Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 44
UMRÆÐAN
44 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
E
f þú verður var við
félagslega neyð,
hringdu þá á
steypubíl!“ Þetta
gamla góða spak-
mæli kom í hugann þegar frétt-
ist af áformum ríkisstjórn-
arinnar um að leggja einn
milljarð króna af skattfé til
byggingar menningarhúsa á
Akureyri og í Vestmannaeyjum.
Á bak við þetta spakmæli
liggur djúp
hugsun sem
byggist á
áratuga
reynslu af
því hvernig
stjórn-
málamenn takast á við félagsleg
vandamál. Þetta gerist með
þeim hætti að upp kemur um-
ræða í samfélaginu um tiltekið
félagslegt vandamál. Dæmi um
slík vandamál eru fíkniefna-
neysla ungmenna og flutningar
fólks af landsbyggðinni. Stjórn-
málamenn eru spurðir: Hvernig
ætlið þið að takast á við vaxandi
fíkniefnaneyslu ungmenna?
Svar þeirra er: Við byggjum
hús þar sem ungmenni sem eru
í vanda fá viðeigandi meðferð.
Þetta hús var byggt fyrir
nokkrum árum og var kallað
Tindar. Fáeinum árum síðar,
þegar ríkissjóður þurfti að
spara peninga, ákváðu stjórn-
málamenn að loka húsinu vegna
þess að það væri svo dýrt að
reka það og það væri svo illa
nýtt.
Nú er spurt: Hvernig ætla
stjórnmálamenn að draga úr
fólksflutningum af landsbyggð-
inni til höfuðborgarsvæðisins?
Svar stjórnmálamanna er: Það
hefur komið í ljós í rannsóknum
að eitt af því sem ræður ákvörð-
un fólks sem flytur af lands-
byggðinni er að menningarlífið
úti á landi er ekki nægilega
blómlegt. Við ætlum því að efla
menningarlífið á landsbyggð-
inni og byggja þar menningar-
hús.
Þetta sögðu forystumenn rík-
isstjórnarinnar fyrir fjórum ár-
um og nú ætla þeir að hefjast
handa. Að vísu hefur komið í
ljós að undirbúningi málsins
hefur miðað frekar hægt á þess-
um fjórum árum. Ekki er búið
að teikna húsin og ekki er búið
að finna þeim lóðir í bæjarland-
inu. En vonandi fara steypubíl-
arnir fljótlega af stað svo menn-
ingin geti blómstrað.
Forstöðumenn stofnana hafa
stundum sagt að það sé ekkert
mál að byggja hús. Aðalmálið sé
að fjármagna rekstur starfsem-
innar sem á að vera í húsunum.
Þetta fengu t.d. stjórnendur
Reykjalundar að reyna fyrir
nokkrum árum. Eftir að búið
var að byggja hús fyrir end-
urhæfingarsjúklinga stóð
fullbúið húsið tómt um margra
mánaða skeið vegna þess að
ekkert fjármagn fékkst til að
reka starfsemina sem þar átti
að vera.
Ekkert hefur komið fram um
hvað rekstur menningarhús-
anna mun kosta skattborg-
arana. Ekki er þó ástæða til að
ætla annað en að stjórn-
málamenn verði duglegir að út-
vega fjármagn til rekstrarins.
Þeir hafa jú sýnt það á síðustu
árum að þeir eru einstaklega
áhugasamir um að styrkja og
efla íslenska íslenska menningu.
Nægir í því sambandi að nefna
Þjóðmenningarhús við Hverfis-
götu, hið glæsilega 1000 ára af-
mæli kristnitöku á Íslandi,
byggingu stafkirkju í Eyjum,
svo ekki sé minnst á veglega
kynningu á Íslandi og íslenskri
menningu á heimssýningunni í
Hannover í Þýskalandi.
Framundan eru ærin verk-
efni í menningarmálum. Þar ber
fyrst að nefna tónlistarhús í
miðborg Reykjavíkur. Það er að
vísu búið að byggja ágætt tón-
listarhús í Kópavogi þar sem
fram fer blómleg starfsemi. Öfl-
ug starfsemi er einnig í Ými,
tónlistarhúsi sem Karlakór
Reykjavíkur stóð fyrir að
byggja. Stjórnmálamenn í nær
öllum flokkum hafa gert sér
grein fyrir að þessi hús eru ekki
nægilega stór og því er brýnt að
byggja miklu stærra og miklu
dýrara tónlistarhús svo há-
menningin fái þrifist á Íslandi.
Sú spurning hlýtur að vakna,
hvað verði um Leikfélag Akur-
eyrar, sem er í fjárhagslegri
kreppu, meðan steypubílarnir
reisa menningarlífið á Akureyri
úr rústum. Eru líkur á að Leik-
félaginu verði gert kleift að
starfa áfram eða þarf félagið að
segja upp starfsfólki sínu vegna
fjárskorts? Og hvað ætli mynd-
listarmenn á Akureyri gætu
gert við milljónirnar sem fara í
að borga fyrir steypu?
Margir hrifust af dugnaði for-
manns menningarmálanefndar
Vopnafjarðar sem fyrir nokkr-
um árum stóð fyrir hverjum
menningarviðburðinum á fætur
öðrum á Austurlandi. Hvað
gæti einstaklingur sem hefur
áræði og dugnað gert í menn-
ingarmálum í sinni heimabyggð
ef hann hefði t.d. 20 milljónir
milli handanna?
Nei, ríkisstjórnin telur það
ekki forgangsverkefni að ýta
undir frumkvæði og áræði ein-
staklinga í menningarmálum.
Það er ríkismenningin sem gild-
ir. Hér skulu rísa fagrar hallir
og fögur torg.
Og ef einhver er þeirrar
skoðunar að það sé deyfð yfir
menningarlífinu þá geta ráð-
herrar ríkisstjórnarinnar sagt
með stolti: „Menningarlífið hef-
ur verið eflt. Til vitnis um það
getum við bent á þessa steypu-
bíla sem aka steypu til eflingar
íslenskri menningu.“
Steypubílar
bjarga
menningunni
„Ef þú verður var við félagslega neyð,
hringdu þá á steypubíl!“ Þetta gamla
góða spakmæli kom í hugann þegar
fréttist af þeim áformum ríkisstjórn-
arinnar að leggja einn milljarð króna
af skattfé til byggingar menningarhúsa
á Akureyri og í Vestmannaeyjum.
VIÐHORF
Eftir Egil
Ólafsson
egol@mbl.is
ELLEFU aðilar kærðu síðastlið-
ið haust fráleitan úrskurð Skipu-
lagsstofnunar um Norðlingaöldu-
veitu og því kom til kasta
umhverfisráðherra að fjalla um mál-
ið. Á undanförnum mánuðum hefur
fjöldi fólks tekið undir kröfuna um
verndun Þjórsárvera. Menn fagna
því eðlilega nú að þessi barátta hef-
ur skilað verulegum árangri. Sam-
kvæmt nýlegum úrskurði setts um-
hverfisráðherra má ekki skerða
friðlýsta svæðið í Þjórsárverum og
um leið er tekið tillit til alþjóðlegra
skuldbindinga. En sitthvað er samt
við þennan úrskurð að athuga, bæði
að formi og efni, og varðar það eink-
um nýtt veitulón norðan Arnarfells.
Í matsskýrslu Landsvirkjunar um
Norðlingaölduveitu voru engar til-
lögur gerðar um lón norðan Arn-
arfells, þótt í skýrslunni hafi verið
bent á að lón þar gæti verið hugs-
anleg mótvægisaðgerð. Tillaga um
setlón sem hluta af framkvæmdinni
mótaðist fyrst í meðförum Skipu-
lagsstofnunar og þá án þess að al-
menningi gæfist kostur á andmæl-
um. Nú gengur þessi niðurstaða úr
úrskurði Skipulagsstofnunar aftur í
ráðherraúrskurðinum, en þar sem
stærri framkvæmd og sjálfstæð
veita til Þjórsárlóns og Þórisvatns,
ígildi Kvíslaveitu 6. Ekki einu sinni
Landsvirkjunarmenn létu sér til
hugar koma að leggja til slíka veitu-
framkvæmd sem „mótvægisað-
gerð“, þar eð hún hlyti að kalla á
sérstakt mat á umhverfisáhrifum.
Þetta hefur forstjóri Landsvirkjun-
ar ítrekað sagt eftir að úrskurður
ráðherrans lá fyrir 30. janúar sl.
Ólögmæt
hagkvæmnirök
Þegar lesinn er úrskurður ráð-
herrans og sú útfærsla sem hann
byggir á og vísað er til í úrskurð-
inum, þ.e. forathugun Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsens (VST),
blasa við afar óljós og mótsagna-
kennd rök fyrir „setlóni“ norðan
Arnarfells með veitu til Þjórsárlóns.
Samkvæmt úrskurði umhverfisráð-
herra um Kárahnjúkavirkjun var
hagkvæmnirökum hafnað sem hluta
af mati á umhverfisáhrifum og er
sérstaklega vikið að því í nýföllnum
úrskurði. Þrátt fyrir það kemur í
ljós við lestur skýrslu VST að hag-
kvæmnirök fyrir setlóninu eru þar í
fyrirrúmi. Í skýrslunni segir að með
veitulóninu sé verið að „bæta hag-
kvæmni tillögunnar“ sem ella væri
ónóg (bls. 9).
Í „Niðurstöðu athugana“ VST
segir orðrétt (bls. 14): „Ef tryggja á
hagkvæmni þarf ennfremur sam-
hliða Norðlingaölduveitu með lóni í
566 m y. s. að byggja stækkað set-
lón og veita hluta vatns úr því til
Þjórsárlóns og þaðan til Kvíslaveitu
og veita hinum hluta þess á yfirfalli
Þjórsárver og veitulón
norðan Arnarfells
Eftir Hjörleif
Guttormsson
„Í öðru lagi
er þetta
veitulón
bæði þarf-
laust í orku-
pólitísku samhengi og
skaðlegt fyrir umhverfi
og verndun Þjórsár-
vera.“
þegar Skipulagsstofnun bauð setlón
sem „mótvægisaðgerð“. Landsvirkj-
un hafði laumað inn gögnum án vit-
undar Þjórsárveranefndar, Náttúru-
verndar ríkisins og Gnúpverja.
Skipulagsstofnun var á hálum ís.
Settur umhverfisráðherra bætir
um betur. Hann leikur refskákina til
enda, hækkar stíflu setlónsins um
1,5 metra og býr til 6. áfanga Kvísla-
veitu sem Landsvirkjun þóttist falla
frá. Hann rauf griðin vegna hags-
muna Landsvirkjunar.
Margvísleg áhrif 6. áfanga hafa
aldrei verið könnuð til hlítar. Að auki
er sneitt hjá lögformlegu ferli og
megintilgangi umhverfismats. Og
áfram heldur hráskinnsleikur með
orð vegna þess að hvorki er hægt að
kalla hlutina réttum nöfnum né er
framkvæmdin sú sem fór í umhverf-
ismat.
Núna er um helmingi Þjórsár ofan
Sóleyjarhöfða veitt frá verunum og
með þessum Jóns-áfanga er beinlínis
stofnað til gróðureyðingar í Þjórs-
árverum. Farvegur Þjórsár myndi
nánast þorna á 8–10 kílómetra kafla
og yrði uppspretta foksands og fok-
aurs yfir gróðurlendur Þjórsárvera.
Þarna er farvegurinn um einn kíló-
metri á breidd.
Landsvirkjun er gert að hunskast
út fyrir friðlandsmörkin en þar má
nú raða mannvirkjum utan um frið-
landið á þrjá vegu. Með því yrði víð-
erni Þjórsárvera spillt og ofur einfalt
er að hækka stíflu við Norðlingaöldu
síðar.
Víst má klappa ráðherra lof í lófa
fyrir að virða friðlandið, Ramsar-,
Bernar- og alþjóðlega fuglaverndar-
samninga. En er það ekki skylda
ÚRSKURÐUR Jóns Kristjáns-
sonar, setts umhverfisráðherra, um
framtíð Þjórsárvera er lýðum ljós og
lúðrablástur hafinn. Forsætisráð-
herra telur alla „sanngjarna menn“
fagna og Morgunblaðið álítur hann
„grundvöll sátta“. Framsóknarmað-
ur segir úrskurðinn „óskaplega
framsóknarlegan“ og það mun sann-
ast orða.
Hvað gerðist? Jón Kristjánsson
vék óvænt af leið í aðför stjórnvalda
gegn náttúru Íslands. Hann tók tillit
til friðlandsmarka og alþjóðlegra
skuldbindinga! Þar með varð hann
að minnka stórt uppistöðulón sem
Náttúruvernd ríkisins hafði hafnað.
Fyrri útgáfa, „stóra skrímslið“, hefði
ótvírætt leitt til hraðfara eyðilegg-
ingar veranna. Hann mjakaði
Landsvirkjun sem sagt út úr frið-
landinu – ekki Þjórsárverum.
En sáttamiðlarinn gerði dulítið
meira.
Hann heimilaði svokallaðan 6.
áfanga Kvíslaveitu nyrst í Þjórsár-
verum og klókur sem hann er kallar
hann áfangann „setlón með veitu“.
Samkvæmt friðlandsákvæðum
Þjórsárvera frá 1987 er Landsvirkj-
un aðeins „heimilt að veita til Þór-
isvatns úr upptakakvíslum Þjórsár á
Sprengisandi og austurþverám
hennar …“ Það er Kvíslaveita 1–5.
Eins og mörgum hefur vitnast eru
loforð Landsvirkjunar lítils virði og
þegar upp komst af tilviljun um
áform hennar árið 1999 að ræna
vatninu úr verunum ofan friðlands-
ins (6. áfangi) og að byggja stíflu
neðst í þeim þótti einsýnt að Lands-
virkjun var komin í sinn gamla gír.
Þessu var líkt við það að bæði skjóta
og hengja bráðina því hverju barni
er ljóst að Þjórsá og kvíslar hennar
eru lífæðar veranna.
Gnúpverjar voru mjög andsnúnir
þessum vatnaflutningum og Þjórsár-
veranefnd komst að samkomulagi
við Landsvirkjun árið 2001 um að
falla frá 6. áfanga. Þetta var sögulegt
samkomulag því Landsvirkjun hætt-
ir yfirleitt aldrei við nein áform sama
hversu firrt þau eru. Því vakti furðu
umhverfisráðherra, yfir-verndarans,
að virða alþjóðasamþykktir og lög
um friðlönd og náttúruvernd – þótt
annar sé Sivjar-siður?
Þjórsárver eru vistkerfi – ótvírætt
fjölbreyttasta búsvæði, lífríki og
landslagsheild íslenska hálendisins.
Verndun þeirra ætti fyrir löngu að
vera hafin yfir virkjanabrask og póli-
tískt þvaður. Landslagsheildir eru
oft kallaðar „eyjar“ í vistfræðilegum
skilningi. Þær eiga ávallt í vök að
verjast þegar vistkerfi er truflað.
Hér er heimilað gróft inngrip í vist-
kerfi Þjórsárvera með dulbúnum 6.
áfanga framhjá lögbundnum leiðum.
Niðurstaða Jóns Kristjánssonar
er „óskaplega framsóknarleg“ að-
ferð – að ætla bæði að vernda og
virkja. Hvernig vatnsbúskapur á
ekki að raskast með því að raska
honum er þungavigtarspeki. Málið
snýst um framtíð vistkerfis en alls
ekki um að gera öllum til geðs. Leik-
flétta stjórnvalda fólst í því að
hleypa Landvirkjun inn í vestanverð
Þjórsárver. Það var gert – annað
stóð ekki til – þrátt fyrir að ráðgjaf-
inn, Conor Skean, teldi allar for-
sendur vera fyrir því að hafna Norð-
lingaölduveitu algerlega (Mbl. 31.
jan. bls.12). Hann benti á að örlítil
óvissa um náttúruferli gæti þýtt
mikla heildaróvissu.
Meðferð Þjórsárvera endurspegl-
ar sjálfsvirðingu og skyldur okkar að
vernda sameiginlega arfleifð mann-
kyns. Hvorki Þjósárverum né frið-
landinu er borgið. Til þess þurfti
kjark og virðingu fyrir einstæðri
náttúru. Með því að hleypa Lands-
virkjun inn í hin helgu vé og heimila
Jóns-áfanga Kvíslaveitu heldur
hernaðurinn áfram.
Í Kárahnjúkavirkjun ganga sömu
ráðamenn ótrauðir fram og kjósa að
eyðileggja friðlýst svæði og hunsa
alþjóðlega samninga – vísvitandi um
skelfilegar afleiðingar á dýrmætu
landi – þjóðgarðsígildi – og stór-
skaða á Héraði. Í Þjórsárverum er
Landsvirkjun boðið til veislu með 6.
áfanga Kvíslaveitu í ábót.
Ætlar þessari eyðileggingarmar-
tröð aldrei að linna?
Þyrmum
Þjórsárverum!
Eftir Guðmund
Pál Ólafsson
„Með því að
hleypa
Lands-
virkjun inn í
hin helgu vé
og heimila Jóns-áfanga
Kvíslaveitu heldur hern-
aðurinn áfram.“
Höfundur er rithöfundur
og náttúrufræðingur.