Morgunblaðið - 15.02.2003, Page 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Unnur Ásta Stef-ánsdóttir fædd-
ist á Akureyri 11.
september 1932.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 6. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ingibjörg María Jó-
hannesdóttir, f. 22.
júní 1894, d. 31. júlí
1973 og Stefán
Valdimar Sveinsson,
f. 19. maí 1891, d. 27.
september 1955.
Systkini Unnar
eru: 1) Þorvaldur, f. 24.5. 1914,
látinn, 2) Jónas, f. 9.9. 1916, lát-
inn. 3) Sigurður Sveinn, f. 10.1.
1918, látinn, 4) Vilbert, f. 10.8.
1920, látinn, 5) Valdimar, f. 4.1.
1923, látinn. 6) María, f. 10.2.
1924, látin, 7) Kristbjörg Jóhanna,
f. 17.2. 1926, búsett í Noregi. 8)
mundur Hreiðarsson, börn þeirra
eru Hilmar Örn, Inga Lára og
Hreiðar Henning. b) Unnur Ásta,
sambýlismaður Ásgeir Salberg
Jónsson, börn þeirra eru Björgvin
Óskar og Hilmar Jón. c) Anna
Lísa, sambýlismaður Brynjar
Bergsson, börn þeirra eru Ida
María og Þórður. d) Óskar Páll,
unnusta Sunneva Ósk Ayari. 2)
Aðalbjörg, f. 15.12. 1965, gift Ein-
ari Jóhannssyni Long, Börn
þeirra eru: Guðbjartur Ægir
Ágústsson og Ásgeir Örn Ágústs-
son. Aðalbjörg var tekin í fóstur
og síðar ættleidd.
Unnur Ásta flutti í Reykhóla-
sveitina vorið 1953 og bjó þar æ
síðan. Hún vann lengi sem mat-
ráðskona bæði við Grunnskólann
á Reykhólum og hin síðari ár á
dvalarheimilinu Barmahlíð, nokk-
ur sumur vann hún einnig í Þör-
ungaverksmiðjunni. Eftir að hún
veiktist var hún með föndur á
dvalarheimilinu Barmahlíð. Unn-
ur tók einnig mörg börn í fóstur í
lengri eða skemmri tíma.
Útför Unnar verður gerð frá
Reykhólakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Jón Rósberg, f. 9.4.
1928, búsettur í
Reykjavík, og 9)
Skjöldur Eyfjörð, f.
13.8. 1931, látinn.
Auk þess átti Unnur
tvær systur sem dóu
kornabörn.
Unnur giftist 23.10.
1960 Páli Finnboga
Jónssyni bifreiðar-
stjóra, f. 23.10. 1932,
foreldrar hans voru
Sigríður Ingibjörg
Sveinsdóttir hús-
freyja, f. 2.8. 1916, d.
22.5. 1992, og Jón
Óskar Pálsson, landpóstur og
bóndi á Seljanesi í Reykhólasveit,
f. 10.11. 1909, d. 7.10. 1989. Börn
Unnar og Páls eru: 1) Inga María,
f. 26.4. 1952, gift Hilmari Óskars-
syni rafverktaka í Búðardal, f.
11.10. 1950. Börn þeirra eru: a)
Auður Ásdís, sambýlismaður Guð-
Elsku mamma mín, mig langar að
kveðja þig með örfáum orðum. Þú
varst einstök vinkona mín auk móð-
urhlutverksins. Við erum búnar að
deila saman súru og sætu í gegnum
tíðina. Lífshlaup þitt var oft erfitt og
sárt, sem mótaðist af erfiðum æsku-
árum. Þegar æviferill þinn er rifjað-
ur upp, lýsir það sér best hvaða góðu
manneskju þú hafðir að geyma, að þú
barst ekki kala til nokkurrar mann-
eskju, varst alltaf létt og með húm-
orinn í lagi, róleg og yfirveguð, örugg
og staðföst.
Á ferðalögum okkar síðastliðið ár,
var ég alltaf róleg þegar við vorum
komnar af stað, því það var svo gott
að hafa þig í bílnum hjá sér. Þrátt
fyrir öll þín alvarlegu veikindi varstu
sjálfri þér nóg. Þitt mottó var hvort
ekki væri allt í lagi hjá þínum nán-
ustu, pabba, stelpunum og Óskari.
Þá varst þú ánægð. Þótt þú værir
sárþjáð sjálf, kvartaðir þú aldrei, það
var alltaf allt í lagi hjá þér, þegar ég
hringdi í þig, þótt ég vissi betur. Ég
var mjög ánægð að þú skyldir geta
komið til okkar Hilmars um jólin og
áramótin. Ég vissi samt að þú varst
að pína þig.
Þú hefur alltaf verið mjög ákveðin
og samkvæm sjálfri þér, og þú ætl-
aðir að halda jólin hjá okkur og gerð-
ir það með reisn, eins og allt sem þú
gerðir. Ég dáðist að þrautseigju
þinni í gegnum þessi veikindi. Pabbi
keyrði þig til mín á miðvikudögum,
með allt, vélina, kútana, ásamt öllu
dótinu. Þetta var ferjað á milli, svo
fórum við á fimmtudagsmorgnum í
bæinn og þú í lyfjagjöf og heim aftur
í hvelli, oft ekki komin heim fyrr enn
klukkan níu um kvöldið. Svona er
þetta búið að vera í eitt ár.
Ég gleymi því ekki þegar við
þurftum að fara Heydalinn í fyrsta
skiptið, það var komið myrkur og við
vissum ekkert hvar við vorum stadd-
ar, hvort við værum komnar framhjá
afleggjaranum eða ekki, hringdum í
Denna frænda og spurðum hann, en
þá var þónokkuð í afleggjarann, við
hlógum og flissuðum, svo þóttist þú
sjá ljósin í Blönduhlíð, sem voru bara
stjörnur og enn hlógum við. Annars
fengum við alltaf gott veður og í
hvert einasta skipti sem við fórum
suður lét sólin sjá sig. Og alltaf varst
þú jafnróleg og ánægð með þessar
ferðir, hlakkaðir til að hitta Dæju og
Denna og taka spil með þeim. Þau
brugðust þér ekki heldur þegar þú
varst orðin rúmföst fyrsta janúar síð-
astliðinn, komu á hverjum degi í
heimsokn og þá varst þú búin að
stokka spilin og gefa, nema í tvö síð-
ustu skiptin, tveim dögum fyrir and-
lát þitt, þá sagðir þú við Dæju, gef
þú, og hún gaf allt sem hún gat af ein-
skærri hjartahlýju.
Elsku mamma mín, ég vildi segja
svo ótal margt, en kveð þig að sinni,
við hittumst aftur og rifjum upp liðna
tíð. Ég veit að þér líður vel núna, laus
við allar slöngur og kúta, í faðmi ást-
vina sem tóku á móti þér, Það leyndi
sér ekki á ásjónu þinni á líknardeild-
inni þegar við komum saman þar,
enda búið um þig þar á yndislegan
hátt, eins og þeim er þar ráða húsum
er einum lagið. Ég vil þakka þér fyrir
að hafa verið til og þroskað mig á
þinn hátt.
Guð geymi þig, elsku mamma mín.
Þín
Inga María.
Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði
né líf, englar né tignir, hvorki hið yf-
irstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar,
hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað
muni geta gjört oss viðskila við kærleika
Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vor-
um.
(Rómverjabréfið, 38–39.)
Hjartans þakkir til allra ykkar
sem heimsóttuð móður mína og líkn-
uðuð henni í veikindum hennar. Sér-
stakar þakkir vil ég færa starfsfólk-
inu á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi, en þar dvaldist móðir mín
síðustu mánuði ævi sinnar. Einstak-
lega ljúft og hlýtt viðmót þeirra og
kærleikur til mömmu og okkar sem
heimsóttum hana líður okkur seint
úr minni. Guð blessi ykkur fyrir störf
ykkar.
Margir eru þeir sem hún og faðir
minn hjálpuðu eða tóku á móti og
opnuðu heimili sitt fyrir heima á
Reykhólum. Mjög oft var fullt út úr
dyrum. Bæði ættingjar og vinir sem
áttu leið framhjá eða ungir ættingjar
þeirra sem þau skutu skjólshúsi yfir í
lengri og skemmri tíma. Það var allt-
af pláss fyrir einn og tvo í viðbót.
Alltaf var heitt á könnunni, nýbak-
aðar kökur og kleinurnar sem hún
var svo fræg fyrir. Hún tók þátt í
margvíslegu félagsstarfi og var með-
al annars í kvenfélaginu á Reykhól-
um.
Mig tóku þau að sér þegar ég var
aðeins 18 mánaða. Þau ættleiddu mig
þegar ég var 12 ára og tóku mig í
dóttur stað.
Mörgum hlúði móðir mín að þegar
þeir áttu við veikindi að stríða og allt-
af var hún með útrétta hjálparhönd
þegar á þurfti að halda. Þrátt fyrir
veikindi sín var hún ætíð sterk og
kvartaði ekki. Mikið höfum við misst
sem áttum hana að. Það er sárt fyrir
okkur að horfa á bak konunni sem
átti svo stóran þátt í lífi okkar. En
minninguna um hana á ég í hjarta
mér meðan ég lifi og minninguna
getur enginn tekið frá mér.
Aðalbjörg (Björg).
Elsku amma mín, í dag þegar við
göngum með þér síðustu sporin lang-
ar mig til að þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gefið mér af visku þinni og
kennt mér af dugnaði þínum, þú ert
hetjan mín, ég vil líkjast þér. Þú
varst búin að vera veik og allir vissu
að hverju stefndi en það er samt svo
erfitt að kveðja og vita að við eigum
ekki eftir að sjá þig aftur. Á svona
stundum streyma fram myndir og
minningar frá liðnum tíma það er
bara svo erfitt að koma þeim í orð en
ég geymi þær allar í hjarta mínu. Nú
líður þér vonandi vel þar sem þú ert í
himnaríki að þurrka af og dusta
mottur, prjóna, steikja kleinur og
hella uppá á meðan þú bíður eftir
okkur. Elsku besti afi minn Guð gefi
að þú fáir styrk til að komast í gegn-
um þennan erfiða tíma.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þá kveð ég þig að sinni, amma mín.
Við skulum líta eftir afa fyrir þig.
Þín
Auður Ásdís.
Elsku Unna frænka.
Við viljum byrja á því að þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
systurnar áttum með þér.
Ungar að aldri byrjuðum við að
koma í heimsókn til þín og Palla vest-
ur á Reykhóla og áttum þar yndis-
legar stundir. Við hófum daginn allt-
af á sundferðunum vinsælu sem
gjarnan gátu orðið tvær til þrjár
ferðir á dag, svo enduðum við daginn
með fjörugum og ógleymanlegum
spilastundum á kvöldin, var því oft
erfitt að ná okkur systrum í háttinn,
því oftast lést þú eftir okkur að spila
eitt spil enn.
Vinsælar voru ferðirnar upp í litla
veiðivatnið okkar sem erfitt hefði
verið að nálgast ef gamla jeppans
hans Palla hefði ekki notið við. Þegar
við snerum heim frá vatninu skipti
það engu máli hversu lítilfjörlegur
aflinn var, þú hrósaðir okkur alltaf
með brúnkökunni þinni sem var í
miklu eftirlæti.
Eitt árið brugðum við saman landi
undir fót og lögðum leið okkar til
Dublinar í verslunarferð. Þú stóðst
þig eins og hetja í flugvélinni þrátt
fyrir flughræðsluna þína.
Við systurnar fengum þann heiður
að vera herbergisfélagar þínir og þar
sem við höfðum aldrei verið á svona
margra stjörnu hóteli þá vorum við
frænkurnar alltaf svo samviskusam-
ar að búa um rúmin okkar sjálfar.
Þú varst mjög örlát og vildir allt
fyrir alla gera, t.d. eins og í Dublin
baðst þú um að gefa leigubílstjóra
einum þjórfé og vildum við fá að vita
hversu mikið það var og þá sýndir þú
okkur pening sem þú hélst að væri
himinn hár en í ljós kom að þetta var
aðeins ein króna og þá hlógum við
systur mikið.
Þú hefur alltaf verið ein af okkar
uppáhalds frænkum og höfum við
alltaf haft gaman af að vera í kring-
um þig.
Okkur fannst þú standa þig eins og
hetja í baráttunni við sjúkdóminn
sem á þig herjaði, og alltaf sýndir þú
okkur jákvæðni þína.
Gott var að koma til þín þegar þú
komst í Kópavoginn og sjá alltaf
brosandi andlit þitt þrátt fyrir þján-
ingar.
Við hefðum viljað hafa þig miklu
lengur með okkur ef við hefðum
fengið um það ráðið, en það fáum við
víst ekki og huggun okkar felst í því
að við vitum að nú líður þér mikið
betur og við þökkum fyrir allar
minningarnar sem við eigum um þig.
Mamma þakkar líka kærlega fyrir
allar þær minningar sem hún á með
þér og saknar þess að geta ekki kom-
ið til þín og átt með þér góðar sam-
verustundir eins og áður.
Elsku Unna, okkar hjartans þakk-
ir fyrir allt.
Þínar frænkur
Svanfríður, Guðbjörg
og Jóhanna.
Nú hefur stórt skarð verið höggvið
í minn vinahóp, skarð sem ekki verð-
ur fyllt. Unnur Stefánsdóttir, ein
besta vinkona sem ég hef eignast í
lífinu, er nú brottnumin. Unna mín,
eins og ég kallaði hana alltaf, var
fædd og uppalin á Akureyri. Hún var
tápmikil, frísk og falleg stúlka og fór
snemma að vinna fyrir sér sjálf. Til
marks um táp hennar og frískleika
var hún sem barn og unglingur til-
nefnd sem skautadrottning Akur-
eyrar.
Við vorum ungar þegar leiðir okk-
ar lágu fyrst saman. Hún fluttist um
tvítugt vestur að Reykhólum með
unnusta sínum, Páli Jónssyni, og
varð hann eiginmaður hennar og lífs-
förunautur. Dætur þeirra eru Inga
María og Björg.
Fyrir mér var Unna alltaf sem
drottning, hún var sterkur persónu-
leiki, víkingur dugleg og lagin við allt
sem hún tók sér fyrir hendur. Enda
gegndi hún um dagana mörgum
ábyrðgarstörfum, svo sem matráðs-
kona við Heimavistarskólann á
Reykhólum, þar sem hún var ein-
staklega vinsæl og vann þar í 15 til 20
ár. Einnig vann hún við öldrunar-
heimilið Barmahlíð á Reykhólum,
það var sama hvar hún kom að, al-
staðar var hún jafn hög. Ekki spillti
heldur viðmótið fyrir, hlýrri og við-
mótsþýðari manneskja varð vart
fundin.
Þau hjón byggðu sér einstaklega
fallegt og haganlegt einbýlishús á
Reykhólum. Ég hef grun um að það
hafi verið byggt með það í huga að
það rúmaði fleiri en fjölskylduna.
Heimili þessara gestrisnu og góðu
hjóna stóð alltaf opið fyrir öllum
skyldum sem óskyldum. Mér er næst
að halda að fæstar helgar sumarsins
hafi ekki einhver næturgestur dvalið
þar. Við Unna áttum svo undurvel
saman með okkar græskulausa og
gáskafulla gríni – það þurfti svo lítið
til að framkalla seitlandi, dillandi og
smitandi hlátur hennar, sem hefði
getað brætt stein. En nú er hláturinn
hljóðnaður, hann lifir aðeins í minn-
ingunni og mun ekki gleymast.
Unna hafði fallega söngrödd og
sungum við saman í kórum um tíma.
Einnig var hún lagin með gítarinn
sinn. Oft áttum við góðar stundir
með honum. Ómur söngsins er
hljóðnaður, síðustu tónar gítarsins
fjaraðir út. Síðasti strengurinn slit-
inn. Þungu stríði er lokið. Ég var við-
stödd er umskiptin urðu. Friður yfir
öllu. Hún var sæl, hvíld og falleg.
Ég votta eiginmanni, börnum,
barnabörnum, öllum ættingjum, vin-
um og kunningjum mína innilegustu
samúð og þakka Unni samfylgdina
og kveð hana með ljóði Guðmundar
Böðvarssonar:
Á himni sínum hækkar sól
um heiðblá loftin tær
hún lýsir enn þitt land í náð,
og ljóma sínum slær
um hina mjúku, hljóðu gröf.
Og hljóta loks þú skalt
eitt kveðjuljóð, svolitla gjöf,
að launum fyrir allt.
Ólína Sæmundsdóttir.
Að heilsast og kveðjast, það er lífs-
ins saga. Við Unnur heilsuðumst
fyrst 19 ára gamlar vestur á Reyk-
hólum, þegar Páll fermingarbróðir
minn og vinur kom með kærustuna
sína norðan frá Akureyri. Skömmu
eftir að Unnur settist að í sveitinni
flutti ég á brott en kom oft vestur,
þannig að kynni okkar jukust með
árunum. Ég kunni strax einkar vel
við þessa ungu Akureyrarsnót og því
betur sem kynni okkar urðu meiri.
Ég var svo lánsöm að fá Unni sem
matráðskonu á vinnustað minn
Barmahlíð á Reykhólum. þar taldi ég
mig einkar heppna því Unnur bjó til
einstaklega góðan mat, fór vel með,
var þrifin og hagsýn, skapgóð og vin-
sæl af heimilisfólki Barmahlíðar og
samstarfsfólki. Allt þetta eru ómet-
anlegir kostir á vinnustað. Við stund-
uðum mikið sundlaugina saman og
oft vorum við einu gestirnir, enda lét-
um við okkur veður lítið skipta í þess-
um ferðum.
Mjög var gestkvæmt á heimili
þeirra Unnar og Páls enda frænd-
garður og vinahópur stór og var þá
húsfreyjan á þönum að láta gestum
sínum líða sem best á allan hátt og
gleymdi þá oft sjálfri sér. En þannig
var Unnur á meðan heilsan leyfði. En
hún átti líka góða að, sem réttu henni
hjálparhönd þegar heilsu hrakaði, og
vil ég þá einkum nefna eiginmann
hennar, dóttur Ingu Maríu og Hilm-
ar mann hennar, en síðustu jól dvaldi
hún á heimili þeirra ásamt Páli. Ég
kom oft til hennar þessa síðustu daga
og þótti gott að sjá hversu vel var um
hana hugsað og hvað starfsfólkið var
elskulegt og hugulsamt við hana og
heimsóknargesti. Ég kvaddi Unni
rétt fyrir brottförina út í hið óþekkta.
Þú, mikla stund, gafst mönnum æðri sýn
svo myrkrið byrgir aldrei þeirra vegi,
því leynd í brjósti logar minning þín
og lýsir þeirra veg að hinsta degi.
(Davíð Stefánsson.)
Við Máni sendum eiginmanni,
dætrum og fjölskyldum Unnar inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
þeim blessunar Guðs.
Kristín I. Tómasdóttir.
UNNUR ÁSTA
STEFÁNSDÓTTIR
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
INGÓLFUR KRISTJÁNSSON,
Ystafelli,
varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn
13. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristbjörg Jónsdóttir
og börn.