Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.10.2002, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 31 Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki á fínu verði. E LD AV É LA R • O FN A R • H E LL U B O R Ð • V IF T U R ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 Fást aðeins hjá okkur og kosta minna en þig grunar! ÓLÖF Sverrisdóttir leikkona frumsýndi ný- verið nýjan einleik um Jóhönnu af Örk á listahátíð í Exeter í Englandi. Ólöf var við mastersnám í leiklist- ardeildinni í háskól- anum í Exeter á liðnum vetri og samdi einleik- inn og flutti sem hluta af lokaverkefni sínu. Hún hefur síðan breytt honum og bætt í því skyni að sýna hann víð- ar. Einleikurinn hlaut nafnið The Fire, eða Eldurinn, og fjallar, að sögn Ólafar, um innri átök Jóhönnu og átök hennar við yf- irvöld. „Sýningin vekur einnig spurningar um hvort við höfum val um hvaða innri raddir við hlustum á og hvað það þýðir að gefa sig al- gjörlega í það sem við trúum á. Við gerð leikþáttarins og túlkun hafði ég til hliðsjónar þá hugmynd Grot- owskis að leikarinn verði að gefa sig algjörlega í það hlutverk sem hann tekur að sér. Hann verður að fórna sjálfum sér eins og sá sem brenndur er á báli fyrir sannfær- ingu sína.“ Þetta er í anda fræðanna sem Ólöf nam hjá Phillip Zarrilli pró- fessor í Exeter síðasta vetur en hann leggur ríka áherslu á jóga og skyldar greinar, svo sem kal- arippayattu, við kennslu sína. „Þetta er liður í því að nálgast leik- listina á nýjum forsendum. Það eru ýmsar leiðir til en Zarrilli leggur mikið upp úr líkamlegum áherslum og hvötum, þar sem hugurinn er fjarlægur og truflar ekki hin hreinu viðbrögð, enda var hann lengi á Ind- landi. Mikil áhersla er lögð á öndun en hún er líka mikilvægur þátt- ur í að nálgast hið innra líf leikarans.“ Ólöf kveðst ætla að halda áfram á sömu braut, tileinka sér þessa tækni og vonar að hún komi til með að fylgja henni sem leik- konu. „Ég hefði aldrei trúað því hvað þetta er spennandi. Það var eins og nýr heimur opnaðist fyrir mér.“ En hvers vegna Jóhanna af Örk? „Ég fékk vitrun. Hún kom bara til mín,“ segir Ólöf og brosir. „Ég hafði ekki velt henni sérstaklega fyrir mér áður en eftir að mér datt hún í hug kom ekkert annað til greina. Ég las auðvitað fjölda bóka um Jó- hönnu af Örk meðan ég var að und- irbúa mig en bókin sem hafði hvað mest áhrif á mig var bók Marinu Warners „Joan of Arc; the image of Female Heroism“. Tónlistin sem ég notaði sem innblástur er eftir Rich- ard Einhorn, „Voices of Light“, sem hann samdi eftir að hafa séð eld- gamla mynd sem heitir „The Pass- ion of Joan of Arc“ sem Carl Dryer gerði 1928. Ég nota þá tónlist í þætt- inum ásamt tónlist Bills Douglas af plötu sem heitir „Peace on you“. Textinn í þættinum er að hluta úr leikriti Jean Anouilh „The Lark“ og úr bókinni „Medieval Woman’s Litterature“ sem Elizabeth Alvilda Petroff tók saman. Síðan samdi ég hluta af textanum sjálf.“ Búsett á Bretlandi Sýningin tekur um 35 mínútur í flutningi en Ólöf hefur hug á að lengja hana aðeins í vetur. „Ég er komin með breskan kærasta og verð búsett í Ashburton, litlum bæ skammt frá Exeter, í vetur. Þar ætla ég að leita mér að vinnu, helst í leikhúsi, og halda áfram að þróa einleikinn og fleiri verkefni. Ég flutti annan einleik, byggðan á Blanche DuBois úr Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams, í skólanum í vor og langar að vinna meira í honum. Sá texti er að hluta til sóttur í verkið en að hluta til spuni. Þar var ég að skoða hvernig mismunandi upphitun getur haft áhrif á leikarann og karakt- ersköpun hans og notaði afródans, tai chi og aðferð Tadashi Suzuki sem útgangspunkta.“ Ólöf tók einnig þátt í sýningu sem byggð er á ævintýrinu Eldfuglinum og var sýnd í listamiðstöðinni í Ex- eter síðastliðið vor. Lék hún þar eitt af burðarhlutverkunum. Fleiri stað- ir hafa nú falast eftir þeirri sýningu og fer hún í leikferð næsta vor. „Þessi sýning gekk mjög vel. Upp- haflega var hún hugsuð sem kynn- ing á leikhópnum en nú hefur hún undið upp á sig. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni.“ En hvað með Jóhönnu, fáum við Íslendingar ekki að sjá hana? „Jú. Ég er þegar byrjuð að þýða þáttinn yfir á íslensku og vonast til að koma með hann heim, kannski í vor.“ Ólöf Sverrisdóttir með einleik um Jóhönnu af Örk í Englandi Á nýjum forsendum Ólöf Sverrisdóttir í hlutverki Jóhönnu af Örk. EGGERT Þór Bernharðsson sagnfræðingur heldur fyrirlest- ur í Norræna húsinu kl. 12.05 á þriðjudag. Fyrir- lesturinn er í há- degisfundaröð Sagnfræðinga- félags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist Matmálstímar og borgarmyndun. Útþensla byggðar í Reykjavík á 20. öld hafði margháttuð áhrif á daglegt líf í höfuðstaðnum og gat valdið fólki ýmiss konar erfiðleik- um. Á árunum 1940 til 1960 var bæjarsamfélagið að taka margvís- legum breytingum og þá gætti ekki síst togstreitu gamalla og nýrra hátta. Meðal þess sem fór úr skorðum hjá fjölda fjölskyldna þegar tók að teygjast á byggðinni var matmálstíminn í hádeginu. Í erindinu verða ræddar ýmsar hlið- ar þessa máls. Eggert Þór Bernharðsson er að- junkt í sagnfræði við Háskóla Ís- lands. Eftir hann liggja tvö bindi af Sögu Reykjavíkur á árunum 1940– 1990 og bókin Undir bárujárns- boga. Braggalíf í Reykjavík 1940– 1970, auk fleiri verka um höfuð- borgina. Matmáls- tímar og borgar- myndun Eggert Þór Bernharðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.