Morgunblaðið - 28.02.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 28.02.2003, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Hf. Eimskipafélags Íslands og dótturfélaga varð 4.456 milljónir króna eftir skatta á árinu 2002. Rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 2.573 milljónir króna og veltufé frá rekstri var 2.273 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að jákvæð afkoma skýrist einkum af gengishagnaði lána í erlendri mynt vegna styrkingar íslensku krónunn- ar og af óinnleystum gengishagnaði hlutabréfa í eigu samstæðunnar, vegna hækkunar á gengi hluta- bréfa. Ánægður með niðurstöðuna Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Eimskips, segist ekki geta verið annað en ánægður með heild- arafkomu ársins. „Innleystur hagn- aður er um 2,3 milljarðar, á móti tæplega 900 milljóna tapi á árinu áður, sem þýðir að um er að ræða viðsnúning upp á um 3,2 milljarða.“ Ingimundur segir að hagnaðurinn hafi fyrst og fremst myndast í fjár- magnsliðum, „en rekstrarafkoma samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 2,6 milljarða. Að teknu tilliti til af- skrifta er afkoman neikvæð um 100 milljónir. Í því sambandi er nauð- synlegt að hafa í huga að sérstök ákvörðun var tekin um að færa nið- ur viðskiptakröfur á erlendum starfsstöðvum í flutningastarfsem- inni vegna óvissu um innheimtu. Því til viðbótar var ákveðið að auka af- skriftir á viðskiptavild, til samræm- is við þróun alþjóðlegra reiknings- skilareglna, þótt þær reglur hafi ekki tekið gildi hér. Þær afskriftir nema 125 milljónum króna.“ Þá segir Ingimundur að í sjáv- arútvegshluta samstæðunnar sé um að ræða töluverðar niðurfærslur. „Fyrst og fremst vegna þess að ákvörðun var tekin um að færa aukalega niður verðmæti fasteigna, um 320 milljónir, auk stórrar af- skriftar vegna kvótaeignar upp á 330 milljónir.“ Tap á flutningum á fjórða ársfjórðungi Tap varð á flutningastarfsemi á fjórða fjórðungi ársins, sem nemur 89 milljónum króna, en hagnaður af þeim þætti rekstrarins allt árið nam 1.251 milljón króna. Í tilkynningunni segir að afkoma á síðasta ársfjórðungi hafi verið undir væntingum og skýrist það að langmestu leyti af sértækum af- skriftum og þróun gengis. Ákveðið var að færa bókfært verðmæti eigna aukalega niður um 350 milljónir króna. Þá hafði þróun gengis nei- kvæð áhrif á sjávarútvegstekjur á fjórða ársfjórðungi og flutninga- tekjur voru töluvert undir vænting- um í desember. Þessir þættir hafa veruleg áhrif til hins verra á afkomu fyrir fjármagnsliði. Rekstrartekjur samstæðunnar voru samtals 24.243 milljónir króna. Flutningatekjur námu 17.104 millj- ónum króna og sjávarútvegstekjur 6.965 milljónum. Rekstrargjöld án afskrifta voru samtals 21.670 millj- ónir króna og vergur hagnaður (EBITDA) því 2.573 milljónir. Af- skriftir námu samtals 2.669 millj- ónum króna og rekstrarafkoma fyr- ir fjármagnsliði og skatta var því neikvæð um 96 milljónir króna (EBIT), en var jákvæð um 387 milljónir fyrstu níu mánuði ársins. Skýrist þetta að stórum hluta af fyrrnefndum aukaafskriftum á síð- asta fjórðungi ársins en þær námu um 350 milljónum króna. Gengishagnaður 2,5 milljarðar Fjármagnsliðir samstæðunnar voru jákvæðir um 2.936 milljónir króna. Helsta skýringin er sú að gengishagnaður samstæðunnar var 2.475 milljónir króna. Tekjur vegna verðlagsbreytinga innan tímabilsins voru reiknaðar 247 milljónir króna, vaxtatekjur voru 455 milljónir og vaxtagjöld samstæðunnar 1.294 milljónir króna. Arður af eignar- hlutum var 227 milljónir króna og hagnaður af sölu eignarhluta nam 826 milljónum. Óinnleystar tekjur samstæðunn- ar voru 2.124 milljónir króna eftir reiknaðar skattskuldbindingar og er þar um að ræða hækkun á mark- 7,7 milljarða af- komubati Eimskips            * + * ) * + ),        * ./0 )1  +     +**+     % %$ %$$2 ''2 (3$ 2$'   4%!3       5  -  (22( '!22 $$&($ (22(  * 5 1 *      )1  )1 6 *+  * )1 6 *+ *, -  3$ "'7 %$7 !823 !$" "&$2 "& 2%  "%(" "((" #"(("  (&    $"%"$ 2&!& "'!( $"%"$ "!2& 437 $"7 !82$ ""%(       !"#$#%    $""        &'  (      Fjármagnsliðir jákvæðir um þrjá milljarða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.