Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ V ÆRI ekki látlaus straumur fólks í Listasafn Íslands ef þar stæði yfir samsýning á verkum helstu listmálara síð- ustu 160 ára? Ef við gætum notið þar verka eftir Corbet, Monet, Van Gogh, Matisse, Bacon og Jasper Johns? Líklega væri örtröð. Þessa dagana hangir uppi í safninu sýning á myndum viðlíka meistara ljósmyndalistarinnar – og hvar er mannfjöldinn? Í safninu eru mynd- ir eftir meistara á borð við Nadar, Julia Mara- ret Cameron, Carleton Watkins, Alfred Stieg- litz, Eugéne Atget, Walker Evans, Robert Frank, Henri Cartier-Bresson, Edward Weston og Ansel Adams. Enginn smálisti það, og lista- mennirnir samt mun fleiri. Um nýliðin aldamót sló tímaritið TIME því upp að Cartier- Bresson væri mesti núlifandi listamaður samtímans. Staðhæf- ing sem ég er full- komlega sammála. Í Listasafni Íslands hanga nú fimm myndir eftir þennan merka ljós- myndara. Og eftir Ansel Adams, sem oft er sagður frægasti ljósmyndari í heimi, eru þrjár. Þá eru þarna níu frumprent eftir Cameron, fremsta ljósmyndara Viktoríutímans; ólýs- anlegur fengur fyrir íslenska listunnendur, sem og þessar níu ofurfallegu myndir eftir Carleton Watkins af bandarískum óbyggðum teknar árið 1861. Robert Frank er einn af stórmeisturum myndlistar tuttugustu aldar, höfundur hinnar klassísku bókar The Americans sem kom út ár- ið 1959; þarna eru þrjár myndir eftir hann. Þá eru ónefndar allar hinar myndirnar, eftir misvel þekkta ljósmyndara, en flestar afar at- hyglisverðar, sögulega mikilvægar eða hrein- lega meistaraverk. Átta íslenskir listunnendur sig ekki á því uppá hvað þeim er boðið? Í safninu hanga um 220 ljósmyndir, í flestum tilvikum frumprent, það er prentaðar innan nokkurra ára frá því þær voru teknar, en mynd- irnar eru í eigu Moderna Museet í Stokkhólmi. Þetta er farandsýning sett saman af sýning- arstjóranum Leif Wigh með það að markmiði að stilla saman mikilvægum ljósmyndum sem sýna þrá ljósmyndarans til að opinbera eitthvað markvert í heiminum og einstaka sýn sína. Þetta er úrval með ákveðnum vinklum, ogoft afar snjöllum. Í eldri hlutanum erfylgt sögulegri línu, byrjað með frum-kvöðulsmyndum Hill og Adamson en svo taka við portrettsnillingarnir Cameron og Nadar. Nadar var fremsti portrettisti Frakka á nítjándu öld og myndaði gjarnan bóhema og listamenn. Þarna eru myndir af fimm stjörnum: Delacroix, George Sand, Rossini, Baudelaire og Sarah Bernhardt. Eftir Cameron eru fyrr- nefndar níu myndir og svo eru myndir eftir fleiri ágæta portrettista frá nítjándu öld. Ekki er síður áhugaverður sá hluti fyrsta salarins þar sem hanga ferðalagamyndir frá því uppúr miðri nítjándu öldinni: voldug prent Francis Frith af pýramídunum frá 1857 og ’58, makalausar myndir Roger Fentons af átakastöðum Krímstríðsins árið 1855 og síðan óbyggðamyndir Watkins. Í öðrum sal taka við góð dæmi um piktóralismann í upphafi tuttugustu aldar, þar sem ljósmyndarar tóku að líta á sig sem listamenn, en ekki með því að nýta sérkenni ljósmynda- tækninnar heldur reyndu þeir að láta myndirnar líta út eins og teikningar eða grafíkverk. Viðbrögð létu ekki á sér standa og hreyfingin sem kennd hefur verið við nýja hlutlægni stillti sér gegn móskukenndum piktóralism- anum með skarpri sýn á hlutina. Þessi stílbrigði koma vel fram og það hvern- ig menn fóru að taka myndir fyrir auglýsingar og hönnun. Í sölunum tveimur á efri hæð Listasafnsins er persónulegra og, ef eitthvað er, ennþá skemmti- legra val mynda hjá sýningarstjóranum. Í öðr- um salnum tekur hann út fulltrúa hreyfing- arinnar sem hefur verið nefnd bandaríski módernisminn. Þar gefur meðal annars að líta feminískar og ofurfallegar formstúdíur Imogen Cunningham og frægar myndir Harry Callahan af Elanor eiginkonu sinni. Þar eru fyrrnefndar landslagsmyndir Ansel Adams, en honum auðn- aðist ásamt fleirum að gera þessi frægu svæði vestursins að þjóðgörðum með því að sýna bandarískum þingmönnum myndir af fegurð þeirra. Þá eru þarna frægar myndir Edward Westons af papriku og klósettskál og meist- araportrett Arnold Newmans af Igor Stra- vinsky frá 1946. Eitthvað besta ljósmyndaport- rett sem nokkru sinni hefur verið tekið. Salur fjögur í Listasafninu er loks eins ogfágæta skemmtilegt samkvæmi þar semþræðir liggja á milli allra sem sýndireru, þótt ólíkir séu. Þar hanga myndir eftir Man Ray, Walker Evans, Atget, Bill Brandt, Berenice Abbott, Robert Frank, Helen Levitt, Ralph Gibson og Cartier-Bresson. Margt af því myndir sem varla er hægt að horfa á án þess að fá gæsahúð. Makalaus listaverk. En auðvitað eru skoðanir manna ólíkar og sum- ir hafa bent á, og hafa ýmislegt til síns máls, að bestu myndirnar á sýningunni séu meðal þeirra elstu. Og víst er að margt það áhrifamesta í ljós- myndasögunni var skapað í upphafi ljósmynd- unar. Enda hafa myndræn gæði ekkert með áhöld að gera; augu og hugur skaparans, og út- koman, er það eina sem skiptir máli. En sumir kunna síðan að hafa litlar skoðanir á verkunum þótt þeir fari á þessa sýningu, þá vantar lyklana að sögunni, að þróuninni og skilningnum. Vitaskuld er listræn uppfræðsla í molum hér á landi. Annars myndi fólk flykkjast á sýningu sem þessa. Ég veit reyndar ekki hvort aðsókn sé undir eða yfir meðallagi, en ég hef þegar gert mér nokkrar ferðir í Listasafn Íslands til að eiga stund með þessum myndum og mér finnst rúm um fleiri þar inni, án þess að það færi að þrengja að mér. Ég hef farið á sýn- ingar sem þessar, af viðlíka gæðum, þar sem stendur maður við mann. Og ég hef farið á yf- irlitssýningar á Ansel Adams og Cartier- Bresson þar sem hleypt er inn í hollum, rétt eins og á sýningar Picassos og Matisse – enda er ekki um minni listamenn að ræða. Cartier- Bresson bylti ekki miðlinum einu sinni, heldur allavegana tvisvar. Nei, margir hafa líklega ekki lykla aðsýningu sem þessari. Ljósmyndireins og þessar eru oft á tíðum litlirfíngerðir hlutir sem þarf að rýna í og skoða vandlega. Það þarf að gefa sér tíma með myndunum; það er ekki hægt að taka þær inn á göngu og með því að gjóa augum á upplýsinga- textana. Mér sýnist safnið gera vel í því að bjóða uppá leiðsögn ólíkra sérfræðinga, og svo ít- arefni eins og kvikmyndasýningar. Það er vel. En samt hef ég áhyggjur af því að mikilvægið nái ekki út. Kannski má slá því upp í auglýs- ingum að poppstjörnur eins og Madonna og Elt- on John kaupi allt sem þau finna eftir Man Ray, og borga formúur fyrir. Og það mætti tala um verðmætin; samskonar frumprent sumra helstu ljósmyndaranna er slegist um á uppboðum og verðið skiptir milljónum, jafnvel tugum millj- óna. Því ljósmyndin er það sjónræna listform sem hefur verið í mestri sókn markaðslega síð- ustu áratugina. Það er mun meiri aukning í sölu ljósmyndaverka en verka unnin í aðra miðla, og þau hafa hækkað miklum mun meira en annars- konar verk. Ljósmyndin er „inn“ úti í heimi en hér erum við langt á eftir hvað varðar skilning á listrænu gildi ljósmynda. Það hefur réttilega verið bent á tvískinnunginn sem felst í því að Listasafn Íslands setji upp sýningu sem þessa en safni sjálft ekki ljósmyndum. Það er auðvitað ekkert nema tímaskekkja; skandall. Þar er ekki hægt að kenna um fáranlega lágri upphæðinni sem safnið hefur til listaverkakaupa; þetta er bara ein tæknin í myndlistarflórunni og sam- bærileg söfn í nágrannalöndunum hafa keypt ljósmyndir í áratugi. En, engu að síður, þá bíð ég eftir að sjá örtröð við Listasafn Íslands næstu daga; sýningin er þess virði. Hljóðlát meistaraverk í röðum AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is River View, Cathedral Rocks, 1861. Eitt níu frumprenta eftir landslagsljósmynd- arann Carleton E. Watkins en hver þeirra er meira en 50 sm á hæð. Píramídi eftir Francis Frith. ÞAÐ ER örugglegafrekar glatað að verakærasti kvenkyns að-alpersónu í nýrri bandarískri sjónvarps- þáttaröð. Manni er ýmist sparkað eða maður drepinn í fyrsta þættinum. Þáttaröðin gengur svo beinlínis út á nýtt og yfirleitt innihaldsríkara líf kærustunnar án manns. Hún blómstrar, finnur sér farveg í lífinu, sinnir nýrri köllun, allt af því að maður er ekki lengur að þvælast fyrir henni. Já, al- veg glatað. Hins vegar væri alls ekkert glatað að vera Bond-gella. Ekkert að því að vera sæt, klár, dularfull og endalaus töffari í ofanálag. Ég hugsa að flestallar konur myndu þiggja boð um að verða Bond-gellur án þess að hugsa sig tvisvar um. Bond-gellur ganga þvert á allar tískulegar, pólitískar og feminískar línur. Þær eru bara töff. Þessar tvær gjörólíku týp- ur, óþurftarkærastinn og Bond-gellan, eiga það sameig- inlegt að vera órjúfanlegur þáttur ákveðinnar tegundar rað-sjónvarpsþátta (þátta um tiltölulega ungar konur sem kjósa að hefja nýtt líf) og rað- kvikmynda (myndanna um njósnara hennar hátignar). Týpurnar tvær gegna þó ólíku hlutverki á skjánum og tjaldinu og er athyglisvert að skoða í hverju það felst. Sjónvarpið hefur í haust tekið til sýningar tvær nýjar bandarískar þáttaraðir þar sem aðalpersónan er kven- kyns og kærasti hennar hverfur á braut í fyrsta þætt- inum. Í fyrsta þættinum af Svona er lífið lætur þrítug kona af ítölskum ættum unn- usta sinn endasendast yfir tertuhlaðborð í trúlof- unarveislu þeirra, orðin lang- þreytt á karlrembunni í hon- um, og hefur síðan nýtt líf á því að láta langþráðan draum um háskólanám rætast. Þætt- irnir Launráð fjalla um njósnastelpu sem vinnur hjá ofurleynilegri leyniþjónustu og í fyrsta þættinum er kær- astinn hennar drepinn af vinnuveitendum hennar. Hún kemst þar með því að leyni- þjónustan sem hún vinnur fyrir er vond en ekki góð og gerist njósnari fyrir góða leyniþjónustu með það að markmiði að uppræta vondu leyniþjónustuna. Ýmsir eldri sjónvarps- þættir byrja einnig á því að kærastinn hverfur á braut. Í fyrsta þætti Friends kemur Rachel hlaupandi í brúð- arkjólnum inn á kaffihús á Manhattan, eftir að hafa stokkið út um baðherberg- isglugga fimm mínútum áður en átti að rígbinda hana við tannlækni sem er jafn ríkur og pabbi hennar. Rachel flyt- ur inn til Monicu, gamallar vinkonu úr menntaskóla, klippir kreditkortin sín og fær sér vinnu í fyrsta sinn á ævinni. Þáttaröðin Leap of Faith, eftir framleiðendur Sex and the City, var sýndur við nokkrar vinsældir í Bandaríkjunum í fyrra. Þar segir af Faith sem slítur trú- lofun sinni við litlausan, leið- inlegan en ríkan kærastann í fyrsta þætti, fær sér svo flotta og spennandi vinnu á auglýs- ingastofu og tekur til við að djamma, djúsa og deita af mikilli einurð. Suddenly Sus- an, sem sýnd var í Sjónvarp- inu, hófst líka á því að Susan hætti með ríkum en leið- inlegum kærasta og fékk sér vinnu. Allir þessir kærastar eiga það sammerkt að hrinda atburðarás í lífi aðalpersón- unnar af stað með brotthvarfi sínu. Fjarvera þeirra er þann- ig lykilatriði í plottinu, þó að sjálfir séu þeir til algjörrar óþurftar í þáttunum. Það eru Bond-gellurnar hins vegar ekki. Ný Bond- gella er jafn nauðsynleg hverri Bond-mynd og nýtt plott, nýjar græjur og nýr óvinur. Hún er skraut, gefur myndinni lit, lífgar upp á Bond. Hann sjálfur stendur svo alveg fyrir sínu þótt það sé einhver gella að þvælast í kringum hann. Honum tekst alveg að vera sjálfstæður og allt það. Indiana Jones líka. Hann er alveg sama forn- leifafræðihetjan þótt hann eignist nýja kærustu í hverri mynd. Hún truflar hvorki sjálfstæði hans né framtíð- aráætlanir. Ekki kærust- urnar hans Austins Powers heldur. Þó að njósna- og æv- intýramyndir falli ekki undir nákvæmlega sama hatt og gamansamir/dramatískir sjónvarpsþættir þá tilheyrir þetta tvennt því gríðarlega útbreidda fyrirbæri popp- menningu. En það er ekki síst vegna þessarar útbreiðslu sem óhætt er að segja að poppmenningin hafi upp að vissu marki áhrif á þau við- horf sem algeng eru í sam- félaginu auk þess sem ljóst er að algeng viðhorf endurspegl- ast gjarnan í viðfangsefnum hennar. Þegar óþurftarkærust- unum og Bond-gellunum er stillt upp hlið við hlið vakna þannig ýmsar spurningar. Eru kærastar bara fyrir? Leiðinlegir og aftur leið- inlegir? Eru konur í sam- böndum bundnar við staur eða múlbundnar? Er bara ein leið fyrir slíka konu til að öðl- ast sjálfstæði og nýtt og betra líf? Eru kærustur hins vegar helst til þess fallnar að lífga upp á tilveruna? Skemmti- legar og spennandi? Eru þær eintómir gleðigjafar og aldrei nein fyrirstaða? Þarna eru hálfleiðinlegar steríótýpur dregnar upp. Þær kynjamyndir sem þarna birt- ast eru lítið spennandi. At- hugaverðast þykir mér að nú til dags skuli enn þykja ástæða til að draga upp myndir af ungum konum sem þurfa að losna undan elsk- hugum sínum til að öðlast sjálfstæði. Þær gætu lært ýmislegt af Bond-gellunum. En ástæða þess að fólkið í rað-þáttunum og -myndunum á ekki fastan kærasta eða kærustu er náttúrlega ein- föld. Fólk í traustu og stöð- ugu sambandi er ekkert skemmtiefni. Það áhugaverða er leitin að ástinni og spennan og vandræðin í kringum nýtt ástarævintýri. Rómantískar gamanmyndir eru búnar um leið og aðalpersónurnar ná saman og eftir því sem við best vitum varir kossinn í lok myndarinnar að eilífu. Við vit- um hins vegar að Bond mun kyssa nýja Bond-gellu í næstu mynd og kippum okkur ekkert upp við það. Þannig er hann bara. Og hún spjarar sig líka án hans. Kannski nær hún sér bara í einn af þessum óþurftarkærustum sem liggja eins og hráviði út um alla Hollywood. Hún ætti að minnsta kosti að ráða við hann, það stjórnar enginn Bond-gellu, svo mikið er víst. Og þá er komin hugmynd að nýrri tegund þáttaraða. Í fyrsta þættinum losar yf- irbugaður kærasti sig við gelluna sem er búin að hafa hann undir hælnum alltof lengi og reynir að end- urheimta sjálfstæði sitt og hefja nýtt líf … Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Óþurftarkærastar og Bond-gellur bab@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.