Morgunblaðið - 28.02.2003, Side 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ólafía Pétursdóttirbókagerðarmaður
fæddist á Eyri í Kjós 1.
september 1913. Hún
andaðist á heimili sínu
í Reykjavík 20. febrúar
síðastliðinn. Foreldrar
hennar voru Pétur
Magnússon, bóndi og
trésmiður, f. í Laxár-
nesi 13.11. 1883, d.
25.5. 1971, og kona
hans Guðrún Ólafs-
dóttir, rjómabústýra
frá Bæ í Kjós, f. 17.11.
1874, d. 26.4. 1944.
Bróðir Ólafíu var
Magnús, stúdent við Háskólann í
Stokkhólmi, f. 22.7. 1911, d. í sept-
ember 1936. Eftir lát
Magnúsar brugðu
foreldrar Ólafíu búi
og fluttu til Reykja-
víkur. Pétur stund-
aði trésmíðar þar
hjá Trésmiðjunni
Akri og einnig á
Nönnugötu 7 fram á
nýræðisaldur.
Lengst af starfaði
Ólafía í Félagsprent-
smiðjunni, en seinast
hjá Kristni Jónssyni
prentara.
Útför Ólafíu verð-
ur gerð frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Ólafía Pétursdóttir uppáhalds-
frænka mín lést föstudaginn 21.
febrúar síðastliðinn. Hún fæddist
1913 og hefði orðið 90 ára hinn 1.
september næstkomandi. Hún flutt-
ist með foreldrum sínum, Pétri
Magnússyni og Guðrúnu Ólafsdótt-
ur, frá Eyri í Kjós til Reykjavíkur
snemma á tuttugustu öld og bjó alla
tíð á Nönnugötu 9 sem nú heitir
Nönnugata 7. Óljóst man ég eftir
Guðrúnu móður hennar en hún lést
fyrir 1950.
Frá Nönnugötu 9 eru margar ljúf-
ar minningar tengdar íbúum þess
hús þó einkum Pétri frænda frá Eyri
og Lóu frænku eins og hún var köll-
uð. Foreldrar mínir fluttu í íbúð á 1.
hæð hússins þegar ég var þriggja
ára og þar bjuggum við fjölskyldan í
nærri 20 ár. Einar bróðir minn bjó
síðar einhvern tímann í þessari
sömu íbúð á fyrstu árum síns hjóna-
bands og þegar við hjónin komum
eftir námsdvöl í Danmörku bjuggum
við einnig í þessari sömu íbúð í 5 ár á
meðan við vorum að byggja okkar
hús í Kópavoginum. Við Guðrún eig-
inkona mín, dætur og barnabörn
höldum einstaklega mikið upp á Lóu
frænku og söknum hennar með
trega og virðingu.
Á árunum 1945-1960 bjuggu fjór-
ar fjölskyldur á Nönnugötu 9 sem þó
voru eins og ein stór fjölskylda því
samgangur var mjög mikill á milli
heimila en Pétur faðir Lóu og Lóa
voru nokkurskonar miðpunktar
hússins sem með hógværð og elsku-
legheitum sáu um að allt færi vel
fram. Þarna ólust upp 7 drengir og 3
stúlkur sem öll báru mikla og
óblendna virðingu fyrir þeim feðg-
inum. Aldrei bar skugga á samband
neinna þarna á þessum árum en
samheldni og gagnkvæm virðing
höfð að leiðarljósi.
Pétur faðir Lóu sem lést 1971, 88
ára, hafði trésmíðaverkstæði í einu
herbergi á 1. hæðinni. Þar smíðaði
hann alla tíð fram undir andlátið
fjölda eldhúss- og svefnherbergis-
innréttinga, stórar og smáar, og
undrast maður stórlega hve mikið
var hægt að smíða í svo litlu her-
bergi. Guðmundur Magnússon, sem
bjó á miðhæð ásamt eiginkonu sinni
Önnu Andrésdóttur og fjórum son-
um, smíðaði einnig með Pétri í þessu
herbergi um kvöld og helgar. Þarna
komum við strákarnir annað slagið
og horfðum á þá tímunum saman.
Allar skúffur voru mjög haganlega
geirnegldar saman og þilplötur
gerðar þannig að masónitplötur
voru límdar á trégrind. Útvarpið var
alltaf í gangi og þarna var stundum
rætt um landsins gagn og nauðsynj-
ar eins og það var kallað þegar rætt
var um pólitík. Pétur var einstakt
prúðmenni, orðvar og algerlega laus
við alla tilgerð. Hann hafði nokkuð
ákveðnar skoðanir á landsmálum en
hafði óbeit á línukommum eins og
allir aðrir í húsinu.
Lóa frænka vann í marga áratugi í
Félagsprentsmiðjunni sem var í
Ingólfsstræti beint á móti Gamla
Bíói. Hún giftist aldrei en annaðist
heimili fyrir föður sinn eftir að Guð-
rún heitin móðir Lóu andaðist. Síð-
ustu árin fram yfir áttrætt vann hún
í prentsmiðju á Hverfisgötu hjá
Kristni Jónssyni sem lærði í Fé-
lagsprentsmiðjunni og reyndist
henni mjög vel og keyrði hana oft í
og úr vinnu einkanlega hin síðari ár.
Það eru margar minningar sem ég
hef um góðvild og þægilegheit Lóu
frænku. Hún var að öllu leyti hvers
manns hugljúfi og allir sem kynntust
Lóu muna eftir henni fyrir elskulegt
viðmót og hjartahlýju. Hún var ein-
staklega barngóð og þótt hún hafi
ekki sjálf eignast börn er það víst að
fáir eiga fleiri „barnabörn“ en Lóa í
þeim skilningi, að öll börn og barna-
börn þeirra sem ólust upp á Nönnu-
götu 9 dáðu Lóu frænku. Hún hefur
alltaf mætt í öll afmæli alls þessa
hóps og gjarnan prjónað gjafir til
þessara barna sem þau hafa vel
kunnað að meta. Eins hefur það ver-
ið um maka þeirra sem ólust upp í
húsinu hennar Lóu, þeim hefur hún
tekið eins og hún eigi í þeim hvert
bein og þeir halda ekki síður upp á
Lóu en hinir.
Það var ómetanlegt fyrir barn og
ungling eins og mig sem sennilega
væri kallaður ofvirkur ef ég væri að
alast upp nú til dags. Ef til vill hefi
ég fundið einhverja rólegheit og
hlýju við að fara upp á loft til Lóu
því það gerði ég nærri því daglega.
Svipað öryggi og hlýju var einnig að
finna hjá Önnu Andrésdóttur sem
bjó á sömu hæð og Lóa. Þær höfðu
sameiginlegt stórt alrými sem geng-
ið var úr til að komast í eldhúsin,
herbergin og stofurnar þeirra Lóu
og Önnu. Þetta alrými var mið-
punktur hússins. Þangað komu allir
íbúar saman á hátíðum og tyllidög-
um þegar haldnar voru veislur. Á
jóladag var sérstök hátíð hjá Lóu.
Þá var spilaður Lander upp á pen-
inga úr krukku sem Lóa átti. Að-
gangur að spilaborði var sá að við-
komandi varð að vera fermdur.
Þetta var ef til vill gert vegna þess
að ekki gátu nema í hæsta lagið 7
spilað Lander í einu. Þetta var gert
allar götur þar til fyrir nokkrum ár-
um. Í nokkur undanfarin ár fór Lóa
á Heilsuhælið í Hveragerði um jól og
nýár. Foreldrar mínir tóku síðar upp
þann sið að spila Lander upp á pen-
inga úr krukku á jólum.
Það var einnig venja að vera hjá
Lóu hinn 17. júní. Sú venja hélst alla
tíð og alveg ótrúlegt hve margir
gátu komist fyrir inni í íbúðinni
hennar Lóu. Þetta líkaði Lóu vel
eins og okkur öllum. Þessar stundir
með Lóu og stór-stór-fjölskyldunni
gegnum tíðina hafa orðið ógleyman-
legar og ekki á færi nema mjög fárra
á þessum tímum, þegar allir eru
uppteknir í einhverju öðru. Þetta
getur bara Lóa sem allir elska og dá.
Frægar eru kleinurnar hennar og
flatkökurnar með hangikjöti.
Lóa var virk í nokkrum félögum.
Ferðafélagi Íslands, Kvennadeild
Rauða krossins, Slysavarnafélaginu,
Kvenfélagi Dómkirkjunnar og ef til
vill fleirum. Algengt var að hún færi
eins til tveggja daga sumarferðir
með þessum félögum. Hún tók einn-
ig þátt í starfi aldraðra á vegum
Reykjavíkurborgar. Hún var ára-
tugum saman styrktaraðili Karla-
kórs Reykjavíkur.
Hún hafði mjög gaman af ferða-
lögum. Á sextugasta áratug síðustu
aldar eignaðist hún nýjan skutbíl
sem hún þeystist á um allt land og
heimsótti vini og ættingja. Þennan
bíl átti hún í mörg ár og ferðaðist þá
mjög mikið en þegar hún hætti að
keyra bílinn tóku við ferðir erlendis,
gjarnan með einhverjum samtökum
aldraðra.
Lóa var mikill mannþekkjari og
gat rakið ættir í marga ættliði og
hafði yfirleitt lag á að rekja saman
ættir fólks af ólíkum uppruna. Minn-
ug var hún með afbrigðum alveg
fram á síðasta dag. Venjan var sú, að
ef við sem yngri vorum mundum
ekki eitthvað mundi Lóa það ævin-
lega.
Daginn sem hún dó fór hún út í
búð um hádegisbil með Önnu vin-
konu sinni að versla. Heima borðuðu
þær súpu saman. Síðan hafði hún
sest í stólinn sinn og sofnað svefn-
inum langa. Það var gott andlát.
Það var mikil reisn yfir Lóu alla
tíð, hún var spengileg á velli og vel
til höfð hvar sem hún kom. Henni
var hlýtt til allra og talaði aldrei illa
um nokkurn mann. Hún var mjög
fjölskyldusinnuð og óhætt er að
segja að öllum sem henni kynntust
þótti gaman og gott að vera með
henni.
Það er sárt að þurfa að kveðja
góða konu eins og Lóu en von okkar
hjóna og fjölskyldu okkar er sú, að
hún ferðist áfram á guðsvegum um
þau heimkynni þar sem henni er
ætlað að ferðast.
Magnús Siguroddsson.
Mig langar að minnast frænku
minnar Ólafíu Pétursdóttur og
þakka fyrir samfylgdina í rúm fimm-
tíu ár. Þegar ég horfi til baka
streyma fram ótal minningar og ég
hugsa til hennar af mikilli virðingu
og hlýhug.
Áhyggjulaus æskuárin á Nönnu-
götunni rifjast upp en þar var oft
glatt á hjalla. Ósjaldan var komið við
hjá Lóu til að spjalla og gæða sér á
nýbökuðum kleinum eða pönnukök-
um. Á sumrin var gjarnan haldið í
Þingvallasveitina í sumarbústaðinn
Hvin og þaðan á ég afar kærar
minningar. Þar var Lóa í essinu sínu
og naut þess að vera úti í náttúrunni.
Eftir að við hættum að dvelja þar
héldum við áfram að koma þar við þó
ekki væri nema til að setjast í laut-
ina og finna ilminn af lynginu, gá að
berjum eða drekka kaffi á pallinum.
Við fórum saman í heimsóknir til
vina og ættingja og Lóa var alltaf til
í að fara þótt fyrirvarinn væri oft
ekki mikill. Hún naut þess líka að
ferðast, bæði innanlands og erlendis.
Það var hennar líf og yndi að vera
innan um fólk. Þegar eitthvað var
um að vera í fjölskyldunni var Lóa
ómissandi þátttakandi og ég sé hana
fyrir mér uppábúna í upphlut við há-
tíðleg tækifæri.
Það sem var svo einstakt við Lóu
var hve auðvelt henni veittist að um-
gangast fólk á öllum aldri. Mann-
kærleikur og hlýja einkenndu fram-
komu hennar og gerðu það að
verkum að öllum leið vel í návist
hennar. Hún kom fram við alla af
virðingu, sýndi þeim áhuga og var
aðdáunarvert hve vel hún fylgdist
með fólkinu sínu alveg fram á síð-
asta dag.
Hún fylgdist einnig vel með því
sem var að gerast í samfélaginu,
hafði skoðanir á mönnum og mál-
efnum. Það var alltaf gaman að
heimsækja Lóu og hjá henni var
hægt ganga að því vísu að fá fréttir
af sameiginlegum vinum og ættingj-
um. Hún var yfirleitt með eitthvað á
prjónunum og hefur í gegnum tíðina
séð miklum fjölda af smáfólki fyrir
hlýjum sokkum og vettlingum.
Við áttum margar góðar stundir
saman og hefur Lóa veitt mér ómet-
anlegan stuðning bæði í gleði og
sorg. Nú er komið að kveðjustund,
það er sárt að kveðja en ég vil þakka
fyrir allar samverustundirnar sem
eru ljúfar minningar sem ekki
gleymast.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Ólafíu Péturs-
dóttur.
Guðfinna Guðrún
Guðmundsdóttir.
Í dag kveðjum við frænku mína,
Ólafíu Pétursdóttur. Það er mann-
bætandi að fá að þekkja slíka mann-
ÓLAFÍA
PÉTURSDÓTTIR
Lokað
Verslunin verður lokuð eftir kl. 12.00 í dag, föstudag, vegna
jarðarfarar DAVÍÐS FANNARS MAGNÚSSONAR.
Kúnígúnd,
Laugavegi 53, sími 551 3469.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA S. BJARNADÓTTIR,
Hlíf 1,
Ísafirði,
verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 1. mars kl. 13.30.
Óskar Kárason, Ásdís M. Hansdóttir,
Erla Þorbjörnsdóttir,
Sævar Gestsson, Ragna Arnaldsdóttir
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Ölvaldsstöðum,
sem andaðist á Dvalarheimili aldraðara í Borg-
arnesi fimmtudaginn 20. febrúar, verður jarð-
sungin frá Borgarneskirkju laugardaginn
1. mars kl. 14.00.
Jón Ragnar Björnsson, Guðrún Jónína Magnúsdóttir,
Gylfi Björnsson, Guðrún Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Föstudaginn 21. febrúar fór fram minningar-
athöfn um ástkæran eiginmann minn, föður
okkar, tengdaföður og afa,
ÁRNA RAGNARSSON,
sem lést á Spáni þriðjudaginn 17. desember.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug.
Guðfinna Halldórsdóttir,
Ragnar Kristinn Árnason,
Halldór Jakop Árnason, Guðfinna Jónsdóttir,
Margrét Hanna Árnadóttir, Eyþór Ólafur Karlsson,
Árni Þór Árnason, Ingigerður F. Laugdal
og barnabörn.
Elsku hjartans drengurinn okkar, bróðir, barna-
barn og frændi,
DAVÍÐ FANNAR MAGNÚSSON,
Vesturási 22,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag,
föstudaginn 28. febrúar, kl. 13.30.
Sigrún Davíðsdóttir,
Magnús Friðgeirsson,
Aldís Magnúsdóttir, Aníta Björk Káradóttir,
Maríanna Magnúsdóttir,
Aldís Eyjólfsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir.
Frændi okkar,
GÍSLI JÚLÍUS STEFÁNSSON
bóndi,
í Yztakoti í Vestur-Landeyjum,
síðast vistmaður á elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Akur-
eyjarkirkju í Vestur-Landeyjum laugardaginn
1. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Pétur Guðmundsson,
Ólafur Guðni Stefánsson,
Sigurbjörg Stefánsdóttir,
Kristján Gísli Stefánsson,
Grétar Stefánsson.