Morgunblaðið - 06.10.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 06.10.2002, Síða 35
hagslega umfangsmiklar rannsókn- ir á Þjórsárverum vegna hins mikla vísindalega gildis sem slíkar rann- sóknir gætu haft, og þá sérstaklega fyrir heiðargæsastofninn í heimin- um.“ Í fréttinni kemur fram að Agnar Ingólfsson, dýrafræðingur, og Jak- ob Björnsson, þáverandi deildar- verkfræðingur hjá Orkustofnun, hafi sótt fundinn. Agnar hafi sagt frá Þjórsárverum út frá náttúru- fræðilegu sjónarmiði en Jakob rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir þar. Urðu miklar umræður um málið á eftir. „Sagði Jakob í viðtali við Mbl að hann hann hafi lagt áherslu á að Íslendingar væru engan veginn reiðubúnir til að hætta við fram- kvæmdirnar en að við þær yrði tek- ið tillit til þessara sjónarmiða og reynt að draga úr skaðlegum áhrif- um á umhverfið.“ Meðhöndlun Halldórs á þessari frétt er með þeim hætti að hann flytur fundinn til London, sem ber ekki vott um vandvirkni í meðferð heimilda, og hann spyrðir saman í eitt UNESCO og alþjóðlegu fugla- verndarsamtökin, sem er heldur ekki vandvirknislegt. Verra er þó að úr því sem hann kveðst taka „orðrétt úr Morgunblaðinu 24ða september 1970“ er sleppt þeim mikilvæga hluta þar sem segir að Íslendingar muni við framkvæmdir í Þjórsárverum taka tillit til nátt- úruverndarsjónarmiða og reyna að draga úr skaðlegum áhrifum á um- hverfið. Það er nákvæmlega það sem Ís- lendingar munu gera. Íslendingar hafa staðið sjálfir fyrir mjög um- fangsmiklum rannsóknum í Þjórs- árverum allt frá 1970 til þessa dags. Þær voru í fyrstu á vegum Orkustofnunar, en síðar Lands- virkjunar, og voru unnar af íslensk- um vísindamönnum. Engar fram- kvæmdir voru gerðar í Þjórsárverum áður en umfangs- miklar rannsóknir fóru þar fram, eins og alþjóðlegu fuglaverndar- samtökin óskuðu eftir. Þessar rannsóknir hafa leitt til þess að til- högun miðlunar í Þjórsárverum hefur verið stórlega breytt frá þeim hugmyndum sem uppi voru 1970 og kynntar voru á fundinum í Hol- landi. Reynt hefur verið að draga úr skaðlegum áhrifum á umhverfið, eins og lofað var á fundinum, og komið hefur verið mjög verulega til móts við sjónarmið náttúruvernd- armanna. Allar horfur eru nú á að það standi sem Jakob sagði á fund- inum í Hollandi 1970: Íslendingar hætta ekki við framkvæmdir í Þjórsárverum en þeir munu í þeim taka tillit til náttúruverndarsjónar- miða og reyna að draga úr skaðleg- um áhrifum á umhverfið. Firrur Í grein Halldórs er að finna ýms- ar firrur. Til dæmis segir hann: „Margt bendir til þess að fólk sem hér settist að hafi litið á náttúru Ís- lands eins og bráð sem þarna var búið að hremma. Skynbragð á feg- urð lands var ekki til hjá þessu fólki. Slíkt kom ekki til skjalanna fyrr en þúsund árum eftir að hing- að barst fólk.“ Það er vitaskuld einber firra að skynbragð á fegurð lands hafi ekki komið til hjá manninum, þar með töldum Íslendingum, fyrr en þús- und árum eftir landnám Íslands. Á öllum öldum, svo langt aftur sem sögur ná, hefur maðurinn haft skynbragð á fegurð lands. Hitt er allt annað mál að mat manna á feg- urð lands hefur ekki verið óbreytt alla tíð. Stórborgarbúi nútímans, sem lifir og hrærist í manngerðu umhverfi dag og nótt mestallt árið, lítur af eðlilegum ástæðum ósnerta náttúru öðrum augum en sveita- maðurinn sem hefur hana fyrir augunum á hverjum degi. Af því má ekki álykta að sveitamaðurinn hafi ekkert fegurðarskyn á land. Og hörð lífsbarátta fyrri alda setti sinn svip á fegurðarskynið: Það var fallegt þar sem vel veiddist. Það land er ávallt fegurst sem best full- nægir brýnum þörfum manna hverju sinni. En brýnar þarfir manna breytast í tímans rás og eru ekki hinar sömu í milljónaborg og strjálbýli. Það er einnig firra, eða kannske fremur misskilningur hjá Halldóri vegna þess að hann hefur ekki kynnt sér málið nægilega, að raf- magn frá 54 megawatta virkjun í Laxá hafi verið ætlað til þarfa „stórra „orkunotenda“ útlendra á borð við Aluminium suisse“. Mér vitanlega hefur engum dottið í hug að byggja álvinnslu á því rafmagni sem afgangs yrði frá 54 MW virkj- un þegar hratt vaxandi almennings- þörfum hefði verið mætt. Almenn raforkuþörf óx miklu hraðar á tím- um Laxárdeilunnar en nú hin síðari ár. Lokaorð Halldór Kiljan Laxness var mesti rithöfundur sem Íslendingar hafa eignast. Í skáldverkum sínum, og raunar víðar, hefur hann verið öfl- ugur talsmaður mannúðar og mannkærleika. Hann hefur birst okkur sem mannvinur. Eins og að framan er rakið felur sú túlkun hans á baráttu Íslendinga fyrir til- veru sinni um aldir að hún hafi ver- ið hernaður gegn því landi sem þeir bjuggu í og lifðu af í sér mjög ómaklegar aðdróttanir að gengnum kynslóðum Íslendinga og eru í al- geru ósamræmi við mannúðarvið- horf þau sem eru aðalsmerki skáld- skapar hans. Það, ásamt óvandaðri meðferð heimilda í greininni og ýmsum firrum í henni, gerir það að verkum að hún verður að teljast slys. Öllum getur orðið á slys. Óþarfi er að halda þeim sérstaklega á lofti. Við skulum gleyma slysinu en muna mannvininn. Höfundur er fv. orkumálastjóri. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 35 Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 BÓLSTAÐARHLÍÐ 50 GÓÐ STAÐSETNING Góð 4ra herbergja íbúð á fjórðu hæð (efstu), 92,4 fm, í nýlega viðgerðu fjölbýlishúsi, vel stað- settu við Bólstaðarhlíð. Í íbúð- inni eru m.a. þrjú svefnherbergi, rúmgott eldhús, stofa með svöl- um í suðvestur. Stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 11,7 millj. Bjalla merkt 4 HM hjá Önnu og Benjamín. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, LAUFENGI Góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýli, sérinngangur. Viðarinnrétt, þvottaðast. í íb. Góð aðkoma, útsýni. 80 fm. Verð 11,1 millj. Áhv. 5,3 húsbr. nr. 2297 Skrifstofan opin í dag frá kl. 12-14 NÝJAR EIGNIR Á SKRÁ HJÁ OKKUR HRAFNHÓLAR - LYFTUHÚS Mjög góð og mikið endurnýjuð 96,0 fm íbúð á 5. hæð. Húsið er allt ný klætt að utan og því viðhaldsfrítt. Góð bílastæði við húsið. Stutt í skóla og flesta þjónustu. Áhv. 6 millj. Verð 12,3 millj. nr. 2316 BLÁHAMRAR - 4ra herb. Rúmgóð og björt 107,0 fm endaíbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli. Sérinngangur af saml. svölum. Glæsilegt útsýni. Laus strax. Verð 13,4 millj. nr. 2134 BOÐAGRANDI 2ja herbergja íbúð á 1. hæð um 52 fm. Sérgeymsla í kjallara og stæði í bílgeymslu. Mikil sameign. LAUS FLJÓTLEGA. Verð 8,8 millj. nr. 2215 SKÚLAGATA Góð 2ja herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Góðar innréttingar. Parket. Suðursvalir. Geymsla. Laus 01/12 ´02 Áhv. húsbréf 3,5 millj. Verð kr. 7,9 millj. KJARRMÓAR Gott raðhús á 2 hæðum ásamt sérgarði í suðvestur. Rólegt og gott hverfi. Húsið er 83 fm, góð stofa, gott eldhús fallegt útsýni. Verð 13,7 millj. nr. 2306 SELÁSHVERFI - RAÐHÚS Gott hús á tveimur hæðum við Þingás með innbyggðum bílskúr. Stærð um 209 fm. Góð staðsetning. Mahony innréttingar. Sól- pallur. Áhv. byggsj. 3,7 millj. nr. 2316 HLÍÐARSMÁRI Til leigu 100-400 fm á götu- hæð í nýju og glæsilegu húsi Sparisjóðs Kópavogs. Til af- hendingar strax. Stórir versl- unargluggar, góð bílastæði. Innkeyrsludyr. Húsið hefur gott auglýsingagildi. Hentar vel verslun og þjónustu. Uppl. DAN. Furugrund 4 - Kóp. - einbýli á einni hæð OPIÐ HÚS Mjög vandað um 164 fm einbýlishús á mjög góðum stað með innb. 32 fm bílskúr. Húsið skiptist í stórar stofur með góðri lofthæð, um 17 fm sólstofu, tvö rúmgóð herb. (3 skv. teikn)., eldhús og bað, snyrtingu, þvottahús og búr. Stór og falleg lóð til suðurs. Laust fljótlega. Ákv. sala. Húsið verð- ur til sýnis í dag sunnudag milli kl. 14 og 17. V. 22,5 m. 2693 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 STAÐARBAKKI 16 - OPIÐ HÚS Hér er um að ræða fallegt og vel viðhaldið 215 fm endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. M.a. stórar stofur með vestursvölum og góðu útsýni, 3-4 svefnherbergi, gufubað, og fl. Flísar, parket og teppi á gólfum. Verð 20,9 millj. Húsið verður til sýnis í dag milli kl. 14 og 17. Opið á skrifstofu okkar í dag milli kl. 12 og 14.  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Til sölu vandað ca 140 fm einbýlishús ásamt 40 fm bílskúr og sólstofu. Húsið er mikið end- urnýjað, klætt að utan með áli og með nýlegu hallandi þaki. Eigendur taka á móti áhugasömum kaup- endum í dag, sunnudag, frá kl. 14-18. Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. OPIÐ HÚS VORSABERG 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.