Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 6. OKTÓBER 2002 234. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sunnudagur 6. október 2002 Morgunblaðið/Kristi „Við leituðum í dópi, stigum djöfladans. Ó, ég man ekki hversu mörg ár,“ söng Bubbi Morthens með Egó á plötunni Í mynd og Magnús Stefánsson barði trommurnar. Pétur Blöndal var bara poll og raulaði lagatextann á uppáhalds- plötunni sinni án þess að gruna hvaða veruleiki byggi að baki. „Ó, ég man ekki hversu mörg ár.“ Um þessar mundir fara Bubbi og Magnús í skóla og miðla nemendum af reynslu sinni úr heimi vímunnar./2 Bræður í þjáningunni ferðalögHeimsókn til parmesanbónda bílarAudi A6börnBenedikt búálfurbíó John Wo Landið sem hverfur Sauðá og Sauðárdalur Gilið og flúð- irnar bjóða upp á síbreytilegt sjónarspil. Prentsmiðja Morgunblaðsins B Ævintýramaður kemur úr kafi 10 Þjónusta sem skiptir sköpum 20 Allir íslenskir forngripir í vörslu Dana komi til Íslands 12 HANS Blix, yfirmaður vopnaeftir- litsnefndar Sameinuðu þjóðanna, styður tillögu Bandaríkjastjórnar um nýja og harðorða tillögu um Írak. Segir hann ljóst, að beita þurfi Íraksstjórn enn meiri þrýst- ingi svo hún reyni ekki að beita blekkingum. Blix lýsti þessu yfir eftir fund með Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Mohammed El-Baradel, yfirmanni Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar. Fagnaði Powell þessum um- mælum og sagði, að ættu vopnaeft- irlitsmennirnir að geta snúið aftur til Íraks yrðu þeir að hafa fullt frelsi til að skoða það, sem þeir vildu. Kvaðst Powell einnig vera bjartsýnn á, að það tækist að jafna ágreininginn við Rússa, Frakka og aðra um nýja ályktun. „Við erum sammála um, að markmiðið sé alger afvopnun í Írak,“ sagði El-Baradel. Blix hefur með yfirlýsingu sinni fallist á, að beðið verði með að senda vopnaeftirlitsmennina til Íraks, og Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, féllst líka á það á föstudag. Rússar eru enn andvígir nýrri ályktun um Írak og Frakkar hafa ekki horfið frá þeirri skoðun sinni, að ályktanirnar verði tvær og að- eins kveðið á um refsiaðgerðir í þeirri síðari. Hvorttveggja ríkið og Kína geta beitt neitunarvaldi gegn ályktun Breta og Bandaríkja- manna og þar að auki er meirihluti annarra ríkja í öryggisráðinu á móti nýrri ályktun. Það þykja því vaxandi líkur á, að sæst verði á til- lögu Frakka um tvær ályktanir. Í nýrri skýrslu CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, segir að síðan vopnaeftirliti var hætt í Írak 1998 hafi Írakar stóreflt framleiðslu efnavopna og eldflauga og fjárfest mikið í lífefnavopnum. Þá hafi þeir reynt að kaupa ýmsan búnað, sem þarf til framleiðslu kjarnorku- vopna, þótt ólíklegt sé að þeir ráði enn yfir þeim. Það gæti þó gerst á næstu árum. Varnarmálaráðherrar Evrópu- sambandsins hvöttu í gær til, að fundin yrði lausn á ágreiningnum í öryggisráðinu, en Javier Solana, sem fer með utanríkismál í sam- bandinu, lagði áherslu á, að mark- mið þeirra væri ekki stjórnarskipti í landinu. Stjórnvöld í Írak hafa hafið mikla áróðursherferð í arabaríkj- unum og hvatt þau til að sameinast gegn hugsanlegri árás Bandaríkja- manna á landið. Blix styður nýja ályktun um vopnaeftirlit í Írak Colin Powell bjartsýnn á að samkomulag náist í öryggisráðinu Washington. AP, AFP. Löglegt að lesa póst starfs- manna? SÖLUSTJÓRA í fyrirtæki í Noregi var fyrir skömmu vikið úr starfi vegna tölvupósts, sem hann hafði sent frá sér og vinnu- veitandi hans hafði lesið. Hefur norskur dómstóll nú kveðið upp þann úrskurð, að vinnuveitand- inn hafi verið í fullum rétti. Sölustjórinn höfðaði málið og krafðist þess, að brottrekstur- inn yrði ógiltur þar sem um hefði verið að ræða einkapóst, sem vinnuveitandinn hefði lesið án hans vitundar. Fór hann að auki fram á 10 milljónir ísl. kr. í bætur. Kom þetta fram í Aften- posten í gær. Rétturinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að vinnu- veitandinn hefði verið í rétti er hann las póstinn. Í fyrsta lagi hefði sölustjórinn verið á upp- sagnarfresti og auk þess hefði vinnuveitandinn sannanlega fengið vísbendingar um, að hann ætti í viðræðum við annað fyr- irtæki á sama markaði. Um það hefði tölvupóstsendingin snúist og flokkaðist því ekki undir einkamál. Morgunblaðið/Golli Skokkað í rigningunni Lula lík- lega næsti forseti Sao Paulo. AP, AFP. EKKI þótti útilokað í gær, að Luiz Inacio Lula Da Silva, frambjóðandi vinstrimanna í forsetakosningunum í Brasilíu, næði kjöri strax í fyrri um- ferðinni í dag. Samkvæmt skoðana- könnunum vantaði hann aðeins eitt prósentustig upp á helming atkvæða. Nokkur uggur er í fjárfestum vegna væntanlegs sigurs Lula en al- menningur í Brasilíu er orðinn þreyttur á upplausninni í efnahags- málunum og mikilli kaupmáttarrýrn- un. Kennir hann ríkisstjórn Fernan- dos Henriques Cardosos forseta um ástandið, sem lýsir sér best í því, að verði ekki gripið til róttækra ráðstaf- ana mun ríkið neyðast til að hætta að greiða af erlendum skuldum. Lula var á árum áður mjög róttæk- ur en er nú orðinn miklu hófsamari. Segir hann, að þjóðin verði að standa í skilum, virða gerða samninga og sætta sig við mikið aðhald. Það veltur því mikið á því hverja hann velur sér til ráðuneytis í efnahagsmálunum. Fréttaskýrendur segja, að Lula, verði hann kjörinn, muni hvort eð er ekki hafa mikið svigrúm eigi hann að forða landinu frá fjármálalegu hruni. Komi til annarrar umferðar verður kosið 27. þessa mánaðar.  Tímamóta vænzt/22 Kosið í Brasilíu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.