Morgunblaðið - 05.12.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 05.12.2002, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5 og 10. Vit 461 KRINGLA Sýnd kl. 5, 7 og 9. Vit 468 KRINGLA Kvikmyndir.is Roger Ebert  RadíóX  DVKvikmyndir.is HL MBL 4 1 . 5 0 0 G E S T I R Á 1 2 D Ö G U M Sýnd kl. 8  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV 1/2HL MBL  RadíóX Fortíðin mun tengja þau! Gwyneth Paltrow og Aaron Eckhart í dularfullri, rómantískri mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim.  HL. MBLSK RadíóX  ÓHT Rás2  HK DV 1/2 Kvikmyndir.com TILRAUNIN Sýnd kl. 5.50. Ísl. texti. B.i. 16. Yfir 53.000 áhorfendur WITH ENGLIS H SUBTIT LES AT 5.4 5 Sýnd kl. 5.45 með enskum texta 8 og 10.10.B.i. 12. 8 Eddu verðlaun POSSESSION GWYNETH PALTROW AARON ECHART JENNIFER EHLE JEREMY NORTHAM Sýnd kl. 4.50, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. 4 1 . 5 0 0 G E S T I R Á 1 2 D Ö G U M 1/2MBL  1/2 Roger Ebert La grande illusion Sýnd kl.10.30 JÓN Ólafsson hefur sagt Freist- ingar vera plötu sem geymir nokkur af eftirlætislögum sjálfra liðsmanna Nýrra danskra, lög sem einhverra hluta vegna féllu ekki eins mikið í kramið hjá almenningi og þeir höfðu búist við. Annar góður maður hefur síðan haldið því fram að það sé slá- andi hversu lítið skynbragð tónlist- armenn yfirhöfuð beri á eigin laga- smíðar. Samkvæmt því ættu Freistingar því að vera eitthvert sorglegasta rang- nefni í sögu ís- lenskrar dægur- tónlistar. En því fer víðs fjarri. Ef horft er framhjá því að hér er mest- megnis um endurvinnslu að ræða þá verður ekki að annarri niðurstöðu komist en að út sé komin áheyrileg- asta plata sem Ný dönsk hafa sent frá sér á þeim 15 árum sem sveitin hefur starfað. Og ástæðan fyrir því er tvíþætt; í fyrsta lagi tvö frábær ný lög, „Fagurt fés“, sungið og samið af Daníel Ágústi, fyrrum söngvara sveitarinnar, og „Faldar hendur“ eftir Björn Jörund og Jón, og í öðru lagi að þrátt fyrir að sveitin hafi sam- ið og sent frá sér ógrynni frábærra laga þá verður að segjast sem er að þau hafa einhvern veginn aldrei rott- að sig nægilega vel saman á breið- skífur sveitarinnar – fyrr en nú. Valið á endurvinnslulögunum er með afbrigðum vel til fundið og í nær öllum tilvikum hefur Jóni „verk- stjóra“ og félögum tekist að blása í þau nýju lífi og laða fram alla þeirra góðu eiginleika, þá sem urðu til þess að viðkomandi lögum hlotnaðist sá heiður að ganga í endurnýjun lífdag- anna. Erfitt er að gera upp á milli laganna en þó heggur maður sér- staklega eftir nokkrum sem eiga það sameiginlegt að hafa aldrei verið í náðinni hjá mér fram að þessu en koma ótrúlega sterk inn í nýjum og langtum betri útgáfum. Þetta eru lög eins og „Eplatré“ sem upprunalega var á Ekki er á allt kosið, „Freist- ingar“ af Himnasendingu, „Frelsið“ af Regnbogalandi og „Flugvélar“ af síðustu plötu sveitarinnar Pólskipt- unum. Síðastnefnda lagið er kannski skýrasta dæmið um hversu vel þess- ar lýtaaðgerðir hafa tekist, berstríp- uð útgáfa eins og lagið var þegar Jón samdi það, einn við píanóið, en það vekur þægilegar minningar um dú- ett hans og Stefáns Hjörleifs, Possi- billies, og hina vanmetnu plötu þeirra Töframaðurinn frá Riga frá 1990. „Á sama tíma að ári“ hefur mér aftur alltaf fundist eitt af frambæri- legustu lögum Björns Jörundar og í útgáfunni á Freistingum, þar sem Björn syngur vel til fundinn dúett á móti Svanhildi Jakobsdóttur, er gott lag einfaldlega orðið enn betra. Það á þó því miður ekki við heldur mátt- lausa útgáfu af „Horfðu til himins“ enda æði erfitt að slá við útsetning- unni óborganlegu á Himnasendingu þar sem ensku bakraddasöngkon- urnar gefa því svo sterk einkenni. Þá er ekki hægt að fjalla um plötuna án þess að geta frábærs innleggs blás- aranna Samúels og Jóels, en leikur þeirra og látlausar útsetningar eru kannski einmitt það sem gerir plöt- una svo heillandi og merkilega heild- stæða, af safnplötu að vera. Ég veit að endurvinnsluplötur þykja ekki merkilegar í heimi popp- fræðanna en hvað með það, ég ætla samt að lýsa því yfir að Freistingar sé sú plata Nýrra danskra sem næst kemst því að geta talist höfuðverk sveitarinnar. Í það minnsta er ég sannfærður um að allir gamlir og sannir unnendur falla gjörsamlega í stafi yfir þessum ómótstæðilegu freistingum og taka þeim opnum örmum því á plötunni sýna Ný dönsk allar sínar bestu hliðar. Verst er með umslagið. Það er afar smekklaust og auglýsingalegt. Tónlist Fjöldi freistinga Ný dönsk Freistingar 1001 nótt Geislaplatan Freistingar með hljómsveit- inni Nýjum dönskum. Lög og textar eftir liðsmenn sveitarinnar, þá Björn Jörund Friðbjörnsson, Jón Ólafsson, Ólaf Hólm og Stefán Hjörleifsson. Söngur í Fagurt fés, Horfðu til himins og Mjallhvít Daníel Ágúst Haraldsson. Söngur í Á sama tíma að ári Svanhildur Jakobsdóttir. Tenór- og baritónsaxófónn Jóel Pálsson, básúna Samúel Jón Samúelsson en báðir sáu að- allega um blástursútsetningar. Upptöku- maður og verkstjóri Jón Ólafsson. Hljóð- blöndun Gunnar Smári Helgason. Upptökur fóru fram í Eyranu síðsumars 2002. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Í umsögn um nýjustu plötu Nýrra danskra kemur m.a. fram að lagavalið sé einstaklega vel heppnað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.