Morgunblaðið - 15.02.2003, Side 76

Morgunblaðið - 15.02.2003, Side 76
76 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ leonardo dicaprio tom hanks Sýnd kl. 2. Sýnd kl. 2, 6 og 8. B.i. 12. Stranglega bönnuð innan 16. Sýnd kl. 10.40. Enskur texti H.K DV Kvikmyndir.is H.L MBL Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10. DV Sýnd kl. 4. Síðustu sýningar. ÓHT Rás 2 HK DV 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna Aukahlutverk karla: Christopher Walken Besta tónlistin: John Williams Náðu þeim í bíó í dag. Kvikmyndir.com SV MBL Radíó X OHT Rás 2 Hann hafði draumastúlkuna við hlið sér... ...en áttaði sig á því þegar hún var farin Sýnd kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 10. Náðu þeim í bíó í dag. Í mynd eftir Steven Spielberg Radíó X SV MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI KEFLAVÍK AKUREYRI 2Tilnefningar til ÓskarsverðlaunaAukahlutverk karla: Christopher WalkenBesta tónlistin: John Williams Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10.30. / Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 2, 4 og 6 Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK / AKUREYRI ÞAÐ ER strax farið að tala um „zwannesku“ og hvernig hún varð til. Fyrir það fyrsta eru hún runn- in undan rifjum Billys Corgans, fyrrum forsprakka og „alltmúlig- mann“ í Smashing Pumpkins. Það ætti að gefa einhverja mynd af eðli zwanneskunnar. Hann sem sagt ræður öllu þar, er heilinn, og hinir lærisveinar. Kannski er nær lagi að kalla þá skósveina en þó býsna góðir sem slíkir, svona Lloyds. Gamla gruggsveitin leið endan- lega undir lok í desember 2000, Corgan tók að daðra við gömul átrúnaðargoð sín í New Order, lék með þeim á tónleikum og inn á síð- ustu plötu þeirra Get Ready. En seint á árinu 2001 tók Corgan sig hljóðlega til við að safna liði í sitt eigið verkefni. Fyrstur kom til byggða Matt Sweeney, gítarhetja sem hefur verið á mála hjá sveit- um á borð við Chavez og Skunk en þeir Corgan hafa verið vinir lengi og Sweeney átti það meira að segja til að veita Smashing Pumpkins liðsstyrk í allra hæstu gítarveggjunum. Annar er gömlum Pumpkin-bolt- um betur kunnur, oftast af hinu góða, en það er hundtryggur og hrynheitur félagi Corgans til fjölda ára, trommarinn Jimmy Chamberlin, sá er lamdi lengst af húðir af fádæma snilld með Sma- shing Pumpkins en olli leiðtoga sínum svo sárum vonbrigðum um tíma vegna eiturlyfjafíknar sinnar. En þar með eru trompin ekki upp talin, síður en svo, því hinir þrír Zwan-liðarnir hafa allir gert sínar rósir. David Pajo er nett költgít- arhetja enda hefur hann komið við sögu sveita á borð við hina goð- sagnarkenndu frumkvöðlasveit Slint, sem og Papa M og Tortoise síðar meir. Þá voru gítararnir orðnir þrír og eiginlega óumflýj- anlegt annað en að úr yrði ein- hverskonar gítarrokk. Fyrstu op- inberu tónleikarnir voru haldnir í nóvember 2001, þegar sveitin lagði upp í minniháttar tónleikaferð. Þótti þeim er heyrðu og sáu ljóst að aðalsmerki sveitarinnar og helsti styrkur yrði fjölhæfni og breidd, því aldrei lék þessi ný- stofnaða hljómsveit sama settið, heldur voru í hvert sinn ný lög á dagskrá. Í apríl á síðasta ári var zwanneskan síðan fullsköpuuð með tilkomu bassaleikarans Paz Lenc- hantin úr A Perfect Circle. Og á komandi tónleikum fjölgaði lögun- um á dagskránni þannig að þau voru orðin ein 60 þegar loksins kom að því að huga að útgáfu. Eins og gefur að skilja voru lítil vandkvæði á því að finna útgef- anda, samið var við Reprise og nú á mánudaginn leit dagsins ljós fyrsta skífa Zwan, Mary Star of the Sea. Tónlist hinnar nýju sveitar – í það minnsta á þessari fyrstu plötu – er á flestan hátt bjartari og að- gengilegri en það sem Pumpkins hafði verið að gera undir það síð- asta og þykir í senn vitnisburður um tvennt, snöggtum betra and- legt ástand fullkomnunarsinnans og valdasjúklingsins Billys Corg- ans og frekari ítök meðspilara en skósveinar Pumpkins höfðu haft. Tónlistin er í kjarnann melódískt rokk líkt og nær allt það sem Corgan samdi fyrir Pumpkins en svo er hlaðið utan á og þá er farið út í skilgreiningaratriðin, dilka- dráttinn. Og spekúlantar hafa látið sér detta í hug lýsingar eins og „óhljóðapopp“, „nýprogg“, „dramapopp“, „nýsýrurokk“ eða bara framsækið popprokk. Ætli þetta síðasta eigi ekki bara best við, þótt íhaldsamt sé. Gagnrýn- endur telja sig og merkja að sam- vinnan með New Order hafi sett verulegt mark á Corgan því sum lögin á plötunni séu keimlík eldri New Order-lögum að byggingu og stemmningu. Hér er því ekki leit- að, nema að litlu marki, á sömu mið og í Pumpkins, ekkert „1979“, ekkert „Cherub Rock“ – ef eitt- hvað þá sé zwanneskan hvað tengdust einhverju óræðu samspili fyrstu plötunnar Gish og þeirrar draumkenndustu Adore, sem um leið er kannski vanmetnasta verk Smashing Pumpkins. Ný hljómsveit Billys Corgans komin á stjá Enginn Zwanasöngur Samrýmd í zwanneskunni. Þess hefur verið beðið með nokkurri eft- irvæntingu hvað Billy Corgan myndi gera eftir að hafa leyst upp Smashing Pumpkins. Zwan er svarið, nýr kvintett sem Skarphéð- inn Guðmundsson kynnti sér til hlítar. Mary Star of The Sea kom út á mánudag. Til er sérstök útgáfa með aukamynddiski.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.