Morgunblaðið - 05.10.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.10.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Svona, hættu þessu klappi, strákur, þetta er bara trix alveg eins og þegar ég plataði kvótakerfinu upp á þjóðina. Jazzhátíð Reykjavíkur í algleymingi Höfum fengið frábæra aðsókn NÚ STENDUR yfirJazzhátíð Reykja-víkur. Henni lýk- ur á morgun. Friðrik Theodórsson er í forsvari fyrir hátíðina. Hann svar- aði góðfúslega nokkrum spurningum Morgun- blaðsins. – Hvaða aðilar halda þessa djasshátíð og hvað hefur hún verið haldin oft? „Þetta er tólfta árið sem djasshátíð er haldin í Reykjavík, fyrsta árið af RÚV og hét þá Norrænir jazzdagar, síðan sem RÚREK í samvinnu FÍH og RÚV og nú síðustu árin af Jazzdeild FÍH undir heitinu Jazzhátíð Reykja- víkur.“ – Nú hófst hún sl. þriðjudag og lýkur á morgun, hvernig hefur til tekist? „Nú, þegar lokið er 9 af 14 tón- leikum þessarar hátíðar, getum við ekki annað en verið mjög sátt- ir við árangurinn. Í ár, sem endra- nær, getum við státað af úrvals- djassleikurum, bæði erlendum og innlendum. Það er mjög ánægju- legt til að vita að allir tónleikarnir til þessa hafa fengið frábæra að- sókn, sumir hverjir umfram vænt- ingar.“ – Er fjöldi íslenskra djass- áhugamanna mikill, eða eru þetta alltaf sömu andlitin á öllum tón- leikum? „Fjöldi djassáhugafólks hefur aukist jafnt og þétt í gegnum árin og mjög ánægjulegt til þess að vita að yngri aldurshópar virðast í mikilli sókn. Að vissu leyti er þetta skiljanlegt því undanfarin ár hafa birst hér fjölmargir mjög færir ungir djasslistamenn og þeir laða jafnaldra sína til sín í sveifluna. Sem betur fer eru líka mörg kunnugleg andlit ár eftir ár sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án.“ – Hvað er svo framundan þessa helgi? „Í dag klukkan 18 spilum við út trompásnum í Loftkastalanum, Tiny Bell Trion með trompetleik- arann Dave Douglas í fararbroddi en hann var valinn trompetleikari og tónskáld ársins 2002 af hinu virta djasstímariti Down Beat. Síðar í kvöld eru tvennir tónleikar á Kaffi Reykjavík, með Mark O’Leary, fyrsta írska djassleikar- anum sem komið hefur til Íslands, og í þeim síðari leiðir einn af mátt- arstólpum Íslandsjazzins, bassa- leikarinn Tómas R. Einarsson, 7 manna sveit sína í kúbanskri sveiflu. Svo slúttum við með okk- ar árlega djasshátíðardansleik með milljónamæringunum á Kaffi Reykjavík. Á morgun bjóðum við svo upp á eftirmiðdagskaffi og pönnukökur með eistnesku söngkonunni Mar- got Kiis, en slúttið verða dúnd- urtónleikar Stórsveitar Reykja- víkur þar sem þrír af okkar bestu trommurum leika með sveitinni undir stjórn Greg Hopkins. Þar verður áreiðanlega heitt í kolunum.“ – Þrífst djass vel á Íslandi? „Það má með sanni segja, og ég ætla ekki einu sinni að miða við fólksfjölda eins og stundum er gert. Auk okk- ar árlegu hátíðar og heimsókna erlendra djassmanna hefur Aust- fjarðagoðinn Árni Ísleifsson hald- ið úti veglegri djasshátíð á Egils- stöðum í 15 ár, árleg hátíð hefur verið um hvítasunnuna í Vest- mannaeyjum, djass- og blúshátíð um nokkurra ára skeið á Ólafs- firði, djassklúbbar starfræktir á Húsavík, Hornafirði, Akureyri og víðar auk þess sem Múlinn hefur haldið vikulega tónleika lungann úr árinu hér í Reykjavík í mörg ár. Ég sendi út vikulegar djass- fréttir í tölvupósti til á áttunda hundrað djassáhugamanna og svo áhuginn er fyrir hendi. Svona fyrst þú spyrð þá væri það verð- ugt verkefni að gera samantekt á hinni fjölbreyttu flóru djasslífs síðasta árið.“ – Stendur svona hátíð undir kostnaði … og hver er fjárhags- legi bakhjarlinn? „Frá upphafi hefur Reykjavík- urborg verið burðarásinn í fjár- styrk til Jazzhátíðar Reykjavíkur auk FÍH. Eins eru mörg fyrir- tæki sem hafa stutt hátíðina frá upphafi og alltaf fellur eitthvað til frá velviljuðum styrktaraðilum, en þeir eru 18 í ár. Það er t.d. ánægjulegt að geta þess að stórt bandarískt fjölmiðlafyrirtæki, BET Jazz Channel, sem er kap- alsjónvarp í Bandaríkjunum og dreifir djasstónlist í sjónvarpi inn á 11 milljón heimili þar í landi, styrkti hátíðina okkar veglega í ár auk þess að senda kvikmynda- tökulið til þess að taka upp sýn- ishorn af hátíðinni okkar og tala viðtöl við borgarstjórann, ferða- málafólk, djassleikara og fleiri. Hugmyndir eru um möguleika á samvinnu við þetta öfluga fyrir- tæki um djasshátíðarhald og kynningu á íslenskum djassi og djassleikurum í Bandaríkjunum í framtíðinni og þá verð- ur gaman að lifa. Nú má ekki gleyma afar mikilvægu framlagi tónleikagesta sem styrkja hátíðina bæði móralskt og fjárhagslega með því að sækja tónleika okkar.“ – Komast menn enn á tónleika? „Mögulega eru einhverjir mið- ar enn til á Tiny Bell Trio. Nær uppselt er á tónleika Kúbanska á Kaffi Reykjavík í kvöld, enn eru til miðar á dansleikinn og pönnu- kökudjassinn og góðir möguleikar eru á miðum á lokatónleikana vegna stærðar Broadway.“ Friðrik Theodórsson  Friðrik Theodórsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1937. Lauk prófi við VÍ 1955 og réðst þá til SÍS, var m.a. 3 ár hjá Iceland Seafood í Harrisburg. 7 ár hjá Loftleiðum, en hefur síðan verið hjá Rolf Johansen & Co. Lék á kontrabassa með ýmsum hljóm- sveitum í 25 ár, en á básúnu síð- ustu tíu árin og bregður fyrir sig „scat“ söng á góðum degi. Í stjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur síðustu 12 árin, framkvæmda- stjóri hennar síðustu 3 ár. Kvæntur Eddu V. Eiríksdóttur, starfsmannastjóra Veðurstofu Íslands, og eiga þau 3 dætur. … og þá verður gaman að lifa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.