Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björn Gissurar-son fæddist í Drangshlíð undir A- Eyjafjöllum í Rang- árvallasýslu hinn 10. janúar 1911. Hann lést á Landspítalan- um-háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 21. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gissur Jónsson, bóndi og hreppstjóri í Drangshlíð, f. 15.12.1868, d. 24.2. 1945, sonur Jóns Hjörleifssonar bónda þar og hreppstjóra í Eystri-Skóg- um, og kona hans Guðfinna Ísleifs- dóttir, ljósmóðir og húsfreyja í Drangshlíð, f. 5.2. 1877, d. 23.12. 1971, dóttir Ísleifs Magnússonar bónda á Kanastöðum í A-Landeyj- um. Björn var níundi í röð tólf al- systkina – auk fóstursystkina. Systkini hans eru: 1) Gissur, f. 5.6.1899, d. 30.12. 1984; 2) Ísleifur, f. 2.11. 1900, d. 4.9. 1902; 3) Guð- rún, f. 23.6. 1902, d. 21.8. 1903; 4) Ísleifur, f. 13.7. 1903, d. 3.9. 1967; 5) Jón Ástvaldur, f. 13.2. 1906, d. 31.8. 1999; 6) Sigríður, f. 27.3. 1907, d. 24.1. 1909; 7) Björn, f. 13.9. 1908, d. 30.1. 1909; 8) Sig- ríður, f. 27.11. 1909; 9) Guðrún, f. 7.4. 1912; 10) Tryggvi, f. 22.3. 1916, d. 30.12. 1916; 11) Ása, f. 5.10. 1920. Fósturbróðir: Kristinn Skærings- son, f. 25.4. 1932. Björn tók við búi foreldra sína ásamt bróður sínum Ísleifi og stunduðu þeir búskap saman í Drangshlíð. Eftir lát Ís- leifs 1967 bjó hann einn en brá búi 1976 og flutti þá til systur sinnar og mágs, Ásu og Guðmundar Guð- jónssonar í Kópavogi, og átti hann þar heimili síðan. Útför Björns fer fram frá Kópa- vogskirkju á morgun, mánudag- inn 7. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bíllinn silast áfram í austurátt. Sá sem hér heldur á penna er 8 ára gamall og á leið austur undir Eyja- fjöll í fylgd með móðurbróður sín- um, Ísleifi, til fyrstu sumardvalar. Farartækið er hálfkassabíll frá kaupfélaginu Þór á Hellu. Hann er allan daginn á leiðinni enda víða stansað til að afhenda vörur. Þegar líður á daginn koma Eyjafjöllin í ljós. Kunnugleg sjón því ég hef komið hingað á hverju sumri frá fæðingu. Eftirvæntingin eykst jafnt og þétt. Hvert kennileitið af öðru kemur í ljós: Markarfljót, Selja- landsfoss, Steinabæirnir, bæirnir undir Raufarfelli þar sem líka býr frændfólk, Hrútafell, Skarðshlíð og loks blasir Drangurinn í Drangshlíð við. Þangað er ferðinni heitið. Hlýj- ar móttökur undir grængrónum hömrum og brekkum. Þar er nota- legt að sofna eftir langt ferðalag við kliðinn í fýlnum í fjallinu fyrir ofan bæinn. Vakna til að fara í fjósið, gantast við hundinn, reka kýr, gefa hænsnum, veltast í kafgrasi og hvannstóði, klifra í klettum. Í Drangshlíð búa þeir félagsbúi bræðurnir Björn og Ísleifur Giss- urarsynir, báðir ókvæntir menn á fimmtugsaldri. Hafa fyrir nokkrum árum tekið við búi foreldra sinna. Þar er líka ráðskona, Guðrún Úlf- arsdóttir, greind dugnaðarkona og barngóð. Sonur hennar, Ingólfur Björnsson, tæplega þrítugur og upp alinn á bænum, er vinnumaður á búinu. Og svo kaupstaðarbörn, eitt eða fleiri eftir atvikum. Bæjarhúsið er farið að eldast, timburhús byggt um aldamótin, en veglegt á þeim tíma. Þar mætast með sérstæðum hætti gamall og nýr tími. Flestir sofa í baðstofu sem líka er aðalíverustaður og borðstofa. Í betri stofu er sjaldan farið nema gesti beri að garði. Sérstakt and- dyri leyfir inngöngu gesta beint til stofu en það er sjaldan notað. Inn af stofu er gestaherbergi, fyrrum svefnherbergi ömmu og afa. Inn af eldhúsi er gengt í búr og skilvind- uhús. Þar er handsnúin mjólkurskil- vinda og bullustrokkur, stundum notaður. Kaffilykt í eldhúsi og nota- legur krókur fyrir morgunverð, skyrhræring og slátur. Á geymslulofti kennir ýmissa grasa sem vekja forvitni. Hagldir og hárbandsreipi, gamall söðull og fleira fornra gripa. Þar eru líka kynstur af gömlum tímaritum sem unun er að liggja við að lesa þegar regnið bylur á þakinu og ekki viðrar til útiverka. Þar má heyja sér ýms- an fróðleik. Í stofu eru líka bækur af ýmsu tagi. Þar eru æsispennandi reyfarar útgefnir upp úr aldamót- um – sumar sögurnar hafði amma reyndar kunnað nær utanað og sagt af fágætri list. En þar eru líka ann- ars konar bækur um búskap og tækni, um göngur og réttir, vélar og tæki, markaskrá. Bók um landbún- aðarvélar vekur bjargfasta ákvörð- un um að verða verkfræðingur á sviði landbúnaðarvéla. Ákvörðunin verður tekin til endurskoðunar síð- ar. Og svo eru skáldverk íslensk eins og víða á menningarheimilum. Björn bóndi hefur herbergi við hlið baðstofu. Þar hefur hann skrif- púlt sem hann stendur jafnan við seint á kvöldin og skrifar dagbók. Það gerir hann nær alla ævi en eng- inn fær að lesa þau skrif því þeim skal eytt að honum látnum. Þar fer forgörðum mikill fróðleikur en Björn er dulur og hefur sitt út af fyrir sig. Hugur hans er fáum op- inn. En með einum getur hann verið ræðinn og við kartöflustúss í jarð- hýsi spjallar hann sitthvað við ung- an dreng og fer með frumortar vís- ur. Þeim kveðskap flíkar hann ekki annars staðar. Björn spyr líka margs um nám og skólagöngu – hefur sérstakan áhuga á landafræði. Hann á það til að bregða á leik við börnin þegar stund gefst á helgi- degi og þá er gaman að loka hund- inn inni meðan Björn felur sig – svo er hundinum sleppt og hann leitar húsbónda síns og finnur von bráðar. Enda er hundurinn Björns og einskis annars. Kötturinn forðast hann hins vegar eins og heitan eld- inn og vanþóknunin er gagnkvæm. Kötturinn þýðist engan nema ráðs- konuna sem gefur honum við eld- húsgluggann fyrir allar aldir. Björn er árrisull og oftar en ekki tekur hann af drengnum ómakið að sækja kýrnar fyrir morgunmjaltir svo frændinn geti sofið ögn lengur. Það er mikið unnið en engin vinnu- harka. Það er sífellt verið að hlífa börnunum við erfiði og hættum og ekki laust við óþolinmæði hjá þeim sem langar sem fyrst að verða gjaldgengur ökumaður á dráttarvél. En þó leyfist manni að taka virkan þátt í bústörfum með því að sitja á rakstrarvél sem dregin er af gæfri hryssu. Og fara á hestbaki nokkura kílómetra leið til að færa mat á engjar þegar sumri hallar. Búið er myndarlegt, nýtt fjós hýsir á þriðja tug mjólkurkúa, vélar til mjalta, súgþurrkun í hlöðu. Einnig talsverður fjárstofn þó að af- réttur sveitarinnar sé lítill og ekki rúm fyrir stórt safn. Það er jafn- ræði með þeim bræðrum, Birni og Ísleifi, og svo að sjá sem ákvarðanir um búreksturinn séu teknar án þess að mikið þurfi að ræða þau mál. Björn er fjármaðurinn og hefur yndi af því að umgangast sauðfé, Ís- leifur er meira fyrir smíðar, hagur á tré og járn. Á bæði gamla eldsmiðju og ný logsuðutæki. Tekur í nefið en Björn ekki. Björn ræður ríkjum í gömlum reykkofa þaðan sem kemur heimsins besta hangikjöt. Báðir kunna vel til verka við vegghleðslu enda fjárhús gömul með grjóthlöðn- um veggjum sem þarf að halda við. Við heyannir starfa allir sem vett- lingi geta valdið. Þannig er lífið. Að loknum kvöldmjöltum er borðað, BJÖRN GISSURARSON Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l Þ ó rh 1 2 7 0 6 2 ✝ Helga Þórodds-dóttir frá Alviðru í Dýrafirði fæddist á Birnustöðum í Dýra- firði 24. október 1905. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 26. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin María Bjarnadóttir, f. 10. apríl 1881, d. 29. október 1969, og Þór- oddur Davíðsson, f. 26. september 1874, d. 22. janúar 1956. Systkini Helgu voru tíu: Magnús- ína, f. 7.1.1901, d. 13.12. 1981, Kristbjörg, f. 27.8. 1902, d. 21.8. 1997, Sigríður Jensína, f. 11.5. 1904, d. 11.10. 1914, Guðbjörg, f. 2.9. 1907, d. 24.2. 1941, Jóhannes, f. 2.9. 1907, d. 30.1. 1986, Kristján, f. 1.1. 1909, d. 12.1. 1969, Þorvald- ur Ásgeir, f. 23.6. 1912, d. 9.5. 1928, Sigurjón, f. 16.9. 1914, d. 23.11. 1997, Sigríður, f. 13.11. 1915, d. 4.12. 1999, og Rögnvald- ur, f. 4.6. 1917, d. 29.6. 1957. Helga giftist 24. október 1927 Guðmundi Helga Guðmundssyni, f. 27. apríl 1897, d. 21. ágúst 1984. Þeirra börn eru: 1) Sólveig, f. 23.9. 1928, d. 4.1. 1930. 2) Þorvaldur Veigar læknir, f. 15.7. 1930, maki Birna Friðriksdóttir skrifstofu- maður, f. 5.5. 1938. Þeirra börn eru: a) Helga, f. 9.11. 1958, maki Douglass Turner, f. 9.1. 1955, b) Sólveig, f. 1.6. 1961, maki Valgeir Ómar Jónsson, f. 23.7. 1955, c) Arndís Björg, f. 19.11. 1973. 3) Ragn- heiður Ósk hjúkrun- arfræðingur, f. 24.10. 1937, maki Theódór Kristjáns- son kennari, f. 5.12. 1936, d. 29.7. 2000. Börn Ragnheiðar fyrir hjónaband: a) Þóroddur og b) Guð- mundur Helgi Þór- arinssynir, f. 7.8. 1959, faðir Þórarinn Ólafsson, f. 20.3. 1935, d. 23.2. 1998. Maki Guðmundar Helga er Laufey Sveinbjörnsdótt- ir, f. 2.7. 1959. Börn Ragnheiðar og Theódórs eru: c) Kristján, f. 19.8. 1963, maki Pála Árnadóttir, f. 25.7. 1964, d) Soffía, f. 1.2. 1965, maki Þröstur Stefánsson, f. 14.4. 1956, e) Hálfdán, f. 4.7. 1968. Langömmubörnin eru tólf og eitt langalangömmubarn. Helga fluttist tveggja ára gömul með foreldrum sínum til Alviðru þar sem hún ólst upp og bjó þar til hún og Guðmundur Helgi stofn- uðu eigið heimili. Á árunum 1937 til 1969 bjuggu þau á Ísafirði en fluttust þá til Reykjavíkur og bjuggu þar meðan bæði lifðu. Helga var húsmóðir meðan starfs- kraftar hennar entust. Eftir lát Guðmundar 1984 fluttist hún að Ási í Hveragerði. Útför Helgu fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, mánudag- inn 7. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Helga Þóroddsdóttir frá Alviðru í Dýrafirði hefur nú kvatt þessa jarð- vist eftir tæplega 97 ára ævigöngu, þreytt og sátt við að fara. Auðvitað kemur það ekki á óvart þegar há- öldruð kona andast, frekar má segja að það hafi komið á óvart hversu oft hún hafði náð sér eftir veikindi sem ætla mátti að yrðu henni ofraun. Og nú kveðjum við móður, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu – og reyndar er líka lítið langalangömmubarn – og mig lang- ar til þess að minnast með nokkrum orðum þessarar konu sem hvergi lét á sér bera, var ekki í neinu fé- lagi, skrifaði ekki greinar í blöð og var nánast óþekkt utan þröngs fjöl- skyldu- og vinahóps. En hún til- heyrði þeirri kynslóð sem spratt úr grasi þegar von um bættan hag og trú á framtíð lands og þjóðar voru að ná fótfestu í sveitum landsins. Bændur fengu ný tól og tæki sem gjörbreyttu búskaparháttum, þeir byggðu nýja bæi og börnin gengu í skóla. Ungmennafélögin stóðu fyrir söng, dansi og gleði sem fram undir þetta hafði varla þekkst. Og þessi kynslóð hafði einn áberandi kost. Hún heimtaði ekkert af öðrum, vann baki brotnu að því að skila sínu dagsverki af heiðarleika, trú- mennsku og samviskusemi. Hefðbundin skólaganga Helgu var ekki löng, fremur en flestra annarra sveitabarna. En skóli lífs- ins varð þeim mun lengri og það var ekki alltaf létt ganga. Og þar var ekki skrópað, slugsað né komist undan hlutunum. Hún fæddist á Birnustöðum í Dýrafirði, bæ sem stóð hátt uppi í snarbrattri fjalls- hlíðinni utarlega í firðinum norð- anverðum. Í dag yrði þessi bær úr- skurðaður óhæfur til búsetu. En þá skipti öllu máli að hafa jarðnæði, vera eigin húsbændur. En það voru betri dagar í vændum, fjölskyldan fluttist að Alviðru, innar í firðinum, þar sem undirlendi er mikið og jarðnæðið gott. Helga var þriðja í röðinni af ellefu systkinum. Afi og amma bjuggu á næstu grösum. Árið sem Helga fæddist voru íbúar Mýr- arhrepps 497. Í dag búa á svæðinu milli 60 og 70 manns. Á 22 ára afmælisdaginn sinn þ. 24. október 1927 giftist Helga ná- granna sínum og æskuvini Guð- mundi Helga Guðmundssyni frá Arnarnesi. Daginn eftir yfirgáfu þau sveitina sína og fluttu að Hjöll- um í Skötufirði til þess að annast búið fyrir systur Guðmundar sem hafði þá misst manninn sinn. Þetta voru mikil viðbrigði. Skötufjörður- inn er langur og þröngur, bæirnir fáir og langt til næstu nágranna, aðalsamgönguleiðin var sjórinn, og langt „heim“ í Dýrafjörð. En ná- grannarnir tóku ungu hjónunum opnum örmum. Og ári síðar fæddist dóttirin Sólveig, falleg og vel af Guði gerð. Ungu hjónunum leið vel. En 15 mánaða gömul veiktist Sól- veig og ekkert varð við ráðið. Litla gröfin er í Ögurkirkjugarði. Þá gat Helga ekki hugsað sér að vera leng- ur í Skötufirðinum og þau fluttu heim í Alviðru. Ljósglæta var þó í myrkrinu. Lítill drengur fæddist um sumarið og fékk nafn systur sinnar – Veigar – Þorvaldur Veigar. Næstu árin var fjölskyldan í Al- viðru, bjó svo á Flateyri í eitt til tvö ár og fluttist svo til Ísafjarðar. Þar bættist lítil stúlka í hópinn – Ragn- heiður Ósk – þau fengu hana í tíu ára brúðkaupsafmælisgjöf. Á Ísa- firði stóð heimili Helgu og Guð- mundar til 1969 að þau fluttu til Reykjavíkur. En slétt og fellt gekk það nú ekki. Veturinn 1941, þegar sonur- inn var tíu ára og dóttirin þriggja ára, veiktust þau bæði af berklum sama dag og voru síðar flutt saman á sjúkrahúsið á Ísafirði. Þann dag brast strengur í brjósti Helgu. En allt fór vel um síðir, börnunum batnaði, uxu úr grasi, urðu nýtar og góðar manneskjur, giftust og eign- uðust börn. Og þá var eins og hinn brostni strengur yrði heill á ný, Helga sá ekki sólina fyrir barna- börnunum, naut þess að sinna þeim litlum og síðar meir að fylgjast með þeim í blíðu og stríðu. Guðmundur Helgi hafði alla tíð verið á sjó frá því að þau komu frá Hjöllum og var stýrimaður á Fagranesinu – bátn- um sem sinnti vöru- og fólksflutn- ingum um Ísafjarðardjúp. Árið 1947 varð hann á milli skips og bryggju með vinstri handlegginn og þar með var hans sjómennsku lokið. Þetta var því verra að hann var örv- hentur. En hann réðst næturvörður á símstöðina á Ísafirði og gegndi því starfi þar til hann veiktist sjálf- ur af berklum 1966. Eftir það flutt- ust þau suður til Reykjavíkur. Guð- mundur Helgi lést árið 1984 og þá fluttist Helga á dvalarheimilið Ás, sem hefur verið hennar heimili síð- an, að undanteknum nokkrum árum á Grund eftir slæma byltu. Síðustu fjögur árin hefur hún átt heimili á hjúkrunarheimilinu Ási og notið þar einstakrar umönnunar starfs- fólksins. Þetta er í hnotskurn ævi- ferill 97 ára gamallar konu, sem ekki lætur eftir sig stórvirki á neinu sviði nema því að hafa alltaf verið til taks, alltaf verið á sínum stað, alltaf verið tilbúin ef til henn- ar var leitað. Og alltaf hvatt sína af- komendur á þann einfalda hátt að vera hreykin af þeim. Fyrir fjörutíu og fjórum árum varð ég tengda- dóttir Helgu og Guðmundar. Þau opnuðu fyrir mér heimili sitt og hjörtu og þar hefur mér ævinlega liðið vel. En allt tekur enda. Helga lést 26. september, sem var afmæl- isdagur föður hennar. Við söknum HELGA ÞÓRODDSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálks- entimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN BENEDIKTSSON, Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit, lést föstudaginn 4. október. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Sólveig Jóhannsdóttir, Einar Grétar Jóhannsson, Elva Hermannsdóttir, Jóhann Eysteinsson Auðbjörg Geirsdóttir, Einar Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.