Morgunblaðið - 28.02.2003, Síða 20
ERLENT
20 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
YFIRVÖLD í New York hafa ákveð-
ið að fela arkitektastofu Daniels Lib-
eskind í Berlín að stýra byggingu
nýrra skýjakljúfa á lóðinni þar sem
tvíburaturnar World Trade Center
stóðu þar til 11. september 2001.
Hæsti punktur bygginganna sem í
tillögu Libeskind er gert ráð fyrir að
rísi á „Ground Zero“ (eins og lóðin
hefur verið kölluð frá því turnarnir
hrundu eftir hryðjuverkaárásirnar)
verður 532,8 m hár, eða 1776 fet,
sem á að minna á stofnár Bandaríkj-
anna. Turnspíran sem á að ná þess-
ari hæð mun tróna yfir alls fimm
misháum köntóttum byggingum.
Verður hún hæsta bygging í heimi
en gömlu tvíburaturnarnir voru 411
m háir og núverandi hæsta bygging
heims eru Petronas-turnarnir í
Kuala Lumpur í Malasíu, 452 m.
Hönnun Libeskind var í úrslitaúr-
valinu valin fram yfir tillögu arki-
tektahópsins THINK. Í sigurtillög-
unni er gert ráð fyrir því, að það sem
eftir stendur af nöktum veggjarúst-
um undirstaðna World Trade Cent-
er-turnanna verði viðhaldið sem
hluta af minnismerki um það sem
gerðist hinn 11. september 2001.
Þétt í kring um veggjarústirnar rísi
byggingar sem hýsi blöndu af at-
vinnu- og menningarstarfsemi. Á
efri hæðum byggingarinnar sem
hæst rís eiga að verða e.k. gróð-
urhús með sýnishornum af nátt-
úrulegu gróðurfari ólíkra svæða í
heiminum.
Libeskind brást vel við tíðind-
unum en hann segist hafa sett sér
það markmið með hönnunartillögu
sinni að sýna með táknrænum hætti
þá bjartsýni og lífskraft sem ein-
kenni New York.
Tvö opin torg verða á milli bygg-
inganna, annað kallað „hetjutorg“
til minningar um slökkviliðsmenn og
aðra sem létu lífið við björgunar-
störf í World Trade Center, svo og
torg sem er hannað þannig að þar
skín sólin 11. september ár hvert án
þess að varpa skugga frá þeim tíma
að morgni sem fyrsta flugvélin, með
hryðjuverkamenn við stjórnvölinn,
lenti á öðrum tvíburaturninum, fram
til þess er báðir turnar höfðu hrunið.
Samkvæmt bráðabirgðaáætlunum
er reiknað með að verkefnið muni
kosta um 330 milljónir Bandaríkja-
dala, andvirði um 26 milljarða kr.
Reuters
Tillaga Daniels Libeskind að byggingum á „Ground Zero“, lóðinni þar sem
World Trade Center-byggingin stóð í New York.
Hönnun Libes-
kind varð ofan á
Byggt á lóð World Trade Center
New York. AP.
JOSE Maria Aznar, forsætisráðherra
Spánar, hvetur George W. Bush
Bandaríkjaforseta til að þagga niður í
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, til að létta und-
ir með þeim ráðamönnum í Evrópu,
sem styðja hernaðaráform Banda-
ríkjanna í Írak. Mikil andstaða er við
hernaðaráformin víða í Evrópu, sem
kunnugt er, og bæði Aznar og Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
hafa mátt sæta mikilli gagnrýni
heimafyrir vegna afstöðu sinnar í
málinu.
„Ég sagði forsetanum að við þyrft-
um miklu meira af [Colin] Powell og
ekki svona mikið af Rumsfeld,“ segist
Aznar hafa sagt Bush nýverið, en við-
tal við Aznar birtist í dagblaðinu The
Wall Street Journal í gær.
Ummæli Azn-
ars vísa til bein-
skeyttra tilsvara
Rumsfelds um
Íraksmálin og til-
teknar þjóðir Evr-
ópu sem valdið
hafa nokkurri úlf-
úð. Telja sumir
fréttaskýrendur
framgöngu Rums-
felds ekki fallna til að auka stuðning
við aðgerðir Bandaríkjamanna.
Aznar hitti Bush um síðustu helgi á
búgarði forsetans í Texas. Sagði hann
Bush þá að evrópskir bandamenn
Bandaríkjanna þyrftu nauðsynlega á
því að halda að Bandaríkin háðu stríð-
ið við Írak undir merki Sameinuðu
þjóðanna.
Vill að Bush þaggi
niður í Rumsfeld
Washington. AFP.
Jose Maria Aznar
HAGNAÐUR samstæðu Lands-
síma Íslands hf. á árinu 2002 nam
2.161 milljón króna eftir skatta.
Árið áður var hagnaðurinn 1.038
milljónir. Hagnaðurinn rúmlega
tvöfaldaðist því milli ára. Arðsemi
eigin fjár jókst milli ára úr 7,5% í
14,6%.
Rekstrartekjur Símans í fyrra
námu 17.958 milljónum króna sam-
anborið við 18.263 milljónir árið
áður en þá var hagnaður af sölu
varanlegra eigna 418 milljónir. Að-
alstöðvar Símans voru þá seldar
ásamt landareign í Gufunesi.
Rekstrargjöld lækkuðu um 535
milljónir milli ára, úr 11.384 millj-
ónum í 10.849 milljónir. Vegna
breytinga á fyrirkomulagi við sölu
notendabúnaðar lækkaði annar
rekstrarkostnaður um 508 milljón-
ir milli ára en framlag í afskrifta-
sjóð viðskiptakrafna hækkaði hins
vegar um 331 milljón.
Mest munar um sterka
stöðu krónunnar
Afskriftir jukust úr 3.963 millj-
ónum árið 2001 í 4.651 milljón á
síðasta ári. Segir í tilkynningu
Símans að aukninguna megi að
hluta til skýra með því að með til-
komu nýs sæstrengs, FARICE,
sem áætlað sé að taka í notkun í
upphafi árs 2004, muni sæstreng-
irnir Cantat 3 og Canus verða not-
aðir sem varaleið fyrir fjarskipti
við útlönd og séu afskriftir vegna
þeirra 285 milljónum króna hærri
en ef miðað hefði verið við eldri,
óbreytt hlutföll. Fjárfest var fyrir
3.080 milljónir í varanlegum
rekstrarfjármunum á árinu.
Fjármagnsliðir á árinu 2002 eru
jákvæðir um 141 milljón en þeir
voru neikvæðir um 1.163 milljónir
á árinu 2001. Segir í tilkynning-
unni að mest muni um sterka stöðu
íslensku krónunnar. Gengisvísital-
an hafi lækkað um 12% á árinu
samanborið við tæpa 17% hækkun
árið á undan. Þessi breyting hafi
haft áhrif á rekstur félagsins. Já-
kvæður gengismunur á árinu 2002
var 799 milljónir en var neikvæður
um 883 milljónir á árinu 2001.
Síminn seldi meirihluta hluta-
bréfasafns síns til Íslenska hug-
búnaðarsjóðsins á árinu. Félagið
átti í lok árs eignarhluti í sjö dótt-
urfélögum en fimm eru innifalin í
samstæðureikningi félagsins en
það eru: Anza hf., Grunnur-Gagna-
lausnir ehf., Íslandsvefir ehf.,
Skíma ehf. og Tæknivörur ehf. Tvö
dótturfélög Símans eru ekki inni-
falin í samstæðureikningi þar sem
starfsemi þeirra er óveruleg.
Samkvæmt efnahagsreikningi
námu heildareignir samstæðunnar
31.631 milljón og eigið fé 16.049
milljónir. Hlutafé félagsins í árslok
2002 nam 7.036 milljónum og
skiptist það á 1.286 hluthafa. Þeir
voru um 1.460 í ársbyrjun og
fækkaði því um 174 á árinu, en um
99% hlutafjár eru í eigu ríkissjóðs.
Stjórnendur
þokkalega sáttir
Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Símans, segir að stjórn-
endur séu þokkalega sáttir við af-
komu félagsins. Arðsemi eigin fjár
sé orðin eðlileg en ljóst sé að dreg-
ið hafi úr vexti rekstrartekna milli
ára. Tillaga um 30% arðgreiðslu,
sem lögð verði fram á komandi að-
alfundi, sé til vitnis um góða fjár-
hagslega stöðu félagsins.
Hún segir að góð afkoma á síð-
asta ári gefi ekki tilefni til gjald-
skrárbreytinga. Til þess beri að
líta að hér á landi séu einhver
lægstu símagjöld meðal saman-
burðarþjóða innan OECD. Þá seg-
ir hún að haldið verði áfram að
hagræða hjá félaginu.
Hagnaðurinn tvö-
faldaðist milli ára
Hagnaður Símans í fyrra nam tæpum 2,2 milljörðum króna
( 3 4 5 *
+
*)
*
+
), "#
$
*
)1
+
A6
-?** 5+
+
A6
6 *--+
5+
+
+**+
*--6 *+
"32(&
"!&%2
! %
4%'%"
"%"
4%"
%!
%
4%'%
"3
-
5
"((&$
"'!%&
"& '$
""$&%
!
4$2'$
4""'$
4"2(
43(
4%2$
%&
#!
"3(&%
"%&"
* 5
1
*
)1
6 *+
)1
'&"%
!8("
"%8'7
('$2
!8%'
38(7
!"#$#%
$""
&'
(
NÝJUM reglum Kauphallar Ís-
lands um upplýsingaskyldu um
launakjör æðstu stjórnenda fyrir-
tækja er almennt vel tekið. Fram-
kvæmdastjóri Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja, SBV, og að-
stoðarframkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, SA, segja að ástæða
sé til að fagna aukinni upplýsinga-
gjöf almennt, þegar hún sé í sam-
ræmi við það sem gerist annars
staðar.
Kauphöll Íslands kynnti hinar
nýju reglur í vikunni, en þær taka
gildi 1. júlí næstkomandi. Sam-
kvæmt þeim skal upplýsa í árs-
reikningum félaga um launakjör
stjórnenda hlutafélaga, sem skráð
eru í Kauphöllinni. Krafist er sér-
greindra upplýsinga um laun,
greiðslur og hlunnindi æðstu
stjórnenda, sem og upplýsinga um
samninga, óvenjuleg viðskipti og
fleira. Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri SBV, segist fagna
hinum nýju reglum Kauphallar Ís-
lands. Hann segir að ástæða sé til
þess að fagna aukinni upplýsinga-
gjöf almennt, þegar hún sé í sam-
ræmi við það sem fyrirtæki búi við
á mörkuðum í nágrannalöndunum.
Ljóst sé að með hinum nýju reglum
sé verið að taka inn atriði sem þeg-
ar séu fyrir hendi annars staðar.
Guðjón segir að verðbréfamark-
aður hér á landi hafi þróast hratt á
undanförnum árum. Íslensk fyrir-
tæki sem séu skráð á markaði ættu
að vera tilbúin til að auka enn frek-
ar upplýsingagjöf sína frá því sem
verið hefur. Þau atriði, sem nefnd
séu í hinum nýju reglum Kauphall-
arinnar, séu mikilvægur þáttur í
því.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SA, segir að
ekki hafi verið fjallað mikið um nýj-
ar reglur Kauphallarinnar hjá sam-
tökunum, og athugasemdir hans
þurfi því að skoða í ljósi þess. Hon-
um sýnist eðlilegt að sem flestar
upplýsingar komi fram í ársreikn-
ingum, sem geti haft eðlileg áhrif á
verðmat fjárfesta á félögum. Sam-
setning launakjara æðstu stjórn-
enda sé einn af þeim þáttum sem
geti haft þar áhrif og gefi hlut-
höfum upplýsingar um það hve lík-
legt það sé að fyrirtæki haldi í góða
starfsmenn. Það gefi til kynna
hvort og með hvaða hætti endur-
gjald til forystumanna fyrirtækja
sé samofið afkomu félaganna. Eðli-
legt sé að reglur hér á landi séu
sambærilegar við það sem gildi
annars staðar.
Reglur Kauphallar Íslands um upplýsingar um launakjör
Ástæða til að fagna
aukinni upplýsingagjöf
HÁTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Marel
hefur á síðustu þremur mánuðum selt
pökkunar- og flokkunarkerfi í kjúk-
lingavinnslu fyrr tæplega einn millj-
arð króna. Nú síðast gerði Marel 350
milljóna króna samning við eitt
stærsta matvælafyrirtæki heims,
bandaríska fyrirtækið Conagra, sem
sérhæfir sig í kjúklingavinnslu.
Samningurinn er sá þriðji á jafn-
mörgum mánuðum við bandarískt
fyrirtæki, að því er segir í tilkynningu
frá Marel. Tekjur af samningunum
koma að mestu fram á fyrsta og öðr-
um ársfjórðungi 2003.
Í kjölfar nýrrar stefnu risaverslun-
arkeðjunnar Wal-Mart í Bandaríkj-
unum um að allir bakkar af fersku
kjúklingakjöti verði að vera af ákveð-
inni þyngd leggja bandarískir fram-
leiðendur nú aukna áherslu á tækni-
búnað í vinnslu sinni á kjúklingakjöti.
Sama verð á því að vera á öllum bökk-
unum einnig en þetta er talið auð-
velda lagerhald og framkvæmd á sér-
stökum tilboðsverðum, en með fastri
og staðlaðri þyngd þarf einungis að
breyta verðinu í kæliborðinu en ekki á
hverjum pakka fyrir sig. Wal-Mart er
stærsta fyrirtæki í heimi með 1,4
milljón starfsmenn. Conagra-fyrir-
tækið sem samdi um kaup á kerfi frá
Marel er stór birgir hjá Wal-Mart.
Marel selur kjúklingakerfi fyr-
ir milljarð til Bandaríkjanna