Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 26
AKUREYRI
26 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
www.islandia.is/~heilsuhorn
SALMON OIL
Gegn stirðleika í liðamótum
PÓSTSENDUM
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889
Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum,
Árnesapóteki, Selfossi og
Yggdrasil, Kárastíg 1.
Sími 693 0997
Opið virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 12-17
Skómarkaður
Vorum að opna
brjálaðan skómarkað
í Sætúni 8 (við hliðina á Heimilistækjum)
Önnur eins tilboð hafa aldrei sést
Baldvin Z og John Cariglia kvik-
myndagerðarmenn með meiru er
gestir á laugardagsfundi hjá
Vinstrihreyfingunni – grænu fram-
boði á Akureyri á morgun, 1. mars.
Þeir segja frá kvikmyndagerð,
menningu ungmenna og framtíð-
armöguleikum á þessum fundi.
Hann hefst kl. 11 og er í kosninga-
miðstöðinni í Hafnarstræti 94.
Á MORGUN
Björn Steinar Sóbergsson org-
anisti heldur hádegistónleika í Ak-
ureyrarkirkju á morgun, laugardag-
inn 1. mars kl. 12. Á efnisskrá
tónleikanna verða verk eftir Pál Ís-
ólfsson. Lesari á tónleikunum er sr.
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.
Aðgangur er ókeypis og eru allir vel-
komnir.
AKUREYRARBÆR mun sjá um
alla heilsugæslu og öldrunarþjón-
ustu í Akureyrarumdæmi til ársloka
2006 en samning þessa efnis undir-
rituðu þeir Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra og Kristján Þór Júl-
íusson, bæjarstjóri á Akureyri, í
gær.
Bærinn hefur hin síðari ár sem
reynslusveitarfélag séð um heilsu-
gæslu og rekstur hjúkrunar- og dval-
arheimila samkvæmt samkomulagi
við ríkið, en með samningi þeim sem
undirritaður var í gær er gengið
skrefi lengra og samið um öll helstu
atriði varðandi heilbrigðisþjónustu á
svæðinu. Heilbrigðisráðherra sagði
að góð reynsla væri af samstarfi við
Akureyrarbæ og því hefði kapp verið
lagt á að ná nýjum og víðtækari
samningi sem vissulega hefði tekið
langan tíma. „Þetta er stór samning-
ur og tekur á flóknum málum og því
ekki óeðlilegt að tíma hafi tekið að
ganga frá honum,“ sagði Jón.
Markmiðið með samningnum er
m.a. að bæta þjónustu við íbúana,
nýta fjármuni hins opinbera betur,
efla stjórn sveitarfélagsins á mála-
flokknum og laga stjórnsýslu að
staðbundnum aðstæðum.
Bærinn mun áfram sjá samkvæmt
samningum um heilsugæslu- og öldr-
unarþjónustu, stjórna rekstri hjúkr-
unar- og dvalarheimila í Hlíð,
Kjarnalundi og Bakkahlíð, sjá um
rekstur heimaþjónustu og dagvistar
aldraðra sem og allan rekstur
Heilsugæslustöðvarinnar á Akur-
eyri. Ríkið mun tryggja bænum ár-
lega tæpan milljarð, eða 972 millj-
ónir króna til að sinna þessum
verkefnum. Þar af fara 306 milljónir í
rekstur heilsugæslunnar, 487 í rekst-
ur hjúkrunarrýma, 140 í rekstur
þjónusturýma, 20 milljónir renna til
dagvistunar og svipuð upphæð á ári
vegna húsnæðisgjalda.
Hjúkrunarrýmum
fjölgað um 60
Auk þessa var einnig skrifað undir
samning um verulega fjölgun hjúkr-
unarrýma á Akureyri á næstu miss-
erum með sérstökum rammasamn-
ingi um viðbyggingu við Dvalar-
heimilið Hlíð. Jakob Björnsson,
formaður bæjarráðs, sagði að meiri-
hlutaflokkarnir í bæjarstjórn hefðu
sett úrbætur í öldrunarmálum í önd-
vegi og þær yrðu nú senn að veru-
leika. Ekki væri deilt um að þörfin
væri brýn en nú yrði hafist handa.
Alls mun hjúkrunarrýmum fjölga
um 60 til ársins 2006. Stefnt er að því
að taka fyrri áfanga nýrrar viðbygg-
ingar við Hlíð í notkun í lok næsta
árs og bætast þá við 30 rými, en ljúka
á við bygginguna í ársbyrjun 2006.
Morgunblaðið/Kristján
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, skrifuðu undir samn-
ingana. Við borðið situr einnig Jakob Björnsson, formaður félagsmálaráðs.
Akureyrarbær sér um heilsugæslu og öldrunarþjónustu
Ríkið greiðir um millj-
arð vegna verkefna
HJÁLPARSVEITIN Dalbjörg
í Eyjafjarðarsveit á 20 ára af-
mæli um þessar mundir og af
því tilefni bjóða félagsmenn til
afmælisveislu á morgun, laugar-
dag, í Bangsabúð við Steinhóla.
Þar verður opið hús frá kl. 13–18
og eru allir íbúar Eyjafjarðar-
sveitar og aðrir velunnarar
sveitarinnar boðnir velkomnir.
Um kl. 20.30 um kvöldið verður
svo haldin vegleg flugeldasýn-
ing við Bangsabúð.
Formleg dagskrá hefst kl. 14
á morgun en þá mun stjórn
Lionsklúbbsins Vitaðsgjafa
færa hjálparsveitinni stóra og
öfluga tölvu að gjöf. Í kjölfarið
mun Bjarni Kristjánsson, sveit-
arstjóri Eyjafjarðarsveitar,
opna nýja heimasíðu sveitarinn-
ar, dalbjorg.is. Þá gefst gestum
kostur á skoða, bíla, tæki og
húsnæði sveitarinnar og þiggja
kaffiveitingar, sem Kvenfélagið
Hjálpin og Bakaríið við brúna
leggja til.
Hjálparsveitin Dalbjörg var
stofnuð hinn 5. mars 1983. Fé-
lagsmenn eru um 70 talsins og
þar af eru um 40 þeirra virkir.
Hjálparsveitin
Dalbjörg 20 ára
Afmælis-
veisla í
Bangsabúð
KVENNAKÓR Akureyrar
heldur tónleika í Glerárkirkju á
morgun, laugardaginn 1. mars
kl. 16.
Söngskráin verður fjölbreytt
en byggist að mestu upp á léttri
og skemmtilegri tónlist, segir í
frétt frá kórnum. Einsöngvari
verður Þórhildur Örvarsdóttir,
undirleikari Arnór Vilbergsson
en stjórnandi Kvennakórs Ak-
ureyrar er Björn Leifsson og
hefur hann gegnt því starfi frá
upphafi.
Kórinn var stofnaður fyrir
fáum árum af áhugasömum
KA-konum og hét þá KA-kór-
inn. Þegar fækkaði í hópnum
var ákveðið að auglýsa eftir
söngglöðum konum undir
merkjum Kvennakórs Akur-
eyrar. Tókst svo vel til að um
eða yfir 100 konur mættu á æf-
ingu, en virkir kórfélagar er nú
um 70 talsins. Þetta er annað
starfsár Kvennakórs Akureyr-
ar.
Tónleikar
Kvennakórsins
NÝTT hótel, sem fengið hefur nafn-
ið mhotel, verður opnað á Akureyri
innan tíðar og við það fjölgar hót-
elherbergjum um 19 á ný í bænum.
Hótelið er við Hafnarstræti, þar
sem Hótel Óðal var áður til húsa.
Ungur Reykvíkingur, Matthías Ei-
ríksson og unnusta hans, Yuko
Motoyanagi frá Japan, keyptu hús-
eignina af Ferðamálasjóði um síð-
ustu áramót og frá þeim tíma hefur
verið unnið að umfangsmiklum
endurbótum innanhúss.
Matthías sagði stefnt að því að
opna hótelið hinn 8. mars nk. og
hann er bjartsýnn á reksturinn.
Matthías og Yuko kynntust við nám
í hótelrekstri í Bandaríkjunum og
þau ætla reka hótelið en eru þessa
dagana að leita að fleira starfsfólki.
Matthías sagði að þau Yuko hefðu
ákveðið að reyna fyrir sér í hót-
elrekstri á Íslandi að loknu námi og
hefði Akureyri orðið fyrir valinu.
Staðurinn væri spennandi og hefði
mikla möguleika og þangað kæmi
mikill fjöldi ferðamanna ár hvert.
Matthías sagði herbergin, sem
eru tveggja manna, þægileg og vel
búin. Þau eru með baðherbergi,
minibar, sjónvarpi og peningaskáp.
Boðið verður upp á morgunmat á
hótelinu en Matthías sagði að ekki
yrði rekinn veitingastaður á hót-
elinu, a.m.k. ekki fyrst um sinn.
Heimasíða hótelsins verður opnuð
fljótlega en netfangið er mhotel.is.
Nýtt hótel
tekur til
starfa
Morgunblaðið/Kristján
Mhotel við Hafnarstræti.