Morgunblaðið - 28.02.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 28.02.2003, Síða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BORGARFULLTRÚINN Björn Bjarnason fjallaði um fjármál Reykjavíkurborgar í grein hér í Morgunblaðinu nýlega. Sem fyrr virðist gæta misskilnings í umfjöllun borgarfulltrúans þótt ítrekaðar til- raunir hafi verið gerðar til að eyða honum. Hinn 18. febrúar sl. svaraði ég fyr- irspurn sjálfstæðismanna um fjár- mál borgarinnar. Þá setti ég upp helstu lykiltölur um efnahag borg- arsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Ég kappkostaði að bera saman sam- bærilegar tölur, og nota þær stærðir sem að jafnaði eru lagðar til grund- vallar í umræðum um fjármál sveit- arfélaga og fyrirtækja. Björn Bjarnason ber saman heild- arskuldir samstæðu borgarinnar á tímabilinu 1993–2003 og fjárfesting- ar hennar á tímabilinu 1995–2002. Síðan setur hann þessar tölur í sam- hengi við afskriftir skv. áætlun sam- stæðunnar í lok árs 2003. Hér er augljóslega verið að bera saman epli og appelsínur. Í ítarlegu svari mínu gerði ég grein fyrir fjármálum Reykjavíkur- borgar á tímabilinu frá árslokum 1994 til ársloka 2002. Sú staðreynd stendur óhögguð að heildarskuldir borgarsjóðs hafa ekki vaxið á því tímabili. Heildarskuldir samstæðunnar fyrir sama tímabil, en þar koma til viðbótar borgarsjóði þau fyrirtæki sem borgin á meira en 50% í, hafa aukist úr 18 milljörðum í 52 millj- arða. Þyngst vega fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur og Fé- lagsbústaða. Til lítils er að ræða skuldir ef ekki er rætt um eignir. Á tímabilinu var eignaaukning sam- stæðunnar um 75 milljarðar og voru því um 40 milljarðar fjármagnaðir með eigin fé. Handbært fé frá rekstri borgarsjóðs var um 13% á ári að jafnaði. Það væri talin býsna góð niðurstaða fyrir flest fyrirtæki á markaði. Þessar tölur ber því að ræða. Ég skal gera mitt besta til að útskýra þetta aftur: 1. Tímabilið Í umræðum um skuldsetningu borgarinnar heldur Björn fast við að miða við tímabilið frá árslokum 1993 til ársloka 2003. Við fyrri áramótin voru enn eftir um 6 mánuðir af síð- asta kjörtímabili Sjálfstæðisflokks- ins við völd, en úttekt Deloitte & Touche sýndi mikil frávik í rekstri fyrstu 6 mánaða ársins 1994. Viðmið- un við ókomin áramót, 2003–2004, sem endapunkt, er fráleit. 2. Meint skuldaaukning upp á 1.100% Björn ákveður að miða við 10 ára tímabil, þótt Reykjavíkurlistinn hafi nú ekki enn setið við völd nema í 8 og hálft ár, og fullyrðir að „skuldir Reykvíkinga hafi aukist um 1.100%“. Eina leiðin til að reikna sig til þeirrar hækkunar er að leggja saman aukn- ingu skulda allrar samstæðunnar og bæta við öllum lífeyrisskuldbinding- um Reykjavíkurborgar sem mynd- ast hafa alla síðustu öld! 3. Samanburður við ríkissjóð Ég vakti athygli á því í greinar- gerð minni að á tímabilinu hefur ríkissjóður selt eignir fyrir um 47 milljarða. Ég hef hins vegar engan hug á að „gera hlut ríkissjóðs eins slæman og kostur er til að rétta hlut Reykjavíkurborgar í samanburð- inum“, eins og Björn heldur fram. Ég er nefnilega ekki í „hinu liðinu“ þegar kemur að sölu ríkiseigna. Ég er þvert á móti afar hlynntur sölu ríkiseigna. Setningin „Þessar tölur lýsa vel hvernig ríkisvaldið annars vegar og borgaryfirvöld hins vegar hafa nýtt góðærið í þágu umbjóð- enda sinna“ verður að teljast mjög sérstök ályktun í þessu ljósi og raun- ar segja meira um baráttugleði Björns en málstaðinn. 4. Skatttekjur og framtíðartekjur af þjónustu Björn segist í grein sinni efast um að framtíðartekjur af væntanlegri þjónustu standi undir þeim fjárfest- ingum sem lagt hefur verið í vegna B-hluta fyrirtækja og nefnir til sög- unnar arðgreiðslur Orkuveitunnar annars vegar og framlag úr borgar- sjóði til Félagsbústaða hins vegar. Árlegar arðgreiðslur Orkuveitunnar upp á um 1,6 milljarða eru langt frá því að vera óeðlilegar af 12 milljarða veltu þess fyrirtækis. Borgarsjóður veitir Félagsbústöðum árlegt fram- lag. Borgarstjórn gæti hvenær sem er hætt þeim greiðslum og selt eignir Félagsbústaða með umtalsverðum hagnaði, þar sem markaðsverð þeirra húseigna er mun hærra en bókfært verð. 5) Afskriftaþörf upp á 6,5 millj- arða Í þessari röksemdafærslu flakkar Björn það mikið á milli borgarsjóðs og samstæðureiknings að það fer fram hjá honum að handbært fé sam- stæðunnar er um 9,5 milljarðar á ári og því engin ástæða til að efast um fjárfestingagetu upp á 6,5 milljarða. Setningin „Með öðrum orðum þá hefur rekstrarafgangur borgarinnar (borgarsjóðs og fyrirtækja) verið langt frá því að halda í horfinu“ er því markleysa. 6) Færslur frá borgarsjóði til Fé- lagsbústaða og Orkuveitu Eins og ég benti á í greinargerð minni þá hafði stofnun þessara tveggja fyrirtækja í för með sér lækkun á hreinni skuld borgarsjóðs um 8 milljarða króna. Um þetta er enginn ágreiningur. Við stofnun fyr- irtækjanna voru eignir fluttar yfir í Félagsbústaði og Orkuveitu, þar sem þær eru til frambúðar og standa undir framtíðartekjum. 7) Úttekt eða ekki úttekt Þegar ég tók að mér starf borg- arstjóra var það ekki í tengslum við meirihlutaskipti. Þannig var ekki ástæða til sérstakrar úttektar á fjár- málum þegar ég tók við, frekar en þegar Markús Örn Antonsson eða Árni Sigfússon tóku við hér um árið. Ég hef gert þær úttektir sem ég tel hafa verið nauðsynlegar fyrir mig, til þess að öðlast traust á þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð eru í bókhaldi, uppgjörum og fjárstýringu í Ráðhús- inu. Allir reikningar liggja fyrir end- urskoðaðir. Lán eru í góðum skilum. Borgin býr við bestu lánskjör sem ís- lenskum aðilum bjóðast. Allir sem eiga inni hjá Reykjavíkurborg fá greitt á réttum tíma. Er nú ekki mál að linni og menn snúi sé að því sem virkilega skiptir máli, þ.e. að gæta enn meiri aðhalds í rekstri, taka þátt í sparnaðarnefnd og vinna að því að hjól atvinnulífsins í borginni snúist hraðar? Að lokum ítreka ég 10 daga gam- alt boð mitt til Björns Bjarnasonar um að funda með mér einslega, eða ásamt borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, til að fara yfir þessi mál enn og aftur. Eftir Þórólf Árnason „Tölur eru annaðhvort réttar eða rangar.“ Höfundur er borgarstjóri. Útskýringar fyrir Björn Bjarnason M ikil drykkja í júróvísjónpartýi varð þess valdandi að ég datt þrisvar sinn- um heima hjá mér, kyssti fólk sem ég átti ekki að kyssa og var dóna- leg við stelpu í röð. Var líka leið- inleg við vel tenntan mann og einn náeygður andskoti nennti ekkert að tala við mig. Samt var mjög gaman. Held ég.“ Nei, það er ekki mitt líf sem er svona fjörlegt, ég hef ekki enn kysst neinn sem ég átti ekki að kyssa. Held ég. Mann- eskjan sem þetta skrifaði er svokallaður „bloggari“, gefur heilmikið af sér á hverjum degi til okkar hinna sem erum svo stórfurðuleg og yf- irmáta forvitin að vilja hnýsast í dagbækur annarra. Sú var tíð að dagbækur voru vettvangur þar sem fólk páraði niður upplifun hversdagsins sem og dýpstu og innilegustu tilfinn- ingar. Þær voru þvílíkt leynd- armál að enginn mátti lesa þær. Því voru þær gjarnan læstar með lykli og geymdar undir kodd- anum. Ég á einmitt eina slíka dag- bók. Þegar ég var átta ára og fékk hana í afmælisgjöf var mest ritað um veður. „Í dag var snjór og ég byggði risastórt virki.“ Nokkrum árum síðar, þegar ég var tólf ára, stendur hins vegar: „Hann er ÆÐI, er ógeðslega skotin í hon- um í dag.“ (Næsta dag komst ég að því að hann var Duran Duran- aðdáandi og ástin þvarr.) Dagbókarskrifin fjöruðu svo einnig út, en eins og margir leitaði ég til bókarinnar góðu þegar fram liðu stundir og ég hafði virkilega eitthvað tilfinningaþrungið að segja sem ég varð að koma frá mér. Dagbókin mín geymir því hafsjó minninga, sárra sem ljúfra, sem ég á ein með sjálfri mér. Þannig vil ég einmitt hafa það, en það eru margir á öðru máli. Nú virðist allt annað vera upp á teningnum þegar kemur að dag- bókarskrifum. Fólk verður hreint og beint móðgað ef maður gluggar ekki í dagbækur þess! Keppst er um að verða mest lesni „bloggarinn“ á svokölluðum „blogg“-síðum sem tröllríða Net- inu. Þar er ýmislegt látið flakka á sömu nótum og gert var í gömlu dagbókunum. Það er reyndar afar misjafnt hvaða sögur og hvernig þessir sagnaritarar nútímans segja frá. Sumir láta sér nægja að reifa stjórnmálaskoðanir sínar eða hversdagslegustu mál, s.s. hve- nær þeir vakna og sofna á meðan aðrir tala opinskátt um tilfinn- ingar og hvað á misjafna daga þeirra drífur. Ófeimið við að opna sig segir þetta fólk okkur frá ást- arsorgum, framhjáhöldum, skemmtilegum stundum í faðmi fjölskyldunnar og svæsnar drykkjusögur, svo fátt eitt sé nefnt. Það er óneitanlega gaman að komast að ýmsu um fólk, hverjir draumar þess og vonir eru. Það er samt einkennileg tilhugsun að þetta ágæta fólk, sem mér finnst ég þekkja svo vel eftir að skoða „blogg“-síðurnar þeirra, þekkir mig alls ekki neitt. Þetta er mjög einstefnulegt samband sem lætur mig fá á tilfinninguna að ég liggi á gægjum, sé að njósna um hagi þess. En forvitnin til að vita meira um sem flesta er þó gægjutilfinn- ingunni yfirsterkari. Hvað fær fólk til að opna sig upp á gátt fyrir fólki sem það þekkir ekki neitt og hefur aldrei séð? Er það frásagnargleðin sem knýr það áfram, þörfin fyrir að deila tilfinningum með öðrum eða hrein og bein athyglissýki? Sjáðu mig og mitt líf, svona er gaman að vera ég-„fílingur“? Við eigum öll að vera svo op- inská í seinni tíð, segja alltaf það sem okkur finnst, leyna engu. Fela okkur ekki á bak við grímur heldur dreifa tilfinningum okkar sem víðast. Þannig komumst við að rót vandamála okkar. Margir nota líka dagbækur og þá ef til vill líka „blogg“-síður til að skrifa sig frá vandamálunum, í það minnsta til að átta sig á þeim og við- urkenna þau. Þá er kannski skömminni skárra að ausa úr skálum margslunginna tilfinninga á Netinu heldur en að drekkja vinum og ættingjum með óstöðv- andi orðaflaumi í fjölskylduboð- um. Er leyndarmálum kannski að fækka með „blogginu“? Eða eru þau leyndarmál sem við segjum engum frá, okkar einlægustu hjartans mál, það eina sem eftir stendur? Ég er samt ekki alltaf viss um að ég sé að lesa um sannar tilfinn- ingar þegar ég skoða „blogg“- síður. Stundum finnst mér eins og ég sé að lesa kvikmyndahandrit, skáldskap um líf ósköp venjulegr- ar manneskju sem einstaka sinn- um lendir í hremmingum, t.d. í biðröð fyrir utan skemmtistað eins og fremst í grein þessari er lýst. Þessar hversdagshetjur eiga það þó flestar sameiginlegt að höfða vel til manns, þær eru þó ís- lenskar, ganga sömu stræti og við þekkjum, heimsæka sömu skemmtistaðina og segja slúður um fólk sem við öll könnumst við. Það verður svo til þess að þegar eitthvað bagalegt hendir þær finnum við til meiri samúðar með þeim en ella. Þrátt fyrir að vera mikil áhuga- manneskja um „blogg“, ætla ég áfram að leyfa vinkonum mínum einum að sitja að skemmti/ sorgarsögum um sjálfa mig, með þá von í brjósti að þær fari ekki lengra! Ég er líka handviss um, að þær yrðu hvort eð er þær einu sem myndu nenna að kíkja í heim- sókn á „blogg“-síðuna mína. Tilfinning- ar bornar á torg Sú var tíðin að dagbækur voru vett- vangur þar sem fólk páraði niður upp- lifun hversdagsins sem og dýpstu og innilegustu tilfinningar. Þær voru því- líkt leyndarmál að enginn mátti lesa þær. Nú er öldin önnur: Allir „blogga“. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is GAMLA máltækið, fyrirsögn þess- arar greinar, kemur í hugann þegar rifjað er upp að um þessar mundir er rétt ár síðan íslenska þjóðin mátti dag einn lesa og gleypa eftirfarandi svig- urmæli: „Hreinræktaðir drullusokk- ar“ – Suður-amerískir gangsterar“ – „Menn sem eiga ekki skilið virðingu samborgara sinna“ – „Menn með gangstereðli“ – og að síðustu til að lýsa ást sinni á tungu feðranna: „You aint’seen nothing yet“! – Og hver skyldi nú höfundur þessara ógeð- felldu setninga vera? – Jú, þetta voru kveðjurnar sem Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, sendi Bónus-feðgunum, mönnunum sem flestum öðrum betur hafa barist fyrir alla alþýðu með lágu verði mat- arnauðsynja. Vissulega hnykkti fólki við þegar það las þessar skelfilegu setningar – en er fólkið búið að gleyma? Sú spurning hlýtur að gerast áleitin þegar rýnt er í skoðanakann- anir þessa dagana. Ætla um 40% þjóðarinar að lyfta í æðstu virðing- arstöður, annars vegar manni sem lætur frá sér slíkar setningar um samborgara sína, og hins vegar konu sem staðin hefur verið að því að rjúfa og svíkja þær margendurteknu heit- strengingar að sitja í stóli borgar- stjóra kjörtímabilið allt. Eru þetta einstaklingarnir sem alþýðan ætlar að lyfta í æðstu stjórnunarstöður ís- lenska lýðveldisins? Nýlega flutti drottning Samfylk- ingarinnar Ingibjörg Sólrún (hvar er nú Jóhanna – kom hennar tími aldr- ei?) fræga ræðu í Borgarnesi, þar sem hún upplýsti m.a. að afskipti stjórn- málamanna af fyrirtækjum landsins væru ein aðalmeinsemd íslensks at- vinnulífs, og spurði hvort rannsóknir á nafngreindum fyrirtækjum væru byggðar á faglegum eða flokkspóli- tískum forsendum. Nafngreindi hún þar m.a. Baug og Norðurljós. Hví spurði hún ekki svila sinn Össur um Baug? Jón Ólafsson í Norðurljósum? Fjölmiðlar kalla mál þess manns „umfangsmesta skattsvikamál Ís- landssögunnar“. Já, margt hefði hið opinbera getað gert fyrir þrjá millj- arða og tvö hundruð milljónir króna. Til dæmis hefði verið hægt að standa undir kostnaði við embætti bóndans á Bessastöðum – í heilan aldarfjórðung! Skoðanakannanir segja að konur séu í meirihluta væntanlegra kjós- enda Samfylkingarinnar. Sam- bræðsla hluta gömlu „kommanna“ úr Alþýðubandalaginu með fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans í formennsku, og konunnar sem hvorki bliknaði né blánaði þegar hún sveik samherja sína í R-listanum í höfuðborginni. Ætlar fjöldi kvenna að lyfta í gullstóli til æðstu valda í þjóðfélaginu konu sem nýlega lýsti opinberlega yfir, að Íslendingar treystu hvorki lögreglu né kirkjunni? Skyldi þjóðskáldið sem orti „Móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís“ – hafa verið sáttur við afstöðu þeirra kvenna sem hér eiga hlut að máli? Megi hver og ein þeirra ganga í smiðju sinnar samvisku. Gleymt er þá gleypt er? Eftir Magnús Erlendsson „Eru þetta einstakling- arnir sem al- þýðan ætlar að lyfta í æðstu stöður?“ Höfundur er eldri borgari á Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.