Morgunblaðið - 12.10.2002, Qupperneq 38
UMRÆÐAN
38 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI er langt síðan kjósendur í
Reykjavík gengu til kosninga og
kusu fulltrúa sína í borgarstjórn. Í
kosningabaráttunni voru ýmis mál
rædd og frambjóðendur gáfu fyrir-
heit um hvernig staðið yrði að mál-
um. Nú nákvæmlega 20 vikum eftir
að Reykvíkingar kváðu upp sinn
dóm er athyglisvert að skoða stöð-
una og bera saman orð og efndir
þeirra sem hlutu það traust að fara
áfram með forystu í borginni.
Börnin í borginni
Skólamál voru stórmál í kosninga-
baráttunni og bæði framboðin sögðu
það algjört forgangsmál að tryggja
börnunum í borginni bestu aðstæður
til náms. Það er því í litlu samræmi
við loforðin að við upphaf skólaárs í
haust gátu margir reykvískir grunn-
skólar ekki hafið störf vegna vand-
ræða með skólahúsnæði, aðbúnað og
fleira. Verst var ástandið í Klébergs-
skóla þar sem skólahald var í algjörri
upplausn. Mikil umræða hefur verið
í fræðsluráði vegna þessarar stöðu
og hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins, kennara og foreldra ítrekað lýst
yfir áhyggjum vegna hennar.
Fulltrúar R-listans hafa m.a. svarað
því til að það hljóti að „verða mark-
mið að skólar verði tilbúnir og hæfir
til kennslu þegar starf hefst að
hausti.“ Slíkur „metnaður“ getur
ekki talist í samræmi við fyrri yf-
irlýsingar R-listans, enda hljóta
nemendur og foreldrar að geta gert
þá lágmarkskröfu til borgaryfir-
valda að skólastarf hefjist á tilsettum
tíma.
Samráð um skipulagsmál
Fyrir kosningar sögðu fulltrúar
R-listans ítrekað að borgarbúar
þyrftu ekkert að óttast í skipulags-
málum. Hvorki á Geldinganesi,
Landssímalóðinni í Grafarvogi né á
landfyllingum við Eiðsgranda yrði
hafist handa við framkvæmdir án
samráðs við borgarbúa. „Þannig vill
Reykjavíkurlistinn vinna“ sagði m.a.
í kosningaplaggi hans. Á þeim 20 vik-
um sem liðnar eru frá kosningum
hefur R-listinn fengið óvenju mörg
tækifæri til að sýna vilja sinn í verki.
Þau tækifæri hefur hann hins vegar
jafn oft látið ónýtt. Fyrirhugaðar
framkvæmdir í Norðlingaholti, á
Landssímalóðinni, í Suðurhlíðum og
Stakkahlíð eru allt dæmi sem færa
borgarbúum því miður heim sanninn
um að lítið hefur verið gert með fyrr-
greind fyrirheit. Í öllum þessum
málum hefur meirihlutinn kosið að
ganga gegn vilja íbúanna og hefja
verkin án raunverulegs samráðs við
þá. Þetta horfir þó vonandi til betri
vegar, þar sem nú í vikunni var sam-
þykkt í skipulags- og byggingar-
nefnd tillaga okkar sjálfstæðis-
manna um að skipa starfshóp til að
gera tillögur um verklag við kynn-
ingu á aðal- og deiliskipulagsáætlun-
um og breytingum á þeim.
Hagur eldri borgara
Í kosningabaráttunni voru allir
sammála um nauðsyn þess að bæta
kjör eldri borgara og allir hétu því þá
að ganga fljótt og örugglega til
þeirra verka við upphaf nýs kjör-
tímabils. Í samræmi við það fluttu
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar
nú í haust um að lækka fasteigna-
skatta á eldri borgara og öryrkja.
Samþykkt þeirrar tillögu hefði ekki
kostað borgarsjóð mikið en hún hefði
haft mikil áhrif á hag þessa hóps.
Þessa tillögu felldi R-listinn og sýndi
þannig vilja sinn í verki gagnvart
eldri borgurum og öryrkjum.
Reyndar þarf það ekki að koma á
óvart að fulltrúar R-listans greiði
ekki atkvæði með skattalækkunum.
Meirihlutinn í Reykjavík er þekktur
fyrir flest annað en lækkun skatta,
þótt einhverjir hafi sjálfsagt vonað
að fulltrúar hans breyttu út af van-
anum og styddu skattalækkun í þágu
þess hóps sem allir viðurkenna að
þarf mest á því að halda.
Áhætturekstur
Reykjavíkurborgar
Málefni Línu.Nets voru mikið til
umræðu í kosningabaráttunni.
Fulltrúar R-listans héldu því þá
fram að gagnrýni Sjálfstæðisflokks-
ins á stofnun og rekstur fyrirtæk-
isins ætti ekki við nokkur rök að
styðjast. Atburðir síðustu daga sýna
annað og nú er öllum ljóst að sú
áhætta sem meirihlutinn tók, fyrir
hönd skattgreiðenda í Reykjavík,
var með öllu óeðlileg og í raun óaf-
sakanleg. Ávinningur borgarbúa er
enginn, enda hefur þessi ævintýra-
mennska stjórnarformanns Orku-
veitunnar og Línu.Nets, Alfreðs
Þorsteinssonar, verið afar kostnað-
arsöm fyrir Reykvíkinga og því síst
þjónað þeirra hagsmunum.
Reykvíkingar eiga betra skilið
Þetta stutta yfirlit um aðgerðir R-
listans frá því kosið var í Reykjavík
sýna að lítið samhengi er á milli orða
þeirra og efnda. Aðalatriði málsins
er þó ekki hvort fulltrúar R-listans
eru traustsins verðir heldur miklu
frekar það að Reykvíkingar eiga
betra skilið og Reykjavík á að vera
borg þar sem íbúar geta treyst því að
á málum sé betur haldið en gert hef-
ur verið undanfarnar 20 vikur.
20 vikum
síðar
Eftir Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
„Aðgerðir R-
listans frá
því kosið var
í Reykjavík
sýna að lítið
samhengi er á milli orða
þeirra og efnda.“
ÞESSI furðulega spurning heyr-
ist oft þegar er verið að leggja á
ráðin um verklegar framkvæmdir.
Það er eins og fuglar séu aðalsstétt
hérna á landinu. Umræðan um nýt-
ingu landsins hefur sem sagt oft
beinst annað en ætla mátti, en hér
verður stiklað á því sem telja má að
skipti mestu máli. A. Íbúar landsins
eru nú tæp þrjú hundruð þúsund.
Eftir fjörutíu ár verða þeir sex
hundruð þúsund og milljón eftir sjö-
tíu ár.
B. Nú stendur yfir hlýviðrisskeið
og allt leikur í lyndi. En ef við rifj-
um upp, að hér um var næstsíðustu
aldamót harðindatíð sem náði yfir
áratugi. Svo hlýnaði aftur en fyrir
um fjórum áratugum kólnaði aftur
svo nærri lá við að lofthitinn lækk-
aði í það sem á kuldatímanum var.
Þá stóð ekki á því að hafísinn kæmi
að landinu og svo langt náði hann að
sjá mátti hann jafnvel í fjöru syðra
við Breiðamerkurlónið en jökulísinn
handan við.
C. Ef við minnumst á veiðar. Áð-
ur fyrr voru bestu síldveiðiárin þeg-
ar síldargöngurnar komu að landinu
norðvestanverðu. Síðar komu þær
úr norðaustri og stundum var talað
um svartan sjó af síld. Og þá var
kátt í höllinni. En svo komu önnur
ár þegar heita mátti að hún léti ekki
sjá sig og þá voru mikil vandræði á
ferðum. Um þorskveiðarnar má
segja það, að veiðarnar núna síðustu
árin eru að magni til aðeins helm-
ingur þess sem mest var fyrir sex
áratugum. Það sem hefur bjargað
útveginum er að veiðin hefur beinst
að öðrum sjávartegundum, stærri
og afkastameiri skip hafa verið tek-
in í notkun sem geta sótt á fjarlæg-
ari mið en áður. Allt þetta eru dæmi
um hversu við erum háðir þeirri
duttlungafullu náttúru sem ríkir í
hafinu umhverfis okkur.
D. Okkur hefur verið kennt að
heitur Golfstraumurinn eigi upptök
sín við Mið-Ameríku og síðan held-
ur hann rennsli sínu allt norður í Ís-
hafið. Lítil álma hans kemur við hjá
okkur eins og kunnugt er og gerir
landið byggilegra. Reyndar er þetta
nokkur einföldun því sá hafsjór á
rætur sínar að rekja allt til vest-
urstranda Afríku, ef ekki mikið
lengra. Þetta er afar löng leið sem
sjórinn flýtur og getur margt skeð á
þeirri leið sem getur breytt flæði
þeirrar lænu sem berst til landsins.
Má þar nefna til dæmis að veðr-
áttan getur haft sín áhrif, búskapur
sólarinnar er ekki allatíð jafn
(óregluleg sólgos), breyting á legu
segulpólsins o.s.frv.
E. Ef við hugsum um til dæmis
fjörutíu ár fram í tímann, hvaða at-
vinnugreinar geta framfleytt okkur
í landinu aðrar en sjávarútvegur og
landbúnaður sem eru báðar háðar
veðráttunni eins og framan greinir.
Þá er fyrst að telja iðnað, hugsmíð-
ar og ferðamennsku. Um hugsmíð-
arnar má segja að ekki er hægt að
spá fyrir hvernig þær dafna, en enn
sem komið eru tekjurnar fyrir land-
ið varla meiri en tilkostnaðurinn.
En þá má það heldur ekki gleymast
að hér eftir verður mannvitið ekki
látið í askana nema með orku. Nú er
talið að ferðamennskan muni þre-
faldast á hverjum næstu tveim ára-
tugum.
F. Þá er iðnaðurinn eftir og hann
þarfnast mikillar og ódýrrar orku.
Til að gera þetta mál ekki of langt
er rétt að snúa sér beint að því máli
sem mestar umræður hefur vakið,
sem er virkjun við Kárahnjúka. Þar
eru nú tveir valkostir taldir vera,
annarsvegar að hrófla við sem
minnstu eða þá að skapa gríðarlegt
orkuver til hagsbóta fyrir fjórðung-
inn. Eins og kunnugt er, er landið
norðan Vatnajökuls mjög gróður-
snautt og víða eru kolsvört hraun
þakin að nokkru með foksandi. Hafa
ofurjepparnir leikið sér um svæðið
og sporað það eins og púströra-
hraunið er gott dæmi um. Með
auknu álagi á það sem vænta má af
umferð á ókomnum árum verður að
vernda svæðið sem best. Helst að
leggja malbikaða vegi um það og
banna alla umferð utan vega, því
villugjarnt er þarna á þessu stóra
landsvæði. Til mótvægis hefur verið
slegið fram að gera þjóðgarð norðan
jökulsins, en ekki er minnst ná-
kvæmlega á hvað vernda ber. Ekki
hafa heldur verið lagðar fram nein-
ar ákveðnar tillögur um stærð hans
en hún getur numið allt frá nokkr-
um ferkílómetrum upp í tíunda
hluta af flatarmáli landsins.
G. Verði af virkjun við Kára-
hnjúka mun þar rísa hrikalegt
mannvirki sem mun vekja athygli
þeirra sem ferðast um landið. Frá
stíflunni verður lón sem mun ná síð-
ari hluta sumars alla leið inn að
Vatnajökli og verður þá hægt að
sigla á hraðbátum eftir því allt inn
að jöklinum. Við stífluna verða
mannabústaðir sem geta komið að
notum við varðgæslu svæðisins og
sem afdrep fyrir björgunarsveitir til
að leita að kokhraustum ferðagörp-
um í vanda. Ef við reynum að
skyggnast inn í framtíðina, þá verð-
ur áreiðanlega gerður malbikaður
þjóðvegur yfir Sprengisand og þar á
eftir vegur þvert á hann frá stíflu-
mannvirkinu. Við það skapast
margar nýjar og spennandi leiðir
fyrir ferðafólk.
H. Þegar horft fram á við varð-
andi fjölgun landsmanna og ferða-
manna má með góðum rökum halda
því fram, að skársta ráðið til að hafa
stjórn á svæðinu norðan Vatnajök-
uls og vernda það, sé einmitt það að
reisa orkuverið við Kárahnjúka.
I. Því má ekki heldur gleyma, að
til þess að til verði störf fyrir allan
þann fjölda sem nefndur hefir verið
hér að framan er, að við nýtum þær
auðlindir sem til boða eru. Og þar
er orkuöflunin vænlegasta leiðin, en
endurnýjanleg og ódýr orka er und-
irstaða líflegs mannlífs í framtíðinni.
Hvað segir
fuglinn?
Eftir Ólaf
Pálsson
„Endurnýj-
anleg og
ódýr orka er
undirstaða
líflegs
mannlífs í framtíðinni.“
Höfundur er verkfræðingur
EKKI hef ég hugmynd um og
langar í raun ekki til að vita, hvort
Guðmundur Oddur botnar nokkuð í
myndlist.
Að fornu og nýju á öll myndlist
sér sameiginlegan kjarna, stilla
mætti hlið við hlið Gveníku Picass-
ós, fleka eftir Karl Kvaran, Upp-
gjöf Breda eftir Velasgues eða
bara gömlu íslensku brekáni og
sameiginlegur kjarni yrði vel sýni-
legur: Lína – litur – form – mynd-
bygging. Myndbrotastefnur eins og
sú, sem nú veður uppi eiga sér ekki
slíkan kjarna. Þær koma og fara og
skilja eftir sig sviðna jörð, sem
grær raunar aftur. Ekki nenni ég
að deila við mann um menn sem
hafa verið teknir í guða tölu í trú-
félögum konseptista, þá Dieter
Roth og Herman Nitsch.
Hvers vegna opinberaði Guð-
mundur ekki snilli Hermans þessa,
sem í lok einhvers, sem var kallað
konsert og átti sér stað í Hollandi
og sem grand finale þeytti hann
mannaskít yfir þingheim, sem
mátti vart vatni halda yfir þvílíkri
snilld.
Hvað um önnina í nýlistadeild
þegar hann hélt nemendum á fyll-
iríi allt til loka og fór við svo búið
með allan skarann í konsert- og
konseptferðalag til meginlandsins,
þar puðruðu nemendur í lúðra sem
þeir höfðu aldrei séð og vissu ekki
hvernig áttu að snúa, sem sé kons-
ert. Markmið Hermans var raunar
að sýna, eins og í sirkus, ósvikna
villimenn norðan úr Dumbshafi og
var hinn ánægðasti. Um síðir rann
af öllum nema Hermani og nem-
endur héldu heim hljóðari en þeir
fóru. Herman þessi var vellauðug-
ur. Aldrei þessu vant var ekki
minnst á listasigur Íslendinga er-
lendis. Þetta varð eitthvert best
varðveitta leyndarmál íslenskrar
listasögu.
En hvað varð um Myndlista- og
handíðaskóla Íslands? Látið hefur
verið í veðri vaka, að hann hafi ver-
ið innlimaður í Listaháskóla Ís-
lands en þar finnst ekki af honum
tangur né tetur. Hátt á fimmta
áratug var þessi skóli þróaður af
þrautreyndum sjónlistamönnum,
kennurum og skólastjórum, sem
flestir vorur aktívir í myndlist.
Guðmundur Oddur er nógu einfald-
ur til þess að halda að hann sé
skólapólitískur taktiker. Til þess að
gera hlut okkar Einars og Braga
sem verstan, dettur honum í hug
það snilldarbragð að flaðra eins og
hundur upp um Hörð Ágústsson og
Björn Th. Jafnvel í leiðinni að
turna þeim til réttrar trúar. Svo
bætir hann í slepjuna með bulli um
Hörð sem gæti verið upphafið að
þriðja flokks minningargrein í
Mogganum, mann sem er lasinn,
en mjög lifandi. Svona vin á Hörð-
ur ekki skilið. Engan mann veit ég
kröfuharðari, fyrst og fremst til
sjálfs sín, síðan til nemenda og
starfsliðs en Hörð. Vandaðir menn
og sannsögulir, eru oft trúgjarnir.
Mér eru ekki alveg ljós samskipti
Harðar við nýlistargaukana, var afi
kannski bara doblaður upp úr
skónum? Ég læt mér svo sem í
léttu rúmi liggja hvort Guðmundur
Oddur veit eða skilur nokkurn
skapaðan hlut, en þegar slíkur
kjaftaskur froðufellir niður á síður
Morgunblaðsins, er kominn tími til
að kippa í spotta. Hann ætti þó að
fá prik fyrir að geta læðupokast
ískóla, ósýnilegur eins og aftur-
ganga og næla sér síðan í prófess-
orsnafnbót út á – ja, út á hvað? En
víkjum aftur að MHÍ. Hann var
tekinn af lífi og urðaður eins og af-
sláttarhross, enginn hefur lýst víg-
inu á hendur sér, en á dysinni reis
Listaháskóli Íslands. Amen. Sperð-
lingar söfnuðu liði og komu sér upp
sjóræningjaskútu „fúllriggara“. Í
fyllingu tímans var kúrsinn tekinn
á Kirkjusand, en þá kom babb í
bátinn, léttmatrósar sögðu við
vakthafandi offisér Guðmund Odd,
það hefur gleymst að ráða kaftein á
skútuna. Ekkert mál, sagði G.O. og
spýtti mórauðu, við fáum okkur
bara galeonsfigúru framan á dall-
inn og gerum figúruna að rektor,
rektor maris! ég konseptoffisér og
verðandi aðmíráll stýri ykkur niður
á hafnarbakkann, rektor getur
komið í sjónvarpið öðru hverju ef
hann er góður. Nú skal flagga fyrir
mér, konsepti, performansa, mini-
mal, Roni Horn, Maximal og fullum
fjárhirslum. Ég lifi, húrra!
Ef maður safnar saman rusli og
segir: Þetta er listaverk, hefur
hann rétt fyrir sér. Það er listaverk
í hans augum og kannski einhverra
aðdáenda, en í hvaða átt getur rusl
sem er list eða list sem er rusl
þróast? Svarið skyldi þó aldrei vera
– stærri ruslahaugur! Skáldið Maó
mun hafa sagt: Leyfum þúsund
blómum að lifa, eða eitthvað í þá
veru. Kommúnistinn Maó sagði:
Burt með þetta blómarusl af mínu
borði, ekkert blóm skal lifa nema
það rauða – það blóðrauða.
Það er gott að búa á Íslandi, það
er ekki eins gott að búa í menning-
arkotríkinu Íslandi, það vill verða
eins og hjá Maó þótt kotabúskapur
sé. Það er eitthvað eitt, ein alls-
herjar hugmynd, korktappi sem
flýtur þangað til honum er skolað
burt og nýr korktappi keyptur. Nú
er blómið hans Maós, eða kopía, í
kristalsvasa innst í helgidómi
Listaháskólans. Það er ekki rautt,
það er nábleikt.
Enginn hefur lýst
víginu á hendur sér
Eftir Kjartan
Guðjónsson
„Það er
gott að búa
á Íslandi,
það er ekki
eins gott að
búa í menningarkotrík-
inu Íslandi … “
Höfundur er listmálari.