Morgunblaðið - 12.10.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.10.2002, Qupperneq 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 19 VEITINGAHÚS BÝÐUR UPP Á ÍSLENSKT JÓLAHLAÐBORÐ 2002 Hveragerði Selfoss IngólfsfjallINGÓLFSSKÁLI 1 374 Upplýsingar og borðapantanir Básinn / Ingólfsskáli veitingahús Efstalandi Ölfusi • Sími: 483-4160 & 483-4666 • Fax: 483-4099 • E-mail: basinn@islandia.is • Heimasíða: www.basinn.is Í glæsilegum sal Ingólfsskála munu langborðin svigna undan ljúffengum mat og drykk á komandi aðventu. Komið og upplifið sanna íslenska jólastemmingu, aðeins 40 mín. akstur frá Reykjavík Ljúf lifandi tónlist. Tökum vel á móti öllum, starfmannafélögum, klúbbum, hópum og einstaklingum. „MÉR blöskrar þessi mikli kostnað- ur sem fólk lendir í við þessar að- stæður, þegar það fer úr félagslega kerfinu yfir á frjálsan markað,“ segir Árni Valdimarsson, fasteignasali á Selfossi. Fyrirtæki hans annaðist kaup og sölu fasteigna fyrir konu í Reykjavík en hún seldi félagslega eignaríbúð og keypti aðra á frjálsum markaði. Árni gagnrýnir það að greiða þurfi upp áhvílandi lán á fé- lagslegum íbúðum. „Það má stofna nýjan flokk um fé- lagslegu lánin og hafa skilmála þeirra til samræmis við aðra lána- flokka í kerfinu svo fólk þurfi ekki að greiða lánin upp við sölu íbúðanna. Með þessu má forða fólki frá óheyri- legum kostnaði eins og dæmið um konuna sannar,“ segir Árni. „Konan átti 3ja herbergja fé- lagslega íbúð sem hún seldi fyrir 9 milljónir og á henni hvíldi 7,5 millj- óna króna lán úr félagslega kerfinu. Hún keypti íbúð fyrir 9 milljónir í fjölbýlishúsi úti á landi. Kaupandi fé- lagslegu íbúðarinnar greiddi fyrir hana með 7,5 milljónum í húsbréfum. Þá blasti það við að konan þurfti að greiða upp félagslega lánið á íbúð- inni. Hún leitaði til banka síns sem bauð henni yfirdrátt á reikningi hennar fram til þess tíma að hún fengi húsbréfin afhent. Til viðbótar við yfirdráttarvextina þurfti konan að greiða bankanum 18 þúsund í um- sýslugjald. Þegar þetta er afstaðið og búið að fá kvaðalaust afsal frá húsnæðisnefnd Reykjavíkur þá stendur konan með húsbréfin sín í höndunum og þarf að selja þau hjá viðskiptavökum. Þá voru afföllin 10% af bréfunum sem voru upp á 7,5 milljónir. Þarna fóru 750 þúsund af bréfunum en þau notaði hún til að greiða yfirdráttarlánið, 7,5 milljónir, sem hún tók í bankanum en vegna affallanna dugðu bréfin ekki til en auk þess bættist við 50 þúsund króna kostnaður vegna yfirdráttarins. Síðan kom til frekari kostnaður hjá konunni vegna nýju íbúðarinnar, lántökugjald sem var um 200 þús- und, af láni sem hún tók. Svo tók konan ný húsbréf vegna nýju íbúðar- innar samtals 7,5 milljónir og þar fóru einnig 10% í afföll, 750 þúsund krónur. Auk þess greiddi konan fast- eignasalanum 200 þúsund. Með þinglýsingarkostnaði nam aðgerðarkostnaður konunnar 2,0 milljónum króna við að skipta um íbúð. Eignamyndun hennar í gömlu íbúðinni, 2,0 milljónir, fór öll í kostn- að. Þarna fór sem sagt ávinningur konunnar í milliliðina,“ sagði Árni og kvaðst finna til með fólki sem lenti í þessu en þetta mætti laga. Hann sagði og að þegar sveitar- félögum var heimilað að hverfa frá kauprétti á þessum íbúðum hefði átt að gera þá breytingu hjá Íbúðalána- sjóði að hafa þessi lán í sérstökum flokki með skilmálum til samræmis við aðra lánaflokka. Hefði það verið fyrir hendi í tilfelli konunnar segir Árni að kaupandi félagslegu íbúðar- innar hefði getað yfirtekið lánið eins og hvert annað áhvílandi lán á fast- eignum og konan sloppið við afföllin á húsbréfunum og kaupandinn við lántökugjaldið. Árni tók fram að öll þjónusta starfsfólks Íbúðalánasjóðs væri til mikillar fyrirmyndar og það væri ekki til bóta að færa starfsemi hans inn í bankakerfið. „Blöskrar óþarfa kostn- aður sem fólk lendir í“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Árni Valdimarsson, fasteignasali á Selfossi. Selfoss Mikill kostnaður við að fara úr félagslega kerfinu ÁRBORGARSVÆÐIÐ GRINDVÍKINGUM fjölgar stöðugt og sést það vel á því að einsetni skól- inn var skyndilega orðinn of lítill. Bæjarstjórn brá á það ráð að kaupa lausar kennslustofur þar sem bekk- irnir eru orðnir 22, en skólinn byggð- ur sem 20 deilda skóli. Það var mikil tilhlökkun hjá þeim nemendum sem fá nýju stofurnar enda að koma úr bráðabirgðahúsnæði sem sem hentar ekki til kennslu. Gunnlaugur Dan Ólafsson, skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur, var ekki síð- ur ánægður með nýju skólastofurnar. „Þetta var orðið mjög brýnt að fá viðbótarhúsrými. Ástæðan fyrst og fremst veruleg fjölgun í skólanum, á tveimur árum úr 20 bekkjum í 22. Þessi mál eru leyst á þennan hátt núna en í framtíðinni er gert ráð fyrir því að það rísi önnur skólabygging annars staðar í bænum. Þessi viðbót er því hugsuð til að brúa þetta bil. Þá hafa verið verulegar framkvæmdir við skólalóðina þar sem leiktækjum hefur verið fjölgað til muna.“ Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Nýjum skólastofum komið fyrir við Grunnskóla Grindavíkur. Lausar stofur settar upp við skólann Bætt úr brýnum húsnæðisvanda Grindavík ÚTBOÐ á fyrsta áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar verður aug- lýst á mánudag. Tekinn verður fyrir 8,6 km kafli, frá Hvassahrauni og upp á Strandarheiði. Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi breikk- unar brautarinnar frá sveitarfélaga- mörkum Vatnsleysustrandarhreps og Hafnarfjarðar og til Njarðvíkur. Fyrsti áfangi þessa verks verður boðinn út á mánudag. Þar er um að ræða 8,6 km kafla frá bæjarmörkum Hafnarfjarðar í Hvassahrauni og upp á Strandarheiði. Á þessari leið liggur vegurinn m.a.um Kúagerði. Byggð verða tvenn mislæg vegamót, við Vatnsleysustrandarveg og Hvassahraun. Vegagerðin býður tvær útfærslur á slitlagi á Reykja- nesbrautina, malbik eða steinsteypu. Verktakinn á að skila verkinu full- kláruðu 1. nóvember 2004. Fyrsti áfangi tvö- földunar boðinn út Reykjanesbraut
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.