Morgunblaðið - 05.12.2002, Page 60

Morgunblaðið - 05.12.2002, Page 60
60 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5 og 10. Vit 461 KRINGLA Sýnd kl. 5, 7 og 9. Vit 468 KRINGLA Kvikmyndir.is Roger Ebert  RadíóX  DVKvikmyndir.is HL MBL 4 1 . 5 0 0 G E S T I R Á 1 2 D Ö G U M Sýnd kl. 8  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV 1/2HL MBL  RadíóX Fortíðin mun tengja þau! Gwyneth Paltrow og Aaron Eckhart í dularfullri, rómantískri mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim.  HL. MBLSK RadíóX  ÓHT Rás2  HK DV 1/2 Kvikmyndir.com TILRAUNIN Sýnd kl. 5.50. Ísl. texti. B.i. 16. Yfir 53.000 áhorfendur WITH ENGLIS H SUBTIT LES AT 5.4 5 Sýnd kl. 5.45 með enskum texta 8 og 10.10.B.i. 12. 8 Eddu verðlaun POSSESSION GWYNETH PALTROW AARON ECHART JENNIFER EHLE JEREMY NORTHAM Sýnd kl. 4.50, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. 4 1 . 5 0 0 G E S T I R Á 1 2 D Ö G U M 1/2MBL  1/2 Roger Ebert La grande illusion Sýnd kl.10.30 JÓN Ólafsson hefur sagt Freist- ingar vera plötu sem geymir nokkur af eftirlætislögum sjálfra liðsmanna Nýrra danskra, lög sem einhverra hluta vegna féllu ekki eins mikið í kramið hjá almenningi og þeir höfðu búist við. Annar góður maður hefur síðan haldið því fram að það sé slá- andi hversu lítið skynbragð tónlist- armenn yfirhöfuð beri á eigin laga- smíðar. Samkvæmt því ættu Freistingar því að vera eitthvert sorglegasta rang- nefni í sögu ís- lenskrar dægur- tónlistar. En því fer víðs fjarri. Ef horft er framhjá því að hér er mest- megnis um endurvinnslu að ræða þá verður ekki að annarri niðurstöðu komist en að út sé komin áheyrileg- asta plata sem Ný dönsk hafa sent frá sér á þeim 15 árum sem sveitin hefur starfað. Og ástæðan fyrir því er tvíþætt; í fyrsta lagi tvö frábær ný lög, „Fagurt fés“, sungið og samið af Daníel Ágústi, fyrrum söngvara sveitarinnar, og „Faldar hendur“ eftir Björn Jörund og Jón, og í öðru lagi að þrátt fyrir að sveitin hafi sam- ið og sent frá sér ógrynni frábærra laga þá verður að segjast sem er að þau hafa einhvern veginn aldrei rott- að sig nægilega vel saman á breið- skífur sveitarinnar – fyrr en nú. Valið á endurvinnslulögunum er með afbrigðum vel til fundið og í nær öllum tilvikum hefur Jóni „verk- stjóra“ og félögum tekist að blása í þau nýju lífi og laða fram alla þeirra góðu eiginleika, þá sem urðu til þess að viðkomandi lögum hlotnaðist sá heiður að ganga í endurnýjun lífdag- anna. Erfitt er að gera upp á milli laganna en þó heggur maður sér- staklega eftir nokkrum sem eiga það sameiginlegt að hafa aldrei verið í náðinni hjá mér fram að þessu en koma ótrúlega sterk inn í nýjum og langtum betri útgáfum. Þetta eru lög eins og „Eplatré“ sem upprunalega var á Ekki er á allt kosið, „Freist- ingar“ af Himnasendingu, „Frelsið“ af Regnbogalandi og „Flugvélar“ af síðustu plötu sveitarinnar Pólskipt- unum. Síðastnefnda lagið er kannski skýrasta dæmið um hversu vel þess- ar lýtaaðgerðir hafa tekist, berstríp- uð útgáfa eins og lagið var þegar Jón samdi það, einn við píanóið, en það vekur þægilegar minningar um dú- ett hans og Stefáns Hjörleifs, Possi- billies, og hina vanmetnu plötu þeirra Töframaðurinn frá Riga frá 1990. „Á sama tíma að ári“ hefur mér aftur alltaf fundist eitt af frambæri- legustu lögum Björns Jörundar og í útgáfunni á Freistingum, þar sem Björn syngur vel til fundinn dúett á móti Svanhildi Jakobsdóttur, er gott lag einfaldlega orðið enn betra. Það á þó því miður ekki við heldur mátt- lausa útgáfu af „Horfðu til himins“ enda æði erfitt að slá við útsetning- unni óborganlegu á Himnasendingu þar sem ensku bakraddasöngkon- urnar gefa því svo sterk einkenni. Þá er ekki hægt að fjalla um plötuna án þess að geta frábærs innleggs blás- aranna Samúels og Jóels, en leikur þeirra og látlausar útsetningar eru kannski einmitt það sem gerir plöt- una svo heillandi og merkilega heild- stæða, af safnplötu að vera. Ég veit að endurvinnsluplötur þykja ekki merkilegar í heimi popp- fræðanna en hvað með það, ég ætla samt að lýsa því yfir að Freistingar sé sú plata Nýrra danskra sem næst kemst því að geta talist höfuðverk sveitarinnar. Í það minnsta er ég sannfærður um að allir gamlir og sannir unnendur falla gjörsamlega í stafi yfir þessum ómótstæðilegu freistingum og taka þeim opnum örmum því á plötunni sýna Ný dönsk allar sínar bestu hliðar. Verst er með umslagið. Það er afar smekklaust og auglýsingalegt. Tónlist Fjöldi freistinga Ný dönsk Freistingar 1001 nótt Geislaplatan Freistingar með hljómsveit- inni Nýjum dönskum. Lög og textar eftir liðsmenn sveitarinnar, þá Björn Jörund Friðbjörnsson, Jón Ólafsson, Ólaf Hólm og Stefán Hjörleifsson. Söngur í Fagurt fés, Horfðu til himins og Mjallhvít Daníel Ágúst Haraldsson. Söngur í Á sama tíma að ári Svanhildur Jakobsdóttir. Tenór- og baritónsaxófónn Jóel Pálsson, básúna Samúel Jón Samúelsson en báðir sáu að- allega um blástursútsetningar. Upptöku- maður og verkstjóri Jón Ólafsson. Hljóð- blöndun Gunnar Smári Helgason. Upptökur fóru fram í Eyranu síðsumars 2002. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Í umsögn um nýjustu plötu Nýrra danskra kemur m.a. fram að lagavalið sé einstaklega vel heppnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.