Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 27

Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 27
Sunnudagur Kaffi Reykjavík. Kl. 15: Pönnu- kökudjass. Eistneska djass- söngkonan Margot Kiis ásamt Gunnari Gunnarssyni pí- anó, Gunnari Hrafnssyni bassa og Erik Qvick trommur. Broadway. Kl. 20.30: Loka- tónleikar. Battle for Buddy, Stór- sveit Reykjavíkur undir stjórn Greg Hopkins með 3 trommuleik- urum, Gunnlaugi Briem, Einari Val Scheving og Jóhanni Hjörleifssyni. Leikin verða verk eftir Buddy Rich og verða m.a. háð trommueinvígi á þrjú trommusett á sviðinu. Djasshátíð LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 27 Lithimnulestur Með David Calvillo Alla fimmtudaga og föstudaga Lithimnulestur er gömul fræði- grein þar sem upplýsingar um heilsufar og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudögum og föstudögum í vetur mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1. Uppl. og tíma- pantanir í s:561-5250. kr. 1.990 Tilboð Lið-a-mót kr 2.585 . . KAMMERKÓRINN Schola cantor- um heldur tónleika í Digraneskirkju í dag, sunnudag, kl. 17, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þetta eru fyrstu tónleikar kórsins á Íslandi síðan hann hreppti silfurverðlaun í alþjóðlegri kórakeppni í Gorizia á Ítalíu í sumar. Efnisskrá tón- leikanna samanstendur að miklu leyti af verkum sem kórinn söng í keppninni og spannar tónlistin um 300 ár. Tónleikagestum verður boð- ið upp á fjölröddun sextándu aldar tónskáldanna Gesualdos og Hassl- ers, hina kunnu mótettu Warum ist das Licht gegeben eftir Brahms og verk eftir norrænu tónskáldin Rautavaara, Kverno og Nystedt, auk verka nokkurra íslenskra höfunda. Í lok tónleikanna syngur kórinn tvö lög eftir Áskel Jónsson frá Mýri, föð- ur stjórnandans, sem jarðsunginn var á Akureyri í síðustu viku. Schola cantorum á Ítalíu í sumar.Schola cantor- um í Digra- neskirkju Fyrirlestrar og námskeið LHÍ GABI Schaffner heldur fyrirlestur í LHÍ, Laugarnesi, á mánudag kl. 12.30. Schaffner er farandlistamaður og sögumaður. Hún hlaut styrk frá ráðuneyti menningar og lista í Þýska- landi til að ferðast um Ísland til að safna sögum, myndefni og landslags- lýsingum hjá fólki á förnum vegi og hyggst hún gefa afraksturinn út á bók. Fyrirlesturinn nefnist: The Fragmented Map. An introduction to the phenomenology of mindwalks og verður fluttur á ensku. Þórunn Sveinsdóttir búningahönn- uður flytur fyrirlestur á miðvikudag í Skipholti kl. 12.30 og nefnist hann: Spjall um leikhúslífið og listina. Þór- unn hefur starfað við búninga- og leikmyndahönnun síðastliðin 20 ár. Námskeið í módelteikningu hefst 8. október. Kennari er Hafdís Ólafsdótt- ir myndlistarmaður og námskeið um blandaða tækni – þrívídd hefst 10. október. Kennari er Hrafnhildur Sig- urðardóttir myndlistarmaður. Nám- skeið í gerð vefsíðna hefst 14. októ- ber. Kennari er Jón Hrólfur Sigurjónsson. Þá hefst námskeið um netlist og gagnvirkni 14. október. Kennari Margrét Elísabet Ólafs- dóttir. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.