 1. fjórðungi ársins skýrist að hluta af því að sam- dráttar var þegar farið að gæta á 2. fjórðungi síðastliðins árs. Landsframleiðsla óx þrátt fyrir samdrátt þjóðarútgjalda Þrátt fyrir samdrátt þjóðar- útgjalda óx landsframleiðslan um ¾% á 2. fjórðungi þessa árs. Segir Hagstofan að skýringin sé sú að út- flutningur vöru og þjónustu hafi aukist um rúmlega 10% frá sama tíma árið áður en innflutningur að- eins um 2%. Þetta sé talsverð breyting frá 1. ársfjórðungi. Þjóð- arútgjöldin hafi þá dregist saman eins og á 2. ársfjórðungi en mikill samdráttur innflutnings hafi valdið því að hagvöxtur varð þá engu að síður jákvæður og áþekkur og nú. „Þær miklu sveiflur sem fram koma í útflutningi og innflutningi, má að líkindum rekja til birgða- breytinga að nokkru leyti. Enn sem komið er liggja ekki fyrir tölur um birgðabreytingar annarra atvinnu- greina en ál- og kísiljárnframleiðslu. Af því leiðir að aukist útflutningur mikið í einum ársfjórðungi kann það að leiða til ofmats á fram- leiðslu og þar með á hagvexti í þeim ársfjórðungi. Að sama skapi er hætta á að framleiðslan verði vanmetin í þeim ársfjórðungi þegar birgðir safnast fyrir,“ segir í frétt Hagstofunnar. Þjóðarútgjöld dragast áfram saman ● HLUTHAFAFUNDIR í Þyrpingu hf. og Fasteignafélaginu Stoðum hf., hafa samþykkt samhljóða tillögur stjórna félaganna um að staðfesta samruna félaganna með yfirtöku Fasteignafélagsins Stoða hf. á Þyrp- ingu hf., sbr. samrunaáætlun, dags. 28. júní 2002. Við samrunann fá hluthafar í Þyrp- ingu hf. hlutabréf í Fasteignafélaginu Stoðum hf. sem gagngjald fyrir hlutafé sitt, þannig að fyrir hlutaféð að nafnverði 39.911.228 krónur sem þeir láta af hendi fá þeir afhent hlutabréf að nafnverði 1.369.299.754 krónur í Fasteigna- félaginu Stoðum hf. Fasteignafélagið Stoðir á hluti að nafnverði 15.238.227 krónur í Þyrpingu hf. og falla þeir hlutir niður í samræmi við 3. mgr. 127. gr. laga nr. 2/1995. Skráð hlutafé hins sameinaða félags nemur eftir samrunann 2 milljarðar króna. Stjórn Fasteignafélagsins Stoða hf. skipa Tryggvi Jónsson, formaður, Ármann Þorvaldsson, Ingibjörg S. Pálmadóttir, Jóhann P. Reyndal og Jón Scheving Thorsteinsson. Fram- kvæmdastjóri er Jónas Þ. Þorvalds- son. Sameining Stoða og Þyrp- ingar samþykkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.