Morgunblaðið - 05.12.2002, Page 54

Morgunblaðið - 05.12.2002, Page 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss og Goðafoss koma og fara í dag. Mánafoss kemur í dag. Ottó N. Þorláksson fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Haukur fór í gær. Brú- arfoss fór frá Straums- vík í gær. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er dagsins í dag er 75816. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataúthlutun og fatamóttaka opin ann- an og fjórða hvern miðvi- kud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277 Mannamót Aflagrandi 40. Línudans er á þriðjudögum kl. 11. Bingó fellur niður á morgun vegna jólagleð- innar sem hefst kl. 17. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa, kl. 13 spilað. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–10.30 Bún- aðarbankinn, kl. 13–16.30 spiladagur, brids/vist, kl. 13–16 gler- list. Dansað í kringum jólatréð föstudaginn 13. desember kl. 14. Jóla- sveinninn kemur í heim- sókn. Ragnar Leví leikur fyrir dansi, mætið með afa- og ömmubörnin Skráning í síma 568 5052 fyrir föstudaginn 13. des. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: Kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laugard.: kl. 10–12 bók- band, línudans kl. 11. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30–15 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, hár- greiðslustofan opin kl. 9– 16.45 nema mánudaga. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9 silki- málun, kl. 13–16 körfu- gerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13.30 banka- þjónusta Búnaðarbanka. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Aðventu- skemmtunin er í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mosaik, gifs og íslenskir steinar og postulínsmálun, hár- greiðslustofan opin 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréskurð- ur kl. 9, myndlist kl. 10– 16, línudans kl. 11, gler- skurður kl 13, pílukast kl. 13.30 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in kl. 10–13. Morg- unkaffi, blöðin og matur í hádegi. Fimmtudagur: Brids kl. 13, framsögn kl. 16.15. Brids fyrir byrj- endur kl. 19.30. Skrif- stofa félagsins er í Faxa- feni 12, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Suðurnesjum, Selið, Vallarbraut 4, Njarðvík. Félagsvist alla miðviku- daga kl. 14. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn, á morg- un dansleikur, opnað kl. 19.30, allir velkomnir. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 hæg leikfimi, kl. 13 félagsvist, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 17 bobb. Handverksmarkaður í dag frá kl. 13–16. Þar verða til sölu ýmsar jóla- og gjafavörur. Laufa- brauðsdagur verður í Gjábakka laugardaginn 7. desember kl. 13. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, bútasaum- ur, útskurður, hár- greiðsla og fótaaðgerð, kl. 13 brids, harðangur og klaustur. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur og jóga, kl. 10 jóga, kl. 13 dans- kennsla, framhalds- hópur, kl. 14 línudans, kl. 15 frjáls dans og teiknun og málun. Fótaaðgerðir og hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10– 11 samverustund, kl. 9– 16 fótaaðgerðir, kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fóta- aðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður. Jólafagnaður- inn er í dag, húsið opnað kl. 17. Ragnar Páll Ein- arsson leikur á hljóm- borð. Jólahlaðborð, kaffi og eftirréttur. Barnakór frá leikskólanum Rjúpnahæð. Fiðluhópur frá Allegro Susuki- tónlistarskólanum. Jóla- saga. Hera Björk Þór- hallsdóttir syngur einsöng. Fjöldasöngur. Hugvekja, séra Jakob Ágúst Hjálmarsson. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Allir velkomnir, skrán- ing í s. 562 7077. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morg- unstund, bókband og bútasaumur, kl. 12.30 verslunarferð, kl. 13 handmennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband. Háteigskirkja, eldri borgarar. Kl. 11 sam- vera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setrinu kl. 12, brids kl. 13. Kvenfélagið Aldan. Jólafundurinn er í kvöld kl. 20. í Borgartúni 18, 3. hæð. Munið jólapakk- ana. Sjögrens-áhugahóp- urinn. Kaffispjall í kvöld kl. 20 á Kaffi Mílanó, Faxafeni. Lífeyrisþegadeild SFR. Árlegur jólafundur deildarinnar verður haldinn laugardaginn 7. des. kl. 14. í fé- lagsmiðstöðinni Grett- isgötu 89, 4. hæð. Þátt- taka tilkynnist skrifstofu SFR, sími 525 8340. Parkinsonsamtökin. Jólafagnaður verður í Kiwanishúsinu, Engja- teigi 11, laugardaginn 7. desember kl. 12. Séra Ír- is Kristjánsdóttir prest- ur í Hjallakirkju les jóla- sögu og stjórnar fjöldasöng, séra Jón Bjarman flytur jóla- hugvekju, Stefán H. Stefánsson tenór syngur einsöng og kvartett úr kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista. Þríréttuð máltíð, miða- happdrætti. Tilkynna þarf þátttöku fyrir föstud. 6. des. í s. 698 3267. Slysavarnakonur í Reykjavík. Jólafund- urinn er í kvöld kl. 20 í Höllubúð. Matur, happ- drætti og fl. Jóla- hugvekja, séra Yrsa Þórðardóttir. Munið jólapakkana. Í dag er miðvikudagur 5. desem- ber, 339. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Í kærleika sínum ákvað hann fyrirfram að veita oss son- arrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni. (Ef. 1, 5.-7.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skapillur, 8 gulllitað, 9 bleyða, 10 muldur, 11 hreinir, 13 deila, 15 hæg- fara, 18 eldstæðið, 21 stefna, 22 borgi, 23 treg, 24 sannleikurinn. LÓÐRÉTT: 2 styrkir, 3 blautur, 4 tölustafs, 5 snúin, 6 gá- leysi, 7 kunna ekki, 12 starfsgrein, 1 4 bókstafur, 15 hamingja, 16 svelginn, 17 nákom- inn, 18 eyktamörkin, 19 var á hreyfingu, 20 ró LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 meiða, 4 getur, 7 tukta, 8 monts, 9 lús, 11 akra, 13 grín, 14 ráfar, 15 fant, 17 álar, 20 aða, 22 rokan, 23 putti, 24 týnir, 25 ranga. Lóðrétt: 1 motta, 2 iðkar, 3 aðal, 4 gums, 5 tínir, 6 rósin, 10 úlfúð, 12 art, 13 grá, 15 fyrst, 16 nakin, 18 lotan, 19 reisa, 20 anar, 21 apar. Víkverji skrifar... Í LIÐINNI viku færðust Íslend-ingar nær því takmarki að hrifsa heimsmeistaratitil af Norðmönnum. Ekki í stórsvigi, handbolta, fjöl- þraut eða annarri íþróttagrein held- ur í áfengisgjaldi á sterkt áfengi. Samkvæmt tilkynningu frá Samtök- um ferðaþjónustunnar skipta Ís- lendingar og Norðmenn nú með sér heimsmetum í áfengisgjaldi; ís- lenska ríkið á heimsmetið í léttvíni en norska ríkið heldur enn titlinum í sterku áfengi og bjór. Norska ríkið hefur víst verið að lækka sín gjöld á liðnum árum og þar með gefið Ís- lendingum færi á að ná tvöföldum heimsmeistaratitli. Fregnir um að norska ríkið hafi gefið eftir í barátt- unni um titilinn virðast hafa ratað í íslenska fjármálaráðuneytið því fyr- ir viku lagði Geir Haarde fyrir Al- þingi frumvarp um 15% hækkun á áfengisgjaldi á sterku áfengi og 27,7% hækkun á tóbaksgjaldi fylgdi með. Um leið var lagt fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að lækka álagninguna þannig að sterka vínið hækkar um 10% og tóbakið um 12%. Er gert ráð fyrir að þessar auknu álögur á almenning skili rík- issjóði um 1,1 milljarði. Víkverji hef- ur ekki kynnt sér hversu langt ís- lenska ríkið á í land til að ná hinu norska en takmarkið er að minnsta kosti klárt og það færist sífellt nær. Eins og við var að búast samþykkti Alþingi frumvarpið óbreytt enda margir keppnismenn í þinglandsliði Íslands. x x x EINS og allir vita er málið ekkisvona einfalt og Víkverji verð- ur auðvitað að láta þess getið að hækkun áfengisgjaldsins var alls ekki rökstudd með því að Íslend- ingar gætu orðið heimsmeistarar. Þegar frumvarpið um hækkun áfengis- og tóbaksgjalds var lagt fyrir Alþingi sagði fjármálaráðherra að tilgangurinn væri tvíþættur. Annars vegar að afla ríkissjóði tekna vegna ýmissa útgjalda sem fallið hefðu á hann á undanförnum dögum, s.s. vegna samnings um bætt kjör eldri borgara. Hins vegar að gjaldtaka af áfengi og tóbaki yrði nokkurn veginn að fylgja verð- lagsþróun en álögur ríkisins á áfengi og tóbak hefðu að mestu staðið óbreyttar í krónum talið um langt skeið. Ýmsir hafa gagnrýnt þessa hækkun, m.a. Alþýðusamband Íslands og fyrrnefnd Samtök ferða- þjónustunnar. Víkverji hefur á hinn bóginn heyrt lítið frá þeim sem berjast gegn áfengis- og tóbaks- neyslu, ef undan er skilinn Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem sagði þingflokk VG fylgjandi hækkuðum álögum á vín og tóbak enda væri slíkt til þess fallið að draga úr notkun „þessara skaðlegu efna eða vímugjafa“. x x x VÍKVERJA finnst á hinn bóginnekki að rökstuðningur fjár- málaráðherra sé endilega til þess fallinn að draga úr neyslu áfengis og tóbaks. Hækkunin var sem fyrr segir studd þeim rökum að það væri langt síðan gjaldið hækkaði síðast og það vantaði peninga handa gamla fólkinu. Og hvaða sæmilega inn- rættur maður vill standa í vegi fyrir bættum hag aldraðra? Ekki Vík- verji, það er víst. Er því ekki frekar hætta á að ofurlítið samviskubit læðist í hugskot þeirra sem vilja minnka drykkjuna eða reykingarn- ar? Með því draga þeir jú úr mögu- leikum ríkisins til að gera vel við gamla fólkið. Víkverja finnst þetta því frekar slappt forvarnarstarf. Hvar eru krónurnar? NÚ get ég ekki haldið í mér lengur vegna þess óréttlæt- is sem okkar guðsvolaða ríkisstjórn beitir öryrkja og ellilífeyrisþega og vil birta hér eitt lítið dæmi um það. Ég efast ekki um að margir fleiri hafa samskonar sögu að segja. Ég er öryrki og maður- inn minn ellilífeyrisþegi, þannig að við fáum bæði laun frá Tryggingastofnun. Við áttum von á því að fá einhverjar krónur aukalega í vasann um þessi mánaða- mót vegna þeirra bóta sem samið var um nýlega á hög- um þessara þjóðfélagshópa, auk þess að persónuuppbót greiðist 1. desember til allra launþega. En ekki aldeilis. Allt var þetta tekið í skattinn og einni krónu betur. Sú upp- hæð sem ég fékk útborgaða er nákvæmlega einni krónu lægri en sú sem ég fékk 1. nóvember sl. og þannig er það líka í tilfelli eigin- mannsins, hans upphæð er einnig einni krónu lægri en 1. nóvember. Sem betur fer erum við hjón svo lánsöm að fá smá- vegis greiðslur úr lífeyris- sjóðum þannig að við kom- umst af án þess að svelta, en hvernig er með það fólk sem hefur lítið eða ekkert annað en tryggingabætur? Að halda því fram að fá- tækt sé ekki til í landinu er náttúrlega ekki annað en heimska, eða mér liggur við að segja heilabilun. Þetta er eitt skýrasta dæmið um lygina og þvætt- inginn sem ráðamenn þjóð- arinnar baða þjóðina upp- úr. Að þessar manneskjur skuli ekki hafa nægilegt vit til þess að skammast sín, það er mjög sorglegt. Og ennþá sorglegra er að margt þetta blessað fólk sem mest talar um hvað það hefur það slæmt, gapir yfir lyginni og lætur draga sig á asnaeyrunum til þess að kjósa þetta yfir þjóðina í næstu kosningum. En hvað skyldi hún hafa fengið í laun, nefndin sem var sett á laggirnar til að semja um bættan hag elli- lífeyrisþega og öryrkja? Hvers vegna má ekki hækka skattleysismörkin hjá fólki sem hefur lág laun? Og hvers vegna má ekki leggja hærri skatta á hátekjufólk og fyrirtæki sem blómstra? Er ekki löngu kominn tími til að ríkisstjórnin gefi skýrt og skorinort svar við þessum spurningum í eitt skipti fyrir öll? Með kveðju, Unnur Þorsteinsdóttir. Framsóknar- skatturinn FÁI ellilífeyrisþegar fjár- magnstekjur, sama hvað lítið það er, er tekjutrygg- ing þeirra skert um 50% af þeirri upphæð. Auk þess þurfa þeir að borga 10% fjármagnstekjuskatt eins og aðrir. Samtals gerir þetta 60% af hverri krónu. Ég tel að verið sé að mis- muna skattgreiðendum hvort þeir eru almennir skattgreiðendur eða ellilíf- eyrisþegar sem hafa sparað eitthvað smávegis til elliár- anna. Er þetta verk fé- lagshyggjuflokksins Fram- sóknar sem hefur farið með stjórn heilbrigðis- og tryggingamála síðustu 7-8 árin? Ellilífeyrisþegar, hugsið vel um hvað þið kjósið í næstu kosningum til Alþingis. Ellilífeyrisþegi. Tapað/fundið Poki týndist í Bónus POKI með tveimur kerta- stjökum og lyfjum týndist í Bónus í Kringlunni milli kl. 15-16 sl. föstudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 8843. Nokia sími týndist NOKIA 5210 appelsínugul- ur GSM-sími týndist í leigubíl frá Glaumbar að Digranesvegi í Kópavogi að morgni 30. nóvember. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 897 3794. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MIG langar að senda smá svar, ef svar skyldi kalla, við greininni sem birtist um Body Shop síðasta laugardag. Mér finnst mjög leið- inleg þessi reynsla sem þessar stúlkur urðu fyrir í versluninni í Kringlunni, en þar sem neikvæða hlið- in er komin upp verð ég að koma með eitthvað já- kvætt. Málið er að ég er búin að versla í Body Shop í mörg ár og núna fyrir rúmu ári var opnuð versl- un í Smáralind. Sú verslun verð ég að segja er hin glæsilegasta. Þjónustan þar er alveg til fyr- irmyndar, stúlkurnar til- búnar að gera allt fyrir mann. Það er alltaf hægt að treysta á það að þær séu tilbúnar að gera það sem hægt er svo maður fái það sem maður biður um. Ég er trúr viðskiptavinur og vil ekki að fólk fái ranga hugmynd um þess- ar verslanir. Ég vil þakka starfsfólki verslunarinnar í Smáralind fyrir allt sem það hefur gert fyrir mig. Jóna Kristín. Margt gott hjá Body Shop 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.