Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þeir sletta skítnum sem eiga hann. Grænfánaverkefnið á Íslandi Skólar að lenda á grænni grein STUTT frétt í Morg-unblaðinu um jóla-leytið varð tilefni þessa viðtals. Yfirskriftin var: Nítján skólar til liðs við Landvernd. Þegar að var gáð var verið að segja frá samstarfi Landvernd- ar og skóla í landinu um svokallað grænfánaverk- efni, sem er af alþjóðleg- um toga. Á Íslandi er yf- irskrift verkefnisins Skól- ar á grænni grein. Sigrún Helgadóttir kennari og líf- fræðingur er verkefnis- stjóri Landverndar í þessu tilviki og hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Segðu okkur fyrst, hvað er grænfánaverkefn- ið/Skólar á grænni grein, hvenær hófst það, út á hvað geng- ur það og hvernig kemur Land- vernd að því? „Grænfánaverkefnið er alþjóð- legt umhverfisverkefni skóla og er stýrt af samtökunum Founda- tion for Environmental Education eða FEE. Sumarið 2000 gerðist Landvernd aðili að FEE og stofn- aði vinnuhóp til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir grænfána- verkefninu hér á landi. Niður- staða hans var að setja á lagg- irnar tilraunaverkefni til tveggja ára. Nú eru þau tvö ár liðin og vel það og grænfánaverkefnið sýnist komið til að vera.“ – Hvernig koma síðan allir þessir skólar að verkefninu? „Skólunum er ætlað að bæta rekstur sinn hvað varðar um- hverfismál og sinna umhverfis- mennt. FEE leggur áherslu á að skólarnir dragi úr orku- og vatns- notkun og bæti meðferð á úr- gangi. Síðan geta aðildarlönd ver- ið með viðbótaráherslur í samræmi við aðstæður í hverju landi. Til að skóli geti fengið grænfánann setur FEE það skil- yrði að hann hafi stigið sjö ákveð- in skref til umhverfisbóta. Land- vernd, sem umboðsaðili FEE á Íslandi, veitir skólunum ráðgjöf, fylgist með starfi þeirra og metur það.“ – Hver hefur svo gangur máls- ins verið hér á landi? „Starfið hér á landi hófst snemma árs 2001. Þá var öllum skólum á landinu skrifað um grænfánaverkefnið og þeim boðið að taka þátt. Gert var ráð fyrir að vera með fimm skóla í tilrauna- verkefninu en tólf skólar óskuðu eftir þátttöku og ákveðið var að hafa þá alla með. Síðan hafa bæst við nokkrir skólar og enn fleiri hafa sýnt verkefninu áhuga, leitað upplýsinga og eru að hugsa málið. Af þessum skólum hafa þrír þegar fengið grænfánann, Andakíls- skóli, Fossvogsskóli og Selásskóli, og það lítur út fyrir að nokkrir bætist við í vor.“ – Hvernig er ferlið? „Skólar sem vilja vera með sækja um þátttöku til Landvernd- ar og komast þá á græna grein. Þeir stofna umhverfisráð við skólann þar sem sitja fulltrúar skóla- stjórnenda, kennara, starfsfólks, foreldra en ekki síst nemenda. Ráðið tekur allar ákvarðanir hvað snertir umhverf- ismál í skólanum. Þannig fá allir þessir hópar aðild að stjórnun skólans. Síðan hjálpast allir að við að meta stöðu umhverfismála inn- an skólans, gera áætlun um að- gerðir og markmið til úrbóta og fylgjast vel með hvernig gengur. Nemendur þurfa að fá fræðslu um umhverfismál, skólinn þarf að kynna stefnu sína út á við og hann þarf að hafa sett sér umhverfis- sáttmála. Þegar skólinn hefur stigið þessi sjö skref sem ég nefndi áðan, getur hann sótt um grænfánann. Landvernd metur þá stöðu og starf skólans og veitir fánann við hátíðlega athöfn. Til að halda fánanum verður skólinn að sækja um hann á tveggja ára fresti og sýna fram á að starfið sé enn í fullum gangi.“ – Hvert er svo markmiðið með þessu öllu saman? „Markmiðið með þessu öllu saman er auðvitað fyrst og fremst að kenna og þjálfa vinnubrögð og viðhorf sem hljóta að verða reglan en ekki undantekningin í framtíð- inni þegar þau börn sem nú eru í skólum eru orðin fullorðin. Er- lendis hefur það líka sýnt sig að verkefnið hefur ekki aðeins skilað árangri hvað varðar umhverfis- stjórnun og menntun heldur hafa skólar sem taka þátt í því minnk- að rekstrarkostnað sinn verulega. Stjórn- völd hafa fyrir löngu sett sér að vinna í sam- ræmi við alþjóðasam- þykktir eins og Dag- skrá 21 og fjölmörg sveitarfélög hafa samþykkt Staðardagskrá 21 um umhverfismál. Allar sam- þykktir um umhverfismál eru orðin tóm ef þeim er ekki fylgt eftir með aðgerðum. Fræðsla og menntun eru forsendur úrbóta, ekki síst í umhverfismálum. Grænfánaverkefnið hjálpar skól- um sem vilja vera brautryðjendur á þessu sviði.“ Sigrún Helgadóttir  Sigrún Helgadóttir fæddist í Reykjavík 1949. Lauk kenn- araprófi og stúdentsprófi frá Kennaraskólanum. Var kennari og skólastjóri á landsbyggðinni í þrjú ár. Lauk prófi í líffræði frá HÍ og framhaldsnámi í stýringu náttúruauðlinda frá Edinborg- arháskóla árið 1981. Kynnti sér skipulag og stýringu þjóðgarða í Bandaríkjunum og Kanada, einnig umhverfismennt og úti- kennslu. Hefur verið landvörður í þjóðgörðum í Jökulsárgljúfrum og á Þingvöllum, starfaði hjá Náttúruverndarráði og var stundakennari við Kennarahá- skólann. Hefur frá árinu 1998 verið verkefnisstjóri við Sel- ásskóla, starfssvið: að setja skól- anum umhverfisstefnu og að efla náttúrufræðikennslu og um- hverfismennt. Er og verkefn- isstjóri Landverndar um græn- fánaverkefnið á Íslandi. Eiginmaður er Ólafur S. Andr- ésson lífefnafræðingur. Börnin eru fjögur. … hafa þrír þegar fengið grænfánann Reykjavík • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 02 16 02 /2 00 3 Pottamarkaður Ódýrir pottar 50% afsláttur Umpottun 199 kr.Mold, 10 lítrar 499 kr.Blómaáburður, 1 lítri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.