Morgunblaðið - 12.10.2002, Page 53

Morgunblaðið - 12.10.2002, Page 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 53 MARGRÉT Jónsdóttir, lektor í spænsku við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur í Odda 101, mánudaginn 14. október kl. 12. Efni fyrirlestrarins er: Miðalda- hetjan „El Cid“ í hugmyndafræði fasisma á Spáni. Í fyrirlestrinum fjallar Margrét um efni doktorsrit- gerðar sinnar: Úr vandræðum okk- ar, ó Cid, muntu leiða okkur! Þróun hugmynda um el Cid frá 1779 fram á tíma frankisma. Miðaldahetjan Cid átti stóran þátt í að móta nýja þjóðarímynd Spán- verja eftir að þeir misstu síðustu ný- lendurnar 1898, segir í fréttatilkynn- ingu. Ræðir hug- myndafræði fasisma á Spáni ÞRIÐJUDAGINN 15. október flyt- ur Snjólfur Ólafsson, prófessor í Há- skóla Íslands, erindi um það sem á ensku kallast Balanced Scorecard en stefnumiðað á árangursmat á ís- lensku. Fundurinn verður í stofu 106 í Odda við Sturlugötu og stendur frá kl. 16.15 til kl. 17.45. „Vorið 2002 varð til í MBA-námi við Háskóla Íslands námskeiðið „Mat á árangri“ sem snerist í frum- hönnun fyrst og fremst um aðgerð- arrannsónir en fullhannað fjallaði það fyrst og fremst um stefnumiðað árangursmat. Meginástæðan var mikill áhugi á efninu hjá atvinnulíf- inu. Helmingur fyrirtækja á Fortune 1000-listanum hefur innleitt stefnu- miðað árangursmat og fjölmörg ís- lensk fyrirtæki eru komin af stað í innleiðingu eða eru að velta innleið- ingu fyrir sér,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Í erindinu verður gerð grein fyrir stefnumiðuðu árangursmati og það skoðað í ljósi aðgerðarrannsókna. Fjallað verður um þróun aðferðar- innar svo og spáð í framtíðina. Allir eru velkomnir. Erindi um árangursmat BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá Hannesi S. Péturssyni flug- stjóra og Guðlaugi Birni Ásgeirssyni flugmanni, báðum hjá Íslandsflugi. „Að gefnu tilefni viljum við und- irritaðir, Hannes S. Pétursson og Guðlaugur Birnir Ásgeirsson, flug- menn Dornier-flugvélar Íslands- flugs hf., flugs ICB-753, hinn 7.8. 2000, koma eftirfarandi á framfæri: Hvorugur okkar hefur nokkurn tíma lýst því yfir, hvorki formlega né óformlega, að eftir lendingu ICB-753 hafi flugvélinni verið snúið við á flugbrautinni og ekið eftir henni til baka. Þessu er ranglega haldið fram í skýrslu breskra rann- sóknarmanna vegna flugslyssins í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000. Þessir bresku rannsóknarmenn hafa aldrei talað við okkur flugmenn ICB-753 og þessa tilbúnu sögu hafa þeir því frá einhverjum þriðja aðila. Vegna umræðna um þessa atburði viljum við taka fram að aðflug, lend- ing og lendingarbrun ICB-753 þetta kvöld voru með fullkomlega eðlileg- um hætti. Eftir að hægt hafði verið nægilega á flugvélinni var beygt út af flugbrautinni til vinstri til móts við gamla flugturninn að beiðni flug- umferðarstjóra. Þessu eru vitni til staðfestingar. Tíminn sem fór í að rýma brautina eftir lendingu var því alls ekki óeðlilega langur nema síður sé. Að halda því fram í skýrslunni að ICB-753 hafi ekki rýmt flugbrautina til vinstri strax eftir lendingarbrun- ið heldur snúið við á brautinni og ek- ið eftir henni til baka eru alvarlegar ásakanir, hrein ósannindi og í raun atvinnurógur. Að halda því þar að auki fram að undirritaður flugstjóri hafi sjálfur staðhæft þetta er algjör uppspuni og ekki síður alvarlegt. Það er furðulegt að mennirnir skuli segja þetta í skýrslu sinni því eins og áður sagði höfðu þeir aldrei sam- band við okkur við skýrslugerðina. Í skýrslu Bretanna eru nefndar tímasetningar varðandi aðflug og lendingu ICB-753. Einnig þar er farið með ósannindi og eru radar- gögn, sem varla er hægt að vé- fengja, því til staðfestingar.“ Yfirlýsing flugmanna ICB-753 vegna flug- slyssins í Skerjafirði HINN 1. júlí tók Alþjóðlegi saka- máladómstóllinn til starfa. Dóm- stólnum er ætlað að rannsaka og ákæra einstaklinga, sem taldir eru hafa gerst sekir um glæpi gegn mannkyninu, þjóðarmorð og stríðsglæpi. 139 ríki hafa skrifað undir sáttmála um stofn- un Alþjóðlega sakamáladómstóls- ins, og 79 ríki hafa staðfest þann samning, þar á meðal Ísland. „Undanfarið hafa bandarísk stjórnvöld reynt að grafa undan starfi dómstólsins með því að þrýsta á ríki heims að skrifa und- ir tvíhlíða samninga við Banda- ríkin, sem veita bandarískum þegnum undanþágu frá framsali til Alþjóðlega sakamáladómstóls- ins. Á heimasíðu alþjóðaskrif- stofu Amnesty International gefst fólki kostur á að skrifa und- ir stuðningsyfirlýsingu við Al- þjóðlega sakamáladómstólinn og áskorun til stjórnvalda um allan heim að láta ekki undan þrýst- ingi frá bandarískum stjórnvöld- um. Íslandsdeild Amnesty Inter- national hvetur allan almenning til að fara á eftirfarandi vefslóð: http://web.amnesty.org/web/ icc_petition.nsf/action_english og skrá nafn sitt og stuðla þannig að öflugum alþjóðlegum sakamála- dómstól,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Íslandsdeild Amnesty International. Hvetja til stuðnings við Alþjóðlega saka- máladómstólinn ur geldfiskur, 2 til 4 punda,“ sagði Pálmi. Fullur af síli Óhætt er að segja að sjóbirting- urinn komi vel undirbúinn í árnar. Fyrr í haust greindum við frá þriggja punda birtingi sem veiddist í Vatnamótunum og hrukku uppúr honum trönusíli er hann var rotaður. Pálmi Gunnarsson sagði okkur í gær frá vænum birtingi sem hann veiddi sjálfur í vatnaskilum Litluár við Jök- ulsá. „Þegar ég tók hann uppúr ánni runnu uppúr honum sandsílin, hann var gersamlega á blístri og var bara að æla þegar ég landaði honum.“ Sjaldgæft er að veiðimenn finni mat- arleifar í löxum sem nýgengnir eru úr sjó, en þó hefur það gerst. ENN er prikað með stöngum í nokkrum sjóbirtingsám, ein þeirra er Litlaá í Kelduhverfi og sagði Pálmi Gunnarsson, leigutaki árinn- ar, í gærdag að nægur fiskur væri í ánni, en stórrigningar undangeng- inna vikna hefðu ekki komið í Keldu- hverfið, áin væri fremur vatnslítil og auk þess mjög heitt dag eftir dag, oft og iðulega hásumarshitastig eins og það gerist hæst. Það stæði veiðiskap fyrir þrifum, en þó væru menn ekki að kvarta og flestir væru að setja í fiska og sjá mikið líf. „Það eru helst stóru tröllin sem eru erfið við þessi skilyrði. Þeir fisk- ar fara bara af stað í kvöldmyrkrinu og svona yfir höfuð eru menn helst að setja í fiska snemma á morgnana og seint á kvöldin, undir myrkur. Það eru góð skot, tveir sem voru hérna nýverið fengu t.d. 30 fiska samanlagt, en mest af því var bjart- Ánægður veiðimaður með fal- legan sjóbirting úr Litluá fyrr á vertíðinni. Erfitt en togast í Litluá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? PRJÓNABLAÐIÐ Ýr heldur þrjár tískusýningar í tilefni þess að haust- blaðið er komið út. Fyrsta sýningin er í dag, laugar- daginn 12. október, kl. 15, á Pollin- um, Akureyri. Næsta sýning er mánudaginn 14. október kl. 20 í Skútunni í Hafnarfirði og þriðjudag- inn 15. október kl. 20 í Súlnasal Hót- els Sögu. Allt áhugafólk um prjón og tísku er velkomið. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um tískusýn- ingarnar eru á vefslóðinni www.tinna.is. Ýr heldur þrjár tískusýningar GÖNGUFERÐ verður á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum í dag, laugardaginn 12. október, kl. 13 og hefst við Flosagjá. Jóhannes Stur- laugsson, líffræðingur á Veiðimála- stofnun, ræðir um rannsóknir á Þingvallaurriðanum sem hann hefur staðið fyrir á undanförnum árum. Til sýnis verða nokkrir lifandi risaurriðar. Gangan tekur um 2 klst. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin. Nánari upp- lýsingar um dagskrána veita land- verðir í þjónustumiðstöð í síma og á heimasíðu þjóðgarðsins www.thing- vellir.is Gönguferð á Þingvöllum UPPLÝSINGA- og baráttufundur gegn virkjanaáformum yfirvalda á hálendi Íslands verður haldinn í dag, laugardag 12. október, á efri hæð Grand Rokk, Smiðjustíg kl. 14–18. Á fundinu munu Þorsteinn Siglaugs- son rekstrarhagfræðingur, Hafdís Hanna Ægisdóttir líffræðingur og Roni Horn myndlistarkona fjalla um ýmsa þætti er snúa að fyrirhuguðum virkjanaframvæmdum. Sýnd verður kvikmynd frá Þjórsárverum og mun Kristinn Haukur Skarphéðinsson líf- fræðingur segja frá. Einnig koma fram rapparinn Erpur Eyvindarson, hljómsveitin Geirfuglarnir og fleiri, segir í fréttatilkynningu. Baráttufundur gegn virkjana- áformum GEISLI, samtök um sorg og sorg- arviðbrögð heldur fund í Safnaðar- heimili Selfosskirkju (efri hæð), þriðjudaginn 15. október kl. 20. Kristinn Ágúst Friðfinnsson flyt- ur erindi og svarar fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn, segir í fréttatilkynningu. Geisli fundar á þriðjudag KRISTNIBOÐSFÉLAG karla verður með kaffisölu í Kristniboðs- salnum Háaleitisbraut 58–60, sunnu- daginn 13. október kl. 14. Kristniboðsfélag karla er eitt af stofnfélögum Kristniboðssambands- ins og hefur stutt starfið í Kína, Eþí- ópíu og Kenýa. Ein aðalfjáröflunar- leið félagsins er hin árlega kaffisala. Kristniboðs- félag karla með kaffisöluÍSLANDSPÓSTUR hefur tekið í notkun fjórar nýjar vistvænar met- anbifreiðar en áður átti fyrirtækið eina metanbifreið sem tekin var í notkun í fyrra. „Stefna fyrirtæk- isins er m.a. að leggja áherslu á um- hverfismál og vistvænna umhverfi og er markmiðið að láta um 10% bílaflota Íslandspósts á höfuðborg- arsvæðinu ganga fyrir metangasi, þar sem útkeyrsla er stór hluti af dreifingarferlinu“, segir í frétta- tilkynningu. Nýju bílarnir eru tvíorkubílar frá Citroën sem Brimborg flytur inn. Um er að ræða sendibifreiðina Citroën Berlingo. Með tvíorku er átt við að bílarnir ganga fyrir tveimur orkugjöfum. Í þessu tilfelli ganga þeir fyrir metani og bensíni. Citroën bílarnir eru þannig upp- settir að bifreiðarnar nýta jafnan metangasið, en vélin skiptir sjálf- krafa yfir í bensín þegar gasforðinn er tæmdur. Með þessum bifreiðakaupum er Íslandspóstur að leggja sitt af mörkum til að draga verulega úr mengun hérlendis, segir ennfremur í fréttatilkynningu. Íslandspóstur notar metanbíla S n a ig é : P R E N T S N I Ð ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR Stórglæsilegir kæli- og frystiskápar á ótrúlegu kynningarverði! OPIÐ: Mán.–föstud. 9–18Laugard. 10–15 Gerð Mál í cm Rými í ltr. Litur Kynningar- HxBxD kælir + frystir verð, stgr. C-140 85x56x60 127 hvítur 32.130,- C-290 145x60x60 275 hvítur 40.230,- R-130 85x56x60 81 + 17 hvítur 34.560,- RF-270 145x60x60 170 + 61 hvítur 52.920,- RF-310 173x60x60 192 + 92 hvítur 63.450,- RF-310 173x60x60 192 + 92 stál 80.730,- RF-315 173x60x60 229 + 61 hvítur 58.050,- RF-315 173x60x60 229 + 61 metalic 61.830,- RF-315 173x60x60 229 + 61 stál 75.330,- RF-360 191x60x60 225 + 90 hvítur 69.930,- F-100 85x56x60 85 hvítur 37.530,- F-245 145x60x60 196 hvítur 49.680,- Kælimiðill R600a - Kælivél Danfoss, Electrolux, fl. Frystihólf - Orkuflokkur “A“ 2ja ára ábyrgð. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. Snaigé er nýr á Íslandi, kominn til að vera vegna vandaðrar nútíma framleiðsluaðferðar, hagkvæmni í rekstri og hagstæðs verðs. G æ ð a g ri p u r á g ó ð u ve rð i. ..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.