Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 45 Það má ekki minna vera en ég minnist hennar Fríðu með nokkrum kveðju- og þakkarorðum. Hún var orðin löng samleið okkar í Hólminum. Síðustu ár hennar á Dvalarheimilinu vorum við borð- félagar. Þau voru ófá brosin frá henni við það borðið. Létt lund ein- kenndi Fríðu og ávallt skapaðist góð stemmning í kringum hana. Hún hélt sínu unglega fasi þótt hún væri kom- in á tíunda tuginn í æviárum talið. Allir mega hlýða kallinu þegar það kemur og það veit ég að hún Fríða var tilbúin. Orð hennar allt til þess seinasta voru að „gefast aldrei upp“. Fríða var með í sönghópi eldri borgara í Stykkishólmi undir stjórn HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR ✝ HólmfríðurMagnúsdóttir fæddist á Hofi í Kirkjubólsdal við Dýrafjörð 30. októ- ber 1910. Hún lést á sjúkrahúsi Stykkis- hólms 12. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stykkishólms- kirkju 17. nóvember. hennar Jóhönnu okkar. Hún mætti á æfingar af miklum áhuga og hafði einlæga gleði af söngn- um. Ég þakka fyrir að hafa átt samleið með Fríðu. Hún hafði það til að bera á allan hátt að vera bjartsýn og dug- leg. Öllum sem kynnt- ust Fríðu þótti vænt um hana og mátu henn- ar góða skap. Guð blessi hana og „hafðu þökk fyrir gömlu góðu dagana“. Árni Helgason, Stykkishólmi. ✝ Guðjón Björns-son fæddist á Álftavatni í Staðar- sveit 21. ágúst 1906. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Grund 26. nóvember síðast- liðinn Foreldrar hans voru hjónin Rannveig Arndís Magnúsdótt- ir, f. 23. desember 1879, d. 8.ágúst 1963, og Björn Jónsson, f. 25. júlí 1879, d. 7. febrúar 1966, sem hófu búskap á Álfta- vatni skömmu eftir aldamótin. Systkini Guðjóns voru Guðbjartur, f. 22. júlí 1903, Mar- grét, f. 16. júlí 1908, og Svanhvít, f. 12. maí 1913. Þau eru öll látin. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Jónína Kristín Sigmundsdóttir, f. 8. ágúst 1919. Þau giftu sig árið 1952. Dóttir þeirra er Björg, starfsmaður hjá Félagsþjónustu Akureyrarbæjar, f. 19. febrúar 1953. Börn hennar eru Birna Ás- geirsdóttir, f. 17. nóvember 1974, og Roar Björn Ottemo, nemi í Nor- egi, f. 21. nóvember 1984. Maður Birnu er Örn Heimir Björnsson, f. 14. janúar 1972, og eru þau búsett í Noregi. Börn þeirra eru Guðný Lára, f. 25.10. 1992, Dagný Birta, f. 29.4. 1998, Ásgeir Björn, f. 10.11. 1999, og Guðjón Páll, f. 14.11. 2002. Dóttir Jónínu og stjúpdóttir Guð- jóns er Ragnheiður Pálsdóttir, f. 2.11.1948, maki Hall- dór Magnússon, syn- ir þeirra eru eru Al- mar, f. 18.4. 1973, dóttir hans er Elísa Marín, f. 10. 7. 1997, og Ármann, f. 4.3. 1981. Guðjón starfaði við bústörf hjá foreldrum sínum á Álftavatni framan af ævinni, einnig var hann til sjóróðra og við húsbyggingar. Eftir að hann kvæntist var hann bóndi að Álftavatni. Hann var lengi formaður Sóknarnefndar Staðarstaðarsóknar og safnaðar- fulltrúi um skeið. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Reykja- víkur árið 1966 og hefur búið þar síðan. Þar starfaði hann hjá Rammagerðinni eftir því sem heilsa hans leyfði, en síðan hóf hann að starfa við myndskurð. Útför Guðjóns var gerð frá Nes- kirkju í Reykjavík 2. desember. Mörg eru orðin sporin á svo langri ævi. Árið 1966 urðu umskipti í lífi Guðjóns er hann varð að bregða búi á Álftavatni vegna heilsubrests og var það honum ekki sársaukalaust að kveðja öll sín spor í sveitinni. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni starfaði hann hjá Rammagerðinni eftir því sem heilsa hans leyfði, en síðan hóf hann að vinna við myndskurð en hann hafði alltaf verið ákaflega laginn við smíðar, allt lék í höndum hans. Þótt heilsa hans hafi háð honum oft var hans hugsun ætíð að þetta myndi lagast og hafði alltaf óbilandi trú á því betra eða eins og hann sagði ætíð „Okkar eigin hugsun er besti lækn- ingamátturinn“. Nú þegar ég horfi á öll þessi öruggu samferðaspor okkar, elsku pabbi minn, og allt það gull sem þú gafst mér í hugsun sem veganesti í líf mitt, þá kveð ég þig með hjartans þökk fyrir allt. Horfinn er kvíði og kvalafullt bál, hverfur til himna þín göfuga sál. Eilífðartími upp runninn. Svo vaknarðu frískur á friðsælli strönd, friðarins alvaldur réttir þér hönd. Til sigurs er sjúkdómur unninn. Ég þakka svo vinur öll vináttuhót þú veittir að gleði kærleikans rót. Margs er frá liðnu að minnast. Nú starfar ei lengur þín hjálpandi hönd hér eru slitin þau jarðnesku bönd en göfgandi er góðum að kynnast. Svo kveð ég þig hljóð við kveðjum þig öll, það kveðja þig dalir, hlíðar og fjöll. Frá æskunnar átthaga slóðum. Lífið er eilíft þó lokið sé hér lausnara alheimsins treystum vér. Og felum þig guðunum góðum. (J.S.) Ég veit að almættið hefur tekið á móti þinni góðu sál og ég bið almætt- ið að styðja og styrkja barnabörn, barnabarnabörn og allt ættfólk þitt í sorg sinni. Elsku pabbi minn, ég kveð þig hinstu kveðju Björg Guðjónsdóttir. Það er harmur að okkur kveðinn þegar ég fylgi móðurbróður mínum til hinstu hvíldar í dag 2. desember 2002. En fyrir rúmum 96 árum fædd- ist hann vestur á Snæfellsnesi, sonur Björns og Rannveigar á Álftavatni, þar sem Snæfellsjökullinn blasir við í vestri í allri sinni mynd. Svo er allur fjallagarðurinn frá Þorgeirsfells- hyrnu og austur að Lágafellshyrnu. Á stilltu sumarkvöldi þegar logn var á vatninu spegluðu fjöllin sig í vatn- inu en á þessum stað ólst Guðjón upp og á sínum yngri árum stundaði hann ýmsa vinnu eins og siður var á þeim tíma. Á langri ævi Guðjóns hefur hann upplifað tímana tvenna og þeim breytingum sem þar hafa átt sér stað fá orð ekki lýst. Þegar Guðjón tók við búi foreldra sinna hóf hann ræktunarstarf og uppbyggingu útihúsa ásamt konu sinni Jónínu sem kom vestur ásamt dóttur sinni Ragnheiði sem reyndist honum mikil stoð við búskapinn þeg- ar heilsa Guðjóns fór að gefa sig. Guðjón og Jónína áttu svo dótt- urina Björgu sem nú er búsett á Ak- ureyri. Þar kom að þau fluttu til Reykja- víkur þar sem Guðjón vann í Ramma- gerðinni í mörg ár. Guðjón var mjög handlaginn maður og skar og renndi út marga fallega hluti sem hann gaf ættingjum og vinum. En nú síðustu mánuði dvaldi hann á Elliheimilinu Grund þar sem ég heimsótti hann og þó að aldurinn væri orðinn hár fylgdist hann ávallt með öllu og var ætíð forvitinn að frétta af sínu fólki og eins af æsku- slóðum sínum og undraðist ég hversu skýr hugsun og minni hans var fram á síðustu stundu. Ég votta konu hans og öllum þeirra afkomendum samúð mína. Gunnar Jóhannesson. Afi, ég kveð þig. Veit samt að þú ert ekki farinn og ferð aldrei. Fyr- irmynd þín verður mér alltaf styrkur og dyggðir mínar mæli ég við þig. Þú hefur sýnt mér merkingu þeirra svo oft og svo innilega. Aldrei heyrði ég vanhugsað orð, aldrei feilnótu slegna í boðskap þínum. Þú einhvern veginn skildir allt og vissir af innsæi. Það var ávallt ró nærri þér, ólýsanlegur frið- ur og sátt sem nærði mig. Ég mun sakna þess. Réttsýni og umburðar- lyndi þitt varð heilagt í þeirri hóg- værð sem þú barst með þér. Lífið á sér aðeins nokkur sönn lögmál og þau þekktir þú ekki aðeins með sál þinni heldur geisluðu þau af þér. Þú hefur kennt mér að virða þau með hjart- anu. Ég á þig þar. Guð blessi þig. Almar. GUÐJÓN BJÖRNSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Einstakir legsteinar Úrval af útistyttum á leiði Englasteinar Legs teinar og englastyttur Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566 frá kr. 29.000 Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur minn, VALTÝR ÞÓR VALTÝSSON, Búhamri 42, Vestmannaeyjum, sem lést sunnudaginn 1. desember sl., verður jarðsettur frá Landakirkju laugardaginn 7. desember kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Ingunn Lísa Jóhannesdóttir, Valur, Erna og Aron Valtýsbörn, Erla Gísladóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞÓRÐUR GESTSSON, Kálfhóli, Skeiðum, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 1. desember. Eyrún Guðmundsdóttir, Guðrún Elsa Aðalsteinsdóttir, Ingvar Árnason, Guðmundur Þórðarson, Guðlaug Gísladóttir, Gestur Þórðarson, Margrét J. Ólafsdóttir, Valgeir Þórðarson, Kristín Hjálmarsdóttir, Hrafnkell Baldur Þórðarson, Siril Iren Sagstad, Elín Þórðardóttir, Sigurður Guðmundsson, Gunnar Már Þórðarson, Kolbrún Björnsdóttir og barnabörn. Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, ÖSP VIÐARSDÓTTIR, Flókagötu 63, Reykjavík, lést á barnadeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 3. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Karen Kristjánsdóttir, Valdimar Viðar Tómasson, Steinar Viðarsson, Tómas Hrói Viðarsson, Olga Guðnadóttir, Kristján Halldórsson, Ragnheiður K. Pétursdóttir, Tómas Sveinbjörnsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur minn, bróðir og mágur, BJARNI ÓLAFSSON, Danmörku, lést á sjúkrahúsi í Danmörku þriðjudaginn 3. desember. Dagmar Kristjánsdóttir, Rebekka Sif Bjarnadóttir, Aðalheiður Dröfn Bjarnadóttir, Berglind Bjarnadóttir, Birta Kjartansdóttir, Hjördís Antonsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Svanhildur Guðlaugsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR GYÐA SIGURÐARDÓTTIR myndlistarkona, Miðbraut 29, Seltjarnarnesi, sem andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 29. nóv- ember, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 10. des- ember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er sérstaklega bent á Hjálparstarf kirkjunnar, sími 562 4400 vegna verkefnisins „Vatn fyrir lífstíð“. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð. Sigurgeir Sigurðsson, Margrét Sigurgeirsdóttir, Héðinn Valdimarsson, Sigurður Ingi Sigurgeirsson, Lóa S. Hjaltested, Þór Sigurgeirsson, María Björk Óskarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.