Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 6

Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 29/9 – 5/10 ERLENT INNLENT  FRUMVARP til fjárlaga gerir ráð fyrir 1,5% hag- vexti á næsta ári. Tekju- afgangur er áætlaður 10,7 milljarðar króna. Frum- varpið var lagt fram á Al- þingi í vikunni. Í frum- varpinu er reiknað með að jafnvægi verði á við- skiptum við útlönd í ár og á næsta ári, en það hefur ekki gerst síðan 1995.  EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur gert samkomulag við hóp hluthafa í Haraldi Böðvarssyni hf. um kaup á eignarhlut þeirra. Eftir kaupin á Eimskipafélagið 62,3% í HB og myndast því skylda til yfirtökutilboðs til annarra hluthafa.  ALLRI áhöfn rækju- bátsins Arons ÞH sem sökk norður af Grímsey á mánudag var bjargað. Báturinn sökk snemma á mánudagsmorgni en áhöfnin komst um borð í rækjuskipið Sæþór EA sem kom fljótlega á vett- vang eftir að ósk eftir að- stoð barst.  SÖFNUN Rauða kross- ins vegna hungursneyðar í Afríku hófst í gær. Mark- miðið er að safna 20 millj- ónum. Um 1.500 sjálf- boðaliðar aðstoða við söfnunina.  LÖGREGLAN lokaði spilavíti í miðbæ Reykja- víkur um síðustu helgi, en samkvæmt lögum er bann- að að reka spilavíti á Ís- landi. Maðurinn sem rak spilavítið rak annað spila- víti í Ármúla fyrir tíu ár- um. Hann situr nú í gæslu- varðhaldi. Mál geðsjúkra í brennidepli RÁÐHERRAR dóms- og heilbrigðis- mála hafa lagt til að stuðnings- og að- gerðarhópur sem ætlað er að leysa bráðavandamál geðsjúkra, verði stofn- aður. Faðir mannsins sem grunaður er um morð á Klapparstíg í síðustu viku sendi bréf til þriggja ráðherra í maí þar sem hann óskaði eftir langtímalausn á máli sonar síns, sem væri geðsjúkur. Sagðist hann óttast að sonurinn kynni að vinna óbætanlegt voðaverk. Geð- hjálp segir neyðarástand ríkja vegna úrræðaleysis heilbrigðiskerfisins til að veita geðsjúkum nauðsynlega þjónustu. Yfir 20 manns, sem eigi rétt á þjónustu í geðheilbrigðiskerfinu, séu vistaðir á sjúkrahúsum. Lögreglan í Reykjavík segist nær daglega hafa afskipti af fjölda geðsjúkra einstaklinga sem hafi í engin hús að venda og vilji gista í fanga- geymslum. Stefnuræða forsætisráðherra BJARTARA er nú framundan í efna- hagsmálum en ríkisstjórnin hefur þor- að að vona. Þetta kom m.a. fram í stefnuræðu Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra á Alþingi í vikunni. Sagði hann að Íslendingar hefðu áfram góð tækifæri til að vera í röð fremstu þjóða heims, bæði hvað varðaði tekjur og vel- ferð. Sagði hann verðbólguna komna í takt við meðaltal samanburðarþjóð- anna. Gert væri ráð fyrir góðum hag- vexti á næsta ári og væru þá virkjana- framkvæmdir ekki reiknaðar með. Þá sagði hann viðskiptahalla engan verða á þessu ári og framlög til heilbrigðismála hafa hækkað um 10–11% frá árinu 1997. Stjórnarandstaðan lagði áherslu á í umræðum um stefnuræðuna að efna- hagsástandið væri ekki núverandi rík- isstjórn að þakka. Það mætti þakka að- gerðum verkalýðshreyfingar, ytri aðstæðum og einskærri heppni. Enn deilt um nýja Íraksályktun FULLTRÚAR Sameinuðu þjóðanna náðu um það samkomulagi við stjórn- völd í Írak, að vopnaeftirlit yrði hafið aftur í landinu. Var því fagnað víða, meðal annars í Rússlandi og arabaríkj- unum, en Bandaríkjamenn og Bretar höfnuðu því. Hvöttu þeir til, að SÞ samþykkti nýja ályktun og nýjar regl- ur um vopnaeftirlitið og hótuðu Írök- um hernaði ef þeir færu ekki eftir þeim. Frakkar, Rússar og Kínverjar, sem hafa neitunarvald í öryggisráði SÞ, hafa sett sig upp á móti nýrri ályktun og bendir ekkert til, að þeir hafi skipt um skoðun í því efni. Ígor Ív- anov, utanríkisráðherra Rússlands, ítrekaði í fyrradag, að Rússar teldu enga þörf á nýrri ályktun og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hvatti til þess, að vopnaeftirlitsmennirnir yrðu sendir sem fyrst til Íraks. Svíinn Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar SÞ, kynnti samkomulagið við Íraka á fundi öryggisráðsins á fimmtudag og lagði þá áherslu á, að ekki væri að vænta neins árangurs nema full samstaða næðist í ráðinu um valdsvið og umboð eftirlitsnefndarinnar. Enn er á kreiki orðrómur um, að Bandaríkjastjórn muni fallast á málamiðlun og styðja þá stefnu Frakka, að fyrst verði sam- þykkt ályktun um skilmálaeftirlitið en síðar önnur um refsingar reyni Írakar að bregða fæti fyrir eftirlitsmennina. Fyrsta árásin af þremur JOHN Walker Lindh, Bandaríkja- maður, sem var liðsmaður talibana í Afganistan, segir, að árásin á Banda- ríkin 11. september fyrir ári hafi átt að vera sú fyrsta af þremur, sem al- Qaeda-samtökin hafi ætlað að gera á landið á skömmum tíma. Kemur það fram í leynilegum gögnum, sem CNN birti á fimmtudag. Átti önnur árásin að verða í nóvember en sú þriðja í upphafi þessa árs að því fram kom í yfir- heyrslum yfir Lindh.  GÖRAN Persson verð- ur áfram forsætisráð- herra Svíþjóðar en van- traust á stjórn hans var fellt á sænska þinginu síðastliðinn miðvikudag. Kvöldið áður féllust þing- menn Græningja á að draga til baka kröfu sína um ráðherraembætti gegn því, að stjórn jafn- aðarmanna tæki upp á sína arma ýmis stefnumál þeirra.  INNAN Evrópusam- bandsins, ESB, hefur náðst samkomulag um málamiðlun í deilunni við Bandaríkjamenn um Al- þjóðasakamáladómstól- inn. Á Bandaríkjastjórn að vísu eftir að taka af- stöðu til þess en það felst í því að undanskilja bandaríska hermenn og sendimenn frá saksókn en að því tilskildu, að komi fram ákærur á þá, verði þeir lögsóttir í Bandaríkjunum.  OPINBER, bandarísk rannsóknarnefnd spáir því, að undir lok þessa áratugar kunni alnæm- istilfelli í fimm fjölmenn- ustu ríkjum heims, þar á meðal á Indlandi og í Kína, að vera orðin margfalt fleiri en þau eru nú í Afríku sunnanverðri og heildarútbreiðslan í heiminum mun meiri en verstu spár hafa gert ráð fyrir.  UNNIÐ er að því inn- an Evrópusambandsins að samræma skatta á áfengi og getur það breytt miklu um verð- lagningu þess, einkanlega í Noregi og á Íslandi. DAG Seierstad er virkur fé- lagi í Sosialistisk Venstrep- arti, norskum systurflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og starfar með „Nei til EU“-hreyfing- unni í Noregi sem berst gegn aðild Noregs að Evr- ópusambandinu. Er hann nú kominn til Reykjavíkur í þeim tilgangi að halda er- indi á ráðstefnu samtakanna Heimssýnar um Evrópu- sambandið og sjávarútvegs- mál, sem fram fer á Grand Hóteli í dag, sunnudag. Í samtali við Morgunblaðið segist hann vantrúaður á að mögulegt sé að ná betri nið- urstöðu fyrir norskan sjáv- arútveg en náðist í aðildarsamn- ingunum 1994, kæmi til þess að Noregur gerði þriðju atlöguna að því að semja um aðild að ESB. Forsendurnar sem Seierstad byggir þessa spá sína á eru að- allega þessar: Það hafi ekkert breytzt í grundvallaratriðum sem gefi tilefni til að ætla að ESB yrði tilbúnara til þess nú en þegar síð- ustu samningaviðræður fóru fram (árið 1994) til að sýna Noregi nokkra undanlátssemi í samnings- kaflanum um sjávarútvegsmál. Staðan í ESB-löndunum sé nú sú, að þar sé veiðigeta fiskiskipaflot- ans allt of mikil og þær hugmyndir sem nú liggja fyrir um endurbæt- ur á sameiginlegu sjávarútvegs- stefnu ESB gangi að miklu leyti út á leiðir til að minnka flotann og fækka sjómönnum. Að mati Seier- stads skapar þetta þeim mun meiri pólitískan þrýsting á að floti ESB fái veiðiheimildir í norskri lögsögu, ef farið yrði út í aðildarviðræður eina ferðina enn, en eins og kunn- ugt er voru Norðmenn búnir að ganga frá aðildarsamningi við ESB (eða Evrópubandalagið eins og það hét þá) fyrst árið 1972, sem var felldur í þjóðaratkvæða- greiðslu mikið til vegna óánægju stórs hluta þjóðarinnar með sjáv- arútvegskaflann, og þessi saga endurtók sig árið 1994. „Við Norðmenn njótum ekki neins velvilja í Brussel,“ segir Seierstad, og að það styrki sig jafnframt í þeirri trú að vonlítið sé að mögulegt verði að fá fram betri samning um sjávarútvegsmálin en síðast. Seierstad viðurkennir hins veg- ar fúslega að Íslendingar stæðu að mörgu leyti örðuvísi að vígi ákvæðu þeir að fara út í aðild- arviðræður. Sá skortur á velvilja sem Norðmenn skorti eftir „neiin tvö“ eigi ekki við um Ísland, hlut- fallslegt vægi sjávarútvegs í ís- lenzku efnahagslífi sé miklu meira en í Noregi og hverfandi lítill hluti fiskistofna í íslenzkri landhelgi er sameiginlegur með landhelgi nú- verandi ESB-ríkja. Hvort þessi at- riði dygðu Íslendingum til að ná fram viðunandi niðurstöðu væri að hans mati þó ekki hægt að segja fyrir um. Þeir kostir sem Íslend- ingar nytu með því að standa utan ESB væru að hans mati þó sér- staklega miklir á sjávarútvegssvið- inu. Það væri til dæmis sérlega þýðingarmikið að halda valdinu til alþjóðlegrar samningagerðar, sem myndi færast yfir til stofnana ESB við inngöngu í sambandið. Hagsmunastaða fiskeldisins í Noregi er þó allt önnur en útgerð- arinnar. Samtök norskra fiskeld- isfyrirtækja eru hlynnt ESB-aðild Noregs, þar sem það myndi tryggja afurðum þeirra mun tryggari stöðu á Evrópumarkaðn- um en nú er. Binda meiri vonir en áhyggjur við ESB-aðild Maciej Dlouhy, formaður lands- sambands pólska útgerðarmanna, er einnig til Íslands kominn til að halda erindi á ráðstefnu Heims- sýnar. Í samtali við Morgunblaðið útskýrir hann, að það sem útvegs- menn og aðrir sem hafi hagsmuna að gæta í sjávarútvegi í Póllandi hafi mestar áhyggjur af í tengslum við inngöngu landsins í Evrópu- sambandið beinist að vanhæfni eigin ríkisstjórnar til að sinna hagsmunamálum sjávarútvegsins sem skyldi. Pólskir útvegsmenn bindi almennt meiri vonir en áhyggjur við upptöku sameigin- legrar sjávarútvegsstefnu ESB í Póllandi. Segja má að pólskur sjávarút- vegur takmarkist við veiðar í lög- sögu Póllands í Eystrasalti. Um fimm úthafsveiðiskip eru eftir í eigu Pólverja, sem hafa stundað veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum og innan rússnesku lögsögunnar, aðallega í Okhotsk- og Berings- hafi, en nú er svo gott sem búið að loka þeim miðum fyrir veiði er- lendra skipa og því á pólski út- hafsveiðiflotinn óvissa framtíð fyr- ir sér. Í pólsku Eystrasaltslögsögunni, sem er um 9% af heildaryfirborði Eystrasaltsins (um 34.400 ferkm.), eru gerð út frá pólskum höfnum 417 nótaveiðiskip og 815 bátar undir 50 m, auk fjölda smábáta. Að sögn Dlouhys eiga alls um 40– 50.000 manns afkomu sína undir sjávarútveginum, þar af eru um tí- undi hluti áhafnir fiskiskipanna. Flest voru þau áður í eigu stórra samyrkjuútgerða ríkisins en eru nú nær öll komin í hendur einka- aðila. Dlouhy útskýrir, að þegar útgerðin var einkavædd eft- ir fall kommúnismans hefði verið skynsamlegra að nota tækifærið og úrelda fleiri skip en gert var, í stað þess að selja þau einkaaðilum, sem nú eru skuldum vafðir en hafa ekki aðgang að nægum kvóta til að geta náð endum saman. Gizkar Dlouhy á að á bilinu 40–50% allra útgerðarmanna vilji úrelda skip sín og hætta í greininni og bindi vonir við að styrkjakerfi sameigin- legrar sjávarútvegsstefnu ESB muni gera þeim þetta kleift. Um sjávarútvegsþátt ESB-aðildarviðræðna Pól- lands segir Dlouhy: „Við upphaf viðræðnanna hétu fulltrúar sjáv- arútvegsráðuneytisins í Varsjá okkur því, að samið yrði um að minnsta kosti þriggja ára aðlög- unarfrest varðandi aðgang fiski- skipa frá öðrum ESB-löndum að pólsku lögsögunni. Þegar til kom – kaflanum um sjávarútvegsmál var lokað til bráðabirgða í júní sl. – féll pólska stjórnin frá öllum kröf- um um undanþágur og aðlögunar- fresti fyrir pólska sjávarútveginn. Þetta olli mikilli reiði manna í greininni, reiði sem beindist gegn stjórninni í Varsjá.“ Má slá því föstu, að þar sem pólska stjórnin telur landið eiga meiri hagsmuna að gæta að mati Dlouhys sé nú brýnast að pólsk stjórnvöld gangi frá þróunaráætlun fyrir sjávarút- veginn. Hún yrði að uppfylla kröf- ur ESB og opna þannig útgerð- armönnum aðgang að styrkjakerfi sambandsins eftir að Pólland er gengið í það. Þetta hafi enn ekki gerzt; vandamálið sé aðallega það, að í ráðuneytunum í Varsjá sitji menn sem hafi ekkert vit á mál- unum; í þær stöður sem skipti máli séu skipaðir pólitískir vinir ráð- herranna í stað fagmanna. „Ef þessi áætlun kemst ekki á lagg- irnar fyrir árslok gæti svo farið að við fáum ekki aðgang að styrkja- kerfi ESB fyrr en eftir árið 2006,“ segir Dlouhy. Að mati Dlouhys tekur það meira en hálft ár að gera slíka áætlun, þannig að hún taki tillit til alls þess sem taka þarf með í reikninginn að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila. Þau drög sem nú sé verið að vinna að í sjávarútvegsmáladeild land- búnaðarráðuneytisins í Varsjá byggist ekki á réttum upplýsing- um, þau vinni embættismenn sem ekki þekki til raunverulegra að- stæðna í greininni. Útkoman geti því ekki orðið fullnægjandi. Í samantekt má segja, að vanda- málin sem Pólverjar standi frammi fyrir á sjávarútvegssviðinu í tengslum við fyrirhugaða aðild að ESB séu að samkeppnishæfni pólsks sjávarútvegs sé mun minni en innan núverandi ESB-landa. Um norskan sjávarútveg gildi aft- ur á móti hið gagnstæða; þar í landi sé greinin samkeppnishæfari en megnið af þeim sjávarútvegi sem nú er rekinn innan ESB. Vantrúaður á að betri árangur geti náðst en 1994 Dag Seierstad, er starfar með „Nei til EU“-hreyfingunni í Noregi, og Maciej Dlouhy, formaður samtaka pólskra útgerð- armanna, eru nú í Reykjavík á ráðstefnu um Evrópusambandið og sjávarútvegsmál. Í samtölum við Morgunblaðið lýsa þeir hags- munastöðu sjávarútvegsins í löndum sínum gagnvart ESB. Maciej Dlouhy Dag Seierstad ESB og hagsmunastaða sjávarútvegs í Noregi og Póllandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.