Morgunblaðið - 28.02.2003, Síða 24
ERLENT
24 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
slæður með köflóttu munstri. Allir
sinna sínum hversdagslegu verk-
efnum, hunsa ekki stríðshættuna en
gefast heldur ekki upp.
„Við höfum fengist við þessi
vandamál síðan 1980 svo að núna
eru þau orðin hversdagsleg,“ segir
Ali Hussein, sem er 36 ára gamall og
rekur dýra fataverslun. Það sem
helst veldur honum kvíða er að stríð
geti dregið úr viðskiptunum.
Jafnvel Saddam Hussein, að-
alskotmark Bandaríkjamanna og
Breta, virðist alls ekki óstyrkur.
„Hann er mjög rólegur, miðað við
aðstæður,“ segir Ramsey Clark,
fyrrverandi dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, sem ræddi við for-
setann í Bagdad á sunnudag. „Hann
lítur svo á að rás viðburða sé stjórn-
að af æðri máttarvöldum.“
Fólk gerir samt sínar varúðarráð-
stafanir. Nebil Jassim, eigandi stór-
markaðar, segir að undanfarnar vik-
ur hafi sala á drykkjarvatni og
niðursuðuvörum þrefaldast. Stærstu
vatnsílátin sem hann selur nú taka
rúmlega 40 lítra.
Maha Hamzi, 37 ára gömul, hlát-
urmild húsmóðir með ljóst, litað hár,
sagðist hafa safnað birgðum af
þurrkuðu brauði og mjólkurdufti og
ásamt nágrönnunum hafi hún látið
grafa brunn. „Vatnið er hreint –
bara svolítið af ormum og slöngum,“
segir hún og systir hennar og börnin
hlæja dátt.
Hamzi fær sér súkkulaðiköku og
sykurlaust pepsí hjá bakaranum og
segist ekki vera hrædd. „Við lifum
eðlilegu lífi, förum í búðir, fáum
okkur að borða og gerum það sem
okkur lystir. Herinn okkar sigrar í
stríðinu. Það er ástæðulaust að vera
hrædd.“ Börnunum hennar fjórum
er kennt í skólanum að hlýða fyr-
irmælum kennarans ef sprengjuárás
hefst, þau æfa sig í því að skríða í
flýti undir borð. „Við kennum þeim
að vera ekki hrædd þótt sírenurnar
séu þeyttar,“ segir Hamzi. „Ef þau
eru í skólanum eiga þau að halda sig
þar, segjum við þeim. Við komum og
sækjum þau eins fljótt og óhætt er.“
Eldri börnin fylgjast vel með því sem
er að gerast, aðallega með því að
fara á Netið.
Sálfræðingar segja að almennt sé
fólk sjálfsöruggt. Hamid segir að
ekki hafi orðið vart við neina aukn-
ingu á tíðni þunglyndis eða sjálfs-
víga, hvorki á sjúkrahúsinu hans né
á einkastofunni hafi þurft að með-
höndla fólk vegna stríðsótta. Aðeins
43% sjúkrarúmanna eru í notkun.
Yfirleitt leita Írakar ekki aðstoðar
vegna geðrænna vandamála nema
þau séu mjög alvarlegs eðlis. Hamid
og aðrir sérfræðingar segja hins
vegar að lágstemmdur en nagandi
kvíði hafi valdið spennu frá því að
stríð byrjaði 1980, þá réðst Saddam
á Íran. En ástandið hafi aldrei farið
úr böndunum. „Við höfum breyst
mikið. Við erum orðin eldri en ára-
fjöldinn segir til um. Við erum vitr-
ari en við vorum – en ekki hamingju-
samari,“ segir Hamid.
Aðrir sérfræðingar segja að fólk
takist á við spennuna með því að fást
við eitthvað sem dreifi huganum, flýi
veruleikann sem sé ein aðferðin til
að halda sönsum. Sumir vinni meira
en þeir gerðu, ekki bara til að láta
enda ná saman í fátæktarbaslinu
heldur sleppi þeir þá við að vera
heima hjá ástvinum sínum og þurfi
ekki að deila með þeim streitunni.
Sumir leiti huggunar í trúnni, aðrir
fresta öllum framtíðaráætlunum,
giftingum og öðru slíku, sumir
námsmenn segjast lesa meira en
nokkru sinni fyrr.
Hamid segir að allt sé þetta senni-
lega skárra en að láta skelfingu ná
tökum á sér eða fá útrás í ofbeldi.
„Ég held að ef aðferðin til að takast
á við vandann sé nægilega traust sé
hún heilsusamleg. Þá getur maður
tekist á við alla streitu á réttan
hátt.“
AP
Maha Hamzi (t.v.), systir hennar, Mayada Hamzi (t.h.), Hala, 7 ára dóttir Maha, og börn Mayada, Ali, 3 ára, og
Farah, 12 ára, fá sér köku hjá bakara í Bagdad. Þrátt fyrir stríðsótta reynir fólk að láta lífið hafa sinn vanagang.
Íbúar í Bagdad-borg sjóaðir
eftir áratugalöng stríð
Þrátt fyrir spennu
er yfirbragð
borgarlífsins með
eðlilegum hætti
Bagdad. AP.
ÞRÁTT fyrir stríðshættuna virðast
íbúar Bagdad haga sér eins og flest
sé með eðlilegum hætti, að minnsta
kosti á yfirborðinu. Verði ráðist á
Írak má gera ráð fyrir að hallir
Saddams Husseins, aðalstöðvar
Baath-flokks hans, ráðuneyti og
byggingar á vegum hersins muni
verða skotmörk. En áhyggjulaus
börn róla sér í skemmtigörðunum,
konur fylla veitingahúsin og sötra
þar sætt te, karlar standa í biðröð
við kvikmyndahús til að sjá nýjasta
smellinn, „Kull sigurvegara“.
Embættismenn stjórnar Saddams
segja að allt sé með kyrrum kjörum
vegna þess að Írakar séu óttalaus
þjóð. Bandarískir embættismenn
segja að óbreyttir borgarar í Írak
séu ekki skotmörk og þurfi því ekk-
ert að óttast. Sálfræðingar, starfs-
menn hjálparstofnana og íbúarnir
sjálfir segja að skýringin á áhyggju-
lausa yfirbragðinu sé önnur: Eftir
tuttugu ára stríð séu Bagdad-búar
einfaldlega orðnir vanir átökum.
„Við erum þjökuð af krónískri
streitu,“ segir Hisham Hamid, yf-
irmaður stærsta geðsjúkrahússins í
Bagdad. „Áhrifin koma hægt fram
og mjög erfitt er að mæla þau.“
En Bagdad er iðandi af lífi. Um
göturnar ganga gamlar konur,
klæddar svörtum kuflum, táningar
spranga um í þröngum gallabuxum,
innflytjendur frá Súdan rölta um
garðana í efnismiklum skikkjum sín-
um. Einnig sjást Bedúínar, þeir
rekja ættir sínar til fólks sem kom til
landsins fyrir tíma íslams og bera
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í
ræðu í fyrrinótt að markmiðið með því að
steypa Saddam Hussein af stóli væri ekki að-
eins að vernda Bandaríkin heldur einnig að
koma á lýðræði í Írak og sá þannig fræjum lýð-
ræðis og friðar í Mið-Austurlöndum. Hann hét
því að aðstoða Íraka við að byggja landið upp á
ný og sagði að leiðtogaskipti í Írak myndu flýta
fyrir stofnun Palestínuríkis og útbreiðslu lýð-
ræðis í arabaheiminum.
Bush hefur lítið rætt átök Ísraela og Palest-
ínumanna síðustu mánuði þar sem hann hefur
reynt að beina athygli heimsbyggðarinnar að
Írak. Hann tengdi hins vegar þessi mál saman í
ræðu sem hann flutti í kvöldverðarboði Americ-
an Enterprise Institute, stofnunar sem berst
fyrir hagsmunum sjálfstæðra atvinnurekenda í
Bandaríkjunum.
Í ræðunni fjallaði hann í fyrsta sinn ýtarlega
um hvernig hann sæi fyrir sér framvinduna í
Írak eftir hugsanlegt stríð. Embættismenn í
Washington segja að markmiðið með ræðunni
hafi verið að fullvissa reiða araba og tortryggna
Evrópubúa um að hann hafi ekki í hyggju að
heyja landvinningastríð til að Bandaríkjamenn
geti sölsað undir sig olíuauðlindir í Írak, heldur
að afvopna Íraka og koma á lýðræði.
Bush sagði að leiðtogaskipti í Írak myndu
marka „upphaf nýs friðaráfanga í Mið-Austur-
löndum og hrinda af stað framþróun í átt að
sönnu lýðræðislegu Palestínuríki“. „Með falli
stjórnar Saddams Husseins missa hryðju-
verkasamtök auðugan stuðningsmann, sem
greiðir fyrir þjálfun hryðjuverkamanna og
verðlaunar fjölskyldur þeirra sem gera sjálfs-
morðsárásir. Og önnur stjórnvöld fá viðvörun
um að stuðningur við hryðjuverkastarfsemi
verði ekki látinn viðgangast.“
Skildu eftir stjórnarskrá og þing
„Án slíks stuðnings við hryðjuverk verða Pal-
estínumenn, sem beita sér fyrir umbótum og
þrá lýðræði, í betri aðstöðu til að velja nýja leið-
toga,“ sagði Bush. „Sanna leiðtoga sem sækjast
eftir friði; sanna leiðtoga sem þjóna fólkinu ein-
læglega. Palestínuríki þarf að koma á umbótum
og vera friðsamt ríki sem hættir fyrir fullt og
allt að beita hryðjuverkum.“
Forsetinn hét því að beita sér sjálfur fyrir
friðarsamningi milli Ísraela og Palestínu-
manna. „Bandaríkjastjórn mun nota hvert
tækifæri til að reyna að koma á friði.“
Hann bætti við að þegar Ísrael stafaði ekki
lengur ógn af hryðjuverkastarfsemi þyrfti
stjórn landsins að „styðja stofnun lífvænlegs
Palestínuríkis og vinna eins hratt og kostur er
að samningi um lokastöðu þess“. „Þegar miða
fer í átt til friðar þarf að binda enda á allar land-
námsaðgerðir á hernumdu svæðunum.“
Bush lagði ennfremur áherslu á mikilvægi
þess að breiða út lýðræði og frelsi í heiminum
og vefengdi ummæli stjórnarerindreka og sér-
fræðinga sem telja að árás á Írak leiði til óstöð-
ugleika og ólgu í grannríkjunum.
„Frjálst Írak getur sýnt hvernig frelsið getur
gerbreytt þessum mikilvæga heimshluta, með
því að innleiða von og framfarir í líf milljóna
manna,“ sagði forsetinn. „Ný stjórn í Írak
myndi vera öðrum ríkjum í þessum heimshluta
áhrifamikil og örvandi frelsisfyrirmynd.“
Bush neitaði staðhæfingum þeirra sem telja
að friði og stöðugleika í heiminum stafi meiri
hætta af Bandaríkjastjórn en Írak. „Ég hef
hlustað með athygli þegar fólk og leiðtogar út
um allan heim hafa lýst þrá sinni eftir friði. Við
viljum öll frið. Friðnum stafar ekki hætta af
þeim sem vilja framfylgja réttlátum kröfum
hins siðmenntaða heims; ógnin við frið kemur
frá þeim sem virða þessar kröfur að vettugi.“
Til að lýsa markmiðum sínum skírskotaði
Bush til reynslunnar af veru Bandaríkjahers í
Þýskalandi og Japan eftir síðari heimsstyrjöld-
ina. „Eftir að við sigruðum óvinina skildum við
ekki eftir hernámslið, við skildum eftir stjórn-
arskrá og þing. Við sköpuðum andrúmsloft,
sem einkenndist af öryggiskennd, þar sem
ábyrgir, umbótasinnaðir leiðtogar heimamanna
gátu byggt upp varanlegar frelsisstofnanir. Í
samfélögum sem eitt sinn ólu á fasisma og
hernaðarstefnu fékk frelsið varanlegan sama-
stað.“
Endurbyggingin „ekki auðveld“
Bush sagði að Bandaríkjamenn og sam-
starfsríki þeirra myndu sjá Írökum fyrir mat-
vælum og lyfjum og aðstoða flóttafólk sem ótt-
ast er að geti skipt milljónum komi til stríðs.
Bandaríkjamenn myndu einnig leita að gereyð-
ingarvopnum í Írak og eyðileggja þau, koma í
veg fyrir átök milli þjóðarbrota, standa vörð um
lýðræði og tryggja að önnur ríki sölsuðu ekki
undir sig írösk landsvæði. „Milljónir manna
binda vonir sínar við okkur og Bandaríkjamenn
bregðast ekki skyldu sinni þótt hún sé erfið.“
Bush hefur verið sakaður um að vera ekki
hreinskilinn við almenning í Bandaríkjunum
um kostnaðinn af enduruppbyggingunni í Írak
eftir stríð og hann viðurkenndi í ræðunni að
þetta yrði „ekki auðvelt“ verkefni. „Endurupp-
bygging Íraks mun krefjast viðvarandi skuld-
bindingar af hálfu margra þjóða, meðal annars
okkar. Við verðum í Írak eins lengi og þörf kref-
ur og ekki degi lengur.“
Bush sagði að Bandaríkjastjórn hefði „engin
áform um að ákveða hvernig stjórnarfyrir-
komulagið í Írak ætti að vera nákvæmlega“ en
lagði áherslu að hún myndi tryggja „að nýr
harðstjóri“ kæmi ekki í stað Saddams Huss-
eins. Neitaði hann því að Bandaríkjamenn
hygðust sölsa undir sig olíulindir í Írak og sagði
að Bandaríkjaher myndi reyna að koma í veg
fyrir að Írakar kveiktu í lindunum eins og þeir
gerðu á flóttanum frá Kúveit árið 1991.
Reuters
George W. Bush syngur bandaríska þjóð-
sönginn áður en hann tók til máls um Írak.
Bush segir mark-
mið sitt að sá
fræjum lýðræðis
Segir fall Saddams flýta fyrir stofnun Palest-
ínuríkis og stuðla að friði í Mið-Austurlöndum
’ Ný stjórn í Írakmyndi verða öðrum
ríkjum í þessum heims-
hluta áhrifamikil og örv-
andi frelsisfyrirmynd. ‘
Washington. Washington Post, AP, AFP.