Morgunblaðið - 28.02.2003, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.02.2003, Qupperneq 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 15 aðsverði þeirra hlutabréfa sem eru í eigu samstæðunnar frá byrjun jan- úar 2002. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 2.273 milljónir króna á tíma- bilinu og handbært fé frá rekstri var 2.213 milljónir króna. Veltufé frá rekstri hækkaði um 975 millj- ónir króna á síðasta ársfjórðungi. Hækkun á handbæru fé á tímabilinu var 127 milljónir króna og var í lok árs 1.088 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall 43,1% Efnahagsreikningur samstæð- unnar var 59.952 milljónir króna í lok árs 2002. Eiginfjárhlutfall var 43,1% og veltufjárhlutfall 0,97. Rekstrarhagnaður flutningastarf- seminnar án afskrifta (EBITDA) var 1.437 milljónir króna á árinu 2002, samanborið við 1.551 milljón króna árið 2001 og versnaði um 114 milljónir króna. Afkoma fyrir fjár- magnsliði á árinu 2002 var 122 millj- ónir króna og hagnaður 2002 til hækkunar á eigin fé var 1.251 millj- ón króna og skýrist fyrst og fremst með gengishagnaði á fjárhagsskuld- bindingum. Veltufé frá rekstri nam 1.121 milljón króna. Afkoma flutningastarfseminnar á fjórða ársfjórðungi var neikvæð um 89 milljónir króna, sem er töluvert undir væntingum. Flutningar og af- koma í október og nóvember voru í takt við áætlun. Skýringu á afkomu fjórða ársfjórðungs er fyrst og fremst að finna í mun minni flutn- ingum í desembermánuði en ráð var fyrir gert og vegna sértækra af- skrifta upp á 125 m.kr. Í tilkynn- ingu félagsins segir að óviðunandi afkoma fjórða ársfjórðungs sé sam- bland af minni flutningum í desem- ber og ákvörðunum þess efnis að færa til gjalda upphæðir í rekstr- arreikningi út frá varfærnissjónar- miðum. Tap af sjávarútvegsstarf- semi á fjórða fjórðungi Afkoma sjávarútvegsstarfsemi Hf. Eimskipafélags Íslands, Brims ehf., samanstendur af afkomu Út- gerðarfélags Akureyringa hf. (ÚA), Skagstrendings hf. og Haraldar Böðvarssonar hf. (HB). Afkoma ÚA er tekin inn í samstæðuna frá 1. apríl 2002, afkoma Skagstrendings frá 1. júní 2002 og afkoma HB frá og með 1. nóvember. Hagnaður þessara fyrirtækja sem tekinn var inn í uppgjör samstæðunnar, nam 209 milljónum króna á tímabilinu, EBITDA 1.162 milljónum og veltufé frá rekstri nam 973 m.kr. Sjávarútvegsstarfsemin skilar tapi upp á 12 milljónir króna á fjórða ársfjórðungi og er það mun lakari afkoma en gert var ráð fyrir. Meginástæðan er sú að afskriftir voru mun hærri en gert var ráð fyr- ir, þar sem ákveðið var að færa bók- fært verðmæti eigna aukalega niður um 324 milljónir króna. Þá var slæm afkoma af rækjuveiðum og -vinnslu auk lakari af- komu í landvinnslunni. Íslenska krónan styrktist verulega í desember og kemur það fram í gengishagn- aði af skuldum félags- ins en bitnar um leið á framlegð í rekstri. Samanlagður hagn- aður ÚA, HB og Skagstrendings var 2.373 milljónir króna á árinu 2002 og veltufé frá rekstri 2.466 millj- ónir. Þetta er mun betri afkoma en árið áður þegar félögin þrjú voru samanlagt gerð upp með um 400 milljóna króna tapi. Afkomubatann er að verulegu leyti að finna í fjármagnsliðum. Þeir voru jákvæðir um 1,7 milljarða á árinu 2002 en voru hins vegar nei- kvæðir um 2,1 milljarð árið áður. Rekstrar- tekjur voru 14.466 milljónir króna og hagnaður fyrir afskriftir 2.883 millj- ónir eða 20% af tekjum. Afkoma Burðaráss ehf. kemur að langmestu leyti fram í fjármagns- liðum og óinnleystum tekjum og gjöldum. Hagnaður af fjárfestinga- starfsemi á árinu 2002 var 2.996 mkr, þar af voru 563 mkr í fjár- magnsliðum og 2.544 mkr í óinn- leystum hagnaði sem skýrist af hækkun á markaðsvirði eignarhluta í öðrum félögum á árinu. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi var 547 mkr. Bætt afkoma flutninga árið 2003 Í tilkynningunni segir að gert sé ráð fyrir aukinni hagræðingu og bættri afkomu af flutningastarfsem- inni á árinu 2003. „Hvað sjávarút- vegsstarfsemina varðar er gert ráð fyrir að vergur hagnaður og veltufé frá rekstri verði svipuð og á nýliðnu ári. Vert er að minna á að árið 2003 er fyrsta rekstrarár sjávarútvegs- starfsemi félagsins og mun því ein- kennast af samhæfingu og hagræð- ingu á ýmsum sviðum starfsem- innar.“ Þá segir: „Samkvæmt rekstrar- áætlun er gert ráð fyrir hagnaði í samstæðuuppgjöri félagsins á árinu 2003. Hagnaður fyrir skatta verður nokkuð minni en árið 2002 vegna minni gengishagnaðar af erlendum lánum og minni óinnleysts hagnaðar af hlutabréfum, en á sama tíma er gert ráð fyrir að afkoma fyrir fjár- magnsliði (EBIT) muni batna og fé- lagið muni skila auknu veltufé frá rekstri.“ Morgunblaðið/RAX
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.