Morgunblaðið - 05.10.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 05.10.2002, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÍU stærstu útgerðarfélög lands- ins hafa samtals yfir að ráða 49% samanlagðra aflaheimilda ís- lenskra skipa hér við land og utan lögsögunnar, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Með kaupum á meirihluta í Har- aldi Böðvarssyni hf. verður Eim- skipafélag Ísland stærsti handhafi aflaheimildanna með rúm 11% mæld í þorskígildum. Þar á eftir kemur Samherji með rúmlega 8% hlutdeild. Til viðbótar má benda á að Samherji og dótturfélag Sam- herja, Snæfugl ehf., eru samanlagt stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar hf. og Samherji á rétt tæplega helmingshlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., auk þess sem Sam- herji og Síldarvinnslan eiga til samans leiðandi hlut í SR-mjöli. Átta af tíu stærstu útgerðarfélög- unum eru skráð í Kauphöll Íslands en samanlagt hafa skráð félög yfir að ráða rúmum 50% íslenskra afla- heimilda. Í lögum um stjórn fiskveiða seg- ir að samanlögð aflahlutdeild fiski- skipa í eigu einstakra aðila, ein- staklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, megi ekki nema meira en 12% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda sem settar eru í kvóta. Þetta er í dag- legu talið kallað kvótaþakið. Samkvæmt lögum teljast þeir aðilar tengdir þar sem annar að- ilinn á beint eða óbeint meirihluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum að- ilanum eða fer með meirihluta at- kvæðisréttar. Eins þar sem annar aðilinn hefur með öðrum hætti raunveruleg yfirráð yfir hinum, þ.e. ef fyrri aðilinn er móðurfélag og sá síðari dótturfélag. Fiskistofa annast eftirlit Kvótaþakið svonefnda var hækkað upp í 12% fyrir tveimur árum en það var áður 8%. Kvóta- þakið á einnig við um einstakar tegundir en hámarks kvótaeign er þó breytileg eftir tegundum. Þann- ig er kvótaþakið í þorski nú 12% og því gætu aldrei færri en átta aðilar haft yfir öllum þorskkvót- anum að ráða. Þá er kvótaþakið í ýsu 20% og því gæti ýsukvótinn aldrei verið á færri en fimm hönd- um. Ef aðili sprengir kvótaþakið fær hann samkvæmt lögunum 6 mán- uði til að losa um eignarhluta sína í fyrirtækjum til að yfirráð hans yfir auðlindinni falli innan ramma laganna. Losi viðkomandi aðili ekki um eignaryfirráð verður hann að selja varanlegan kvóta uns hann fer undir kvótaþakið. Sé það ekki gert ráðstafar Fiskistofa þessum kvóta upp á nýtt. Fiskistofa heldur utan um og rekur sérstakan gagnagrunn um tengsl einstakra aðila sem upp- færður er þegar sameiningar eða breytingar verða á eignarhaldi í sjávarútvegi. Sérstaklega er fylgst með þeim aðilum sem komnir eru nærri kvótaþakinu svonefnda. 10 stærstu ráða helmingi kvótans                     ! "   #  #       $%        $$&' (&$ '&) '&( '&* +&, +&+ +&$ -&( -&, ')&% .    / 0  " 1  &  !   2         GREININGARDEILD Landsbanka Íslands spáir því að lítilsháttar halli verði á viðskiptum við útlönd á næsta ári, eða um 1%, en í þjóð- hagsspá fjármálaráðuneytisins er ekki gert ráð fyrir halla. Þetta kemur fram í umfjöllun og áliti greiningardeildar LÍ um fjárlaga- frumvarp og þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins, sem nýlega voru kynnt. Segir greiningardeild LÍ að meiri viðskiptahalli en fjár- málaráðuneytið spáir stafi af því að gert sé ráð fyrir að neysla og fjár- festingar í þjóðfélaginu verði meiri en gert sé ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpinu og þjóðhagsspánni, og að hluti þeirra útgjalda komi inn sem innflutningur, sem vaxi hraðar en fjármálaráðuneytið geri ráð fyr- ir. Hækkun tekjuskatts einstaklinga umfram launahækkanir Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eru tekjur ríkissjóðs áætlaðar nær óbreyttar í krónum talið milli ár- anna 2002 og 2003. Greining- ardeild LÍ segir að í heild séu tekjur því varlega áætlaðar og eigi það einnig við um stærsta tekjulið- inn, tekjur af virðisaukaskatti. Á hinn bóginn geri ríkissjóður ráð fyrir að hækkun tekna af tekju- skatti einstaklinga verði umfram launahækkanir og aukningu í fjölda framteljanda. Telur grein- ingardeild LÍ að þessi áætlun hljóti að teljast fremur há svo framarlega sem ekki sé um að ræða skatta- hækkun. Varlega áætluð útgjöld Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs auk- ist um 2,8% milli áranna 2002 og 2003. Greiningardeild LÍ segir at- hyglisvert hvað gert sé ráð fyrir lít- illi hækkun í ljósi þess að kosningar séu á næsta ári. Áætlunin lýsi miklu aðhaldi á komandi ári og mikilvægt að fjármálaráðherra haldi sig við þessi metnaðarfullu markmið. Þá segir að 2,7% heildaraukning á rekstrarkostnaði frá 2002 til 2003 verði að telja varlega áætlað. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að tilfærsluútgjöld hækki um 4,5% milli ára, en það eru t.d. tryggingagreiðslur, greiðslur barnabóta, greiðslur vegna fæðing- arorlofs og ýmis framlög til stofn- ana og félagasamtaka. Greining- ardeild LÍ segir að tilfærsluútgjöld hækki að jafnaði þegar hægja taki á þjóðarbúskapnum. Í heild verði að ætla að þessi útgjöld séu varlega áætluð. Varðandi þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins segir greining- ardeild LÍ að spá ráðuneytisins um engan hagvöxt á þessu ári og 1½% hagvöxt á því næsta sýni að gert sé ráð fyrir litlum umsvifum í efna- hagslífinu á þessum tíma og sé spá- in því afar varfærin. Greining- ardeild LÍ býst við meiri hagvexti á komandi ári, eða á bilinu 2–2½%. Hún telur að skuldsetning heim- ilanna muni áfram halda aftur af neyslu, en ekki í jafnmiklum mæli á komandi ári og á þessu og síðasta ári. Því telur greiningardeild LÍ að einkaneyslan verði heldur hærri en fjármálaráðuneytið ætlar og losi 1½% vöxt. Samneysluspá ráðuneytisins hljóðar upp á 1% vöxt á árinu 2003. Meðalvöxtur áranna 1990–2001 var 2,9%. Því felst í áætluninni mikið aðhald í opinberum rekstri á kom- andi ári að mati greiningardeildar LÍ og byggist á því að áform fjár- lagafrumvarpsins gangi eftir. Reynslan kenni að áætlanir fjár- lagafrumvarps nái sjaldan fram að ganga, bæði komi til aukin útgjöld í meðförum Alþingis og þá verði raunveruleg útgjöld yfirleitt hærri en áform þegar upp er staðið. Fjárfestingar verða meiri Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir því að fjármunamyndun auk- ist um tæp 2% á árinu 2003. Mikill samdráttur er í fjárfestingu á ár- unum 2001 og 2002, eða nálægt 20% samtals. Greiningardeild LÍ telur að lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans úr 10,1% í byrjun árs í 7,1% nú, sem og lækkun á tekju- skatti fyrirtækja úr 30% í 18%, hvetji fyrirtæki til fjárfestinga á komandi ári, í ljósi mikils sam- dráttar í fjárfestingum að und- anförnu. Vöxturinn verði því meiri en fjármálaráðuneytið geri ráð fyr- ir. Greiningardeild LÍ telur líklegt að fjárfesting verði á bilinu 5–10% á árinu 2003. Greiningardeild Landsbanka Íslands um fjárlagafrumvarp og þjóðhagsspá Spáð er 1% viðskiptahalla á næsta ári Morgunblaðið/Kristinn Greiningardeild Landsbanka Íslands spáir því að 1% halli verði á viðskiptum við útlönd á næsta ári. Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær, en ráðið var stofnað í júní 1902 af nokkrum Evrópu- þjóðum og var af því tilefni und- irrituð yfirlýsing aðildarþjóð- anna um framtíðastefnumótun. Tilefni stofnunar Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins var slæmt ástand fiskistofna í Norðursjó og þörfin fyrir samstarf þjóða um rannsóknir og ráðgjöf um skynsamlega nýtingu þeirra. Í dag eru 19 lönd við Norður-Atl- antshaf aðilar að ráðinu sem er vettvangur umræðu og fram- þróunar fræða á sviði hafvís- inda og fiskifræði, auk þess sem ráðið hefur með höndum ráð- gjöf um umhverfi hafsins og nýtingu fiskistofna á Norður- Atlantshafi. Ísland gerðist aðili að Alþjóðahafrannsóknaráðinu árið 1938. Yfirlýsingin staðfestir upp- haflega skuldbindingu aðildar- landanna og kveður á um nauð- syn þess að aðildarþjóðirnar efli samstarfið á komandi árum og mæti sameiginlega nýjum kröfum um eflingu vísinda- starfs sem treystir grundvöll hlutlausrar og áreiðanlegrar ráðgjafar. Lýst er yfir stuðn- ingi við framkvæmdaáætlun ráðsins fyrir næstu árin, lögð áhersla á þróun gæðakerfis í fiskveiðiráðgjöf, virkri notkun gagna frá atvinnugreininni og vistkerfisnálgun við rannsóknir á ástandi fiskistofna. Helgi Ágústsson sendiherra undirrit- aði yfirlýsinguna fyrir hönd Ís- lands. ICES 100 ára BURÐARÁS ehf. seldi í gær hluta- bréf í Síldarvinnslunni hf. fyrir 210 milljónir króna að nafnverði á verðinu 5,1. Söluverðið var því 1.071 milljón króna. Eignarhlutur Burðaráss er nú 0,05%, eða kr. 592.137 að nafnverði, en var áður 17,97%. Íslandsbanki hf. keypti bréfin en bankinn átti ekki fyr- ir hlut í Síldarvinnslunni en á nú 17,92%. Frá þessu var greint í flögg- un í Kauphöll Íslands. Jafnframt var greint frá því að bankinn hefði hinn 30. september síðastliðinn keypt hlutabréf í SÍF hf. fyrir tæplega 59 milljónir króna að nafnvirði. Eignar- hlutur Íslandsbanka var fyrir kaupin 1,93%, eða 29 milljónir króna að nafn- virði, en er nú 5,88% eða tæplega 88 milljónir að nafnvirði. Af 5,88% eign- arhlut hafa 1,89% verið seld fram- virkt. Samkvæmt upplýsingum frá Finni R. Stefánssyni, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Íslandsbanka, tjáir bankinn sig ekki um framangreind viðskipti, hvorki varðandi kaup bank- ans á hlutabréfum í Síldarvinnslunni né í SÍF. Samherji stærsti hluthafinn í Síldarvinnslunni Í hálffimm fréttum Búnaðarbank- ans er Síldarvinnslan nú að stærstum hluta í eigu Samherja með beinum eða óbeinum hætti. Samherji á 20,8% beinan eignarhlut og um 29,6% óbeina eignarhluti. Þannig er Sam- herji eigandi að 55% hlut í Snæfugli ehf. sem á 18,78% hlut í Síldarvinnsl- unni auk þess sem Fjárfestingafélag- ið Fjörður, í eigu Þorsteins Más Bald- vinssonar og tengdra aðila, er eigandi að 5,2% hlut í Síldarvinnslunni. Þá er Fjárfestingafélagið Kaldbakur hf. eigandi að stórum hlut í Samherja og Samherji eigandi að stórum hlut í Kaldbaki hf. „Séu eignarhlutir þess- ara fyrirtækja lagðir saman nema þeir ríflega 50% af heildarhlutafé í Síldarvinnslunni og má því segja að Samherji hafi undirtökin í félaginu. Bréfin voru seld á verði sem er 1% lægra en lokagengi gærdagsins [fimmtudags, innsk. blaðamanns], en bréf í Síldarvinnslunni hækkuðu hins vegar um 13,7% í dag, [föstudag]. Ákveðin óvissa ríkir um hvað verður um hlut Íslandsbanka í Síldarvinnsl- unni og ekki hafa komið fram vís- bendingar frá Samherja um að kaupa meirihluta í Síldarvinnslunni með beinum hætti sem myndi skapa skv. lögum yfirtökuskyldu gagnvart öðr- um hluthöfum,“ að því er segir í hálf- fimm fréttum Búnaðarbankns. Friðrik Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Burðaráss ehf., segir að salan á hlut félagsins í Síldarvinnslunni sé í samræmi við stefnu félagsins að leggja áherslu á að byggja ÚA upp og stækka það fyrirtæki, en eiga ekki stóra eignarhluti í mörgum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Höskuldur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Eim- skips, er stjórnarmaður í Síldar- vinnslunni á grundvelli eignarhluta Burðaráss. Íslandsbanki kaupir hlut Burðaráss í Síldarvinnslunni Bankinn vill ekki tjá sig um viðskiptin STJÓRNIR Kaldbaks fjárfestingar- félags hf. og Hlutabréfasjóðs Íslands hf. hafa samþykkt samruna félaganna með fyrirvara um samþykki hluthafa- funda. Samruninn miðast við 1. júlí 2002 og munu hluthafar í Hlutabréfa- sjóði Íslands fá afhent hlutabréf í Kaldbaki að nafnverði 0,475 kr. fyrir hverja 1,00 kr. sem þeir eiga að nafn- verði í Hlutabréfasjóðnum Frá þessu var greint í fréttatilkynningu í gær. Í tilkynningunni segir að fyrir liggi að Kaldbakur muni óska eftir skrán- ingu í Kauphöll Íslands og sé sú vinna í undirbúningi. Stefnt sé að því að hlutabréfin verði skráð í lok nóvem- ber eða byrjun desember. Um leið verði óskað eftir afskráningu hluta- bréfa Hlutabréfasjóðsins. Fram kemur í tilkynningunni að Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, telji að hér sé stigið framfaraspor hvað bæði fé- lögin varðar. Eigið fé Kaldbaks styrk- ist með sameiningunni og hæfi félags- ins til þess að geta tekið þátt í stærri fjárfestingarverkefnum eykst. Sævar Helgason, stjórnarformaður Hluta- bréfasjóðs Íslands hf., segist einnig ánægður með fyrirhugaðan samruna. Í tilkynningunni segir að Kaldbak- ur sé öflugt fjárfestingarfélag sem ætli sér og geti gert stóra hluti og sameinað félag bjóði því upp á mun meiri möguleika til fjárfestinga held- ur en HÍ hefur möguleika á í dag. Kaldbakur og Hlutabréfa- sjóður Íslands sameinast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.