Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 28

Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Menntaskólinn við Hamrahlíð Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Fundur fyrir foreldra nýnema Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema verður fimmtudaginn 10. október kl. 20:00–21:30. Þetta er tilvalið tækifæri til þess að skoða skólann og hitta umsjónarkennara, námsráðgjafa og stjórnendur. Dagskrá: Stutt ávörp rektors og námsráðgjafa, kór MH syngur, kaffi og kökur. Vonumst til þess að sjá sem flesta forráðamenn. Rektor svolítið hissa á því hvað vel var mætt. Þarna hafa örugglega verið á bilinu ellefu til tólf hundruð manns, svo að segja fullt hús,“ segir Páll og Bernharður bætir við að ungt fólk hafi verið áberandi. Fyrir hlé voru sungin lög eftir Jón Ásgeirsson, Hafliða Hallgríms- son, Jón Nordal, Árna Harðarson, Óliver Kentish og fleiri og voru tvö síðastnefndu tónskáldin viðstödd. „Það var mikið klappað á eftir ís- lensku lögunum og fólk kunni greinilega vel að meta þau,“ segir Bernharður. Undirtektir voru ekki síðri í lok tónleikanna en með kórunum sungu í Sálumessu Mozarts einsöngvar- arnir Kolbeinn Jón Ketilsson, Davíð Ólafsson, Hulda Björk Garðarsdótt- ir og Sesselja Kristjánsdóttir. „Glæsilegur hópur,“ eins og Bern- harður kemst að orði. Engin eftirsjá Tónleikarnir voru sem sagt afar vel heppnaðir og Bernharður hrósar happi. „Söngfólkið þurfti að leggja mikið á sig fyrir þessa ferð, bæði fjárhagslega og á æfingum, þannig að það var eins gott að þetta gekk vel. Mín er ábyrgðin og það hefði verið ægilegt að hafa hundrað manns á bakinu hefði þetta klikk- að,“ segir hann og hlær. Lilja og Páll grípa hins vegar fram í fyrir honum og staðhæfa að SÖNGSVEITIN Fílharmónía og Selkórinn sungu á tónleikum með Fílharmóníusveit Pétursborgar síð- astliðinn mánudag í húsakynnum hljómsveitarinnar eystra, einum frægasta tónleikasal í heimi. Að sögn Bernharðs Wilkinsons, sem stjórnaði flutningnum, tókst hann í alla staði vel og var flytjendum lengi fagnað af fullum sal fólks, ellefu til tólf hundruð manns. Sungin voru ís- lensk lög án undirleiks fyrir hlé en á seinni hluta tónleikanna var Sálu- messa Mozarts á dagskrá. Hópurinn, 104 söngvarar og ann- ar eins hópur aðstandenda, flaug ut- an fimmtudaginn 26. september. Frí var á föstudeginum en að kvöldi laugardags, eftir að tónleikahaldi var lokið kl. 21, var efnt til æfingar í húsi Fílharmóníunnar. „Húsið lætur ekki mikið yfir sér að utan, fellur inn í fjöldann, og það var varla að við tryðum því að við værum á réttum stað. Þegar inn var komið tóku líka við heldur hrörlegir stigar,“ rifjar Bernharður upp. „En svo komum við inn í salinn – og þar blasti dýrðin við. Salurinn er stór- glæsilegur og stóð fyllilega undir væntingum.“ Þegar söngfólkið hafði komið sér fyrir bað Bernharður húsvörðinn um púlt til að geta stjórnað mann- skapnum. „Hann fór afsíðis og kom aftur með forláta púlt og sagði: „Tsjajkovskíj var vanur að nota þetta.“ Þá varð manni endanlega ljóst að maður var á réttum stað.“ Annað var eftir þessu. Húsvörð- urinn sýndi þeim flygil Antons Rub- insteins og þar fram eftir götunum. Vel tekið af hljómsveitinni „Við fundum strax hvað hljómur- inn er tær og góður,“ segir Bern- harður, „en það tók okkur auðvitað smátíma að venjast aðstæðum. Við æfðum vel á sunnudeginum og að morgni mánudags og var hljóm- sveitin með okkur á þeim æfingum. Á sunnudeginum vorum við boðin innilega velkomin en maður sá glöggt að hljómsveitin hafði ekki hugmynd um við hverju hún átti að búast. Hún er ekki vön að spila Mozart mjög mikið og við þurftum að fara yfir ýmis atriði. Það gekk ágætlega og á mánudagsæfingunni gekk allt önnur hljómsveit í salinn. Sami mannskapur en allt annar hljómur. Fagmennskan er greini- lega þarna í fyrirrúmi, fólk sá að ég var ekki þarna kominn til að skemmta mér og hafði greinilega unnið sína heimavinnu.“ Lilja Árnadóttir, formaður Söng- sveitarinnar Fílharmóníu, og Páll Gunnlaugsson, talsmaður Selkórs- ins, taka í sama streng. „Benni náði fljótlega góðu sambandi við hljóm- sveitina og það ríkti greinilega gagnkvæm virðing. Við vorum óneitanlega nokkuð spennt fyrir tónleikana en róuðumst mikið þegar við sáum hvað samvinnan við hljóm- sveitina gekk vel,“ segja þau. Um kvöldið voru svo tónleikarnir. „Þeir áttu að byrja klukkan sjö en hófust ekki fyrr en tíu til fimmtán mínútum seinna, fólk var enn að tín- ast inn klukkan sjö. Ekki svo að skilja að Íslendingum bregði við það,“ segir Bernharður og hlær. Bekkurinn var þéttsetinn og stemmningin góð, að sögn Bern- harðs, Lilju og Páls. „Við vorum sú hætta hafi aldrei verið fyrir hendi. „Það er rétt að fólk lagði mik- ið á sig – en það sér ekki nokkur maður eftir þessu. Það get ég full- yrt,“ segir Lilja. Öll eru þau á einu máli um að sal- urinn sé frábær. Það hafi verið stór- kostleg upplifun að syngja þar. „Það er enginn vafi á því að þetta er besta hús sem ég hef sungið í,“ segir Lilja og Páll tekur heilshugar undir það. Og Bernharður, sem er sigldur maður með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, Blásarakvintett Reykjavíkur og fleirum, talar á sömu nótum. „Þessi salur stenst fyllilega saman- burð við Musikverein í Vínarborg og Carnegie Hall.“ Meðal gesta á tónleikunum var sendiherra Íslands í Rússlandi, Benedikt Jónsson, sem gerði sér ferð frá Moskvu til að hlýða á tón- leikana „enda eins og hann sagði þá var um að ræða langstærsta íslensk- an tónlistarviðburð í Rússlandi til þessa,“ segir Lilja. Kvöldið var svo fullkomnað í mik- illi veislu í höll einni í Pétursborg, þar sem dýrindis krásir voru á borð bornar fyrir hópinn. „Þarna var allt í hæsta gæðaflokki, dinnermúsíkin var meira að segja á sólistastand- ard,“ segir Bernharður og Lilja bætir við að framkvæmdastjóri hússins hafi lokið lofsorði á Íslend- ingana í kveðjuskyni og spurt: Hve- nær komið þið aftur? Þess má geta að kórarnir flytja Sálumessu Mozarts með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í Háskólabíói á fimmtudag og föstudag í næstu viku. „Tsjajkovskíj var vanur að nota þetta“ Ljósmynd/Friðrik Alexandersson Bernharður Wilkinson, Lilja Árnadóttir, Elísabet Erlingsdóttir radd- þjálfari og einsöngvararnir Sesselja Kristjánsdóttir, Davíð Ólafsson, Kolbeinn Jón Ketilsson og Hulda Björk Garðarsdóttir í tónleikasalnum. Söngsveitin Fílharmónía og Selkórinn á sviðinu í Pétursborg ásamt Fíl- harmóníusveitinni. Sungið var fyrir svo gott sem fullu húsi. Elísabet Erlingsdóttir og Jón Karl Einarsson, stjórnandi Selkórsins, við auglýsingu vegna tónleikanna. Þar sem letrið er stærst segir „Wilk- inson“, Mozart er kynntur fjórum línum neðar. „Ætli þetta verði ekki í eina skiptið sem ég er stærri en Mozart,“ segir Bernharður kíminn. orri@mbl.is Í húsakynnum Fílharmóníusveitar Pétursborgar drýpur sagan af veggjum. Fyrir því fundu Söngsveitin Fílharmónía og Selkórinn á tónleikum sl. mánudagskvöld. Orri Páll Ormarsson hlýddi á ferða- sögu tveggja kórfélaga og stjórnandans, Bernharðs Wilkinson. VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala VINIRNIR Pétur og kötturinn Brandur eru sífellt eitthvað að bralla. Og einmitt þegar þeir eru í miðjum klíðum við einhver uppátæk- in kemur nágranninn Gústi og skilur hvorki upp né niður í þessum vitleys- isgangi. Þá hlæjum við. Þessi teiknimynd er gerð eftir bókunum sem hafa notið mikilla vin- sælda hér heima. Líkt og í fyrri myndinni, sem sýnd var fyrir ári, byggist myndin á nokkrum sögum um þá félaga, og fannst mér takast betur í fyrri myndinni að mynda heild í handritinu. Þessi mynd er því Gamaldags og góð KVIKMYNDIR Smárabíó og Laugarásbíó Leikstjórn: Albert Hanan Kamisnki. Handrit: Torbjörn Jansson og Sven Nord- quist. Raddir: Guðmundur Ólafsson, Arn- gunnur Árnadóttir, Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir og Örn Árnason. Sænsk. 80 mín. Svensk Filmindustri 2000. PÉTUR OG KÖTTURINN BRANDUR Hildur Loftsdóttir alls ekkert meistaraverk, en mér lík- aði hversu góð og gamaldags hún er. Persónurnar eru skemmtilega ótískubundnar, en þær eru allar gamlar manneskjur nema kötturinn. Myndin fjallar á rólegan, yfirvegað- an og léttgeggjaðan máta um vin- áttu, að vera sama hvað öðrum finnst, standa á rétti sínum og ekki síst að gera allt sem manni dettur í hug og láta drauma sína rætast. Teikningarnar eru handunnar og skemmtilega lifandi. Takið eftir að bakgrunnurinn er vatnslitaður, sem þótti svo merkilegt við Stitch mynd- ina. Vonandi að það sé byrjunin á aft- urhvarfi til gamaldags teiknimynda, einosg þessarar, sem eru persónu- legri og dýpri. Guðmundur Ólafsson túlkar hinn luralega Pétur á sannfærandi hátt og Arngunnur Árnadóttir gerir Brand lifandi og skemmtilegan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.