Morgunblaðið - 12.10.2002, Page 44
MINNINGAR
44 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ GuðmundurÁrnason fæddist í
Teigi í Grindavík 16.
janúar 1920. Hann
lést á heimili sínu á
Selfossi 1. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Árni
Guðmundsson út-
vegsbóndi í Teigi og
Ingveldur Þorkels-
dóttir frá Lambhaga í
Garðahreppi. Systk-
ini Guðmundar voru í
aldursröð: Margrét,
Vilborg, Dagmar,
næstur var Guðmund-
ur, þá Laufey, Þorkell, Jón, Ingi
Ármann, Unnur, Vilberg Magnús
og Ármann. Tvö systkinanna eru á
lífi, þau Þorkell og Unnur.
Guðmundur kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Auði Thor-
oddsen, 24. ágúst 1946, þau eign-
uðst tvo syni, þeir eru: 1) Árni, f.
1946, kona Sigurbjörg Hermunds-
dóttir. Börn þeirra: Sigríður, f.
1968, maður Gísli
Felix Bjarnason,
börn þeirra: Árni
Felix, f. 1993, og Sig-
urbjörg Agla f. 1998;
og Guðmundur, f.
1971, kona Ragna
Gunnarsdóttir, synir
þeirra: Árni, f. 1996,
og Gunnar Birgir, f.
1999. 2) Ólafur, f.
1952, d. 1993, kona
Henný Matthíasdótt-
ir. Börn þeirra: Matt-
hías, f. 1977, Auður,
f. 1979, maður Jón
Halldór Harðarson,
og Helgi, f. 1984.
Guðmundur fluttist á Selfoss
1943 og var bílstjóri hjá Kaup-
félagi Árnesinga til ársins 1965, þá
varð hann verkstjóri yfir flutn-
ingadeild KÁ og vöruskemmunni.
Hann var þar til starfsloka 1995.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Bognar aldrei, brotnar í
bylnum stóra seinast.
(Steph. G. Steph.)
Þessi orð skáldsins voru það fyrsta
sem kom í huga minn eftir að Auður
systir mín sagði mér lát manns síns.
Þótt Guðmundur væri búinn að
ganga í gegnum mikil og alvarleg
veikindi og orðinn 82 ára gamall kom
andlát hans mér mjög á óvart. Ég og
Halldóra dóttir mín vorum nýbúnar
að heimsækja þau hjón í Ártún 4, en
þar voru þau búin að búa í eigin húsi
yfir hálfa öld. Eins og venjulega var
gott að koma til þeirra, en þar réð
gestrisnin ávallt ríkjum ásamt elsku-
legu viðmóti þeirra beggja, en það
var ríkur þáttur í fari þeirra alla tíð.
Guðmundur var glaður og reifur eins
og venjulega og við kvöddumst með
kærleikum og grunlaus um að þetta
væri okkar síðasti fundur.
Guðmundur var búinn að ganga í
gegnum miklar sjúkdómsþrautir en
fyrir um átta árum veiktist hann af
æðaþrengslum í fótum og eftir miklar
þrengingar og sjúkrahúsvistir missti
hann báða fætur fyrir neðan hné og
gekk eftir það á gervifótum og við
tvær hækjur. Enginn sem hitti Guð-
mund hefði getað látið sér til hugar
koma að þar færi svo fatlaður maður,
svo mikil var andleg og líkamleg
reisn hans. Hann kvartaði aldrei og
hélt skapstyrk sínum til hinstu stund-
ar. Bíl sínum ók hann daglega og tók
þátt í starfi aldraðra og spilaði
minnst einu sinni í viku. Stundum
vann hann líka á söðlaverkstæði son-
arsonar síns og nafna, Guðmundar
Árnasonar, fléttaði þar tauma og
sinnti fleiru er til féll.
Guðmundur var Grindvíkingur að
ætt og uppruna, sonur Árna Guð-
mundssonar, útvegsbónda í Teigi í
Grindavík, og Ingveldar Þorkelsdótt-
ur konu hans.
Þar lifði hann sín bernsku- og ung-
dómsár en kom að Selfossi um tví-
tugsaldur og hóf störf við Kaupfélag
Árnesinga, í fyrstu sem bifreiðastjóri
en síðar tók hann við lagerstjórn í
vöruskemmu kaupfélagsins og starf-
aði þar fram yfir sjötugt. Mér er vel
kunnugt um að hann var vel virtur yf-
irmaður þar og raunar í hverju starfi
sem hann tók sér fyrir hendur.
Árið 1946 kvæntist hann systur
minni Auði og stóð heimili þeirra,
eins og áður sagði, í Ártúni 4 meðan
hann lifði. Sjálfur byggði hann hús
þeirra af miklum dugnaði þótt hann
væri í fullu starfi við kaupfélagið.
Húsbyggingin var helgar- og
kvöldvinna meðan á henni stóð.
Þeim Auði og Guðmundi varð
tveggja sona auðið; Árna og Ólafs.
Ólafur lést um aldur fram aðeins 42
ára að aldri og var það mikið högg
fyrir foreldra hans. Stórfjölskyldan
er orðin mannmörg en allir þessir af-
komendur eru manndómsfólk og til
mikillar gleði þeim Auði og Guð-
mundi. Ég veit að harmur er kveðinn
að öllu þessu fólki við andlát maka,
föður, afa og langafa og ekki síst að
systur minni, en hún er ekki kona
þeirrar gerðar að bera tilfinningar
sínar á torg en hefur staðið að baki
manni sínum í veikindum hans eins
og bjargfastur klettur, líkt og raunar
í allri þeirra sambúð.
Persónulega kveð ég Guðmund
mág minn með þakklæti fyrir yfir
hálfrar aldar samleið og með söknuði,
það munu og fleiri gera. Hjá honum
fann maður hið sanna Íslendingseðli,
hann var þrautseigur á raunastund
en glaður á góðvinafundum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Magdalena Thoroddsen.
Elsku afi minn.
Mig langar til að kveðja þig og
þakka þér fyrir allt. Það er ómetan-
legur auður að hafa fengið að alast
upp með ykkur ömmu, og dýrmætt
veganesti út í lífið fyrir börnin mín að
hafa átt ykkur að. Alltaf hægt að leita
til ykkar með allt, alveg sama hvað
það var, barnapössun, góð ráð, bíll að
láni eða bara stund til að spjalla.
Þú varst ótrúlegur maður, það vita
þeir sem kynntust þér og sannaðist
það best þegar þú misstir báða fæt-
urna við hné með árs millibili á ár-
unum 1999 og 2000. En það var ekki
þinn stíll að gefast upp, enda komst
þú á fætur og fórst allra þinna ferða á
gerfifótunum með hækjurnar og
keyrðir bílinn eins og ekkert væri.
Þetta gerðir þú með ákveðni, léttu
lundinni og lífskraftinum. Þú varst
alltaf svo fínn og sætur með bindi, ný-
rakaður og með góða lykt.
Það er alltaf erfitt og sárt að
kveðja þá sem manni þykir eins vænt
um og mér þótti um þig, en ég á 34
ára sjóð af minningum til að leita í og
miðla til barnanna minna í framtíð-
inni.
Elsku amma mín. Við Gísli Felix,
Árni Felix og Sigurbjörg Agla biðj-
um guð að styrkja þig og styðja, bæði
núna og um alla framtíð, því að þinn
missir er mikill.
Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku
afi, þín
Sigríður.
Það heyrðist á hækjunum hvort
eitthvað var framundan eða ekki. Ef
þú vissir að eitthvað var að gera
komstu inn á fullri ferð. Maður átti að
koma með stólinn eins og skot, verk-
færin í fangið, þú máttir engan tíma
missa. Því það sem er hægt að gera í
dag á að gera í dag og það strax. Frá
því að þú hættir að vinna í pakkhús-
inu hefurðu komið nánast daglega og
stundum oft á dag til að hjálpa til og
líta eftir því sem ég hef verið að gera.
Fyrst við húsbygginguna og síðan á
verkstæðið. Allt sem þú ert búinn að
hjálpa mér er algjörlega ómetanlegt.
Mikilvægast hefur samt verið fyrir
mig og alla að fá að kynnast þér,
dugnaðurinn, krafturinn og lífsviljinn
var alveg ótrúlegur enda hafði fólk
gaman af að umgangast þig. Þó svo
áföll dyndu yfir var viljinn svo sterk-
ur að ekkert fékk þig bugað. Búinn að
missa báða fætur og samt keyrðir þú
um allt, sem kennir okkur að viljinn
er oft allt sem þarf.
En elsku afi, ég á óteljandi minn-
ingar um þig og það er dýrmætt. Þú
skilur eftir stórt skarð í okkar fjöl-
skyldu. Takk fyrir allt og hafðu það
gott. Elsku amma og aðrir sem
sakna, minning hans lifir.
Guðmundur Árnason.
Elsku afi ég kveð þig með miklum
söknuði, þú og amma hafið verið mér
stoð og stytta alla tíð, ekki síst eftir
að pabbi dó. Það var mikill missir fyr-
ir þig en ég veit að núna eruð þið sam-
einaðir á ný eftir níu ára aðskilnað.
Ávallt þegar ég kom austur á Sel-
foss tókuð þið amma á móti mér með
mikilli hlýju og ástúð, þangað var
alltaf svo gott að koma. Það eru mikil
forréttindi að hafa átt þig sem afa, þú
hafðir alltaf svo mikinn skilning á
hlutunum og það var svo gott að tala
við þig. Mér leið alltaf vel þegar ég
keyrði af stað heim suður eftir heim-
sókn hjá ykkur ömmu. Það á eftir að
verða tómlegt að koma í Ártúnið þar
sem þú ert ekki lengur þar til að taka
á móti mér með útbreiddan faðminn.
En allar góðu minningarnar um þig
mun ég geyma í hjarta mínu. Takk
fyrir samfylgdina afi minn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín sonardóttir
Auður.
Undanfarandi ár hafa nokkrir
eldri borgarar á Selfossi spilað lom-
ber alla mánudaga og fimmtudaga
árið um kring, svo var einnig mánu-
daginn þrítugasta september sl. Við
sátum kringum borðið, tókum saman
dósir með spilapeningum, þá varð fé-
laga okkar Guðmundi Árnasyni að
orði að ekki væri sjáanlegur munur á
dósunum, en bætir svo við „Það er
allt jafnt þegar upp er staðið.“ Eng-
um okkar datt þá í hug að þetta væri í
síðasta sinn sem við tækjum saman
spilin, en svo varð þó, rúmum sólar-
hring síðar lést hann á heimili sínu.
Þá fyrst kom mér þessi setning í hug.
Tap var aldrei en allir græddu á
ánægjulegum samverustundum sem
voru jafnan aðalatriðið.
Við dáðumst oft að andlegu þreki
Guðmundar eftir að hann fatlaðist,
það var mikið frávik frá fyrri tíð þeg-
ar hann hljóp um öllum fótfrárri. Ég
hafði einhverju sinni orð á því við
hann hversu hress hann væri, hann
svaraði mér eitthvað á þá leið að nóg
væri lagt á konuna sína þótt hann
væri ekki sífellt að barma sér. Ég
held að þessi setning lýsi Guðmundi
betur en mörg orð, ég hef þar engu
við að bæta.
Nú kveðjum við góðan félaga með
þökk og virðingu, eftir tap og gróða
lífsins.
Þetta er leiðin okkar allra í lokin,
einn í dag, annar á morgun, undan
því kemst enginn. Moldin býður alla
velkomna að síðustu.
Spilafélagar Guðmundar senda
ástvinum hans samúðarkveðjur.
Sigursteinn Ólafsson.
GUÐMUNDUR
ÁRNASON
Árið 1961 flutti ég og fjölskylda
mín að Laugarbökkum í Ölfusi.
Á fyrsta ári búsetu minnar hóf-
ust kynni okkar Guðmundar
Árnasonar. Það sem tengdi okkur
saman var fyrst og fremst áhugi á
sauðfé. Í öll þessi ár hefur aldrei
fallið skuggi á vináttu mína við
þau hjón Guðmund og Auði. Vil ég
nú þakka það um leið og ég óska
vini mínum fararheilla og góðrar
heimkomu þar sem við næst höf-
um dvöl. Ekki yrði ég undrandi þó
hann verði mættur við mína heim-
komu og við tækjum aftur upp
spjall um okkar mörgu sameig-
inlegu áhugamál.
Hvíl þú friði kæri vinur.
Guðmundur Þorvaldsson.
HINSTA KVEÐJA
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARÍA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
frá Tungugröf í Strandasýslu,
til heimilis á
Sandbakkavegi 2,
Höfn,
lést þriðjudaginn 1. október. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Aðstandendur.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
A. MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR,
andaðist á líknardeild Landspítalans fimmtu-
daginn 10. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eðvarð Sigurjónsson,
Ragnar Eðvarðsson,
Sigurjón Eðvarðsson, Guðrún Stefánsdóttir,
Ólöf Eðvarðsdóttir, Sigurður Svansson,
Rannver Eðvarðsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður
okkar tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS GÍSLASONAR
bónda
á Innri-Skeljabrekku,
Borgarfirði.
Gísli Jónsson, Oddbjörg Leifsdóttir,
Pétur Jónsson, Svava Kristjánsdóttir,
Þorvaldur Jónsson, Dagný Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
RAGNAR SVERRIR RAGNARS,
Hólabergi 4,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 10. október.
Margrét M. Ragnars,
Anna Þóra Ragnars,
Ásgrímur Ragnars,
Árni Magnús Ragnars,
Einar Franz Ragnars,
Sigríður Huld Ragnars,
Friðþjófur Ottó Ragnars.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og sonur,
ÞORLEIFUR BJÖRNSSON
yfirflugumferðarstjóri,
Granaskjóli 66,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur í Skotlandi mánudaginn 7. október.
Aðalbjörg Hlín Brynjólfsdóttir,
Ragna Hlín Þorleifsdóttir, Guðmundur Haukur Jörgensen,
Kári Björn Þorleifsson,
Ragna Þorleifsdóttir, Björn Hermannsson.