Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ María Benedikts-dóttir fæddist í Árbót í Aðaldal 1. apríl 1912. Hún and- aðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 5. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Benedikt Halldór Kristjánsson frá Knútsstöðum í Aðaldal, f. 4. septem- ber 1874, d. 25. júlí 1957, bóndi í Árbót 1915–1918 og síðan í Efra-Haganesi í Fljótum í Skagafirði, og Una Krist- jánsdóttir frá Grímsstöðum í Mý- vatnssveit, f. 6. febrúar 1879, d. 15. apríl 1931. Systkini Maríu eru Sig- urberg, f. 23. febrúar 1909, Valey, f. 26. ágúst 1910, Kristján, f. 23. mars 1913, Hákon, f. 12. ágúst urbjörn, f. 22. mars 1948, kvæntur Ásu Jónsdóttur, f. 16. mars 1951. Börn þeirra eru María Elín, Jón Heimir og Jóhann Már. 2) Jóhanna Björg, f. 13.10. 1950, gift Guð- mundi H. Hagalín, f. 25. október 1949. Sonur þeirra er Grétar. Fyr- ir átti Jóhanna synina Jóhann, Egil Rúnar, Hjört og Helga Pétur. Barnabarnabörn Maríu eru 17 og barnabarnabarnabörnin eru 5. María ólst upp í Árbót til 6 ára aldurs er hún flutti ásamt foreldr- um sínum og systkinum að Efra- Haganesi í Fljótum. Um 1934 flutti María til Siglufjarðar og bjó þar alla tíð síðan utan þriggja ára er hún bjó á heimili Unu dóttur sinn- ar og Einars tengdasonar síns í Kópavogi. Lengstan hluta starfs- ævi sinnar starfaði María við ýmis störf er tengdust vinnslu sjávaraf- urða s.s. síldarvinnslu og fiskverk- un. María var félagi í Slysavarn- arfélagi Siglufjarðar í mörg ár og einnig var hún virkur félagi í verkalýðsfélaginu Vöku um árabil. Útför Maríu verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1914, Steingrímur, f. 21. september 1915, Kristbjörg, f. 22. októ- ber 1917, og Elín Sig- ríður, f. 10. maí 1921. Kristbjörg er ein eft- irlifandi af systkina- hópnum. María giftist Ás- geiri Sigurjónssyni, f. 4. febrúar 1913, d. 18. ágúst 1995, þau skildu. Dóttir þeirra er Una, f. 1. ágúst 1935, gift Einari Ein- arssyni, f. 21. mars 1934. Börn þeirra eru María Marta, Kristín og Jón Ásgeir. Seinni maður Maríu var Jóhann Kristinn Kristjánsson, verkstjóri hjá Rafveitu Siglufjarðar, f. 4. september 1910, d. 23. október 1991. Þau eiga tvö börn, 1) Sig- Hví skyldi ég ekki reyna að byrla Braga full og bræða, steypa og móta hið dýra feðra gull. Ef heimasætan kynni að horfa á aðferð mína og hlusta á stutta sögu um mömmu og ömmu sína. Þannig hljóðar fyrsta erindi ljóðs- ins „Ekkjan við ána“ er Guðmundur Friðjónsson frá Sandi orti um föð- urömmu móður minnar Maríu Krist- jánsdóttir frá Knútsstöðum og gerði þar með minningu hinnar sístarf- andi alþýðukonu ógleymanlega. Ekki mun ég yrkja slíkt ljóð um móður mína Maríu Benediktsdóttur er lést 5. febrúar nærri 91 árs göm- ul. En engu að síður mun minningin lifa í hjarta mínu því þar hefur hún sjálf ofið ljóð sitt sem ég eins og aðr- ir afkomendur hennar mun geyma um ókomna tíð. Niðjar hennar eiga eftir að hlusta á söguna um „mömmu og ömmu sína“, sem mótað hefur okkar „dýra feðragull“. Þær voru um margt líkar nöfn- urnar. Þær söfnuðu ekki auði í banka eða hlutabréfum og kvóta. Þær áttu það sem var miklu verð- mætara, dugnaðinn, heiðarleikann, ástina og umhyggjuna sem þær báru fyrir afkomendum sínum og sveit- inni sinni. Það var þeirra auðlegð. Móðir mín var 6 ára að aldri er hún flutti með fjölskyldu sinni að Efra-Haganesi í Fljótum og tengd- ist þeim stað órjúfanlegum böndum. Fljótin voru sveitin hennar. Ein af fyrstu minningum mömmu var frá þeim tíma er fjölskyldan ásamt Sig- urbirni föðurbróður hennar flutti úr Aðaldalnum norður í Fljót árið 1918. Áður hafði Benedikt farið og skoðað þær jarðir er falar voru og þeir bræður síðan flutt allan búsmala norður áður en fjölskyldan lagði af stað til nýrra heimkynna. Farin var sjóleiðin, fyrst frá Náttfaravík til Húsavíkur og þaðan áfram til Haga- nesvíkur. Ekki er að efa að þetta hefur verið mikið áræði og kjarkur þar sem fjölskyldan var stór, börnin orðin sjö, það elsta níu ára og það yngsta aðeins á fyrsta ári. Nokkrum árum eftir flutningana í Fljótin réðst Benedikt í að byggja nýtt hús fyrir fjölskylduna. Þetta var steinhús tvær hæðir og ris og flutti fjölskyldan úr gamla torfbæn- um í nýja húsið í kringum 1930 og bjartir tímar virtust framundan. En sorgin knúði dyra í nýja húsinu þeg- ar húsmóðirin Una féll frá 1931 og var þá yngsta barnið, Elín, aðeins 10 ára gömul. Benedikt hélt þó áfram búskap með þeim börnum sínum er heima voru allt fram til ársins 1952. Heimili mömmu og pabba var að Lindargötu 22 á Siglufirði og bjuggu þau þar í 45 ár. Þar ólust börn þeirra þrjú upp við umhyggju, ást og hlýju foreldra sem þrátt fyrir litla skóla- göngu útbjuggu þau með lærdóm að veganesti út í lífið sem engin háskóli getur kennt. Þar voru mannkostir, heiðarleiki og dugnaður aðalfögin sem kennd voru. Tengdabörnum sínum tóku þau af mikilli alúð og ríkti alla tíð mikill kærleikur á milli þeirra. Alltaf var fjölskyldan og ættingjar í fyrirrúmi og heimilið stóð þeim opið. Afi Bene- dikt og mörg systkini mömmu dvöldu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þá snerist lífið um silfur hafsins og allir er vettlingi gátu valdið unnu í síldinni. María var mjög verklagin og handfljót og því eftirsótt í síldarvinnslunni. Ég varð þess aðnjótandi að fá að kynnast síldinni og öllu því lífi er iðaði í kringum hana. Hnátan sem stóð varla upp úr stígvélunum fékk að fara á síldarplanið og salta efstu lög- in í tunnuna hjá mömmu en ekki leið á löngu þar til hún fékk sitt eigið „bjóð“ og tók þátt eins og fullorðin manneskja. Þetta þótti ekkert til- tökumál, það unnu allir sem gátu. Seinna stóðum við mæðgurnar sitt hvorum megin við færibandið í frystihúsinu og flökuðum fisk. Ég held að engin skólaganga hafi nokkru sinni fært mér meiri þroska en uppvaxtarárin á Siglufirði. Mamma elskaði sveitina sína, þar átti ættin sælureitinn Efra-Haganes 2. Strax og snjóa leysti var farið með „rútunni“ yfir „Skarðið“ í Haganes. Við systkinin rifjum oft upp fyrstu ferðina sem farin var á vorin, það var hreingerningarferð. Byrjað var á því að bera út dívana, sængur, kodda, teppi og mottur. Pabbi sveifl- aði „bankaranum“ og barði og burst- aði og mamma fór um eins og ball- ettdansari með hreingerningar- klútinn upp um veggi og loft. Allt skyldi hreint og fínt fyrir sumarið þegar systkinin hennar kæmu í sveitina sína. Oft var glatt á hjalla í gamla eldhúsinu þegar skíðlogaði í kabyssunni og olíulamparnir glóðu í húminu. Vegna frumkvæðis og atorku mömmu var ráðist í það árið 1964 að gera við Haganeshúsið að utan og setja í það nýja glugga og má segja að með því hafi því verið bjargað frá eyðileggingu. Enginn var glaðari en hún þegar svo var hafist handa við endurnýjun og uppbyggingu á Haganeshúsinu að nýju fyrir 10 árum. Hún fylgdist með framkvæmdum af áhuga, ræddi um útlit og efni og gaf góð ráð. Til marks um óþrjótandi áhuga hennar kom hún í Haganes í fyrrasumar sem varð hennar síðasta ferð í ást- kæru sveitina sína og þó fararskjót- inn væri hjólastóll í stað glæsifáks eins og í gamla daga, skyldi hún í Haganes. Ég held að við afkomend- ur mömmu séum með Fljótin í blóð- inu. Þessi fallega sveit laðar okkur til sín á undraverðan hátt og svo er einnig með maka og börn, allir njóta stundanna sem við eigum í „sveitinni hennar ömmu“ eins og ömmubörnin segja. Barnabörnin urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja á sumrin hjá ömmu og afa og mikið var gaman hjá þeim þegar þrjú og stundum fjögur dvöldu hjá þeim í einu og keppst var um athygli þeirra. Þau áttu nóg rúm fyrir alla og höfðu yndi af barna- börnunum sínum, spiluðu við þau, fóru með þeim í Haganes þar sem veitt var í net, silungur reyktur og leikið og lesið í náttúruna. Reykti silungurinn þótti þeim lostæti og hlupu á spretti þegar afi fór að skoða í reykkofann og sælusvipurinn skein af andlitunum þegar afi tók niður fyrsta fiskinn og gaf þeim. Mamma fylgdist með afkomend- um sínum allt til hinsta dags. Hug- urinn dvaldi hjá þeim og spurði hún reglulega frétta af öllum, byrjaði á þeim elsta og síðan var kúrsinn tekin allt til þess yngsta. Mamma var falleg kona, lágvaxin og nett með þykkt og mikið hár. Hún var ákveðin og fylgin sér og stund- um hvessti í kringum hana er hún sagði skoðanir sínar umbúðalaust. Hún var þó ekki mikið fyrir að bera tilfinningar sínar á torg, lét heldur verkin tala. En ást hennar og um- hyggja fyrir fjölskyldu sinni og ást- vinum fór þó ekki fram hjá neinum. Hún var ávallt vel til höfð og fal- lega klædd, saumaði oft föt á sjálfa sig og börn. Hún var annáluð hann- yrðakona og víða eru til útsaumaðir dúkar, myndir og áklæði á stólum og veggjum eftir hana því hún gaf handavinnu sína jafnharðan og hún lauk við hana. Þegar langri starfs- ævi lauk voru ánægjustundirnar ómældar við hannyrðirnar. Mamma las líka mikið og var mjög fróð um land og þjóð, menn og mál- efni. Þegar sjónin fór að daprast undi hún sér við að hlusta á upp- lestur á góðum bókum og einnig hlustaði hún á fréttir og allt fram á síðasta dag fylgdist hún með og rak fjölskyldumeðlimi oft á gat og var undrandi á því þegar þeir höfðu ekki heyrt af þessu eða hinu og átti þá til að segja „Hvað er þetta með þig, fylgist þú ekki með fréttunum?“ Mamma hafði mikinn áhuga á land- inu sínu og þó efni og aðstæður leyfðu ekki mikil ferðalög á fyrri ár- um átti hún þess þó kost á efri árum að ferðast á marga áhugaverða staði. Áður en lagt var í ferð var hún búin að lesa sér til og naut ferðalags- ins út í ystu æsar. Mamma var ekki víðförul um er- lenda grundu og aðeins einu sinni fór hún í „siglingu“. Það var árið 1982 og mamma þá orðin 70 ára gömul. Við ferðuðumst um Ítalíu, komum til Feneyja og sigldum á gondólum. Við komum einnig til Júgóslavíu og Austurríkis. Mamma naut þessarar ferðar og átti ég oftar en ekki fullt í fangi með fylgja henni eftir og týna henni ekki þegar hún gleymdi sér í kirkju- eða hallarskoð- unum. Hún drakk í sig sögu stað- anna og listina sem birtist við hvert fótmál. Hún gat hvenær sem er eftir að heim var komið lifað ferðina að nýju í huganum og komið við á hverjum einasta stað og var undr- andi á mér þegar ég varð að við- urkenna að ég myndi nú ekki þetta eða hitt úr ferðinni. Frá árinu 1995 dvaldi mamma á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Fyrst á elli- deild Sjúkrahússins en síðustu 3 ár- in á sjúkradeild. Hún hlaut góða umönnun hjá starfsliði Sjúkrahúss- ins og vill fjölskyldan nota þetta tækifæri til að þakka öllu því góða fólki sem annaðist hana. Engir eiga þó meiri þakkir skildar en bróðir minn Sigurbjörn og Ása mágkona mín fyrir fórnfýsi þeirra, ást og umhyggju er þau sýndu mömmu alla tíð og ekki síst nú síð- ustu árin. Það hefur oft verið erfitt að vera fjarri þótt hugurinn væri sí- fellt á Siglufirði. Langri lífsgöngu móður minnar er lokið og hún flutt til nýrra heim- kynna en fjársjóður minninganna lifir í hjörtum okkar. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir.) Jóhanna Björg. Tengdamóðir mín María Bene- diktsdóttir andaðist á Sjúkrahúsinu í Siglufirði 5. febrúar sl. María var fædd að Árbót í Aðaldal 1. apríl 1912. Það var árið 1955 að ég kynntist þessari merku konu eða þegar ég kom fyrst norður til Siglu- fjarðar til að kvænast dóttur hennar, Unu. Margs er að minnast á þessum tæpum 48 árum sem liðin eru en hér verður aðeins stiklað á fáeinu. María vann alla sína tíð á meðan heilsan leyfði, við bústörf á meðan hún bjó hjá foreldrum sínum og síð- ar við fiskvinnslu og fiskverkun eftir að hún fluttist til Siglufjarðar. Hún lét sér í léttu rúmi liggja að standa við hlið karlmannanna og flakaði fisk á við þá. Í síldarvinnu var hún að sjálfsögðu og lék sér að því að salta í 4 tunnur á klukkutíma og þóttu það mikil afköst. María tók virkan þátt í baráttu launafólks á Siglufirði og var ein af stofnendum Verkalýðsfélagsins Vöku. Síldin brást á stundum og voru þá oft erfiðir tímar hjá aðkomu- stúlkunum sem bjuggu í „brökkun- um“ svo kölluðu. Þegar að svo á stóð stóðu siglfirsku konurnar fyrir því að færa þeim mat. Þetta var áður en tryggingar voru fundnar upp. Maríu var margt til lista lagt. Hún var sérlega myndarleg við hannyrðir og nutu börn og barnabörn hennar góðs af því. María var mikil húsmóð- ir og hugsaði afar vel um heimili sitt. Börn mín voru stundum langdvölum hjá henni og Jóhanni, seinni manni hennar, og var tilhlökkun þeirra mikil þegar að þau vissu að nú ættu þau að fá að fara til ömmu og afa. María og Jóhann nutu þess að vera í Fljótum á sumrin þegar að frí- tímar gáfust. Þaðan á ég margar og fagrar minningar. Þar naut ég að vera og hef aldrei fengið nóg af þeirri fegurð sem þessi sveit býður upp á. Og því ekki að undra að María og Jóhann hefðu gaman af því að vera þar með börnum, barnabörn- um, vinum og vandamönnum. Þar var börnunum kennt að fara með veiðistangir og var farið til veiða í Miklavatni og Hópsvatni. Haganes- húsið var illa farið á tímabili. En vegna atorku Maríu tókst að end- urbyggja það svo að vel við mátti una. Síðan þá hefur húsið verið end- urbætt enn betur af frændsystkin- unum og er staðurinn nú sá sælu- reitur sem raun ber vitni. Eitt af því sem þau María og Jó- hann höfðu mikið yndi af var að spila á spil. Var þá aðallega spilað „bridge“ en stundum „whist“ og var spilaborðið sjaldan tekið niður á vet- urna. Þóttu þau mjög góðir spila- menn. Maríu þótti afar gaman að ferðast um landið okkar. Hún naut þess og fór bæði í hópferðir svo og með vin- um og ættingjum. Það var mikið lán að fá að kynnast þessari merku konu. Frá fyrstu kynnum okkar var ég eins og eldri sonurinn. Hún dekraði við mig og sá um að mér liði sem best þegar ég kom ásamt fjölskyldu minni norður. Það var oft margt og mikið rætt og á stundum urðu umræður harla ákaf- ar því hún hafði skoðanir á öllum hlutum og fóru þær ekki alltaf að mínum en þessar umræður enduðu ætíð í góðu og aldrei skyggði á vin- skap okkar. Hugur Maríu var skýr fram á síð- ustu stundu og hún kom okkur sem yngri eru oft á óvart með hvað hún fylgdist vel með öllum hlutum. En því miður gaf líkaminn sig allt of fljótt. Hún var síðust ár ævi sinnar vistmaður á Sjúkrahúsi Siglufjarðar og vil ég og kona mín færa læknum og öllu starfliði þess okkar bestu þakkir fyrir góða umönnun. María var mér og mínum mikil stoð og stytta og ég kveð hana með söknuði. Að lokum þakka ég henni með virðingu allt það sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Megi hinn Hæsti blessa hana á þeirri leið sem hún hefur nú lagt út á. Einar Einarsson. Það er undarleg upplifun þegar maður fær þær fréttir að einhver ná- kominn sé látinn. Jóhanna, konan mín, hringdi í mig í vinnuna og sagði mér að mamma hennar væri dáin. Það var ekkert sagt meira nema ég sagðist vera að koma heim. Stóð strax upp, pakkaði saman og fór út í bíl. Lagði af stað heim örskömmu síðar. Einhvern veginn þá æxlaðist það þó svo að ég var lengi á leiðinni heim því ég var bara engan veginn tilbúin að hitta alla heima strax. Fór krókaleið og hef sjálfsagt verið hættulegur í umferðinni því oft á tíð- um sá ég illa út fyrir tárum sem voru þarna að troðast út. Myndir flugu um hugann, atburðir liðu hjá, rök- ræður rifjuðust upp. Andlát Maríu tengdamóður minn- ar kom svo sem ekkert á óvart nema síður væri. Hún var búin að vera rúmliggjandi nokkurn tíma. Kropp- urinn var búinn að gefa sig. Gat illa gengið og sá orðið illa. Hún var oft afar óhress með þetta ástand, ótta- lega léleg og ekki til nokkurs gagns, jú, hún gat svo sem rifist yfir ýmsu en ekki það að hún vissi nokkuð um þetta eða hitt eftir því sem hún sjálf sagði. Kollurinn var skýr. Hún rak okkur hin oft á gat í ýmsu sem var í gangi í heiminum. Fyrir kom að hún spurði „hvað er þetta, fylgistu ekki með fréttum?“ Hún var svo sem ekki mjög þekkt fyrir pólitískar skoðanir, ég ekki heldur. En þegar við tókum tal saman þá voru oft mjög skýr skilaboð sem voru látin fljúga. Við vorum aldeilis með lausnina á vandamálunum. Létum við oft gamminn geisa þegar við náðum saman. Landshlutar skildu okkur lengst af að en þær mæðgur hringd- ust stundum á og fóru svona yfir fjölskyldumálin. María var mjög áhugasöm um barnabörnin og vildi hafa allt á hreinu um þau. Hvað þau væru að gera og hvað þau væru að læra, henni var mjög umhugað að þau menntuðu sig, hún fylgdist grannt með. Loks fékk ég símtólið og þar með smátækifæri til að fara á flug með henni. Það var ekki fjöl- skyldan sem við krufðum, það voru landsmálin og heimsmálin og þau vöfðust ekki fyrir okkur. María er uppalin í Haganesi í Fljótum og átti sá staður alltaf stór- an part í lífi hennar. Ég kom seint inn í þennan heim hennar en upplifði það þó með henni og tók þátt í að sjá þann stað uppbyggðan og endur- reistan sem griðastað fyrir stórfjöl- skylduna. Henni þótti mikið vænt um það og var hún óþreytandi að leggja þar lið með sínum hugmynd- um um hvað gott væri að gera. Dáð- ist að og hvatti til verka, tók þátt í umræðu um byggingarefni og fram- kvæmdir. Aldrei var komið að tóm- um kofunum hjá henni. Þegar við nú síðustu árin fórum með henni á bernskuslóðir þá hlustuðum við á sagnaþulinn segja frá. Þvílíkur tími sem konan sú hefur upplifað. Hún kom frostaveturinn mikla 1918 í Fljótin og allt frá þeim tíma sá hún lífið þar þróast. Verklagið, tæknina, mannfólkið, lífið sjálft. Lífið heldur áfram en við erum miklu fátækari af þeim möguleika að leita í smiðju til hennar tengdamóð- ur minnar. Hún var stórmerkileg kona sem maður er meiri af að hafa kynnst, mér er þakklæti í huga fyrir það. Ég bið henni blessunar, friðar og hvíldar á nýjum lendum. Guðmundur H. Hagalín. MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Mar- íu Benediktsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.